fbpx

LITLU HLUTIRNIR

Persónulegt

Ég elska að geta unnið heiman frá mér í ró og næði og í dag var það sérstaklega notalegt. Eftir langt sumarfrí hjá krökkunum þar sem ég vann oft verkefnin mín á kvöldin eru skólarnir byrjaðir. Bjartur fór í 3. bekk og Birta byrjaði í leikskóla. Ekki misskilja mig, ég elska að hafa börnin heima alla daga og í fullkomnum heimi væri það þannig hjá mér. En það er líka gott að ná að afkasta mörgum verkefnum, skipuleggja sig og sinna hugmyndavinnu. Í dag var fyrsti þannig dagurinn minn síðan í vor og ég get ekki sagt annað en að ég sé spennt fyrir haustinu.

“Litlu hlutirnir” í dag var að fá að sitja alein heima og borða brauð (flatköku;) með súkkulaði og með nýjan blómvönd í vasa ahhh. Ég er líka svo glöð að hafa náð að klára sumarið sykurlaus – fyrir utan nokkur pulsubrauð í grillveislum sumarsins haha þá tókst mér að vera 99,9% sykurlaus og þá er ekkert annað í stöðunni en að segja áfram gakk inn í haustið!

Skemmtileg tilviljun að Elísabet mín var einmitt í svipuðum hugleiðingum og ég:) “Að sjá fegurðina í litlu hlutunum”

Eigum við annars að ræða þennan villta blómvönd?

Ég er líklega á krukku númer 20 með súkkulaðismyrjunni frá Good Good – ef þú hefur ekki smakkað þá mæli ég með. Það gleður mig líka virkilega að segja frá því að ég verð í smá samstarfi við Good Good í haust og hlakka til að prófa mig enn meira áfram með vörurnar frá þeim ♡

Ég vona að þið hafið átt góðan dag, takk enn og aftur fyrir lesturinn.

MÚMÍN TIL STYRKTAR RAUÐA KROSSINUM - MOMENTS OF KINDNESS

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Halla

    4. September 2022

    Hvar fékkstu fallega bleika glasið?