fbpx

FALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI : MÝRARGATA

Íslensk heimili

Hvað er skemmtilegra en að skoða myndir af fallegum íslenskum heimilum? Hér er á ferð smekkleg og björt íbúð á Mýrargötu sem nú er til sölu fyrir áhugasama. Íbúðin er skemmtilega skipulögð og opið eldhúsið og stofan þar sem birtan bókstaflega flæðir inn heillar mig. Í eldhúsinu má sjá vandlega valda eldhúsmuni njóta sín í opnum hillum en hér býr án efa einhver sem hefur gaman af eldamennsku myndi ég giska:) Í stofunni er ekki mikið um veggpláss og þetta frístandandi sjónvarp er því frábær lausn til að eyða ekki veggplássi og til að geta fært það til eftir því hvar sólin skýn inn. Í stað þess fær svo þessi fallegi listaverkaveggur að njóta sín vel. Smelltu hér til að sjá frekari upplýsingar um íbúðina.

Ljósmyndir : Fasteignaljósmyndun.is

Ég elska þennan hangandi stól og hvað hann fær að njóta sín vel.

Svefnherbergið er notalegt með fallegu litavali á veggnum.

Ljósmyndir : Fasteignaljósmyndun.is

LITLU HLUTIRNIR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1