fbpx

Á ÓSKALISTANUM : PALE ROSE LAMPI FRÁ LOUIS POULSEN

HönnunÓskalistinn

Louis Poulsen kynnti Pale Rose ljósin í fyrsta skipti á árlegu Salone hönnunarsýningunni í Mílanó í fyrra og ég varð samstundis ástfangin! Þar mátti sjá nokkur af þeirra þekktustu ljósum í ljósbleikri útgáfu sem sló algjörlega í gegn en þó var aðeins hægt að versla ljósin beint frá vefsíðu Louis Poulsen þar til núna…

Á nýliðinni 3 days hönnunarhátíð í Kaupmannahöfn fagnaði Louis Poulsen því að nú er Pale Rose vörulínan væntanleg í nokkrar sérvaldar verslanir… og þar má nefna Epal á Íslandi ♡ Núna er hægt að tryggja sér eintak í forsölu en Pale Rose ljósin eru væntanleg í byrjun júlí! Það er allt fallegra í bleiku er það ekki:)

Myndirnar fékk ég að láni á Instagram síðu @louispoulsen 

Sjá myndir hér að neðan frá fyrstu kynningu á Pale Rose í Mílanó 2022.

Svo ótrúlega falleg útgáfa og er svo sannarlega komin efst á minn heimilis-óskalista!

Smelltu hér til að sjá í vefverslun Epal.is

DRAUMAEIGN Í SÆNSKRI SVEIT - HÉR ER SUMARIÐ

Skrifa Innlegg