fbpx

FARÐI SEM ÉG VERÐ ALLTAF AÐ EIGA

FÖRÐUNGÓÐ RÁÐSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er í samstarfi við Maybelline

Halló!

Ég farðaði vinkonu mína um daginn sem var að fara á jólahlaðborð og deildi myndum frá því í story á instagram. Eftir það fékk ég margar spurningar um hvaða farða ég hefði notað en það var farði sem ég verð alltaf að eiga í förðunarkittinu mínu. Þetta er Fit Me frá Maybelline og það er margar ástæður afhverju hann er búin að vera í uppáhaldi í svona mörg ár.

Sem förðunarfræðingur þá er maður alltaf að endurnýja farða og hyljara, þetta eru tveir hlutir sem klárast alltaf fyrst. Þegar ég var að byrja þá vildi ég finna farða sem myndi endast vel á húðinni, falleg áferð, á góðu verði og myndast vel. Þessi farði uppfyllir öll þessi skilyrði og það er ástæðan afhverju ég er búin að nota hann í svona mörg ár. Ég gríp líka svo oft í þennan farða til að blanda við aðra farða.

Þetta eru helstu ástæður afhverju þessi farði er í miklu uppáhaldi hjá mér og búin að vera það í mörg ár:

  • Fallegur á húðinni
  • Myndast vel
  • Endist vel á húðinni
  • Gefur fallegan ljóma
  • Gott verð
  • Blandast vel við aðra farða

Ég mæli með að nota þéttan bursta eða svamp ti að fá fallega áferð

Hérna er fallega vinkona mín fyrir jólahlaðborð með Fit Me frá Maybelline –

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FÖSTUDAGSDRESS & 32 VIKUR

Skrifa Innlegg