fbpx

GULLFALLEGT HEIMILI HJÁ HILDI ERLU LJÓSMYNDARA

Heimili

Hildur Erla er ljósmyndari sem hefur sérhæft sig í fjölskyldu og brúðkaupsmyndatökum og er hún þekkt fyrir einstakan stíl og hefur hún einnig ótrúlega næmt auga fyrir öllum litlu fallegu hlutunum í daglegu lífi. Ég hef fylgst með henni í nokkur ár á Instagram og er alltaf jafn heilluð af ljósmyndunum hennar og hún ber einnig með sér svo góða nærveru. Gullfallegt heimili hennar og fjölskyldu er núna komið á sölu en um er að ræða stórglæsilega og vel skipulagða 4 herbergja íbúð í Kópavogi. Stílnum á heimilinu mætti lýsa sem notalegum, elegant og ögn látlausum þar sem mjúkir litir setja tóninn og vandaða hluti má finna í hverju horni. Sjáið svo hvað barnaherbergin eru dásamlega falleg og má vel sjá að hér býr fagurkeri.

Kíkjum í heimsókn,

 

– Smelltu hér til að sjá frekari upplýsingar – 

       Ljósmyndir : Hildur Erla

– Smelltu hér til að sjá frekari upplýsingar um eignina – 

Fyrir áhugasama þá er hægt að fylgjast með Hildi Erlu á Instagram @hildurerla og fyrir þau ykkar í leit að ljósmyndara þá er hægt að skoða dásamlega fallegar ljósmyndir hennar á hildurerla.com ♡

 

ÓHRÆDD VIÐ LITI Í TYGGJÓBLEIKU SUMARHÚSI

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Jen

    31. January 2023

    Why are all Icelandic homes so grey/beige?

  2. Katrín

    1. February 2023

    Fallegt heimili. Ég væri mjög til í að vita hvaðan parketið er og eins, hvaðan sófinn er?