fbpx

MEÐ JÓLATRÉ Í HVERJU HORNI

Heimili

Það er ekki oft sem við sjáum heimili sem skarta fleirum en einu jólatré yfir hátíðarnar og á þessu fallega heimili duga ekki færri en að minnsta kosti eitt fyrir hvert herbergi. Dálítið skemmtilegt finnst mér og heldur betur óvenjulegt! Einn af mínum betri vinum er reyndar með tvö stærðarinnar jólatré í stofunni hlið við hlið og verður því alveg ofur jólalegt hjá þeim, en hingað til hef ég ekki heyrt um fleiri þar sem ekki dugar bara eitt jólatré! Hér að neðan er þó annað jólaskraut í lágstemmdari kantinum svo það er enginn að jóla yfir sig á þessu heimili þó það megi nú aldeilis, það er aldrei of mikið af jólaskrauti í mínum augum.
julebolig-hjem-bolig-jul-juletraer-mwefjiazqdslevxo9nqf5g koekken-julebolig-spisebord-spisestol-bord-stol-gnewnvqkhgfdhbizlk04ig kontor-skrivebord-stol-jul-pynt-julebolig-9twekyivlkgwcupywz3xswhjemmekontoret-kontor-collage-jul-dgitqspwtbajhn4iaz2qewscreen-shot-2016-12-27-at-00-34-53 sovevaerelse-julebolig-jul-julepynt-seng-6g8syjznqjkoqnmcfbjzgq

Ég vona annars að þið hafið átt yndisleg jól með ykkar fólki, ég ákvað að gefa mér smá jólafrí frá samfélagsmiðlum, blogginu og annarri vinnu og var það alveg kærkomið frí. Þá kemur maður nefnilega tvíefldur tilbaka! Bjartur minn fékk einnig frí frá leikskólanum fram yfir áramót og verður því nóg af stuði á mínu heimili næstu daga!

Þangað til næst, Svana

JÓLAGJAFIR Á SÍÐUSTU STUNDU

Skrifa Innlegg