fbpx

BÓNDADAGSGJAFIR – 15 HUGMYNDIR

Hugmyndir

Bóndadagurinn er á morgun og það er skemmtileg hefð að gleðja makann sinn á einhvern hátt, hvort sem það sé upplifun fyrir ykkur saman, þá t.d. að fara saman í Sky Lagoon og svo út að borða, eða elda uppáhalds matinn hans heima með börnunum og síðan kósýkvöld yfir góðri mynd og kúri. Það er einnig gaman að kaupa eitthvað sem honum gæti vantað eða langar í, og það getur það verið allt frá góðu andlitskremi (jú þeir kaupa sér það fæstir sjálfir), vatnsflaska til að grípa með á hverjum degi, góður ilmur, íþróttafatnað eða annað sniðugt. Í tilefni Bóndadagsins tók ég saman nokkrar hugmyndir af gjöfum – bæði stórum og litlum.

 

// Fjölnota vatnsflaska frá 24bottles var fyrir jólin á óskalistanum hjá mínum manni – stærri gerðin og með sporttappa. Fæst í Epal.

// Bjórglös og uppáhalds bjórinn gleður heimilið – og hann;) Iittala Ultima Thule eru klassík.

// Allskyns íþróttafatnaður og íþróttaskór eða sokkar eru mjög oft á óskalistanum hér á bæ. Hverslun.

// Steamery gufugræja er möst fyrir alla að eiga – sérstaklega þá herra sem þykjast ekki kunna að strauja skyrtur. Fæst í Epal.

// Þessa gönguskó valdi elsku Helgi Ómars minn á listann – þeir eru víst alveg málið. Alparnir

// Ég bauð mínum á deit í Sky Lagoon nýlega ásamt vinkonum og mökum. Þaðan fórum við út að borða og svo heim að spila. Það er uppskrift af algjöru drauma deiti að mínu mati ♡ Ég valdi Pure stefnumót fyrir okkur sem innihélt drykki og smakkplatta (ostar og fleira) þegar við komum uppúr.

// Góður herrailmur er alltaf góð gjöf, Sauvage Dior er mjög góður.

// Húðvörur er eitthvað sem þeir mættu margir nýta sér betur, andlitsskrúbbur, hreinsir eða krem. Þessi gjafapakki er frá Clinique.

// Avolt fjöltengi er brilliant og smart – Avolt.is.

// CeraVe eru húðvörur sem eru mjög góðar og á góðu verði og fást mjög víða, t.d. apótek, Fjarðarkaup, Hagkaup ofl. Rakakrem er algjör grunnur sem allir þurfa að eiga:)

// Sjöstrand draumavél og flóari í dekurpakkann – fyrir hann & heimilið. Sjöstrand.is. //

Svo ein góð aukahugmynd þar sem við vinkonurnar erum mikið að spá í gjafahugmyndum þessa dagana þá þótti mér góð hugmynd sem ein vinkona kom með að gefa kvöldstund í Kokteilaskólann (til að fara saman). Skemmtileg upplifun og hægt að fara saman með vinahóp. Ég er orðin mjög spennt fyrir svona gjöfum sem eru upplifanir fyrir báða aðila og hvetur okkur til að fara saman á stefnumót.

Enn ein hugmynd sem ég rakst á þegar ég var að skoða hugmyndir af góðum mat var þetta matreiðslunámskeið hjá Kjötkompaní þar sem í boði er kvöldstund með ítalska matreiðslumeistaranum Michele Mancini. Mmmm það hljómar mjög vel.

Eigið góðan Bóndadag ♡

DRAUMA ELDHÚS MEÐ GRÆNNI EYJU

Skrifa Innlegg