FYRSTA JÓLAINNLIT ÁRSINS

HeimiliJóla

Fyrsti sunnudagur í aðventu er í dag og þá er tilvalið að sýna ykkur fyrsta jólainnlit ársins sem er einstaklega smekklegt. Það eru alltaf fjölmargir sem taka upp fyrsta jólaskrautið á fyrsta sunnudegi aðventunnar, einhverjir setja jafnvel upp tréð þó svo að flestir bíði með það og þá getur verið gott að byrja daginn á þessum fína jólainnblæstri. Ég mæli að minnsta kosti með að setja upp í dag aðeins meira en bara aðventukransinn, jólaljós í þessum dimma mánuði gera mikið fyrir sálina get ég sagt ykkur og nokkrar jólastjörnur eða skreytta greinar í vasa gera smá jólastemmingu. Aðventukransinn okkar í ár er einfaldlega skreyttur Kubus stjaki með greinum og bjöllum en mér þótti of mikið að vera með aðventukrans þar sem að tréð er líka komið upp. Ég er nefnilega hrifnust af aðeins léttari jólastíl, smá stílhreint og þetta heimili hér að neðan er fullkomnlega skreytt að mínu mati.

Eigið ljúfan fyrsta sunnudag í aðventu,

Ljósmyndari : Krista Keltanen via Gloria

Ég pantaði mér fallega heimilis jólabók á dögunum Happy homes: Christmas þar sem þetta heimili er einmitt líka að finna, ég er orðin mjög spennt að fá hana í hendurnar og sýni ykkur þá fleiri myndir. Bókin verður fullkomin viðbót í bókasafnið mitt.

Jólin á Borðinu

LífiðRVKfit

Okkur vinkonunum var í vikunni boðið að koma og upplifa jólin á Borðinu.

Borðið er ótrúlega fallegur veitingastaður á Ægissíðu sem er meðal annars þekktur fyrir sína ljúffengu kanilsnúða og helgarbrönsinn. Það eru þrjú hjón sem eiga Borðið saman ásamt kokkinum og svo aðra staði, meðal annars á Hlemm. Þau flytja allt sjálf inn frá Ítalíu og Bretlandi. Þau eru öll að vinna að öðrum verkefnum líka en það var draumur þeirra að eiga lítinn kósý veitingastað þar sem hægt væri að komast aðeins frá miðbænum í hverfi þar sem hægt er að borða góðan mat í fallegu umhverfi. Þau ná svo sannarlega að skapa akkúrat þannig stemningu og umhverfi á Borðinu og verð ég að mæla með að fólk geri sér ferð þangað.

Jólamatseðilinn er þriggja rétta og er val um grænmetis eða kjötseðil. Boðið er uppá hann í hádeginu og á kvöldin í desember og fara borðapantanir frá á bordid@bordid.is – það sem er líka skemmtilegt við Borðið er að það má alltaf koma með eigið vín á staðinn. Maturinn, umhverfið og félagsskapurinn var allt uppá tíu!

Takk innilega fyrir okkur Borðið

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

MEÐ JÓLATRÉ Í HVERJU HORNI

Heimili

Það er ekki oft sem við sjáum heimili sem skarta fleirum en einu jólatré yfir hátíðarnar og á þessu fallega heimili duga ekki færri en að minnsta kosti eitt fyrir hvert herbergi. Dálítið skemmtilegt finnst mér og heldur betur óvenjulegt! Einn af mínum betri vinum er reyndar með tvö stærðarinnar jólatré í stofunni hlið við hlið og verður því alveg ofur jólalegt hjá þeim, en hingað til hef ég ekki heyrt um fleiri þar sem ekki dugar bara eitt jólatré! Hér að neðan er þó annað jólaskraut í lágstemmdari kantinum svo það er enginn að jóla yfir sig á þessu heimili þó það megi nú aldeilis, það er aldrei of mikið af jólaskrauti í mínum augum.
julebolig-hjem-bolig-jul-juletraer-mwefjiazqdslevxo9nqf5g koekken-julebolig-spisebord-spisestol-bord-stol-gnewnvqkhgfdhbizlk04ig kontor-skrivebord-stol-jul-pynt-julebolig-9twekyivlkgwcupywz3xswhjemmekontoret-kontor-collage-jul-dgitqspwtbajhn4iaz2qewscreen-shot-2016-12-27-at-00-34-53 sovevaerelse-julebolig-jul-julepynt-seng-6g8syjznqjkoqnmcfbjzgq

Ég vona annars að þið hafið átt yndisleg jól með ykkar fólki, ég ákvað að gefa mér smá jólafrí frá samfélagsmiðlum, blogginu og annarri vinnu og var það alveg kærkomið frí. Þá kemur maður nefnilega tvíefldur tilbaka! Bjartur minn fékk einnig frí frá leikskólanum fram yfir áramót og verður því nóg af stuði á mínu heimili næstu daga!

Þangað til næst, Svana

JÓLABÆKLINGUR SÖSTRENE GRENE

Jóla

Ég er aðeins búin að vera að gæla við jólin undanfarna daga (lesist: vikur) og er byrjuð að taka saman jólagjafahugmyndir ásamt því að undirbúningur er hafinn á árlega jólagjafaleiknum hér á blogginu. Ég reyni þó að hafa ekkert of hátt um það þar sem að það eru alltaf einhverjir sem nenna ekki jólunum í október. Jólin eru komin í Ikea og nokkur jólatímarit eru nú þegar komin út sem við jólabörnin getum þó glaðst yfir á meðan við hlustum á jólalög á Youtube – ég get ekki beðið eftir að komast í jóla Bo Bedre! Í síðustu viku fékk ég sendar myndir úr jólabæklingi ársins frá höfuðstöðvum Söstrene Grene með þeim skilyrðum að ég mætti ekki birta neitt um það fyrr en bæklingurinn kæmi út sem var í gær þann 27.október. Ég ákvað að geyma færsluna þangað til í dag til að vera alveg örugg. Ég er nefnilega ansi seinheppin sem mitt fólk kannast of vel við. Það er ekki langt síðan ég fékk svipaðan póst frá stóru erlendu hönnunarfyrirtæki sem kynnti nýja og spennandi línu. Ég las ekki smáa letrið og endaði á að heimsfrumsýna vörurnar á undan fyrirtækinu sjálfu. Færslan var að sjálfsögðu tekin út skömmu seinna og það getur verið að ég hafi hreinlega ekki þorað að birta hana aftur haha.

En yfir að máli málanna, jólabæklingur Söstrene Grene er glæsilegur í ár og ég er þegar komin með nokkrar vörur á óskalistann.

SG jul 20161789 SG jul 20161871 SG jul 20161889SG jul 20162052 SG jul 20162135 SG jul 20162141 SG jul 20162152 SG jul 20162227 SG jul 20162366 SG jul 20162398

Bæklinginn má skoða í heild sinni hér.

skrift2

JÓLAINNLIT ÁRSINS

HeimiliJóla

Eru jólin nokkuð alveg búin? Ég verð nefnilega að fá að deila með ykkur þessu fallega jólainnliti sem birtist í Bolig Magasinet, það er líka sérstaklega skemmtilegt hvað íslenska/danska hönnunarmerkið Finnsdóttir er farið að sjást ítrekað í dönsku tímaritunum enda afskaplega fallegt. Á þessu heimili er lögð áhersla á góða hönnun, Pelicana stóll Finn Juhl er þar efstur á lista ásamt Kubus vegghillum og Muuto Stacked hillum svo fátt eitt sé nefnt. Einnig glittir þarna í Panthella gólflampann frá Louis Poulsen en sá lampi er á óskalistanum mínum, ætli stefnan sé ekki sett á lampann fyrir fimmtugt?:) Þetta er annars alveg dásamlega fallegt heimili og jólaskrautið fær toppeinkunn, látlaust en þó jólalegt.

juletrae-stue-jul-pynt-inspiration-sQFbcLHm3eJLETyaja7fJAlysekrone-taraxacum-flos-jul-pynt-yPpu2Zd0ZeWo-jcDBniOowkogler-gran-julepynt-inspiration-lejlighed-bryggen-uAnCQe3oTnFY2xKS3ZbW8gborge-mogensen-finn-juhl-og-space-som-spisestuestole-XDNdYWvCBXwG3Q17N3oFWw julekrans-dorkrans-julepynt-inspiration-lejlighed-bryggen-jBj-uBLfmaiDSb8J5MzgUg juletrae-pynt-snurretop-julepynt-inspiration-lejlighed-bryggen-eJmtMGkkzkZpZ1PnHN6IWw   marmor-bord-ox-design-muuto-reol-NvL9PI3ckcDxeOCPiNBo9w sovevaerelse-lamper-flos-MRcHd7hJOcvtoPoKeYZoxA stilleben-gran-julepynt-inspiration-lejlighed-bryggen-F3mmkjXbgwo1fcQdXzjo-Q

Myndir fengnar að láni frá Bolig Magasinet / ljósmyndari: Thomas Dahl

Fallegt, fallegt, fallegt…

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

JÓLAINNLIT: 5 DAGAR TIL JÓLA

HeimiliJóla

Hér er eitt stykki dásamlegt jólainnlit í tilefni þess að núna eru bara 5 dagar til jóla. Þetta fallega heimili birtist í danska tímaritinu Femina og veitir svo sannarlega innblástur af jólaskreytingum og jólainnpökkun. Skreytingarnar eru ekki mjög íburðarmiklar, könglar á bakka, greinar í vasa og mistilteinn hengdur yfir dyraop, hann er jú tákn jólanna hjá mjög mörgum en þessi hefð virðist ekki hafa náð hingað á klakann. Innlitið birtist á vef Femina 1.desember sem útskýrir mögulega hversu látlaust jólaskrautið er, en ef ég skoða nýrri jólainnlit þá eru þau “all in”… Næsta verður þannig:)

1548-bolig-21548-bolig-1 1548-bolig-3 1548-bolig-5 1548-bolig-6 1548-bolig-7 1548-bolig-8 1548-bolig-9 1548-bolig-10 1548-bolig-11 1548-bolig-12 1544-bolig-4

 Þessi hreindýr sprengja allan krúttskala… hversu sætt jólastofupunt. Svona punt fengi að sjálfsögðu ekki að vera kyrrt í nokkrar mínútur á mínu heimili en það má leyfa sér að dreyma. Ég vona svo sannarlega að þið munið eiga yndislega helgi, mín mun fara í jólagjafakaup og aðra jólagleði, ég er dálítið á síðustu stundu týpa svo ég verð ekki hissa ef mér tekst ekki að klára jólapakkana fyrr en kl. 23 á Þorláksmessukvöld.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

VILT ÞÚ VINNA 120.000 KR. GJAFABRÉF?

ÓskalistinnUppáhaldsVerslað

***UPPFÆRT*** Búið er að draga úr leiknum. 

Mér líður smá eins og jólasveininum eftir frábært símtal þar sem ég tilkynnti henni Birnu Sigurbjartsdóttur að hún hafi unnið 120.000 kr. gjafabréfið í bestu verslunum Hafnarfjarðar. Það er svo sannarlega mikið skemmtilegra að gefa en að þiggja og ég gæti hugsað mér að eiga svona símtöl alla daga:)
Ég vil þakka ykkur fyrir alveg ótrúlega þátttöku og ef ég gæti þá hefðu allir fengið vinning.
Gleðilega hátíð, og takk fyrir lesturinn!
Jólakveðja, Svana

Hvernig væri nú að taka mjög vel á móti desembermánuði, uppáhaldsmánuðinum á árinu með góðum gjafaleik. Það virðist vera orðinn órjúfanlegur partur af aðventunni að halda einhverskonar jólaleik og mikið sem ég er hrifin af þeirri jólahefð, það er jú sælla að gefa en að þiggja og það erum við líklega flest sammála um. Í þetta skiptið á einn heppinn lesandi von á því að næla sér í 120.000 kr. gjafabréf í fallegustu verslunum Hafnarfjarðar. 

Þið ykkar sem hafið fylgst með mér í nokkurn tíma hér á blogginu hafið mjög líklega heyrt mig tala oftar en einu sinni um fagra fjörðinn minn, ég er nefnilega mjög stoltur Hafnfirðingur og nýti hvert tækifæri til að dásama bæinn minn. Þegar ég ákvað að halda aftur svona stóran gjafaleik í anda þess sem ég hélt í fyrra þar sem hægt var að næla sér í 100.000 kr. gjafabréf kom ekkert annað til greina en að varpa ljósi á þær frábæru verslanir sem eru hér við Strandgötuna í hjarta Hafnarfjarðar. Mig langar í leiðinni til að minna ykkur á það hversu mikilvægt það er að versla líka í sínum heimabæ, hvar sem að þú býrð þó svo að það séu bara nokkrar af gjöfunum sem við setjum undir tréð, það er nefnilega undir okkur komið hvort að mannlíf blómstri í bænum okkar.

Þessar fallegu verslanir sem um ræðir gefa hver 20.000 kr. gjafabréf sem hægt er að nota til að versla inn allar jólagjafirnar og að sjálfsögðu sitthvað á sjálfan sig. Ég tók saman brot af vöruúrvali hverrar verslunar til að þið getið byrjað að leyfa ykkur að dreyma um 120.000 kr. gjafabréfið

Andrea

 ANDREA BOUTIQUE

Andrea Magnúsdóttir er einn færasti fatahönnuður landsins og fallega verslunin hennar á Strandgötunni trekkir að fólk frá öllum bæjarfélögum. Í verslun sinni AndreA Boutique selur hún fatahönnun sína í bland við gott úrval af fylgihlutum og skarti og núna nýlega bættist við heimilislína sem inniheldur einstaka leðurpúða og ullarteppi. Hér getur þú alveg pottþétt geta fundið jóladressið í ár! Hægt er að fylgjast með Andreu Boutique á facebook, hér.

hb

HB-BÚÐIN

HB-búðin er sérsverslun með undirfatnað og er ein rótgrónasta verslun Hafnarfjarðar, hún er einn af þessum földu demöntum en þarna inni má finna ótrúlega vönduð og falleg nærföt, aðhaldsfatnað og náttföt í mörgum stærðum. Hjá þeim keypti ég minn fyrsta alvöru brjósthaldara sem unglingur og það er varla til sú hafnfirska kona sem hefur ekki verslað þarna. Það kæmi sér nú afar vel að eignast ný nærföt og náttföt til að lenda ekki í jólakettinum í ár. Hægt er að fylgjast með HB-búðinni á facebook, hér.

H.H

HEIÐDÍS HELGADÓTTIR – ART PRINTS

Heiðdís Helgadóttir er teiknisnillingur með meiru en þið ættuð flest að kannast við nokkur verk hennar enda hafa þau slegið rækilega í gegn undanfarið og það er hreinlega erfitt að heillast ekki af fallegum fígúrum og einstökum stíl hennar. Í stúdíóinu á Strandgötunni er hægt að versla allar hennar teikningar og ég get lofað ykkur því að það geta allir fundið hjá henni teikningu við sitt hæfi. Hægt er að fylgjast með Heiðdísi teiknisnilla á facebook, hér.

L.H

LITLA HÖNNUNARBÚÐIN

Litla Hönnunarbúðin hlýtur að vera minnsta hönnunarverslun á landinu en í þessu pínulitla húsi við Strandgötuna má finna ótrúlega skemmtilegt úrval af fallegum hönnunarvörum. Sigga Magga sem rekur verslunina hannar sumar vörurnar sjálf en ásamt þeim má finna valdar vörur úr ýmsum áttum til að prýða heimilið og margar hverjar sem ég hef hvergi annarsstaðar rekist á sem gerir þessu verslun svo ótrúlega skemmtilega. Hægt er að fylgjast með Litlu Hönnunarbúðinni á facebook, hér.

siggatimo

SIGGA & TIMO

Siggu & Timo þarf vart að kynna en þau hjónin hafa rekið gullsmíðaverkstæði og verslun sína í hjarta Hafnarfjarðar í fjölda ára. Það er varla til sá hafnfirðingur sem á ekki skart frá þeim en þeim hefur tekist eftir öll þessi ár í bransanum að haldast mjög fersk og koma reglulega með nýjar og fallegar línur. Einn af mínum uppáhaldsskartgripum frá þeim er hálsmen sem ég fékk í sængurgjöf með áletruninni mamma á einni hliðinni og fótspori ásamt nafni sonar míns á hinni hliðinni en þau nota lazervél sem getur grafið í skartgripi fótspor og fingraför. Hægt er að fylgjast með Siggu & Timo á facebook, hér.

útgerdin

ÚTGERÐIN

Nýjasta viðbótin við frábæru verslunarflóruna í bænum er Útgerðin sem opnaði fyrr í haust. Þar má finna gott úrval af allskonar fíneríi þá helst fyrir heimilið þó svo að þarna fáist líka falleg íslensk fatahönnun. Ég gladdist sérstaklega yfir því að fá ástsæla vörumerkið House Doctor í fjörðinn fagra og jólalakkrísinn frá Lakrids by Johan Bülow en eins og þið sjáið á myndinni hér að ofan fæst þarna líka jólaskraut ársins, það er jólakertið Dýri eftir Þórunni Árnadóttur ásamt röndóttum jólakúlum. Hægt er að fylgjast með Útgerðinni á facebook, hér.

 

Ég hvet ykkur eindregið til að kynna ykkur þessar fallegu verslanir og kíkja við í miðbæinn en fyrir utan verslanirnar hér að ofan eru margar aðrar verslanir ásamt frábærum kaffihúsum, veitingarstöðum, bíó, verslunarmiðstöð og listasafni allt í göngufjarlægð. Jólaþorpið er einnig opið allar helgar fram að jólum og og hægt er að fara í hestvagnaverð svo það er tilvalið að gera sér glaðan dag og skella sér í bæjarferð með vinkonunum eða fjölskyldunni í Hafnarfjörðinn.

***

Þá eru það mikilvægu upplýsingarnar:

Til að komast í pottinn þá þarft þú að:

1. Deila þessari færslu.

2. Smella á like-hnappinn á facebook síðu Svart á hvítu ef þú ert ekki nú þegar búin/n að því.

3. Skilja eftir athugasemd með nafni og segja mér afhverju þú átt að hreppa vinninginn, má vera lítil athugasemd! Þó eiga allir jafnan möguleika á því að vinna, þetta gerir bara leikinn örlítið líflegri en að fara í gegnum nokkur þúsund athugasemdir sem segja “já takk”:)

Dregið verður út einn stálheppinn vinningshafi föstudaginn 18.desember sem hlýtur þetta glæsilega gjafabréf.

Með jólakveðju, Svana

***UPPFÆRT*** Búið er að draga úr leiknum. 

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

VELKOMINN DESEMBER!

HeimiliJóla

Þá er desembermánuður loksins runninn upp með öllu sínu tilheyrandi, jólasnjó, ófærð, jólabónusum, smá stressi og mikilli tilhlökkun. Ég er klárlega með innlitið til að koma ykkur í skreytingargírinn ef þið eruð ekki þegar kominn í hann, en þetta er eitt fallegasta jólainnlit sem ég hef séð. Það er jú reyndar bara 1.desember svo þetta er ekkert endilega jólalegasta innlit sem þið munuð sjá í mánuðinum, dálítið dannað í litavalinu en ó svo fallegt. Hér býr innanhússstílistinn Per Olav sem bloggar m.a. hjá sænska Residence Magazine og þessi maður kann sitthvað þegar kemur að skreytingum.

PerOlav_FotoKristoferJohnson5-700x453PerOlav_FotoKristoferJohnson4-700x905

 Hýasintur og lítið grenitré til skrauts.

PerOlav_FotoKristoferJohnson11-700x905

Mjög skemmtileg hugmynd að hengja upp litla grenigrein.

PerOlav_FotoKristoferJohnson1-700x905

Bara 24 dagar þangað til…

PerOlav_FotoKristoferJohnson2-700x905 PerOlav_FotoKristoferJohnson3-700x905 PerOlav_FotoKristoferJohnson6-700x905

Myndir via

Það sem vekur athygli mína er að hér er ekkert skreytt með einhverskonar jólaljósum og eingöngu notast við græna litinn, þá annaðhvort í grenigreinum, jólatrjám í öllum stærðum, hýasintum og litlum grænum stjörnuborða. Mögulega er eftir að bætast við hjá honum Per vini okkar þegar líður á mánuðinn, en hann hefur 24 daga til stefnu. 24 DAGAR TIL STEFNU, eigum við eitthvað að ræða það? Á mínu heimili vantar ennþá jólaseríur í glugga sem er að fara með mig en ég hinsvegar fékk ofsalega fallegt jólaplakat með póstinum í gær sem ég er spennt að sýna ykkur. Seinna í dag næ ég síðan vonandi að setja í gang jólaleikinn minn eina sanna! Spennó spennó…

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

UNDIRBÚNINGUR JÓLANNA

Jóla

Ég hreinlega get ekki lengur setið á mér þar til það er samfélagslega viðurkennt að mega byrja hlakka til jólanna. Ég er orðin hrikalega spennt og það er aldeilis kominn tími til að byrja að huga að skreytingum, ég er ekki endilega að tala um að draga jólaskrautið alveg strax upp (allt í lagi við skulum leyfa nóvember að koma), en það má vel byrja að hugsa um hvernig eigi að skreyta í ár. Síðustu nokkur jól hefur mér ekki þótt nógu mikið skreytt á mínu heimili og í ár langar mig mikið til að bæta úr því. Það tekur eðlilega nokkur ár að vera komin með gott safn af jólaskrauti og það bætist árlega í mitt safn. Það var fyrir tilviljun að ég var að skoða vefverslun H&M Home í kvöld og haldið þið ekki að hátíðarlínan þeirra sé komin út, sem er afar heppilegt fyrir mig þar sem að systir mín er einmitt á leið þangað og gæti því keypt nokkra hluti fyrir mig til að bæta í safnið. Ég tók saman nokkrar dásamlegar jólamyndir sem allar gefa góðar hugmyndir að skreytingum og svo er einfaldlega gaman að skoða svona myndir!

hmprod-2 hmprod-21hmprod-17

Þetta er akkúrat það sem ég þurfti að skoða fyrir svefninn, er þetta nokkuð alltof alltof snemmt?:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

 

KOPAR DRAUMUR Í DÓS

JólaÓskalistinn

*VARÚÐ, ekki lesa þessa færslu ef að þú hatar jólin eða sælgæti.

Ég er búin að vera með visst jólalag á heilanum núna síðustu tvo daga og ekki skánaði ástandið þegar ég sá hvernig jólalakkrísinn í ár verður frá Johan Bülow vini mínum, koparhúðaður lakkrís hjúpaður í súkkulaði með saltkaramellu nammi namm, og já þið lásuð rétt K O P A R. Núna mega  jólin koma.

Screen Shot 2015-09-09 at 22.01.31BRONZE3

Það er algjör tilviljun að ég rakst á þetta þar sem ég var að skoða plaköt á vefsíðu Epal í dag, en þar stendur að lakkrísinn sé væntanlegur (líklega seinna í haust), svo kannski á ég ekkert að vera að segja frá þessu. Þetta eru hinsvegar stórhættulegar fréttir fyrir mig því ég er forfallinn aðdáandi jólalakkrísins sem er alltaf með nýju bragði á hverju ári.

Ég stóðst ekki mátið að segja ykkur þessar skemmtilegu og ljúffengu fréttir. Kannski er einhver ykkar svona jóla og nammigrís eins og ég!

**Uppfært**

Svona er að vera fljótfæra týpan, en í fyrsta lagi þá er þetta brons og í öðru lagi þá verða tegundirnar í ár þrjár, s.s. gull, silfur og kopar og allar með sitthvoru bragðinu. Við kvörtum ekki yfir þeim fréttum:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421