Halló!
Þið tókuð svo vel í síðustu færsluna sem ég gerði með mínum topp fimm hyljurnum og mig langar að reyna gera þessar “topp 5” færslur reglulega. Ég er alltaf að prófa nýjar snyrtivörur og finnst mér sjálfri svo gaman að sjá hvaða snyrtivörur eru mest notaðar hjá öðrum. Í þetta sinn ætla ég að taka fyrir maskara en þetta verður held ég mín fyrsta færsla um maskara.. svo það er alveg komin tími á hana! Mér finnst maskarar svo persónubundnir, eins og ilmvötn en einhver maskari sem þér finnst æði, gæti mér fundist glataður og öfugt. Við erum öll með svo mismunandi augnhár og viljum eitthvað mismunandi. Ég til dæmis fýla maskara sem þykkja vel, lengja og eru kolsvartir.
Chanel – Le Volume De Chanel: Maskari þykkir og gerir augnhárin kolsvört. Augnhárin virðast þykkari, gefur þetta gervi augnhára útlit og hægt að byggja hann upp. Greiðan er með litlum gúmmíhárum og greiðir augnhárin einstaklega vel.
YSL – Mascara Volume Effet Faux Cils: Þykkir, lengir og greiðir vel úr augnhárunum. Formúlan inniheldur B5 vítamín og nærir augnhárin sem gerir þau náttúrulega þykkari með tímanum. Mér finnst greiðan á þessum maskara svo þægileg en það er mikil vara á greiðunni, sem ég fýla.
L’Oréal – Paradise Extatic: Maskari sem þykkir, lengir og gefur augnhárunum þétt útlit. Greiðan er ótrúlega þægileg og greiðir vel í gegn.
Maybelline Lash Sensational: Maskari með gúmmígreiðu sem er í laginu eins og banani og nær því öllum litlu hárunum. Greiðir ótrúlega vel í gegn og þykkja augnhárin vel.
Bobbi Brown Eye Opening Mascara: Þétt maskaragreiða sem greiðir vel í gegnum augnhárin og þykkir þau vel. Þessi maskari opnar augun, eins og nafnið gefur til kynna.
Þið takið kannski eftir að allar maskaragreiðurnar eru mjög svipaðar en þetta er yfirleitt greiðan sem ég fýla og virkar fyrir mig. Ég er með frekar ljós og fíngerð augnhár og þarf því maskara sem þykkir þau. Þessir maskarar eiga það líka allt saman eiginlega að vera mjög svartir og haldast vel á, eru ekki að molna eða smitast mikið.
Takk fyrir að lesa xx
Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg