fbpx

ÓHRÆDD VIÐ LITI Í TYGGJÓBLEIKU SUMARHÚSI

Heimili

Ég veit ekki með ykkur en að búa í bleiku húsi myndi veita mér mjög mikla gleði ♡ Hér er á ferð dásamlega fallegt sumarhús hjónanna Mikkel Hansen og Stephanie Gundelach í danskri sveit. Aðspurð segjast þau deila sama smekk þegar kemur að heimilinu sem einkennist af klassískri danskri hönnun í bland við flóamarkaðsgersemar og listaverk sem þau nota oft sem útgangspunkt fyrir litaval rýmisins og er útkoman oftast mjög litrík og skemmtileg.

Þetta fallega innlit er í boði HAY – þar sem hönnun þeirra er að finna í hverju horni.

 

Myndir : HAY & og eru margar vörunar fáanlegar hjá Epal fyrir áhugasama. 

HEILSUTIPS MEÐ KARITAS

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Karitas

    26. January 2023

    Vá hvað ég elska þetta <3