fbpx

UPPÁHALDS Á INSTAGRAM @SUSSIEFRANK

Heimili

Það er litríkt og fallegt um að litast heima hjá hinni dönsku Sussie Frank, stílista og innanhússráðgjafa sem veitir mér mikinn innblástur þegar kemur að heimilum. Bleiki stiginn sem er algjör senuþjófur vakti mikla athygli þegar myndir af heimili Sussie birtust á síðum Bolig Magasinet í apríl á síðasta ári og vakti innlitið mikla lukku hjá mér, enda ekkert nema stórkostlega fallegt. Ég vona að þessar myndir veiti ykkur einnig innblástur og jafnvel smá gleði, því það er akkúrat það sem lífleg og litrík heimili gera fyrir mig.

Til að fylgja Sussie Frank og hennar litríka og fallega heimili smellið þá hér @sussiefrank

Myndir : @sussiefrank

Eigið góðan dag kæru lesendur,

UPPÁHALDS HORNIÐ Á HEIMILINU - ALLT AÐ KOMA SAMAN

Skrifa Innlegg