fbpx

WILDRIDE – SNILLD FYRIR GÖNGUTÚRANA MEÐ BARNIÐ

BörnSamstarf

Það er langt síðan ég varð jafn spennt fyrir nýrri barnavöru og þegar ég rakst á Wildride göngupokann. Upphaflega hóf ég að fylgja þeim á Instagram og heillaðist af hrikalega smart mynstrum (*hóst… já hlébarðamynstrið náði mér alveg) og stuttu síðar sá ég að Nine Kids voru að taka inn Wildride göngupokana og þá stóðst ég ekki mátið að prófa!

Dóttir mín, Birta Katrín er nýorðin 3 ára gömul en pokarnir eru gerðir fyrir börn frá 9 mánaða til 4ra ára (20kg), en eftir að hafa prófað pokann með henni þá er ég ennþá meira heilluð og finnst alls ekki vera of seint að eignast hann svona í seinna fallinu (miðað við aldursviðmið). Okkur finnst nefnilega ótrúlega gaman í göngutúrum og sérstaklega í sveitinni en oftar en ekki var ég að ganga til baka með hana á mjöðminni eða hún á háhesti á pabba sínum vegna þreytu í fótum eftir mikið labb. Langflestir burðarpokar eru hannaðir útfrá ungbörnum en ekki sérstaklega sniðnir að börnum sem eru farin að ganga/hlaupa en þurfa þó hvíld eða knús inná milli og þessvegna er þessi poki svona mikil snilld. Wildride er hollenskt hugvit þeirra Britt Schoorl og Joost Hultink sem hafa áratuga reynslu úr tískubransanum og markaðssetningu ásamt því að eiga til samans 5 börn og er sú reynsla alveg að skila sér í þessari snilldarvöru.

Okkar poki fær að fljóta með í allskyns ferðir og fær 100% mín meðmæli. Viljiði giska hvaða mynstur ég valdi;)

– samstarf við Nine Kids – 

Smelltu hér til að skoða úrvalið frá Wildride 

Á ÓSKALISTANUM : PALE ROSE LAMPI FRÁ LOUIS POULSEN

Skrifa Innlegg