DIMMT EN KÓSÝ

Heimili

Dálítið eins og veðrið út, dimmt en kósý. Dökkmáluð heimili njóta vinsælda um þessar mundir og það hefur færst í aukana að sjá dökkt þema sem nær þá yfir öll rými heimilisins en ekki bara t.d. svefnherbergi (eins og í mínu tilfelli…) Hér er stofan í fallegum ljósgráum lit, borðstofan í dökk grágrænum lit og eldhúsið brúnrautt og svart. Upplifunin verður allt önnur en væri hér allt hvítmálað, það verður allt dálítið meira elegant dökkmálað og síðan er sérstaklega smart þegar húsgögnin eru einnig valin út frá sömu litapallettu. Kannski ekki fyrir alla, en fallegt er það!

Myndir via Bolig Magasinet / Bjarni B. Jacobsen

Ég stefni svo á innlit í fallega verslun á Snapchat í vikunni – fylgist með.

MEÐ JÓLATRÉ Í HVERJU HORNI

Heimili

Það er ekki oft sem við sjáum heimili sem skarta fleirum en einu jólatré yfir hátíðarnar og á þessu fallega heimili duga ekki færri en að minnsta kosti eitt fyrir hvert herbergi. Dálítið skemmtilegt finnst mér og heldur betur óvenjulegt! Einn af mínum betri vinum er reyndar með tvö stærðarinnar jólatré í stofunni hlið við hlið og verður því alveg ofur jólalegt hjá þeim, en hingað til hef ég ekki heyrt um fleiri þar sem ekki dugar bara eitt jólatré! Hér að neðan er þó annað jólaskraut í lágstemmdari kantinum svo það er enginn að jóla yfir sig á þessu heimili þó það megi nú aldeilis, það er aldrei of mikið af jólaskrauti í mínum augum.
julebolig-hjem-bolig-jul-juletraer-mwefjiazqdslevxo9nqf5g koekken-julebolig-spisebord-spisestol-bord-stol-gnewnvqkhgfdhbizlk04ig kontor-skrivebord-stol-jul-pynt-julebolig-9twekyivlkgwcupywz3xswhjemmekontoret-kontor-collage-jul-dgitqspwtbajhn4iaz2qewscreen-shot-2016-12-27-at-00-34-53 sovevaerelse-julebolig-jul-julepynt-seng-6g8syjznqjkoqnmcfbjzgq

Ég vona annars að þið hafið átt yndisleg jól með ykkar fólki, ég ákvað að gefa mér smá jólafrí frá samfélagsmiðlum, blogginu og annarri vinnu og var það alveg kærkomið frí. Þá kemur maður nefnilega tvíefldur tilbaka! Bjartur minn fékk einnig frí frá leikskólanum fram yfir áramót og verður því nóg af stuði á mínu heimili næstu daga!

Þangað til næst, Svana

STÍLISTI ÁRSINS 2016 : BOLIG MAGASINET

Heimili

Það er eitt tímarit sem ég skoða í hverjum mánuði og missi sjaldan af tölublaði en það er danska Bolig Magasinet, nýlega héldu þau kosningu um stílista ársins og sú sem sigraði keppnina var hin bleika Krea Pernille sem ég hef lengi fylgst með. Það eru fáir sem elska bleika litinn meira en Pernille og ég tók fyrir einhverju síðan viðtal við dömuna fyrir Nude Magazine þar sem mér þótti hún eiga svo áhugavert heimili sem er alveg smekkfullt af hönnunarvörum sem hún er dugleg að sýna fylgjendum sínum. Ég finn viðtalið þó ekki í fljótu bragði en ég samgleðst henni Pernille að hafa hlotið þennan fína titil, stílisti ársins.

screen-shot-2016-12-03-at-01-58-19 screen-shot-2016-12-03-at-02-00-24screen-shot-2016-12-03-at-01-45-30 screen-shot-2016-12-03-at-01-45-15 screen-shot-2016-12-03-at-01-46-49 screen-shot-2016-12-03-at-01-47-04 screen-shot-2016-12-03-at-01-49-41 screen-shot-2016-12-03-at-01-50-36 screen-shot-2016-12-03-at-01-50-56 screen-shot-2016-12-03-at-01-59-42

Myndir: Krea Pernille

Áhugasamir geta fylgt Kreu Pernille á Instagram, sjá hér.

skrift2

FALLEGT INNLIT HJÁ BLOGGARA

Heimili

Ég hef í nokkur ár lesið bloggið Scandinavian Lovesong sem hin norska og smekklega Johanne Nygaard Duehlm heldur úti. Ég hef þar af leiðandi margoft séð myndir frá heimilinu hennar og jafnvel birt nokkrar hér á blogginu en það er sjaldnar sem við sjáum heildarinnlit hjá uppáhaldsbloggurunum okkar. Það var fyrir stuttu sem Bolig Magasinet kíkti í heimsókn til hennar og er útkoman að sjálfsögðu æðisleg. Heimilið hittir mig beint í hjartastað, skandinavískur og léttur stíllinn svíkur jú sjaldan.

stue-nordisk-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-_xbf2mf8plwmmlfg8yk9nwscarlett-johansson-plakat-spisestue-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-rywgovt-k1fdjjfq6m4q_ainvita-kokken-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-qap9pfzuvdlwoqldiqdddqspisestue-billedvaeg-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-tsbfpnj8qfn1fw1ucg8iiatremmereol-opbevaring-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-vqatry_ws3p7n7ojppktqq entre-trae-rundt-spejl-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-g67orkb2sukjynileahjza garderobe-opbevaring-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-ew1x89xabmd6_xvd_ybepg hjemmekontor-nordisk-opbevaring-hay-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-ugz6vkfqqioc2ph2xme_4g hjemmekontor-nordisk-sort-hvid-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-ugxyega-ggph9fiy4bgg6a  kontor-billevaeg-pynt-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-0r7fewhjsnjsaba7blccaa polaroid-billeder-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-zx9fjtmdqxg_ulplsbfyxq  skandinavisk-interior-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-0ctbfzfjzx9gj4plldlnrg sovevaerelse-puder-tekstil-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-nfpr4cmod-b7ysrjzyvw-g   entre-lys-tavle-kridt-dor-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-lotrj-fxgyzl_-uzn9a1_a

Myndir Dianna Nilsson via Bolig Magasinet

skrift2

EKTA SUMARPARADÍS

Heimili

Núna er akkúrat tíminn sem hellist yfir mig löngun að eiga sumarbústað með fjölskyldunni, ég veit í rauninni fátt betra en að hafa það huggulegt í bústað og hef í gegnum tíðina verið dugleg að leigja fyrir okkur fjölskylduna bústaði í gegnum hin og þessi félög ásamt því að fara í ferðir með vinum okkar í þeirra bústaði. Þetta sumarhús hér að neðan er þó mjög langt frá bústöðunum sem að ég hef gist í enda töluvert meiri lúxus á ferð og toppurinn er að sjálfsögðu sundlaugin ásamt útsýninu yfir vatnið. Í draumaveröld þá færi ég hingað eftir vinnu í dag….

svensk_sommerhus__8_boligmagasinet-mWU-1e7dr6CBKJXv27nYawsvensk_sommerhus_7_boligmagasinet-jdJaEAe4aHbQ-az4Wk7OOAsvensk_sommerhus_4_boligmagasinet-ppjXFAFpUTauM7asyszQPA svensk_sommerhus_3_boligmagasinet--HtJxQDLcMtWpVgQjhBINg svensk_sommerhus_5_boligmagasinet-OJ8cmionX0wqEz982zJDeQsvensk_sommerhus_2_boligmagasinet-QSrxhuf8lJ0mJPNs-h_QhA

 Myndir via Bolig Magasinet

Þetta gordjöss sumarhús er staðsett í Svíþjóð á eyjunni Ljusterö en það þekkist vel að sænskar fjölskyldur eyða heilu sumrunum í sumarhúsunum sínum, það er ekki svo langt síðan hún Linnea okkar sýndi frá sumarhúsinu þeirra á Trendnet snappinu eg hefur lýst húsinu fyrir mér sem algjörum draumastað.
Þvílíkur draumur og enn og aftur þá eru svíarnir alveg meðetta;)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

HELGARINNLITIÐ: LITARAÐAÐ Í BÓKAHILLUR

EldhúsHeimili

Hér kemur enn eitt innlitið af blogglagernum mínum, ótrúlegt að ég hafi ekki birt það strax því það er alveg frábært og fullt af flottum lausnum hér að finna. Sérstaklega falleg bókahillan sem umlykur heilan vegg og litaraðaðar bækurnar setja alveg punktinn yfir i-ið

01_stuen

Alveg geggjuð bókahillan, ég myndi skemmta mér mjög vel við það að raða í hana

08_koekken

Lítill en smart eldhúskrókur

12_spisestue04_friske_blomster10_koekken09_koekken

Ég er mjög hrifin af svona opnum hillum í eldhús með allt uppivið og ekki lokað í skápum eins og með t.d. eldföstu mótin og blandarann. Boxin frá HAY eru mjög flott til að geyma ýmislegt í, ég á svona sett nema mín eru búin að upplitast mikið því ég geymdi þau við glugga.

02_teakskaenk

Fullkominn danskur tekkskápur!

16_Vegas_vaerelse

Fallegt barnaherbergið og þægilegt að hafa tvær stórar taukörfur til að henda í leikföngum eftir daginn. Ég set þó stórt spurningarmerki við það að hafa skinn af litlum bamba á gólfi inni í barnaherbergi, en það er kannski bara ég?

14_sovevaerelse

Svefnherbergið er klárlega uppáhalds herbergið mitt í þessu innliti, litakombóið í rúminu og náttborðinu er alveg geggjað. Ég mæli þó alls ekki með að hafa myndahillu við höfuðgaflinn nema vera búin að líma myndirnar líka við vegginn til að koma í veg fyrir slys.

13_skab 05_badevaerelse

Aldrei að gleyma að setja líka smá punt á baðherbergið:)

17_lampe_paa_natbordet

Nú held ég áfram að grafa mig í gegnum blogglagerinn minn og birti gleymdar en góðar færslur:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

KVENLEGT HEIMILI MEÐ BLEIKU & BLÁU

EldhúsHeimili

Í byrjun þessa árs þá fór ég yfir nokkra liði í heimilisbókhaldinu og þurfti að finna út hvar ég gæti mögulega sparað smá pening, og viti menn ég ákvað að hætta að kaupa svona mörg tímarit! Ég má kannski ekki skrifa svona þar sem að ég vinn meðal annars við það að skrifa í tímarit, en þegar ég var farin að drösslast heim með nokkur í hverjum mánuði og með meter háa bunka af tímaritum hér í stofunni þá má alveg endurskoða hlutina. Það vill nefnilega til að mín uppáhalds innanhússtímarit sem ég var að eyða mestum pening í halda öll úti öflugum vefmiðlum þar sem innlitin birtast einnig flest og ég er dugleg að fylgjast með þeim þar ásamt því að ég elska að setjast á bókakaffi og fletta í gegnum blöðin. Eitt af uppáhalds þessa stundina er þetta hér að neðan, ofboðslega skemmtileg íbúð og mjög flott notkun á litum á heimilinu, bæði í litum á veggjum og í skrautmunum. Það kemur ekki á óvart að þarna má finna frábært safn af fallegri hönnun en húsráðandinn er markaðsstjóri hjá danska hönnunarfyrirtækinu &tradition sem er eldheitt um þessar mundir.

traegulv-spisestue-kokken-CZ5bT_VxoH3ISbX0mim4ng

glas-pendler-farver-design-by-us-qGBKDypRXQEnPqJRAB45YQ

Ljósin eru æðisleg og eru þau frá Design by us

opbevaring-stue-reolsystem-raekkehus-6G5ze9Z9PlfULFt8ztTX0Q

Mini Svanur og mini Egg eiga sinn stað á þessu heimili, Montana hillan að sjálfsögðu í bláu og ólíklega búið að krota á þessa….

kokken-flisevaeg-vitrineskab-xcRh_nuGP5GkWUVa7k0HiQ

Bleiki stóllinn er eftir uppáhalds Jamie Hayon fyrir &tradition….

kokken-fliser-stilleben-kryderier-olier-u053PB1eYhluJQlOwFTiDw

Smá safn af Royal Copenhagen stelli er draumur margra…

indretning-tallerken-vaeg-kunst-6CeosWRzld9fOT8odwJDxg hylde-hay-kobber-indretning-raekkehus-daAl5VUz7B9NVKz_BcdjtQ

Mjög skemmtileg horn-vegghillan frá HAY

raekkehus-makeover-diy-XsU9JLqBymi7WQCoESrcUw

Borðin eru bæði frá &tradition ásamt stólunum og ljósunum, neon litaði kollurinn er frá Tom Dixon

hjemmekontor-feminin-lyserod-indrening-raekkehus-wbaPqFf_8w6T5NIQYzk3sg

Eigum við að ræða þetta gólf? ♡

sovevaerelse-bla-vaeg-kunst-m_sZFNA669_IbVxekC2AEQ fjer-wall-stickers-ferm-HKUIdDU5Ejm-tQpR_DqfRQsovevaerelse-bla-hotel-stil-4HUzVm-jVoo9PS03n-rrlA

Það kemur vel út að mála hilluna í sama lit og vegginn… reyndar frekar áhugavert að velja líka alla aukahluti í sömu litatónum en útkoman er æðisleg.

sovevaerelse-spejl-indretning-aEJWfo4_SY6TMtweKLwjiA

// Myndir via Bolig Magasinet 

Íbúðin er björt og lífleg, litapallettan smellpassar saman og kemur virkilega vel út að nota þrjá ólíka tóna af bláa litnum í stað þess að vera bara með sama litinn. Mér sýnist þetta vera sömu litirnir og á flísunum í eldhúsinu sem er mjög góð hugmynd, þetta tónar allt svo vel saman við bleiku litina. Klárlega draumaheimili og kemur varla á óvart að það birtist í danska tímaritinu Bolig Magasinet sem er eitt allra uppáhalds og er yfirleitt með frekar kvenleg heimili sem hitta alveg beint í mark hjá mér.

Vonandi verður dagurinn ykkar frábær! Gleðilegt sumar:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

DÖKKMÁLAÐ & FALLEGT

EldhúsHeimili

Hér er eitt afar fallegt heimili sem birtist í Bolig Magasinet þar sem dökkmálaðir veggir spila stórt hlutverk. Eldhúsið og borðstofan eru sérstaklega vel heppnaðar enda klikkar sjaldan að eiga stóra glerskápa sem fylla má af fallegu stelli og öðru punti, klárlega á óskalistanum mínum þegar ég eignast stærra heimili.

spisestue_havestue_vitrineskab_spisebord_gardiner-jpgkkken_kvik_sortbejdset_eg_vitrineskab-jpgkonsolbord_standerlampe_barnestol-jpgtrappe_sort_opgang-jpg

sofa_gra_flyder_pude_ballroom-jpg

Þó virkar stofan örlítið á mig eins og hún sé ókláruð það vantar að minnsta kosti eitthvað á vegginn því núna er þetta frekar “flatt” að mínu mati. Sófinn fellur dálítið inn í vegginn og mottan gerir ekki mikið fyrir rýmið. Hinsvegar er restin af heimilinu algjört æði og þaðan má fá fullt af hugmyndum!

Þegar að þessi færsla mun birtast verð ég komin til London svo það fær að koma í ljós hvernig vikan verður hvort ég nái að láta í mér heyra! Þó mun ég reyna mitt besta inná milli verkefna sem við Andrés minn eigum fyrir höndum:) Þangað til næst!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

JÓLAINNLIT ÁRSINS

HeimiliJóla

Eru jólin nokkuð alveg búin? Ég verð nefnilega að fá að deila með ykkur þessu fallega jólainnliti sem birtist í Bolig Magasinet, það er líka sérstaklega skemmtilegt hvað íslenska/danska hönnunarmerkið Finnsdóttir er farið að sjást ítrekað í dönsku tímaritunum enda afskaplega fallegt. Á þessu heimili er lögð áhersla á góða hönnun, Pelicana stóll Finn Juhl er þar efstur á lista ásamt Kubus vegghillum og Muuto Stacked hillum svo fátt eitt sé nefnt. Einnig glittir þarna í Panthella gólflampann frá Louis Poulsen en sá lampi er á óskalistanum mínum, ætli stefnan sé ekki sett á lampann fyrir fimmtugt?:) Þetta er annars alveg dásamlega fallegt heimili og jólaskrautið fær toppeinkunn, látlaust en þó jólalegt.

juletrae-stue-jul-pynt-inspiration-sQFbcLHm3eJLETyaja7fJAlysekrone-taraxacum-flos-jul-pynt-yPpu2Zd0ZeWo-jcDBniOowkogler-gran-julepynt-inspiration-lejlighed-bryggen-uAnCQe3oTnFY2xKS3ZbW8gborge-mogensen-finn-juhl-og-space-som-spisestuestole-XDNdYWvCBXwG3Q17N3oFWw julekrans-dorkrans-julepynt-inspiration-lejlighed-bryggen-jBj-uBLfmaiDSb8J5MzgUg juletrae-pynt-snurretop-julepynt-inspiration-lejlighed-bryggen-eJmtMGkkzkZpZ1PnHN6IWw   marmor-bord-ox-design-muuto-reol-NvL9PI3ckcDxeOCPiNBo9w sovevaerelse-lamper-flos-MRcHd7hJOcvtoPoKeYZoxA stilleben-gran-julepynt-inspiration-lejlighed-bryggen-F3mmkjXbgwo1fcQdXzjo-Q

Myndir fengnar að láni frá Bolig Magasinet / ljósmyndari: Thomas Dahl

Fallegt, fallegt, fallegt…

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

DIY: MARGNOTA VÍRAKÖRFUR

BaðherbergiDIY

Mikið ofsalega er ég hrifin af þessari notkun á víragrind, en hér hefur hún verið hengd upp á vegg og er því notuð sem smáhlutahilla. Þetta er sérstaklega sniðugt á baðherbergjum þar sem ekki er hægt að bora í flísarnar og því er hægt að bora þar sem flísarnar enda og hengja band með krókum í grindina. Þetta baðherbergi er svo auðvitað einstaklega smekklegt og mikið hljóta plönturnar að lifa góðu lífi í rakanum sem kemur þegar við förum í bað. Ég á svona víragrind reyndar í kopar og ég hef ekki fundið nógu gott hlutverk fyrir hana því ekki er hægt að geyma ávexti í svona grindum sem var upphaflega hugmyndin mín, það er því ágætis hugmynd að skella henni upp á vegg.

bad_bord_bakke_spejl_planteophaeng_-juila_froeken_overspringshandling--ZC0zkcllVptoPqfh6oeAQbadevaerelse_planter_ophaeng_pilea_fingerfilodendon_-juila_froeken_overspringshandling-oyKZu5diQBa1iPH6fKGruw

Plönturnar lífga baðherbergið heldur betur við.

bad_haandvask_spejl_kvist_planter_-juila_froeken_overspringshandling-rF-nRf6yCxe1cBj2-v-r4Q

Flip mirror frá Normann Copenhagen er tilvalinn á baðherbergið og fallegt að geyma á bakkanum uppáhalds snyrtivörurnar eða skart.

bad_haengende_spejl_lampe_i_vinduet_kvist_badevaerelse_-juila_froeken_overspringshandling-3qa3m2nD4jrXr0krTrPw3A

Góð hugmynd að hengja spegilinn á gluggann og mikið sem það hlýtur að vera góð birta þar til að mála sig á daginn!

bad_spejl_haandvask_vindue_badevaerelse_planter_-juila_froeken_overspringshandling-ZMfLDRffos46hIfddmIzig bad_tilbehoer_skraavaeg_-juila_froeken_overspringshandling-O5S30ThmR6XqIIE5Deq3wQ

 Myndir via Bolig Magasinet

Ferlega smart ekki satt? Það er vel hægt að yfirfæra þessar hugmyndir yfir á baðherbergin okkar, ég hef t.d. aldrei hugsað út í það að hafa plöntu inni á mínu það er nefnilega þannig að baðherbergið fær alltaf að vera smá “afgangs” þó svo að það þurfi ekki að kosta mikið að gera það örlítið huggulegra.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211