fbpx

DRAUMA ELDHÚS MEÐ GRÆNNI EYJU

Eldhús

Hér er á ferð einstaklega fallegt drauma eldhús sem veitir mikinn innblástur og góðar hugmyndir. Eldhúseyjan er klædd ljósgrænum onyx náttúrusteini sem tónar fullkomlega við ljósar viðarinnréttingar og speglavegginn í koparlit. Síldarbeina parket og dásamlega fallegur grænn og bólstraður blómamynstraður eldhúsbekkur fullkomna svo heildarútlitið. Hér væri ég til í að sitja og drekka kaffið mitt.

Eldhúsdraumur er rétta orðið því að mndirnar eru nefnilega tölvugerðar teikningar eftir hönnun Constanze Ladner sem verður vonandi að veruleika einn daginn. En fallegur draumur engu að síður.

ER NÝTT BOLLAÆÐI FRAMUNDAN? MÚMÍN STAFABOLLARNIR ERU MÆTTIR

Skrifa Innlegg