HEIMA HJÁ EINNI SMEKKLEGUSTU PÍU LANDSINS

Heimili

Þegar tískugúrúinn og hönnuðurinn Ása Ninna Pétursdóttir setur íbúðina sína á sölu þá er ekki annað hægt en að sýna frá því myndir hér á Trendnet. Ég hef áður reynt að blikka Ásu Ninnu í innlit fyrir hin ýmsu tímarit og það er sem betur fer bara ég og hún sem vitum hversu mörg þau skipti voru… Íbúðin sem staðsett er á besta stað á Sólvallagötu er björt og falleg með hvítlökkuðum gólfum sem er einkennandi ásamt nokkrum dökkmáluðum veggjum og fallegum munum í hverju horni. 

Það er sko fallegt heima hjá Ásu Ninnu, fyrir áhugasama þá er hægt að nálgast frekari upplýsingar um íbúðina hér.

SJARMERANDI ÍBÚÐ Í ♡ 101

Heimili

Þetta fallega íslenska heimili fangaði athygli mína á fasteignasöluvefnum í dag, staðsetningin er einstök og því kemur íbúðin að öllum líkindum til með að rjúka út. En það er eitthvað við þessa íbúð sem heillar mig svo mikið, kvenlegt yfirbragðið, fallegar ljósmyndir á veggjum og þekktar hönnunarvörur í bland við antíkmuni sem er einmitt eins og ég vil hafa mitt heimili. Þarna svífur greinilega góður andi yfir og húsráðandi með gott auga fyrir fallegum munum.

Ég er sérstaklega hrifin af þessu Marilyn Monroe plakati, en það eru fleiri myndir af þessari gyðju að finna á heimilinu.

Fyrir áhugasama kaupendur þá má finna allar upplýsingar um þetta sjarmatröll á Miðstræti HÉR.

FORSÍÐUHEIMILIÐ FRÆGA

Heimili

Heimilið sem allir eru að tala um núna er án efa glæsilega heimilið sem prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Húsa & Híbýla. Hér búa eigendur Borðsins sem er hverfisveitingarstaður og verslun á Ægisíðu. Eftir að hafa skoðað myndirnar vel og vandlega varð ég skyndilega mjög forvitin um veitingarstaðinn sem ég hef aldrei heimsótt og velti fyrir mér hvort hann væri jafn agalega smart. Niðurstaðan var að sjálfsögðu já, þar hefur einnig verið nostrað við hvern krók og koma og prýðir einnig sama fallega ljósakróna heimilið og veitingarstaðinn. “Borðið er fjölskyldufyrirtæki. Hjónin Rakel Eva og Friðrik og Martina og Jón Helgi eru eigendur staðarins ásamt Ómari Stefánssyni matreiðslumeistara og aðalkokki Borðsins. Ómar Stefánsson hefur komið víða við og sækir innblástur sinn í íslenska náttúru og danskar matargerðarhefðir.”

Hvernig væri nú hreinlega að skella sér í bíltúr út á Nes og kíkja við, ég er orðin spennt eftir að hafa legið yfir heimasíðunni þeirra, sjá hér í leit að myndum. En þó ætlum við að byrja á því að skoða myndirnar af þessari hönnunarhöll. Ótrúlegt en satt þá eruð það húsráðendur sjálfir, þau Martina og Jón Helgi sem sáu um alla hönnun á heimilinu sjálf en reka þau einnig hönnunarmerkið Pipistrello þar sem þau hanna vörur og rými. Þau Martina og Jón Helgi hafa augljósa ástríðu fyrir vönduðu handverki og hönnun og sést það glöggt á þeirra fallega heimili. Baðherbergið og eldhúsið er með því fallegra sem ég hef séð og efnisval í innréttingum og blöndunartækjum sýna okkur að hér eru alvöru fagurkerar á ferð og útkoman er listaverki líkust ♡

Takið eftir hvað stofan er skemmtilega skipulögð, hvernig borðstofan, gestastofan/sjónvarpsstofan ásamt lítilli nokkurskonar útsýnisstofu rúmast allar fallega í sama rýminu. Það er gert með því að leggja stórar mottur á gólfið sem afmarkar hverja stofu fyrir sig. Falleg lausn á þessu stóra heimili sem þó virkar svo hlýlegt og er fullt af karakter og sjarma. 

Fyrir ykkur sem eruð áhugasöm um ljósakrónuna fallegu þá er hægt að skoða margar samskonar ljósakrónur í þessum Sputnik stíl hér.

Þvílíkur demantur! Fyrir áhugasama þá er hægt að sjá fleiri myndir ásamt frekari upplýsingum um þessa glæsilegu fasteign á fasteignavef Vísis, sjá hér. 

DRAUMUR Á ÁSVALLAGÖTU ♡

HeimiliÍslensk hönnun

Ég á varla til orð yfir þetta glæsilega heimili – en þau gerast varla fallegri en einmitt þetta og ég skoða þessar myndir með fiðring í maganum. Svo litríkt og bjart og uppfullt af fallegri hönnun í blandi við persónulega muni. Ég ræð varla við mig, mig langar til að banka upp á hjá þessu smekkfólki og fá að kíkja í kaffi!

Þetta fallega heimili er til sölu og má finna nánari upplýsingar um það hér hjá Vísi, þvílík gósentíð á íslenskum fasteignasölum. Það hefur aldrei áður gerst að ég birti tvo daga í röð myndir af íslenskum heimilum. Bravó fyrir því ♡

Hér búa alvöru hönnunarsafnarar, Hans J. Wegner, Arne Jacobsen og Eames hjónin eiga nokkra stóla hér inni. Og tala nú ekki um fallegu ljósin, Gubi ljós yfir borðstofuborðinu, Georg Nelson yfir stofuborðinu ásamt nokkrum öðrum glæsilegum lömpum.

Litadýrð ♡

Myndir via Vísir.is

Bleikt flamingó veggfóður, þvílík gleði að vakna alla morgna hér inni. Þetta veggfóður ratar beina leið á minn lífsins óskalista svo fallegt er það.

Verðið þið ekki glöð að skoða svona hressandi og fallegar myndir? Ég gæti hreinlega ekki beðið um betri innblástur fyrir heimilið og kem til með að fletta aftur og aftur í gegnum þessar myndir.

UPPÁHALDS HEIMILIÐ : ISLANDERS

Það eru alltaf nokkur heimili sem ég hreinlega fæ ekki nóg af og gæti skrifað um þau í hverri viku og alltaf þótt þau jafn spennandi. Eitt þeirra er heimilið hennar Auðar Gnáar sem ég hef margoft nefnt hér á blogginu en hún er einnig einn uppáhaldshönnuðurinn minn og þið hafið mögulega rekist á færslur hér inni þar sem sjá má brot af hennar einstaka heimili. Ég viðurkenni að ég hef reyndar líka farið í innlit til hennar fyrir Nude Magazine (fyrra heimilið hennar), síðan kíkti ég í innlit fyrir Glamour og síðast en ekki síst fyrir jól fengum við að kíkja í heimsókn á Svartahvitu snappinu. Ástæða þess að ég er að sýna aftur myndir af heimilinu er sú að núna var að birtast innlit hjá henni á Islanders sem er heimasíða sem fjallar um áhugaverð heimili Íslendinga á vandaðan hátt og með þeim fylgja alltaf skemmtileg viðtöl og greinar sem ég hef mjög gaman af því að lesa. Og ekki má gleyma að Auður Gná er jú stofnandi Islanders.

Ég mæli því sannarlega með því að kíkja við á Islanders og sjá allar myndirnar og endilega smellið like á facebook síðu Islanders til að missa ekki af heimsóknum.

innlit_audur_gna

Heimilið hennar Auðar er algjör draumur og ég get snúist í marga hringi þarna inni að skoða alla fallegu hlutina, listaverkin og hönnunina. Hún er með alveg einstakan stíl, svo fágaður og sýnir vel að þarna býr einhver sem hefur þekkingu á hönnun en á sama tíma er stíllinn svo töffaralegur og ég fíla hann alveg í ræmur.

screen-shot-2017-03-13-at-19-52-52

Teppið og púðarnir eru frá Further North,

unspecified-12-1  islanders-interior-design-audur-gna-26

Jafnvel kaffivélin er aldeilis vel valin og mikil heimilisprýði!

islanders-interior-design-audur-gna-28

Draumaspegillinn minn frá Further North, sem er hönnunarmerki Auðar.

islanders-interior-design-audur-gna-22innlit_audur_gna

Kíkið núna yfir á Islanders og sjáið fleiri myndir, öll smáatriðin og ég lofa að þið verðið ekki vonsvikin.

Hér er alveg alvöru fagurkeri á ferð ♡

svartahvitu-snapp2-1

DRAUMAHEIMILI Í UNDRALANDI

HeimiliÍslensk hönnun

Undraland er mögulega fallegasta götuheiti landsins og er núna til sölu þar stórglæsilegt heimili mikils smekkfólks. Algjört draumaheimili að mínu mati og mikið lagt í innanhússhönnun þess með fallegum innréttingum og smekklegum lausnum. Hér hefur verið nostrað við hvert rými og hafa húsráðendur augljóslega góðan smekk og áhuga fyrir hönnun. Þrátt fyrir að húsið sé mjög stórt þá er mjög hlýlegur andi hér inni sem getur verið vandasamt verk í stóru húsi, allir hurða og gluggakarmar hafa verið málaðir svartir sem er hrikalega smart og ásamt dökkum innréttingum gerir það heimilið hlýlegra. Gömul tekk húsgögn með sál í blandi við vel valda hönnun og plöntur verður útkoman svona líka frábær, kíkjum í heimsókn!

0df4719a9926199990fb9f20d1290f5582d1dfc1 ed64b38dc8404b0130717e54e28da98785c5a6051e783c022deea89bfedb60e034c774b6b6c98a65 c5a6ef0b036eb02af1b22798d4d9fadcce4e67b155af49d4c9a67379994ec15278943ded778000f2a13185e56be8a44019db3d02695335a4036f29ca     85a87557a24b458de8360c1a074a1c7fb6403f23   742c1126acb1f30f2bb2d70d37ba77c7c220b376    d8a042d8515ecb8372eb91d0974f768458fc761e96568d4d512713af746d232a43da03a4d9014a23 4622411c48da555cef11aa340d9299c15f199edd

Baðherbergið er sérstaklega fallegt , með innréttingar í stíl við eldhúsið ásamt marmaraplötu. Takið eftir litlu smáatriðunum sem gera svo mikið fyrir heildar lúkkið, lítill vasi með blómum, ilmstangir og fallegar sápur.

57809492030f7cc325e3064bfee1321c52e658e1   618c0be244f4eea431ffe13b9f1308a143c4cffe   d3275219bf73bcf0436adb094e7a39fc496680ad

Hrikalega flott og skemmtileg barnaherbergi.

eeb958e8b7b98da7c86673e96cb8dfd907981fc789d01098451176f91a3c485658b8bf2a25d5594e

Myndir via Mbl.is/fasteignir

Fyrir áhugasama þá má finna fleiri myndir ásamt upplýsingum hér! Ég gæti hugsað mér að pakka niður strax í dag og flytja í þetta dásamlega hús, ég er alveg bálskotin.

svartahvitu-snapp2-1

TJÚLLUÐ ÚTSÝNISÍBÚÐ TIL SÖLU

Heimili

Vinir mínir voru að setja íbúðina sína á sölu í Sólheimum og ef þú ert í íbúðarhugleiðingum þá er þessi klárlega möst-see. Ég man ennþá svo vel eftir fyrstu heimsókninni minni til þeirra því annað eins útsýni hef ég ekki séð og tala nú ekki um hvað íbúðin er ofsalega björt og vel skipulögð, -hér eru sko miklir möguleikar! IMG_5862 IMG_5871 IMG_5838IMG_5848 IMG_5886

Þessar svalir eru alveg tjúllaðar.

IMG_5914

Þegar maður á flott hjól þá er ekki slæm hugmynd að hengja það upp á vegg;)

IMG_5820

Svalir útfrá svefnherberginu er draumur margra…

IMG_5815

IMG_5810IMG_5856IMG_5944 copy

Opið hús á morgun, mánudaginn 20. Júní kl. 17:30-18:00 – íbúð 10-04! Sjá nánar hér.

Mæli með x

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

HAFSTEINN & KARITAS SELJA!

HeimiliÍslensk hönnun

HAF hjónin þau Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir hafa varla farið framhjá neinum sem áhuga hefur á hönnun en smekkvísi þeirra hefur vakið víða athygli og þá bæði innanlands og erlendis. En ásamt því að hanna allskyns fyrirtæki, veitingarstaði og ýmislegt annað þá virðast þau vera haldin smá breytingaræði og eru því núna að selja nýuppgerða og geggjaða heimilið sitt til að byrja á nýju verkefni innan veggja heimilisins. Það fer þeim greinilega ekki vel að slaka bara á;)

Kíkjum á myndirnar sem snillingurinn Gunnar Sverrisson tók af heimilinu….

2dfc899f52edbf798dd1cb486cb9c2f5580c2327 6fd395e598a71018f3b3eb3905e3960a64754cbb 9d297f631ee983c12d21261775f13cbba72566aeb9c62a8de76d0088c51b16380f903e08cb0d019a86f078a4130848996f0e99d29281a4e986aacc29970cc86bbd83cdc55bf4f78c017de7d34ffca9fe26fe1fc73b0b4e3128dc2d5f1729dbd6258e2a24cf70c8697e519cc57df2e750568154f5bf5bbb427c61aab36546d083cdc4b7d690c3f353c9b486603eadb73b9c711ccf96619a093110e1225523b0df3c5ba8a588242a32a67dbfe8ceb705d92d4c8975438f8fb9fdfcd7408b0cb28694f3fb2dec0a6e2f11d7b2a96dfb6bcdf4cf1ac0d289c299b69764d0 12039142bcdb848d95b918867931f1e4e8aa47fbda784d57706fa3ecc18dd09c937166a494ce70c4

Eigum við að ræða þessi smekklegheit? Karitas er reyndar ein smekklegasta kona landsins svo það kemur að sjálfsögðu ekki á óvart að þau hjónin búi ansi fabjúlös.

Hér má sjá fleiri myndir og upplýsingar um heimilið:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111