fbpx

GEF MÍNAR UPPÁHALDS VÖRUR

2021HÚÐIN MÍNJÓLAGJAFAHUGMYNDIRMAYBELLINESAMSTARF

Ég er í gjafastuuuði í desember!

Núna er ég að gefa mínar uppáhalds vörur í samstarfi við Beauty klúbbinn. Vörur sem ég hef verið að nota leeengi & get hiklaust mælt með. & í þessari færslu ætla ég að fara aðeins yfir vörurnar með ykkur.

Þú getur tekið þátt í leiknum hér.

Byrjum á þessum hreinsum. Ég nota báða daglega.

CeraVe hreinsir:  Ég nota CeraVe hreinsinn í sturtunni & fær hann þá að eiga heima þar. Hann er þróaður af húðsjúkdómalæknum & er gerður til að djúphreinsa andlitið, fjarlægja óhreinindi og endurnæra húðina án þess að taka neitt frá henni og þurrkar hann ekki húðina.

Micellar hreinsivatn: Svo nota ég Micellar hreinsivatnið kvölds & morgna. Hef notað það í ég veit ekki hvað mörg ár. Hreinsivatnið fjarlægir farða & róar húðina.

La Provencele Bio eru lífrænt vottaðar húðvörur.

Næturserum: Olía fyrir nóttina sem gefur raka, nærir & lífgar uppá húðina. Ég byrja á að setja hana á áður en ég ber á mig næturkremið.

Næturkrem: Næturkremið góða … inniheldur lífræna ólífuolíu sem er rík af E-vítamíni sem gefur raka, sléttir og þéttir húðina.

Ég nota þetta serum áður en ég ber á mig dagkremið.

Revitalift Filler Hyaluronic Acid: serum sem inniheldur mikið af Hyaluronic Acid sem fyllir húðina af raka og dregur úr einkennum öldrunar í húðinni eins og hrukkum, þreytu og tapi á teygjanleika.

Mitt allra uppáhalds dagkrem!

CeraVe Moisturizing Cream: Kremið sem kom húðinni minni í jafnvægi. Kremið styrkir ysta lag húðarinnar, það er rakamikið & fullkomið núna á köldum dögum eins & þessum. Ég nota það bæði á andlitið & líkamann.

Gloss eða varalitur yfir hátíðarnar? bæði fallegt …

Lifter gloss: ef þú hefur ekki prófað lifter glossana þá ertu að missa af miklu! Ég er alltaf með einn í veskinu. Þeir innihalda hýalúronsýru sem gefur vörunum þétta áferð.

Rauðar varir í des … Varaliturinn er frá maybelline & heitir red for me. Hinn fullkomni jólarauður.

Besti maskara vinur minn … það er bara þannig.

Maybelline sky high maskara.

Þetta KIT! … fullkomið byrjunar kit sem allir verða að eiga í snyrtitöskunni að mínu mati.

Essie naglalökkin klikka ekki. Ég er lang oftast með hvítt eða rautt naglalakk & fannst mér tilvalið að gefa þessa liti. Gel naglalakkið vinsæla fer síðan yfir & gefur þessa fallegu þéttu geláferð.

ÞÚ getur unnið allar þessar vörur😱
Hægt er að taka þátt í leiknum hér👇🏻

Megi heppnin vera með þér ❣️

JÓLALÚKK, MÖMMULÍFIÐ & SAMFÉLAGSMIÐLAR

Skrifa Innlegg