Í nýjasta myndbandi á YouTube fékk ég hana Guðrúnu Sortveit til mín í spjall. Við svöruðum stórskemmtilegum spurningum um mömmulífið & samfélagsmiðla. Á meðan við svöruðum spurningum þá farðaði hún mig & lokaútkoman varð að hinu fullkomna jólalúkki. Við sýnum frá vörunum þannig þú getur gert eins!
Það er alltaf jafn gaman að hitta hana Guðrúnu & við endum alltaf á því að spjalla eeendalaust. Þannig um að gera að koma sér vel fyrir …
Hér eru spurningarnar sem við svöruðum:
– Hvernig kemur maður sér á framfæri á samfelagsmiðlum?
– Langar ykkur í fleiri börn? & hvenær þá?
– Hvað kom ykkur mest á óvart við að verða mömmur?
– Fannst ykkur erfitt að byrja á samfelagsmiðlum?
– Hvernig náið þið að halda neistanum í sambandinu með barn?
– Hvernig þorið þið? (Sérstaklega að byrja?)
– Hvaða manuðir fannst ykkur erfiðastir i mömmuhlutverkinu?
– Besta & erfiðast við mömmu hlutverkið?
– Hvað er skemmtilegast við samfélagsmiðla?
– Sérðu þegar einhver þekkir þig út í búð? Finnst þér það óþægilegt
– Fáið þið greitt fyrir að vera bloggarar á Trendnet?
– Hvað er mest krefjandi að vera áhrifavaldur og eiga lítil börn?
– Hvernig þið skipulögðuð vinnuna ykkar þegar þið voruð heima með stelpurnar litlar.
– Hvað er skemmtilegast & leiðinlegasta við samfélagsmiðla vinnuna?
Ég mæli með að sækja ykkur heitt kakó með rjóma, fara undir teppi & ýta á PLAY.
Hvað er hún Guðrún yndisleg!! Ég skemmti mér konunglega & ég vona að ykkur hafi þótt myndbandið skemmtilegt.
Skrifa Innlegg