“bolig magasinet”

DIMMT EN KÓSÝ

Dálítið eins og veðrið út, dimmt en kósý. Dökkmáluð heimili njóta vinsælda um þessar mundir og það hefur færst í aukana að sjá dökkt þema sem nær þá yfir öll rými heimilisins en ekki bara t.d. svefnherbergi (eins og í mínu tilfelli…) Hér er stofan í fallegum ljósgráum lit, borðstofan […]

MEÐ JÓLATRÉ Í HVERJU HORNI

Það er ekki oft sem við sjáum heimili sem skarta fleirum en einu jólatré yfir hátíðarnar og á þessu fallega heimili duga ekki færri en að minnsta kosti eitt fyrir hvert herbergi. Dálítið skemmtilegt finnst mér og heldur betur óvenjulegt! Einn af mínum betri vinum er reyndar með tvö stærðarinnar jólatré í stofunni […]

STÍLISTI ÁRSINS 2016 : BOLIG MAGASINET

Það er eitt tímarit sem ég skoða í hverjum mánuði og missi sjaldan af tölublaði en það er danska Bolig Magasinet, nýlega héldu þau kosningu um stílista ársins og sú sem sigraði keppnina var hin bleika Krea Pernille sem ég hef lengi fylgst með. Það eru fáir sem elska bleika […]

FALLEGT INNLIT HJÁ BLOGGARA

Ég hef í nokkur ár lesið bloggið Scandinavian Lovesong sem hin norska og smekklega Johanne Nygaard Duehlm heldur úti. Ég hef þar af leiðandi margoft séð myndir frá heimilinu hennar og jafnvel birt nokkrar hér á blogginu en það er sjaldnar sem við sjáum heildarinnlit hjá uppáhaldsbloggurunum okkar. Það var […]

EKTA SUMARPARADÍS

Núna er akkúrat tíminn sem hellist yfir mig löngun að eiga sumarbústað með fjölskyldunni, ég veit í rauninni fátt betra en að hafa það huggulegt í bústað og hef í gegnum tíðina verið dugleg að leigja fyrir okkur fjölskylduna bústaði í gegnum hin og þessi félög ásamt því að fara […]

HELGARINNLITIÐ: LITARAÐAÐ Í BÓKAHILLUR

Hér kemur enn eitt innlitið af blogglagernum mínum, ótrúlegt að ég hafi ekki birt það strax því það er alveg frábært og fullt af flottum lausnum hér að finna. Sérstaklega falleg bókahillan sem umlykur heilan vegg og litaraðaðar bækurnar setja alveg punktinn yfir i-ið Alveg geggjuð bókahillan, ég myndi skemmta mér […]

KVENLEGT HEIMILI MEÐ BLEIKU & BLÁU

Í byrjun þessa árs þá fór ég yfir nokkra liði í heimilisbókhaldinu og þurfti að finna út hvar ég gæti mögulega sparað smá pening, og viti menn ég ákvað að hætta að kaupa svona mörg tímarit! Ég má kannski ekki skrifa svona þar sem að ég vinn meðal annars við […]

DÖKKMÁLAÐ & FALLEGT

Hér er eitt afar fallegt heimili sem birtist í Bolig Magasinet þar sem dökkmálaðir veggir spila stórt hlutverk. Eldhúsið og borðstofan eru sérstaklega vel heppnaðar enda klikkar sjaldan að eiga stóra glerskápa sem fylla má af fallegu stelli og öðru punti, klárlega á óskalistanum mínum þegar ég eignast stærra heimili. Þó […]

JÓLAINNLIT ÁRSINS

Eru jólin nokkuð alveg búin? Ég verð nefnilega að fá að deila með ykkur þessu fallega jólainnliti sem birtist í Bolig Magasinet, það er líka sérstaklega skemmtilegt hvað íslenska/danska hönnunarmerkið Finnsdóttir er farið að sjást ítrekað í dönsku tímaritunum enda afskaplega fallegt. Á þessu heimili er lögð áhersla á góða […]

DIY: MARGNOTA VÍRAKÖRFUR

Mikið ofsalega er ég hrifin af þessari notkun á víragrind, en hér hefur hún verið hengd upp á vegg og er því notuð sem smáhlutahilla. Þetta er sérstaklega sniðugt á baðherbergjum þar sem ekki er hægt að bora í flísarnar og því er hægt að bora þar sem flísarnar enda […]