fbpx

FALLEG ÚTIFÖT FYRIR HAUSTIÐ Í DIMM

BörnSamstarf

Ætli haustið sé ekki í uppáhaldi hjá flestum okkar, þessi yndislegi árstími og rútínan sem fylgir því að börnin mæti aftur í skólann. Ég andaði örlítið léttar eftir langt og gott sumarfrí hjá mínum börnum sem brosa núna út að eyrum að fá að mæta í skólann og ég elska að fara inn í þessa nýju árstíð sem er yfirleitt stútfull af skemmtilegum viðburðum. Vá hvað þetta er skemmtilegur tími! Það sem var efst á mínum to-do lista eftir sumarfríið var að græja útiföt á krakkana mína sem allt í einu stækkuðu uppúr nánast öllum fötum sem þau áttu! Ég kíkti við hjá DIMM og skoðaði úrvalið sem hefur aldrei áður verið jafn mikið en þar fer fremst í flokki Liewood og Garbo&Friends sem eru svo falleg og vönduð barnavörumerki. Dóttir mín hefur aldrei áður verið jafn vel græjuð fyrir haustið með fallega blómamynstraðann pollagalla og krúttlegustu úlpu sem ég hef séð til að nefna fátt. Það kom mér einnig skemmtileg á óvart að ég fann einnig ýmislegt á strákinn minn sem er að verða 9 ára, ein hrikalega smart skærblá húfa og úlpa sem bæði hittu í mark ♡

Sjáið þessar fallegu myndir frá Liewood sem sýna þó aðeins brot af úrvalinu. Svo fallegir hlýjir og léttir flís og thermojakkar í mörgum litum og sumum þeirra hægt að snúa á báða vegu, húfur og úlpur með hrikalega sætum bangsaeyrum ásamt regnfötum og fleiru. Ég valdi á Birtu mína dúnmjúka dúnúlpu með bangsaeyrum og svo æðislegan léttan thermo jakka sem ég hef lengi haft augun á og er svo tilvalinn fyrir haustið. Bæði til í svo fallegum litum á bæði stelpur og stráka – smelltu hér til að skoða úrvalið.

Ég elska þegar útifötin sem ég vel á börnin mín eru falleg … en fyrst og fremst að þau séu úr gæðum og endast og eru hönnuð með börnin í huga, til dæmis má nefna að í fóðruðu pollagöllunum frá Garbo&Friends eru vasarnir ekki með fóðri því börn elska jú að setja í þá steina og köngla og annað náttúrudót. Einnig er kostur að kanturinn á rennilásnum er með fóðri yfir en ég man eftir að þetta atriði hefur mjög oft truflað Bjart minn síðastliðin ár að hafa rennilásinn uppvið hálsinn eða munninn eins og mörg útiföt eru og með engu fóðri yfir. Þessir litlu hlutir sem tikka í öll box þegar kemur að þægindum fyrir barnið.

Pollagallarnir frá Garbo&Friends voru síðan í svo hrikalega flottum mynstrum og eru fóðraðir með einstaklega mjúku flísefni sem einangrar vel í íslenska veðrinu. “Endurskin á jakka og buxum sem er ekki alltaf á pollafötum og  fullkomið fyrir íslenskar aðstæður. Allir saumar eru límdir og vatnsheldir og efnin laus við öll skaðleg efni.” Smelltu hér til að skoða betur.

Þessi blái litur er svo fallegur og valdi ég blómamynstrið á dóttur mína sem sló í gegn og með pollalúffur í stíl. Ullarhúfurnar frá Garbo&Friends voru svo smart og eru til í stærðum upp í 10 ára! Og svo var sá möguleiki að sérpanta dúnúlpu í stærri stærðum en þær sem voru til frá Liewood ♡

Núna er tíminn til að skoða öll fallegu útifötin fyrir haustið og ég mæli mjög mikið með að kíkja við á úrvalið hjá stelpunum í Dimm ♡

BLEIKI ELDHÚSBEKKUR DRAUMA MINNA ER REDDÝ!

Skrifa Innlegg