BACK TO SCHOOL MAKEUP

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Núna eru eflaust margir að fara byrja aftur í skólanum, þar á meðal ég. Ég er orðin ótrúlega spennt fyrir haustinu og hlakka til að koma mér aftur í rútínu, þótt það verði mjög erfitt að kveðja þetta skemmtilega sumar.

Mig langaði að sýna ykkur nokkrar vörur sem ég mun nota í vetur og þetta eru einnig vörur sem hægt er að nota á marga vegu. Ég reyndi að finna vörur sem eru í ódýrari kanntinum en vonandi mun ykkur finnast þetta hjálplegt. Þetta eru auðvitað vörur sem hægt er að nota allan ársins hring, hvort sem maður er í skóla eða vinnu.

1. GLAM BEIGE – L’ORÉAL

 

Þessi vara var á óskalistanum mínum í sumar og keypti ég mér hana síðan stuttu eftir það. Þetta er ótrúlega léttur “farði” eða minnir helst á litað dagkrem. Mér finnst þessi vara fullkomin svona dagsdaglega í vetur og þegar maður er að drífa sig í skólann. Það tekur enga stund að skella þessu á sig og gefur létta þekju.

 

2. AGE REWIND – MAYBELLINE

Ég gerði færslu um þennan hyljara og lýsti yfir hamingju minni að hann væri loksins komin til Íslands. Það var alls ekki að ástæðulausu en þessi hyljari er ótrúlega góður og á mjög góðu verði. Hann þekur mjög vel og passar því vel með Glam Beige frá L’oréal. Ég nota hann líka oft einan og sér ef ég er að drífa mig mjög mikið en vill samt fríska mig aðeins upp.

3. BRONZED – URBAN DECAY

Þetta sólarpúður er búið að vera mitt uppáhalds í allt sumar og finnst það vel peningana virði. Það gefur ótrúlega fallega hlýju en er ekki of hlýtt og ekki of kalt.. fullkomið! Síðan er hægt að nota það sem augnskugga því það er alveg matt og hægt að setja síðan highlighter í yfir allt augnlokið. Þegar ég er að drífa mig þá nota ég oft bara sólarpúður og hyljara á andlitið, finnst það gera svo ótrúlega mikið.

4. DROPS OF GLOW – THE BODY SHOP

Þessi vara er æðisleg! Þetta er highlighter í fljótandi formi og gefur fallegan ljóma. Það er hægt að setja þetta beint á kinnbeinin eða blanda saman við farðann sinn. Mér finnst þetta fullkomið dagslega þegar maður vill kannski smá ljóma en ekki of mikið, það er hægt að stjórna hversu mikinn ljóma maður vill.

5. BOLD METALS NR. 100 – REAL TECHNIQUES

Þessi bursti er í miklu uppáhaldi hjá mér en ég nota hann í farða, hyljara og stundum sólarpúður. Þess vegna held ég að þetta sé frábær bursti til þess að hafa í snyrtibuddunni í vetur. Ég nota þennan bursta oft þegar ég er á seinustu stundu og er að drífa mig, þá nota ég hann í farða og hyljara. Áferðin á húðinni verður ótrúlega falleg og það tekur enga stund að blanda út vörunum.

6. FACE TAN WATER – ECO BY SONYA

Síðan en alls ekki síst er það þessi vara frá Eco by Sonya. Þetta er brúnkukremsvatn sem hægt er að nota á hverjum degi og stíflar ekki svitaholur eða lætur mann verða flekkóttan. Það er hægt að nota þessa vöru kvölds og morgnana en ástæðan afhverju mér finnst þessi vara fullkomin fyrir skólann eða veturinn er vegna þess að þá heldur maður í sumarljóman. Húðin verður ljómandi og falleg, þetta er algjört “must” á þreyttum haust-og vetrardögum.

 

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

FÖRÐUNAR FRÉTTIR: HANN ER MÆTTUR

FÖRÐUNFÖRÐUNAR FRÉTTIRSNYRTIVÖRUR

LOKSINS! Já loksins er einn vinsælasti hyljari í heimi kominn til Íslands, þetta er að sjálfsögðu Age Rewind frá Maybelline. Það hafa eflaust margir beðið eftir þessu en þessi hyljari er búin að vera ótrúlega vinsæll um allan heim og það er góð ástæða fyrir því.

*Færslan er ekki kostuð

Hyljarinn þekur vel, dregur úr þreyttum baugum og dökkum litum í kringum augun. Það er sérstök formúla í hyljaranum sem einkennist af goji berjum og haloxyl sem dregur úr dökkum litum, þrota og fínum línum. Síðan er hann mjög auðveldur í notkun en maður snýr á háls hyljarans til þess að fá vöruna í svampinn og ber síðan á þá staði sem þú vilt hylja eða birta til.

Ég sem algjör förðunarfíkil er mjög sátt með þessar fréttir en þetta er ótrúlega góður hyljari á góðu verði.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

Nýtt lúkk á Snapchat!

Makeup ArtistMaybelline

Ég hafði nú ekki hugsað mér að spamma síðuna mína hér þegar ég er að gera eitthvað skemmtilegt inná Snapchat aðganginum mínum en ég bara svo svakalega ánægð með þetta lúkk að mig langar að deila því með ykkur. Næsta sólarhringinn eða sirka næstu 23 tímana getið þið séð hvernig ég fer að því að gera lúkkið sem þið sjáið hér neðar inná Snapchat aðganginum mínum —> ernahrundrfj <—

Mér þætti ofboðslega vænt um ef þið vilduð adda mér, ég er nú ekkert að gera lúkk á hverjum degi en ég reyni að gera eitthvað skemmtilegt og sýni svona lífið mitt – það er ekki bara makeup líka bara alls konar skemmtilegt. Þar reyni ég líka að segja mikið frá nýjum og spennandi vörum miklu meira en ég næ að gera hér inná síðunni.

maybsnapp2

Hér sjáið þið pallettuna sem ég notaði sem heitir Rock Nudes og er frá Maybelline. Hún er því miður ekki fáanleg á Íslandi. En það eru þó tvær aðrar pallettur sem ég er svakalega ánægð með og ég mæli 150% með þessum fallegu augnskuggum :)

maybsnapp

Smá þrívídd á augunum þökk sé Fix+ frá MAC – en ekki hvað :)

maybsnapp3

Smá Zoolander – þegar maður er einn heima að tala við sjálfan sig í símann þá dettur maður óneitanlega oft í svona fjör… :)

maybsnapp4

Eigið gleðilegan föstudag – sjáumst á Snapchat!

Erna Hrund

Topp 10 á Tax Free

Ég Mæli MeðLífið MittmakeupNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég ýmist keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Jæja dömur og herrar! Þá er komið að Tax Free dögum í Hagkaup sem standa í þetta sinn til 16. nóvember. Glæsilegir jólakassar fylla Hagkaupsverslanirnar svo það er um að gera að tryggja sér flottustu kassana og byrja bara á jólagjafainnkaupunum á enn betra verði.

Ég setti að sjálfsögðu saman minn klassíska Topp 10 lista sem er á aðeins breiðari fleti núna þar sem já það eru voða mikið af stórum vörum á listanum :)

taxfreenóv15

 

p.s. endilega smellið á myndina til að sjá hana og vörurnar stærri :)

1. Double Exposure pallettan frá Smashbox – Nýja stóra Exposure pallettan er sjúk! Ég er bara búin að stara á hana núna alltof lengi af hrifningu en skuggarnir eru gordjöss. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi augnskugganna frá Smashbox og mér finnst þeir með þeim betri hér á landi. Hér eru 12 augnskuggar sem má síðan alla nota blauta en þannig breytist áferðin og þéttingin í litunum svo í raun eru þetta 24 augnskuggar. Fullkomin jólagjöf fyrir einhverja heppna dömu!

2. Kiss & Love pallettan frá YSL – Hátíðin frá YSL er mætt í verslanir og ég ætla einmitt að sýna ykkur aðeins meira með þessari núna á næstu dögum. Hér er virkilega falleg palletta – umbúðirnar eru sjúkar og minna á minnisbók – sem inniheldur augnskugga, kinnalit og varaliti. Litirnir finnast mér virkilega fallegir og áferðin er mjúk og flott og þetta er alveg svona klassísk hátíðarpalletta.

3. Auda(city) París pallettan frá Lancome – Ég var að fá þessa fallegu augnskuggapallettu sem Lisa Eldridge hannaði fyrir Lancome. Litirnir eru sérstaklega innblásnir af París og stemmingunni og litunum sem einkennir þessa fallegu frönsku borg. Það er gríðarlegt úrval af litum og alls kyns áferðum í pallettunni og ég hlakka til að prófa mig áfram með hana.

4. Bold Metals hátíðarsett – Settið inniheldur tvo af mínum uppáhalds Bold Metals burstum, Tapered Blush Brush er sá allra besti ég lýsi honum sem Setting Brush Bold Metals línunnar. Svo er líka Oval Shadow sem mér finnst bestur af þessum silfruðu því með honum ber ég skugga yfir allt augnlokið, skyggi eða blanda um augun. Svo er nýr Angled Powder stór púðurbursti sem er skáskorinn sem er bara í þessu setti sem er bara í takmörkuðu upplagi. Það er um að gera að missa sko ekki af þessu :)

5. Face Mist frá Bobbi Brown – Þið sem þekkið mig vitið að ég er algjör sökker fyrir Face Mist og þetta frá Bobbi var ég að fá núna. Ilmurinn er dásamlegur og er svo frískandi fyrir vitin og bara andlegu hliðina, úðinn sjálfur frískar svo uppá húðina og gefur henni fallega áferð.

6. True Match frá L’Oreal – Minn go to farði í dag, elska áferðina, elska endinguna og elska bara að nota hann. Nýja formúlan er bara alveg dásamleg, sú gamla var ekkert í miklu uppáhaldi þannig lagað en þessi er á toppnum.

7. Hátíðarlökkin frá Dior – Ég rak augun í það í Smáralindinni í dag að hátíðarlínan frá Dior er komin í búðir! Mér finnst að sjálfsögðu allt í lúkkinu ómissandi – en ekki hvað! Naglalökkin eru alveg sjúklega flott og ég hlakka mikið til að prófa þau. Ef maður ætlar að kaupa sér eitthvað smá úr hátíðarlínunni þá ætti naglalakkið að vera þar efst á lista. Litirnir eru ofboðslega hátíðlegir og fallegir.

8. Les Sourcils Definis frá Lancome – Einhverjir þægilegustu augabrúnablýantar sem ég hef prófað. Þetta eru örfínir skrúfblýantar sem eru svo góðir og einfaldir í notkun að maður bara teiknar augabrúnina án þess að það sjáist að hún sé teiknuð. Ég er mikið búin að nota þennan uppá síðkastið en hann kom í helling af litum og er alveg sjúklega góður!

9. Volume Million Lashes Feline frá L’Oreal – Elska þennan nýja og glæsilega maskara með sveigðri gúmmígreiðu, kolsvartri formúlu sem inniheldur líka argan olíu. Augnhárin verða hriklega flott með þessum og hann er algjört must try!

10. Master Brow Palette frá Maybelline – Ég er að dýrka þessa pallettu svona þegar ég vil fá góða mótun á augabrúnirnar en ekki of skarpan og mikinn lit, ekki það að það sé ekki hægt ég næ bara að stjórna því betur með pallettunni frekar en svona lituðu þéttu geli. Í pallettunni er létt litað gel, mattur púðurskuggi og svo highlighter sem er líka æðislegur á restina af andlitinu. Pensillinn sem fylgir er líka svaka góður en hann er tvöfaldur og bara vel hægt að nota hann.

Svo svona aukalega og svona nýtt en bara því það eru að koma jól þá leyfði ég þessari dásemd að fylgja með á listanum…

Fyrir hann, Sauvage frá Dior – Þessi dásamlegi ilmur er sá sem kallinn minn notar og algjörlega minn uppáhalds í herradeildinni um þessar mundir. Ég elska ilminn hann er fágaður og elegant en mjög karlmannlegur. Flaskan er alveg svakaleg flott og virðuleg og það skemmir ekki fyrir að Johnny nokkur Depp er andlit ilmsins. Svo er líka til deodorant með sama ilm og saman er þetta mjög vegleg jólagjöf.

Góða skemmtun á Tax Free!

Erna Hrund

Trend: Rauðar neglur

FallegtFW15neglurStíllTrend

Mér hefur alltaf fundist rauðar neglur alveg sérstaklega heillandi, það er eitthvað sem er svo svakalega elegant og kvenlegt við þær og fágða. Ég sjálf á reyndar alveg svakalega erfitt með að vera með rauðar neglur, ég veit ekki alveg hvað það er mér finnst það stundum ekki fara mér kannski. Sem er skrítið þar sem ég elska að sjá aðrar konum með fallega rauða liti á nöglunum og sérstakaklega svona hárauða liti.

Sjálf hef ég tekið eftir því að rauðar neglur eru að verða meira og meira áberandi og ég spái því rauðum nöglum sem einu af naglatrendum haustsins og vetrarins framundan. Eins og þið sjáið hér fyrir neðan þá eru rauðar neglur alveg fullkominn fylgihlutur við hvaða dress sem er og möguleikarnir eru endalausir….!

4691a3516ec9d46973d80cce7cbab3a0

Ég tók saman myndir af nokkrum fallegum rauðum naglalökkum sem gætu eflaust heillað einhverjar ykkar.

rauðarneglur

Frá Dior: Rouge nr. 999 og Massai nr. 853.
Frá essie: Really Red, Bordeaux og niðri sjáið þið Shearling Darling.
Frá Maybelline: Color Show Power Red og Color Show Candy Apple.
Frá OPI: Gimme a Lido Kiss og Amore at the Grand Canal.
Frá Chanel: Ecorce Sanguine nr. 671 og Chataigne nr. 669 – báðir úr haustlínu Chanel.

Nú þarf ég bara að fara að æfa mig að vera með rauðar neglur og bara alls ekki vera hrædd við það. Ég held ég byrji á dökku litunum og færi mig svo smám saman yfir í þessa hárauðu – held það góð lausn!

EH

Frítt förðunarnámskeið með mér!

Lífið MittMakeup ArtistMaybelline

Ég er alveg ótrúlega spennt fyrir þriðjudeginum – þá ætla ég í samstarfi við Maybelline hér á Íslandi að kenna förðunarnámskeið í tilefni 100 ára afmælis merkisins. Ég hef sjaldan farið leynt með hrifningu mína af merkinu en það á sinn stað í hjarta mínu þar sem ég hef mikið unnið með þessar frábæru vörur. Mér finnst því alveg sérstaklega gaman að fá að taka þátt í hátíðarhöldum ársins.

Námskeiðið fer frá í versluninni Kjólar & Konfekt á Laugavegi 92 og það er FRÍTT! Ég lofa góðum ráðum, léttum veitingum og fallegum og einföldum förðunum sem henta við hin ýmsu tækifæri.

Á myndinni hér fyrir neðan getið þið aðeins lesið ykkur meira til…

Maybelline_Sensational_FB

Ég ætla að sýna tvær farðanir og er svona nokkurn vegin búin að hanna þær í huganum og mig langar að segja ykkur aðeins frá þeim svo þið vitið kannski hvað þið eruð að fara útí.

Náttúrulegt og klassískt
Mig langar með þessu lúkki að kenna ykkur að gera hinn fullkomna grunn, kenna ykkur ráð um hvernig á að gera áferð húðarinnar lýtalausa, fallega og náttúrulega. Falleg dagförðun sem hentar í skóla og vinnu og er flottur grunnur fyrir meiri farðanir.

Smokey kvöldförðun
Ég ætla að sýna hvernig þið getið breytt náttúrulegu förðuninni í kvöldlúkk með mjög einföldum aðferðum. Ég ætla þá að gera smokey augnförðun með bæði púður augnskuggum og Color Tattoo krem augnskuggunum sem eru svo dásamlegir, bæta á maskarann og sýna fullkomnar Kylie Jenner varir við!

Eyeliner með spíss og bjartar varir
Ég veit nú ekki alveg hvað ég ætti að kalla þetta lúkk nema bara það sem það er. Þetta er klassískt lúkk sem hentar við fjölda mörg tilefni. Einn af mínum uppáhalds blautu eyelinerunum er Master Precise frá Maybelline og ég nota hann nánast undantekningarlaust alltaf þegar ég er að farða. Svo pörum við linerinn við flottan varalit.

Ef ykkur líst vel á þetta og eigið lausa stund á þriðjudagskvöld þá hvet ég sem flestar ykkar til að skrá ykkur sem fyrst með því að senda póst á maybelline@olgerdin.is – það komast færri að en vilja og ekki amalegt að fá frítt námskeið.

Hlakka til að sjá ykkur!

EH

Nellikur og nýtt frá pósthúsinu

EssieFallegtLífið MittMaybellineneglurNýtt í snyrtibuddunni minniSS15

Ég átti eitthvað voða erfiðan morgun í dag, ég er ennþá smá slöpp og morguninn byrjaði á stórskemmtilegum magaverkjum og krömpum sem eru búnir að vera að hrjá mig síðustu daga og eru ástæða þess að ég lagðist inná spítala í síðustu viku. En þegar leið á morguninn var ég aðeins farin að hressast og ákvað að halda út í smá leiðangur í blómaheildsöluna Samasem þar sem ég fer stundum og gleð mig og heimilið með fallegum blómum. Í kjölfarið skrapp ég svo á pósthúsið að sækja nokkra pakka sem biðu mín þar og glöddu mig smá á þessum annars fallega degi. Mig langaði aðeins að sýna ykkur það sem kom með mér heim…

póstkaup2

Nellikur eru einhver þau allra fallegustu blóm sem ég veit um – það eru samt ekkert held ég margir á þeirri skoðun sem mér finnst alltaf stórskrítið. En Charlotte lýsti t.d. vanþóknun sinni á karlmanni sem gaf henni Nellikur fyrir stefnumót í þáttunum Sex and the City – enda er hún alveg stórfurðuleg! ;)

Kosturinn við þessu blóm finnst mér vera endingin á þeim, þau eru alltaf útsprungin og stórkostlega falleg og þau eru fáanleg allt árið um kring.

póstkaup5 póstkaup4

Á pósthúsinu biðu mín svo tvær Maybelline augnskuggapallettur – The Nudes hefur verið til úti í smá tíma nú þegar og er að berast yfir hafið núna til Evrópu á þessu ári svo hún ætti að láta sjá sig í lok ársins á Íslandi – jafnvel fyr. The Blushed Nudes er svo sú nýjasta og líka væntanleg til Evrópu. Ég er aðeins búin að pota og þær eru báðar alveg æðislegar og pigmentin eru til fyrirmyndar – kann að meta svona!

Svo var það Resort lína ársins frá Essie ég á svo bágt með að neyta mér um falleg Essie lökk – hafið þið tekið því. Resort línan kemur ekki til Íslands og ekki sumarlínan en við munum líklega fá haustlúkkið sem er væntanlegt í lok sumars. Ég er búin að sjá það á mynd en ég hlakka til að prófa litina sjálf – þeir eru smá svona öðruvísi en ég hef samt ágæta tilfinningu fyrir þeim.

póstkaup6

Ég ætla að setja á mig þennan fjólubláa í kvöld – það er liturinn sem ég heillaðist strax af þegar ég sá þessi fallegu lökk þessi litur heitir Suite Retreat.

Það er nú meira hvað falleg blóm og nýjar snyrtivörur geta glatt mann á erfiðum degi – ég er alla vega voða glöð með hvað rættist úr deginum.

EH

Fullt af nýjum Baby Lips á Miðnæturopnun

Ég Mæli MeðMaybellineNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniReal TechniquesSS15

Er ekki alltaf hægt að bæta á sig fleiri snyrtivörum eða þ.e. í snyrtibudduna. Ég á alla vega alltaf pláss ég næli mér þá bara í enn eina kommóðu eða ennþá fleiri snyrtibuddur! En núna eru komnir fleiri Baby Lips varasalvar frá Maybelline til landsins og þeir verða að sjálfsögðu eitt af aðalnúmerunum á Miðnæturopnun Smáralindar í dag.

Baby Lips varasalvarnir hafa slegið í gegn á örstuttum tíma. Sjálf á ég alla liti og nokkra af hverjum. Minn uppáhalds er sá fjólublái sem er fallegur nude litur en nýjustu litirnir hafa samt verið að koma sterkir inn hjá mér og mig langaði að sýna ykkur þá betur – bæði varasalvana sjálfa og að sjálfsögðu hvernig þeir koma út á mínum vörum.

babylipsdr

Hér sjáið þið mínar gersemar það eru þrír nýjir Dr. Rescue litir og fimm nýjir Electro varasalvar, ég segi betur frá þeim öllum hér neðar…

babylipsdr2

Ég er búin að vera alveg húkkt á Dr. Rescue varasölvunum síðan ég fékk mína um miðjan maí. Þessir gefa vörunum smá svona kuldatilfinningu fyrst um sinn og gefa frá sér smá menthol ilm sem mér persónulega finnst alltaf dáldið frískandi. Varirnar mínar fá ótrúlega mikla næringu og ég finn strax að þeir virka. Eftir að ég byrjaði að nota þessa finn ég í alvörunni mikinn mun á vörunum mínum, þær springa síður og eru miklu áferðafallegri. Ef þið eruð með þurrar og leiðinlegar varir þá eru Dr. Rescue varasalvarnir ef til vill eitthvað sem reddar vörunum.

babylipsdrlitlaus

Baby Lips Dr. Rescue Too Cool – alveg litlaus, ég er alltaf með þennan í veskinu.

babylipsdrbleikur

Baby Lips Dr. Rescue Coral Crave – léttur kóralbleikur litur.

babylipsdrnude

Baby Lips Dr. Rescue Just Peachy – fallegur nude litur með léttum orange undirtón.

babylipsdr3

Svo eru það Electro litirnir sem er að mér skilst sama formúla og í upprunalegu Baby Lips varasölvunum en nú eru litirnir alveg mega áberandi og litríkir. Eins og á við um hina lituðu Baby Lips varasalvana er hægt að þétta og styrkja litinn með því að setja bara fleiri umferðir yfir varirnar. Á myndunum hér fyrir neðan er ég þó bara með eina umferð þannig, bara nudda þeim yfir mig eins og ég geri við varasalva – fram og til baka :)

babylipselectrobleiki

Baby Lips Electro Pink Shock – ekta áberandi og sjúklega grípandi bleikur litur sem er svo sannarlega hægt að byggja upp!

babylipselectrokóral

Baby Lips Electro Strike a Rose – áberandi bleiktóna litur sem mér finnst svona dáldið rauðtóna líka, fallegur rósalitur.

babylipselectroorange

Baby Lips Electro Oh Orange – fallegur léttur orange litur.

babylipselectroguli

Baby Lips Electro Fierce in Tangy – þessi guli er ekki beint gulur heldur er hann meira eins konar highlighter fyrir varirnar. Virkilega flottur einn og sér eða bara yfir aðra liti til að gefa þeim fallegan ljóma.

babylipselectrofjólu 
Baby Lips Electro Berry Bomb
– sá fjólublái er ábyggilega í uppáhaldi hjá mér þessi er kaldur og flottur og auðvelt að byggja upp.

Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma því að nýjustu Real Techniques burstarnir mæta á Miðnæturopnun Smáralindar bæði í Hagkaup og Lyfju.

RTNýtt

Þar verða allir þessir klassísku ásamt Concealer Brush, Sculpting Brush og Duo Fiber settinu. Sjálf ætla ég að reyna að taka þessa almennilega fyrir á snapcjat rásinni minni í dag ef ég næ því annars um helgina svo ef ykkur langar að sjá er það ernahrundrfj – lofa ég er mjög skemmtileg :)

Já það er sumsé Real Techniques og Baby Lips gleði í Smáralind í dag – það eru auðvitað afslættir og tilboð útum allt og um að gera að kíkja í heimsókn og næla sér í fallegar snyrtivörur eða föt fyrir sumarfríið. Ég verð ekki á staðnum aldrei þessu vant – segi ykkur betur frá því seinna… – en góða skemmtun!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Svar við beiðni lesanda

Ég Mæli MeðLífið MittMakeup ArtistMakeup TipsMaybellineNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniTrend

Mér þykir voða vænt um þegar lesendur hafa samband og biðja um að fá að vita meira um ákveðnar vörur, heyra hvað mér finnst og sjá hvernig ég nota þær. Ég fékk fyrirspurn nýlega um hvort ég hafði nokkuð notað nýju augabrúnavöruna frá Maybelline, sem ég hafði ekki gert þá, en um leið og tækifærið gafst þá greip ég það!

brúnir8

Hér sjáið þið Brow Satin augabrúnavöruna, þessi átti að koma núna síðasta haust en vegna vinsælda um heim allan var varan bara uppseld fyrr en nú og nú finnið þið þessa sniðugu vöru í Maybelline stöndum um allt land. Brow Satin er tvöföld vara með skrúfblýanti einum megin og púðri hinum megin. Hún kemur í tveimur litum – dökku og ljósu, ég er að sjálfsögðu með dekkri litinn en það er svona óskrifuð regla hjá Maybelline að ljósari litirnir séu fyrir ljóshærðar og þeir dökku fyrir dökkhærðar. Það er ekki beint útaf augljósu ástæðunni heldur vegna þess að tónar litanna tóna betur við litarhaft þeirra kvenna.

brúnir

Hér sjáið þið hvernig mínar augabrúnir líta út með Brow Satin, afsakið birtuna á myndunum – ég þarf að reyna að hætta að taka alltaf myndir inní herbergi þar sem birtan er sum staðar alltof appelsínugul!

En mig langaði líka að sýna ykkur ferlið, þetta tekur enga stund og varan er mjög einföld og þægileg í notkun.

brúnir5

Mínar augabrúnir villtar og ógreiddar, mér finnst best að byrja á því að greiða hárin eins og ég vil hafa þau. Þá finnst mér auðveldara að sjá hvar ég þarf að bæta við og fylla inní þær. Ég geri það þó helst þarna alveg fremst eins og þið þekkið kannski nú þegar frá augabrúnafærslunum mínum.

brúnir6

Ég nota skrúfblýantinn til að móta augabrúnirnar, móta lögun þeirra og þétta þær aðeins, það er svo púðurliturinn sem kemur yfir sem klárar að fylla þær almennilega. Formúlan í blýantinum er vaxkennd og mér þykja þær formúlur alltaf bestar í augabrúnir því áferðin er svona eins raunveruleg og hún gerist. Passið að þrýsta blýantinum of fast uppvið augabrúnirnar svo liturinn verði ekki of mikill – bara léttar strokur meðfram ykkar hárum.

brúnir4

Þá er þetta sirka svona, ég dreifi síðan betur úr litnum í næsta skrefi með hjálp svampsins, sem er það sem ég myndi gera venjulega með augabrúnagreiðu, eyrnapinna eða bara fingrunum.

brúnir7

Svo er það svampurinn, en í lokinu á honum er mattur litur í sama tón og skrúfblýanturinn. Með svampinum nudda ég litnum inní augabrúnirnar og geri áferð hans náttúrulegri, ég næ einhvern vegin að mýkja áferð augabrúnanna með svampinum og mér finnnst útkoman verða virkilega náttúruleg og fyllingin bara alveg frekar eðlileg.

brúnir9

Hér sjáið þið svo lokaútkomuna, ég geri auðvitað ekkert sérstaklega ýktar augabrúnir það er ekki ég en þið getið fengið miklu meira úr þessari vöru ef þið kjósið það frekar.

brúnir2

Fallegar augabrúnir sem virka við öll tilefni og eru bara þokkalega eðlilegar og náttúrulegar. Brow Satin gefur augabrúnunum náttúrulega og áferðafallega fyllingu. Mér finn st sérstaklega gott að blýanturinn sé skrúfblýantur því þá þarf maður aldrei að finna neinn yddara svo það er virkilega góð pæling í vöruhönnun og merkið fær þónokkur stig frá mér fyrir það.

Brow Satin er sannarlega vara sem ég get mælt með en ég er búin að vera að nota þennan núna í viku og mér finnst mótunin verða auðveldari með hverjum deginum sem líður. Þegar ég er búin að nota svampinn greiði ég bara aðeins í gegnum þær en þið gætuð auðvitað líka notað augabrúnagel hvort sem það er glært eða með smá lit til að festa hárin á sínum stað og þá liggur auðvitað augum uppi að nota augabrúnagelið frá Maybelline sem er algjört æði!

En ef þið eruð með vörur sem ykkur langar að ég taki fyrir þá er það lítið mál ég er alltaf opin fyrir því að heyra hvað ykkur langar að lesa um og ég hef alltaf gaman af því að prófa nýjar vörur – ég er svo nýjungagjörn ef þið hafið ekki tekið eftir því nú þegar ;)

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Varalitadagbók #30

Ég Mæli MeðKæra dagbókLífið MittMaybellineNýjungar í SnyrtivöruheiminumSS15TrendVarir

Ég er gjörsamlega heilluð af plómulituðum varalitum og ég hef verið það allt síðan ég prófaði þannig litaðan varalit í fyrsta sinn. Einn af mínum uppáhalds litum Midnight Plum frá Maybelline er því miður hættur og ég er búin að syrgja hann smá ég er alveg fullkomlega hreinskilin með það því það var svona liturinn sem lét mig verða ástfangna af plómulituðum varalitum. En ég vissi bara ekki hvað væri að koma í staðin en ég hef fundið ást á nýjum varalit frá Maybelline og þessi er sko glænýr og þið sáuð hann fyrst í maskarafærslunni minni um Lash Sensational maskarann.

plumvarir3

Liturinn er eiginlega svona bleik plómulitaður og litapigmentin í honum eru mjög falleg. Ég hef alltaf kunnað vel við varalitaformúlu Maybelline, hún endist bara fínt og það er auðvitað hægt að auka endinguna með varablýant en ég geri það reyndar ekki hér. Ég elska líka ljómann sem varirnar mínar fá en formúlan er mjög rakagefandi og létt og það er lítið mál að bera þá á varirnar.

plumvarir2

Color Sensational Plum Passion nr. 365 frá Maybelline

Screen Shot 2015-04-27 at 8.30.57 PM

Liturinn er gjörsamlega fullkominn fyrir sumarið fyrir okkur sem viljum svona fallega plómutóna. Ég skartaði honum fyrst á einum af þessum fyrstu björtu dögum okkar hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er bara eitthvað við sólina sem fær mig til að vilja skarta fallegum sumarlegum varalit og senda risastórt bros útí heiminn – að vera með flottan varalit gerir mann ósjálfrátt bara glaðari hvað ætli það sé :)

Þessi flotti litur ætti nú að vera kominn á alla sölustaði Maybelline eða rétt að detta þar í hús ásamt þremur öðrum mjög fallegum litum sem ég verð nú að segja ykkur betur frá seinna – en þessi er möst í mína snyrtibuddu í sumar!

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL