SUMARBÚSTAÐURINN!

Fyrir heimiliðPersónulegt

Fyrir stuttu síðan rættist mjög gamall draumur minn þegar fjölskyldan mín eignaðist lítinn og krúttlegann sumarbústað. Ég hef alltaf verið mjög heilluð af þeirri hugmynd að eiga eitthvað athvarf þar sem ég get farið í smá frí út úr bænum með fjölskyldunni minni og haft það notalegt í nokkra daga, mér finnst í rauninni fátt vera jafn kósý. Við Andrés höfum reyndar verið mjög dugleg undanfarin ár að leigja okkur bústaði út og suður um landið og í gegnum hin ýmsu félög og hafa þeir aldeilis verið í misgóðu ástandi og fæstir þeirra hafa verið nálægt því huggulegir. Það hefur því verið mjög góð tilfinning að hugsa til þess að það styttist í að við getum farið í “okkar” bústað og haft það gott hvenær sem okkur hentar. Undanfarnar vikur hafa því farið í allskyns bústaðarpælingar og er þetta eftir að verða mjög skemmtilegt fjölskylduverkefni en þetta er bara mamma, pabbi, systir mín, ég ásamt mökum og börnum og það má alveg viðurkennast að við erum mjög náin fjölskylda. Núna er búið að rífa út parketið, eldhúsinnréttingu og búið að mála allan bústaðinn að innan í einum fallegasta lit sem ég hef séð. Mamma er frekar fyndin týpa þegar kemur að allskyns kaupákvörðunum og hún ákveður aldeilis ekkert í flýti (andstæða við dóttur sína) og vill helst hugsa um öll kaup í nokkra daga. En þegar við fórum í málningarleiðangur í Sérefni að skoða PRUFUR þá fundum við ótrúlega fallegan lit sem heitir Soft Sand og þá var ekki aftur snúið og engin þörf á að prófa hann neitt. Þessi litur skyldi fara á allan bústaðinn og hananú!

Og vá hvað hann kom vel út! Við ætluðum varla að trúa því ♡

17392240_10155897422288332_528364323_n

Ég leyfi einni krúttmynd að fylgja af þessum litla demant okkar, en hér er hann í allri sinni dýrð bara voða kósý eins og margir bústaðir eru og ég hef svosem ekkert út á hann að setja. En að sjálfsögðu er hægt að gera heilmikið og fyrsta skrefið var að mála!

17392080_10155897426073332_1947484196_n

Ein mynd af Svartahvitu snappinu sem ótrúlega margir tóku skjáskot af, enda erum við mamma ekki einar um að hafa heillast af Soft sand. Þetta er hinn fullkomni neautr

17392121_10155897418408332_266112151_n

Sjáið hvað bústaðurinn gjörbreytist þegar búið er að mála allt ljóst! P.s. hér er ekki búið að klára að mála.

17409989_10155897419588332_362356280_n 17410012_10155897417538332_1880533509_n

Hér er bara búið að grunna

17439478_10155897420433332_1032242325_n

Snillingarnir í Sérefni splæstu síðan svona fínum málningargalla á gamla

17439647_10155897418883332_1077284019_n

Hér sjáið þið litinn ágætlega þó svo að ég eigi eftir að taka mikið betri myndir þegar líður á allt ferlið. Og þarna átti einnig eftir að mála seinni umferðina!

Næsta verkefni er að parketleggja og flísaleggja ásamt því að skipta á út öllum gólflistum og gereftum, meira um það síðar. Ásamt því þá þarf að sjálfsögðu að mubbla upp allan kofann en bústaðir eiga að mínu mati að vera ofur kósý og erum við því eftir að finna til húsgögn og gersemar sem passa þeim stíl. Ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast með framkvæmdunum og hef nú þegar sýnt frá tveimur heimsóknum í bústaðinn á Svartahvitu snappinu og kem til með að sýna meira þar þegar á líður. Þegar að helgarnar eru eini tíminn sem gefst í vinnu þá tekur svona verkefni að sjálfsögðu lengri tíma og ég hef varla séð foreldra mína síðan kaupin gengu í gegn haha.

Haldið þið ekki að þetta verði fínt hjá okkur?

svartahvitu-snapp2-1

MÁLAÐU HILLUR & VEGGI Í SAMA LIT

Fyrir heimiliðHugmyndir

Af öllu því sem mig langar til að gera á heimilinu mínu þá er ofarlega á listanum að mála stofuna í einhverjum hlýjum og fallegum lit. Það hefur orðið mjög vinsælt undanfarið að hillur og veggir séu málaðir í  sama lit og útkoman er ekkert nema dásamlega falleg, það er svo mikil ró sem færist yfir annars yfirfullar hillurnar og hlutirnir og allt puntið nýtur sín töluvert betur fyrir vikið. Það hafa margir látið á þetta reyna og oftar en ekki með ódýrum Ikea hillum sem samstundis virðast vera sérsmíðaðar og elegant þegar að þær falla svona vel inn í umhverfið. Fróðir menn segja að þó sami litur sé valinn þá þurfi að nota sitthvora málninguna á veggi og hillur – sérstaklega ef þær eru plasthúðaðar eins og margar Ikea hillur eru.

nordsjo-r4-05-62-tildab-damernasvarld-se-4-446x669

Sjáið hvað stofan verður glæsileg og hlutirnir á hillunni njóta sín ótrúlega vel.

nordsjo-sofistikerad-anna-kubel-2-500x755

Nokkrir hafa breytt Välje hillunum frá Ikea, snúið þeim á hlið og svo málað í fallegum lit.
162c80629ce934bd3aab5b70a512e2a9

3596ea435b8cfe1bf873922b92ecf775 4070acb3f3ca3ee06f9ea29e51dbfa12

Hér er skenkurinn og hillurnar hafðar í sama lit og veggurinn, svo fallegt!

fd9de161c55253be1f8cc05480f2cd79

Hér hefur rúmgafl verið málaður í sama lit og veggurinn.

nordsjo-deep-paris-emily-slotte-2

Og síðast en ekki síst þá er það þessi mynd úr fallegu barnarherbergi sænska bloggarans Emily Slotte, hér þarf að sjálfsögðu að veggfesta hillurnar en einnig er gott að spartla í hillugötin til að ná fram þessu sérsmíðaða fágaða útliti.

// Í færslu sem málningarverslunin Sérefni skrifaði um – sem veitti mér innblástur að þessari færslu- má sjá nöfnin á litunum á mörgum hillum sem sjá má hér að ofan ásamt því hvernig lakk og málningu er best að nota. Mæli með!

svartahvitu-snapp2-1

ÞORIR ÞÚ? INNLIT MEÐ SVÖRTU LOFTI

Heimili

Það eru ekki margir sem þora að mála veggina á heimilinu svarta en hvað þá að mála aðeins loftið svart! Útkoman er svo allt annað en við erum vön og alveg hrikalega flott. Takið líka eftir hvað háu gólflistarnir koma vel út, – það er að verða aftur mjög vinsælt að bæta við fallegum gólflistum sem gefa heimilum svo mikinn karakter og hlýju. Þessi gömlu, sérstaklega sænsku heimili sem við sjáum hafa mörg hver að geyma virkilega fallega og gamla lista og tala nú ekki um dásamlegu rósetturnar í loftum, en það er ekkert sem segir að við megum ekki bæta slíku við á okkar heimili þó það sé ekki “upprunalegt”. Ef þú ert að taka í gegn heimilið þá er þetta klárlega eitthvað sem ég mæli með að kíkja á.

4kjs14q1dumhopib4kjs14es7umhoph54kjs16k25umhopos4kk2r5plnl1oslaf4kjs13nqhumhopfs   4kjs15a8dumhopk4  4kjs55ltpphrlard 4kjs1494humhopgi 4kjs1726fumhopql

Fleiri myndir má sjá hjá Valvet.se

Þessar myndir eru akkúrat það sem ég þurfti í dag – heimilisinnblástur í betra lagi!

svartahvitu-snapp2-1

HUGMYNDIR: 10 GRÆN SVEFNHERBERGI

HugmyndirSvefnherbergi

Grænn er ekki endilega fyrsti liturinn sem kemur upp í huga okkar þegar við erum í málningarhugleiðingum en myndirnar hér að neðan sýna vel hversu fjölbreyttur og fallegur grænn litur getur verið. Eitt sem ég mæli þó með að hafa í huga er að taka alveg matta málningu sem gefur litnum þá svo mikla dýpt og gefur rýminu smá elegans.

Myndir via Svart á hvítu á Pinterest

Greenery er jú litur ársins 2017 eftir allt að mati Pantone og hver veit nema núna sé að skella á grænt æði! Þessi svefnherbergi fá að minnsta kosti mitt samþykki – alveg hrikalega flott!

svartahvitu-snapp2-1

FALLEGASTI LITURINN ♡ DENIM DRIFT

PersónulegtSvefnherbergi

Lengi vel hefur mig dreymt um að mála svefnherbergið mitt í dökkum lit en aldrei látið það eftir mér, vinsælust er sú afsökun að við erum bara að leigja íbúðina og því tæki því varla að mála hér hvern krók og kima aðeins til þess að mála hvítt aftur. En hér líður okkur vel og vonandi munum við búa hér í nokkur ár til viðbótar og því sló ég til og málaði loksins!

Við tók heill frumskógur af litaprufum og litapælingum því liturinn átti að vera sá eini sanni fyrst ég var á annað borð að hafa fyrir því að mála. Að lokum valdi ég litinn Denim Drift frá Nordsjö og eftir ráðleggingar sérfræðinga hjá Sérefni tók ég litinn í almattri málningu frá Sikkens sem gefur litnum mjög mikla dýpt. Ég hef almennt mjög gaman af litapælingum og þarna gat ég alveg gleymt mér í að skoða myndir á netinu í leit minni af hinum eina rétta og hefði getað verið út allt árið að ákveða mig. Ein af ástæðum þess að ég leitaði til Sérefnis er sú að ég hef fylgst með þeim á samfélagsmiðlum og allt efni sem þau birtu talaði einhvernveginn til mín og var algjörlega “minn stíll” ef svo má segja, – þið munuð skilja hvað ég á við ef þið kíkið við á facebook síðuna þeirra. Dálítið eins og að fylgja hönnunartímariti nema það að allir veggir heimilanna eru í gordjöss litum. Mæli með!

Eftir að hafa búið núna með litnum í nokkrar vikur verð ég að segja að ég elska hann. Þessi blái litur er svo síbreytilegur að ég sé hann sífellt í nýju ljósi allt eftir því hvaða tími dags er og hvort ljósið sé kveikt eða aðeins dagsbirta sem skín inn um gluggann. Þið sjáið það á þessum mjög svo fínu símamyndum sem ég tók áðan að efsti partur myndarinnar er gjörólíkur þeim neðsta. Eitt það skemmtilega við þetta ferli, jú það er nefnilega heilt ferli að ætla að mála veggi heimilisins, er það að ég kynntist eiganda Sérefnis og við gátum rætt um liti fram og tilbaka og höfum síðan þá átt nokkur löng símtöl um liti og almennt um hönnun og heimili, ég nefnilega elska að vera í samstarfi við akkúrat svona fólk. Sem hefur þessa sömu ástríðu og ég fyrir heimilum og öllum þeim pælingum sem því fylgja. Ég mæli þó með því að biðja um litaprufur, það er alveg nauðsynlegt til þess að sjá hvernig liturinn verður heima hjá þér, hann verður ekki endilega eins og í svefnherberginu mínu – en ég lofa að fallegur verður hann.

15354298_10155495441318332_1344514565_o

Núna er byrjað að dimma svo snemma dags að hafið í huga að myndirnar eru því örlítið dökkar.
15368722_10155495441578332_1984765213_o15310783_10155495441488332_811092123_o15369897_10155495538353332_1273030898_o15388777_10155495538193332_1702610909_o15397620_10155495538168332_449820796_o

Fallegt, fallegt, fallegt ♡

Ég sé fyrir mér að þessi litur komi vel út í nánast öllum rýmum heimilisins, ég hvet ykkur til þess að prófa að mála í dökkum lit, ég er ekki frá því að ég sofi betur með svona dökka veggi.

skrift2

GRÁTT Á GRÁTT

Fyrir heimiliðHugmyndir

Voru sunnudagar annars ekki skapaðir til að taka því rólega eða jafnvel… til að gera og græja heima hjá sér eða að minnsta kosti til að dagdreyma yfir heimilisplönum og draumum? Ég er reyndar í þessum skrifuðu orðum stödd í Boston en ég er svo mikill bloggnördi (já ég viðurkenni það) að ég tímastilli alltaf færslur þegar ég fer í burtu frá tölvunni minni í nokkra daga:) Færsla dagsins er um aðal trendið í dag sem er að mála hillur og veggi í sömu litum eða að velja sama lit á húsgögn, mottur og veggi. Hér spila að sjálfsögðu smáhlutirnir stórt hlutverk til að brjóta upp á heildarútlitið og gefa því smá líf. Bækur, plöntur, plaköt eða listaverk eru nauðsynlegir fylgihlutir en þegar vel er gert er útkoman algjört æði.

Eigið annars alveg frábæran sunnudag x

skrift2

MYNDA & BÓKAVEGGUR

DIYHeimiliHugmyndir

Ég er ástfangin af mynda & bókaveggnum á heimili Ninu sem heldur úti blogginu Stylizimo, daman er auðvitað smekkleg með eindæmum og allt sem hún gerir á heimilinu sínu verður yfirleitt alveg stórkostlegt að mínu mati. Ég hef fylgt henni frá upphafi og verð alltaf hálf veik fyrir að breyta heima hjá mér þegar hún breytir til hjá sér, – smá vandræðalegt ég veit. Núna nýlega tók hún sig til og málaði vegginn og vegghillurnar í stofunni sinni í dásamlegum grágrænum lit sem tónar svo fallega við viðarlitaða rammana og svart hvítar myndir.

shelfie_760

Hvernig væri nú að fá sér svona fallegan vegg og raða upp uppáhalds bókunum og listaverkum?

art-wall_760

Áður en hún málaði var veggurinn málaður svartur og var nokkuð töff á meðan að grái liturinn er meira afslappaður og leyfir myndunum og litnum að njóta sín betur.

d90163df2645f4e123a71a647ca68769c02e83a3255749f39d4852c795701c7e

Myndir via Stylizimo

Hvort eruð þið að fíla betur, gráa eða svarta? Það má nú aldeilis útbúa svona smart vegg með klassískum myndahillum frá elsku Ikea en aðaltrixið er að mála þær í sama lit og vegginn.

skrift2

INNLIT: PANT BÚA HÉR –

Heimili

Ég elska þetta heimili í ræmur, hvert og eitt einasta rými! Heimilið er fullkomið í sínum ófullkomnleika ef svo má kalla, persónulegar myndir á veggjum, listaverk barnanna, rammar í bunkum sem bíða þess að vera hengdir upp á vegg, krumpaður sófi og “bara” einföld vekjaraklukka ásamt bók á náttborðinu. Hið venjulega líf sem mætti alveg birtast okkur oftar, ekki stíliseraður heimur. Þó mega húsráðendur eiga það að þau hafa þó ansi góðan smekk.

5584127 5584129 5584133 5584135 5584137 5584139 5584141 5584145 5584149 5584153 55841555595925

Myndir via Esny.se 

Grái liturinn á svefnherberginu er æðislegur, en heitust er ég þó fyrir þessum gamla glerskáp í eldhúsinu – algjör draumur að eiga glerskáp undir allt fíneríið.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

INNLIT: BLÁIR VEGGIR

Heimili

Þessi fína íbúð er frábært dæmi um hversu mikið það gerir fyrir heimilið að bæta við litum á veggina. Hér teygir blái liturinn sig á milli nokkurra rýma og breytir þó um tón, blágrænn í eldhúsinu, ljós gráblár í stofunni og djúpblár í svefnherberginu. Ofboðslega falleg útkoma!

SFD0A188BBAD58540F8A476248E8D88F36A SFD1BEAF2CE67AD493796CD84869A1103C2 SFD4ACD3F8990114D7D8B394A034EAB1E3F SFD12EF302F0AA94FBDB44C1F721AA844C4 SFD35CBD5A309E8489FA44D06B384052BB9 SFD90E26F7D24D74BC0B7E51F00C431FA2D SFD945A53A3D67B420389CD9E0C2703CEF0 SFD558515C603914C87A5A8539B50C8FB01 SFDB3E0C91357324464AD519A2CB1D2D50D

Myndir: Alvhem

Ég átti smá spjall við Andrés í gærkvöldi og var að spurja hann um álit hvernig lit hann myndi velja á svefnherbergið því ég ætla að fara eftir helgi í málningarleiðangur. Rautt var svarið og helst að skrifa “You will never walk alone” á vegginn…. fyrir ykkur sem kveikja ekki þá er þetta setning frá Liverpool. Ég mun hér eftir ekki biðja hann um álit á heimilistengdum pælingum.

Eigið góða helgi x

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

SVEFNHERBERGISPÆLINGAR : NÚ SKAL MÁLA

Svefnherbergi

Það er eitt verkefni sem situr alltaf á to do listanum mínum sem ég hef ekki enn framkvæmt en það er að mála! Ég hef margoft bloggað um þessar pælingar mínar og talað um hvað mig langi sérstaklega til að mála einn vegg í svefnherberginu mínu í dökkum lit en það er þessi “ég er bara að leigja” dilemma sem stoppar mig alltaf af en fyrir utan svefnherbergið þá þráir anddyrið smá make-over. En núna hef ég sett mér tímaramma og þá skal bretta upp ermar og skella sér í verkið, ég hef hvort sem er hugsað mér að búa á þessum stað lengi. Upphaflega var hugmyndin að mála svart en í dag þykir mér það vera alltof dökkt, þá kom hugmyndin að mála dökkblátt eftir að hafa farið í blátt innlit fyrir Glamour í fyrra en núna er ég komin yfir í einhverkonar hugmynd um grá-bláan lit -svona gerist þegar maður ofhugsar hlutina þá fara hugmyndirnar í hringi. Ég tók saman nokkrar myndir af dökkmáluðum svefnherbergjum og þau eru hver öðru fallegri, þá er það bara úllen-dúllen-doff hvaða lit skal velja.

ee4160f55a8bd0299de99e500250b3379405276df0fe3991c439476ea0e0dbc92016-06-21-0934_5768ee0de087c370a1bb290e917be1b2230e2ac143dda326eb3c6770 bosthlm9c073f97f1c1e9b563e3a47747f3689167 ef6be72beb4df171fca9551b8c8490b504eb2a249035506795253fcea6706cf0758983f7796d8d9eae18f822fdc8e098872700a12dfce8838010203ccafd18b3899a7dcca9d5eb5735a1cd7b2b8b5fcba250d0adde68eae886bfd86e2d436b7b68e4d98db0be3d5f0ff378f45974157a

Myndir via Svartahvitu Pinterest

Tókuð þið ekki eftir hvað ég litaraðaði myndunum smekklega;) Hver er þinn uppáhalds litur af þessum hér að ofan?Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111