NÝTT & DJÚSÍ FRÁ TOM DIXON // GJAFALEIKUR

Hönnun

Það kemur líklega engum á óvart sem fylgst hefur með blogginu mínu í nokkurn tíma að ég er bálskotin í Tom Dixon og öllu því sem hann gerir. Í dag þann 4. apríl kynnir hann í fyrsta sinn splunkunýja og gordjöss línu á hönnunarsýningunni í Mílanó / Salone del Mobile sem er jafnframt sú flottasta í öllum heiminum.

Eftir margra ára notkun á málmum og gljáandi áferðum ákvað Tom Dixon loksins að færa sig yfir í meiri mýkt þegar hann hóf að hanna línu úr textíl og er afraksturinn dásamlega fallegir púðar ásamt fleiri sjúklega flottum vörum. Ég skoðaði nokkrar af þessum vörum á hönnunarsýningunni í Stokkhólmi fyrr á árinu og var þar stranglega bannað að taka myndir af hlutunum enda algjört top secret á þeim tíma. Þar mátti meðal annars skoða nýja hreinlætislínu WASH sem ég er mjög spennt fyrir, hún felur í sér sápur, uppþvottalög, handáburði og ýmiss konar fallega aukahluti fyrir baðherbergi.

Tom Dixon hóf feril sinn sem hönnuður og listrænn stjórnandi fyrir ríflega 35 árum. Á þeim tíma hefur honum tekist að skapa sér nafn og skipa sér sess meðal fremstu hönnuða samtímans og það vita allir hver hann er sem áhuga hafa á hönnun. Mörg af hans meistarastykkjum prýða nú lista- og hönnunarsöfn á borð við MOMA í New York og Pompidou safnið í París!

Í dag 4. apríl kynnti LUMEX nýju línuna á sama tíma og Tom Dixon kynnti hana í Mílanó og í tilefni þess ætlum við að efna til gjafaleiks þar sem hægt er að næla sér í púða úr nýju línunni SOFT í lit að eigin vali. Við erum að tala um að vinningshafinn verður þá einn af þeim fyrstu í heiminum til að næla sér í þessa fallegu hönnun! SOFT línan er úr hágæða Mohair flaueli sem framleitt er úr Suður-Afríkskri geita angóru – sem hefur í gegnum tíðina verið álitin jafn verðmæt og gull. Fyllingin er úr dönskum andafjöðrum…. jiminn eigum við að ræða þessa lúxus púða!

screen-shot-2017-04-04-at-18-09-44 screen-shot-2017-04-04-at-18-12-39

úllen – dúllen – doff! Ég er með augun á einum lit ♡

textile_lifestyle_2_-_line_and_soft_with_wingback_micro

screen-shot-2017-04-04-at-19-59-36

washing-tom-dixon-soap-costmetic-design-products_dezeen_2364_col_2-852x568

Hér má síðan sjá WASH línuna en þess má geta að sápan er svört á litin sem er frekar spennandi!washing-tom-dixon-soap-costmetic-design-products_dezeen_2364_col_9-852x568

// Gjafaleikurinn er í samstarfi við verslunina LUMEX sem er söluaðili Tom Dixon á Íslandi.

Til þess að eiga möguleika á að vinna elegant púða úr SOFT línunni í lit að eigin vali þá þarft þú að:

1. Skilja eftir athugasemd með nafni

2. Deila færslunni

3. Extra karma stig eru gefin fyrir að smella like við Lumex, og Svart á hvítu á facebook

// Dregið verður úr athugasemdum laugardaginn 8.apríl.

Búið er að draga út vinningshafa í Tom Dixon púðaleiknum – sú heppna heitir Halla Dröfn og dró ég hana út af handahófi að sjálfsögðu.

Takk kærlega fyrir þátttökuna og Halla Dröfn! Hafðu samband ♡

svartahvitu-snapp2-1

IKEA ART EVENT 2017: VELDU ÞÉR LISTAVERK AÐ EIGIN VALI

Ikea

*Uppfært* Búið er að draga út vinningshafa! Þær sem höfðu heppnina með sér og hljóta plakat/plaköt að eigin vali eru: Sigríður Helga Gunnarsdóttir, Ása Magnea, Sigríður Alla, Dagrún Íris, Helga M. Sigurbjörnsdóttir, Hildur Sif, Anna F. Jónsdóttir og Gyða Lóa, 

Í samstarfi við IKEA ætla ég að gefa 12 heppnum lesendum plakat að eigin vali úr væntanlegri IKEA Art event línunni sem kemur í mjög takmörkuðu upplagi í sölu þann 31.mars.

Ikea Art event línan hefur komið út á hverju ári frá árinu 2015  með ólíku þema á hverju ári, fyrst var það götulist, svo nútímalist og núna í ár fengu þau til liðs við sig 12 ólíka listamenn sem allir eru þekktir á alþjóðlegum vettvangi og eiga það sameiginlegt að tjá sig með teikningum. Tilgangur Ikea art event er að gera list aðgengilega öllum og tekst það aldeilis vel því hvert verk kostar ekki nema 1.990 kr. og koma þau í veglegri stærð, 61 x 91 cm og eru prentuð á þykkan og fallegan pappír.
Ég fékk allt fyrsta upplagið (12 stk) með mér heim og skellti tveimur í ramma í morgun sem mér finnst vera æðisleg, þau eru reyndar nokkur þarna sem höfða vel til mín en ég er hrifin af því hversu fjölbreytt línan er svo það er eitthvað fyrir alla, fyrir stofuna en líka í barnaherbergið / unglingaherbergið.

17274451_10155875468363332_748561459_n

Þetta ævintýraplakat er teiknað af þeim Micha Payer og  Martin Gabriel, algjör draumur.

screen-shot-2017-03-14-at-15-26-19

 

ikea1

Seinna plakatið sem ég rammaði inn er teiknað af japanska listamanninum Yasuto Sasada og er þvílíkt flott, minnir mig örlítið á Erró en það gerir líka plakat númer 7 en ég er mikill Erró aðdáandi.

1

 

 

“Við erum með sterka og einfalda sýn varðandi list hér í Ikea, og það er að list á að vera á viðráðanlegu verði – hún á að vera aðgengileg fleira fólki – og list á heima á heimilum, ekki aðeins í galleríum og listasöfnum.” segir listrænn stjórnandi Ikea Art event 2017.

Plakötin verða aðeins fáanleg í nokkrar vikur eða á meðan birgðir endast, en þess má geta að það koma aðeins 12 myndir af hverri svo ég myndi hafa hraðar hendur ef þú ert með augun á sérstöku plakati.
// Ef þú vilt vera með þeim fyrstu sem eignast verk úr Ikea Art event línunni sem er ekki enn komin til landsins skildu þá eftir athugasemd hér að neðan með því númeri á plakati sem þú óskar þér. Ég dreg út 12 heppna sem hljóta plakat að eigin vali í lok vikunnar, föstudaginn 17.mars.
Ef þú vilt eitt í stofuna og annað í barnaherbergið veldu þá tvær! 
Fyrir áhugasama þá sýndi ég örlítið frá plakötunum á snapchat í dag þar sem ykkur er velkomið að fylgjast með!
svartahvitu-snapp2-1

AÐVENTUGJÖF #4

ÍSLENSK HÖNNUNSHOP

–  UPPFÆRT –

Váháhá!! Takk kærlega fyrir frábærar viðtökur við fjórðu aðventugjöfinni hér á blogginu. Með hjálp random.org fékk ég upp heppin lesanda til að gleðja rétt fyrir jólin.

Kæra Steiney Snorradóttir þú ert sú heppna að þessu sinni. Sendu mér línu á eg@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar.

Takk þið öll fyrir þáttökuna.

Hlýjar hátíðarkveðjur yfir hafið

____________

Ég trúi því ekki að það sé kominn fjórði í aðventu … tíminn flýgur!

Það er komið að síðustu Aðventu gjöfinni minni hér á blogginu og hún er sko ekki af verri endanum.
Mínir lesendur vita að 66°Norður er í miklum metum hjá mér enda birtast vörur frá þeim reglulega á blogginu. Fyrirtækið hefur tískuvæðst ótrúlega hratt síðustu árin og virðist alltaf vera með hlutina á hreinu heima á Íslandi en líka hérna megin við hafið. Á mjög stuttum tíma er til dæmis í mikilli tísku að klæðast 66°Norður í Kaupmannahöfn – ekki slæmt!
Er ekki við hæfi að við látum sjóklæðagerðina sjá um síðasta glaðninginn í desember? Mér finnst það ..

Ný yfirhöfn kom í sölu í vikunni og ég er hrifin! Heppinn lesandi mun hljóta þennan fallega anorakk – Suðureyri Anorak. Flíkin er nútíma útgáfa af hinum klassíska sjóstakk sem er ein af einkennis flíkum fyrirtækisins.

Ég fíla þetta lúkk í botn. Úlpan er í herrasniði, en ég vel mér oftast herraúlpur í minnstu stærðunum og hér að neðan sjáið þið bæði dömu og herra klæðast henni. Svona eiga úlpur að vera – stórar, hlýjar og fyrir vikið meira kósý.

Þessi myndaþáttur að neðan hittir líka í mark. Er kúl út í gegn, hrár og sýnir okkur krefjandi íslenskar aðstæður – SELT.

Leikreglurnar finnið þið neðst í póstinum … megi heppnin vera með ykkur.

66n-0021 66n-0083 66n-0511 66n-0531 66n-0614 66n-0056 66n-0068

Langar!!

LEIKREGLUR

  • Smellið á deila eða tweet hnappinn neðst til hægri í færslunni.
  • Skiljið eftir komment við færsluna með stærð sem þið óskið eftir  (XS-L)
  • Ég er @elgunnars á Instagram – follow me! (ekki skilyrði til að komast í pottinn)

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HEIMILI Á LEIÐ Í JÓLABÚNING

Hönnun

Í gær fór ég í fyrstu heimsóknina af mörgum í eina af fallegustu verslunum landsins sem tekur þátt í risa jólagjafaleiknum hér á blogginu, Snúruna. Og haldið þið ekki að fyrsti aukavinningurinn sé mættur á Snapchat, fallegur “jóla” kertastjaki frá Finnsdóttir, hann er þó of fallegur til að ég geti hugsað mér að pakka mínum niður eftir jól. Ég keypti mér sjálf svona kertastjaka fyrir nokkrum vikum síðan og varð því mjög glöð þegar Rakel í Snúrunni vildi gefa einum heppnum sama kertastjaka. Dálítið í anda Bing & Grøndahl sem ég held mikið upp á.

15388744_10155522023098332_477887691_o15409684_10155522031808332_1165475505_o

Ég hafði hugsað mér að nýta helgina til að jólast dálítið og mögulega baka! En þið? Ég vil endilega benda áhugasömum á það að gjafaleikurinn á snapchat rennur út í kvöld, það eina sem þarf að gera er að taka skjáskot af mynd sem ég birt þar af vinningnum.

svartahvitu-snapp2

VINNUR ÞÚ 240.000 KR. GJAFABRÉF Í FALLEGUSTU VERSLUNUM LANDSINS?

Uppáhalds

*Uppfært*

Þvílík gleði   Í gær, þann 19. desember afhenti ég vinningshafanum 240 þúsund króna gjafabréf í fallegustu verslunum landsins. Hjartað mitt er yfirfullt af gleði og mikið sem vinningurinn rataði á góðan stað. Vigdís Hauksdóttir er sú allra heppnasta og fékk ég kærastann hennar með mér í lið til að koma henni á óvart og sjá má viðbrögðin á facebook síðu Svart á hvítu.
Ég vil þakka ykkur öllum fyrir ótrúlegar og jákvæðar móttökur í leiknum sem og á Snapchat rás Svartahvitu  Ég vildi óska þess að ég hefði getað glatt ykkur öll – en það kemur kannski síðar.
Einnig vil ég þakka mínum kæru samstarfsaðilum fyrir að gera þennan frábæra leik að veruleika – þið eruð best 

**

Þá er komið að stærsta gjafaleik í sögu Svart á hvítu bloggsins sem fagnaði nýlega 7 ára afmæli sínu. Ég er full þakklætis fyrir ykkur, þennan risavaxna og trygga lesendahóp sem bloggið mitt hefur eignast á undanförnum 7 árum og ég er jafnframt þakklát fyrir samstarfsaðila mína sem gera mér kleift að sinna því sem ég hef ástríðu fyrir, að blogga. Til að sýna ykkur þakklæti efni ég til eins glæsilegasta gjafaleiks sem haldinn hefur verið.

Uppáhaldsmánuðurinn minn á árinu er án efa desember og það virðist vera orðinn órjúfanlegur partur af aðventunni að halda jólagjafaleik og mikið sem ég er hrifin af þeirri jólahefð, það er jú sælla að gefa en að þiggja og það erum við líklega flest sammála um. Í þetta skiptið á einn heppinn lesandi von á því að næla sér í 240.000 kr. gjafabréf í mínum uppáhalds verslunum sem eiga það sameiginlegt að vera fallegustu verslanir landsins. Í þeim má finna það allra besta þegar kemur að hönnun fyrir heimilið og er þetta gjafabréf draumur fyrir alla fagurkera.

Verslanirnar sem um ræðir eru Aurum, Epal, Kokka, Kúnígúnd, Línan, Lumex, Módern, Myconceptstore, Norr11, Rökkurrós, Scintilla og Snúran sem gefa samtals 240.000 kr. gjafabréf.

Ég tók saman brot af mínum uppáhaldsvörum frá verslununum til að þið getið byrjað að leyfa ykkur að dreyma um 240.000 kr. gjafabréfið. Á næstu dögum mun ég einnig heimsækja verslanirnar og sýna á Snapchat @svartahvitu jólagjafahugmyndir ásamt því hvað hægt er að fá fyrir gjafabréfið glæsilega.

// Vinsamlegast lesið færsluna til enda til að sjá leikreglur.

 

aurum

Aurum er ein af skemmtilegri verslunum landsins með fjölbreytt úrval af hönnun frá öllum heimshornum og vekur verslunin gjarnan athygli fyrir fallegar gluggaútstillingar og bíð ég alltaf spennt eftir jólaglugganum. Verslunin í Bankastræti er tvískipt: Aurum skart og Aurum Hönnun & Lífsstíll og er því hér að finna eitthvað fyrir alla, stóra sem smáa og unga sem aldna.

// Aurum er á Facebook, Instagram og einnig á Pinterest

epal1

Í Epal búa nokkrir af frægustu hönnuðum heims og sérhæfir verslunin sig í úrvali af gæðahönnun frá Norðurlöndum og víðar. Hér má einnig finna brot af því besta af íslenskri hönnun. Epal má finna í dag á fjórum stöðum, í Skeifunni, Laugavegi, Kringlunni og í Hörpu.

// Epal er á Instagram, Facebook og á Snapchat @epaldesign
kokka1

Kokka á Laugavegi er ein besta verslun miðborgarinnar og er hreint ótrúlegt hve mikið vöruúrval kemst fyrir á fáum fermetrum. Kokka sérhæfir sig í öllu því sem þig gæti mögulega vantað í eldhúsið og leggja þau áherslu á vel hannaðar og vandaðar vörur. Kokka er einn af mínum uppáhalds og tryggustu samstarfsaðilum og fagnaði verslunin í ár 15 ára afmæli sínu.

// Kokka er á Facebook, Instagram og á Snapchat @kokkarvk

kunigund

Kúnígúnd er sérverslun á Laugavegi, Kringlunni og á Akureyri sem býður upp á vandaða gjafavöru og ber þar hæst vörur frá dönsku hönnunarfyrirtækjunum Georg Jensen, Royal Copenhagen, Holmegaard og Bing & Gröndal. Kúnígúnd er ein af eldri og glæsilegri verslunum landsins og þarf vart að kynna hana fyrir ykkur né ömmu ykkar.

// Kúnígúnd er á Facebook, Instagram og á Snapchat @kunigund.island

 

linan1

Línan var stofnuð árið 1976 ótrúlegt en satt, en það eru ekki nema nokkur ár frá því að ég uppgötvaði þennan demant í Kópavoginum og kolféll fyrir versluninni enda úrvalið sérstaklega skemmtilegt. Hér má finna úrval af gjafavöru og húsgögnum og má nefna þekktu merkin House Doctor og Voluspa sem eru meðal vörumerkja.

// Línan er á Facebook, Instagram og sjá einnig á Pinterest

lumex

Í Lumex býr einn ástsælasti hönnuður allra tíma, Tom Dixon sjálfur sem tekist hefur að heilla upp úr skónum flesta hönnunaraðdáendur um heim allan. Lumex sérhæfir sig í lýsingu fyrir fyrirtæki og heimili en er einnig með fallega smávörudeild sem er heimsóknarinnar virði.

// Lumex er á Facebook og einnig á Pinterest

modern

Húsgagna- og lífstílsverslunin Módern fagnaði nýlega 10 ára afmæli sínu og hélt upp á þann áfanga með því að flytja sig yfir í stórt og glæsilegt húsnæði í Faxafeni. Í Módern má finna tímalausa hönnun eða framúrstefnulega hönnun eins og hún gerist best hverju sinni með áherslu á gæði og má hér finna vörumerki á borð við sígilda ítalska Minotti og vinsæla Kähler.

// Módern er á Facebook

myconseptstore

Myconceptstore er falleg verslun á Laugaveginum sem lætur mér alltaf líða eins og ég sé að rölta um stræti Parísarborgar. Hér er lögð jafn mikil áhersla á fallegt umhverfi og fallegar vörur og er það viss upplifun að heimsækja verslunina. Hér fást sérvaldar vörur fyrir heimilið, dásamlegar úlpur, skart, bækur og margt fleira.

// Myconceptstore er á Facebook 

norr11

Danska hönnunar- og húsgagnafyrirtækið Norr11 er með glæsilegan sýningarsal og notalega verslun á Hverfisgötu beint á móti Þjóðleikhúsinu. Norr11 er ungt merki sem einsetur sér að búa til falleg húsgögn sem standast tímans tönn. Í Norr11 má einnig finna vinsæl merki á borð við Frederik Bagger og Playtype.

//Norr11 er á Instagram og á Facebook

rokkurros

Rökkurrós er einn af földu demöntum Reykjavíkur og er þessi fallega verslun staðsett í verslunarkjarnanum Grímsbæ. Rökkurrós er lífstílsverslun sem selur fatnað, fylgihluti og hönnunar- og gjafavöru. Vintage, bohemian og nútímalegar hönnunarvörur eru samblandan sem Rökkurrós hefur upp á að bjóða og má þar m.a. finna vinsæla merkið Love Warriors.

// Rökkurrós er á Instagram og á Facebook

scintilla

Scintilla hefur verið fastagestur á Svart á hvítu blogginu undanfarin ár og verið lengi eitt af mínum uppáhaldsmerkjum. Scintilla er íslenskt hönnunarhús sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á textíl og gjafavöru fyrir heimili, hótel og fyrirtæki.

// Scintilla er á Instagram og á Facebook

snuran

Snúran er ein af glæsilegri verslunum landsins og jafnframt rekin af vinkonu minni Rakel Hlín sem ég kynntist í gegnum bloggið. Snúran er verslun í Síðumúla 21 sem kappkostar að bjóða upp á spennandi og fallegar vörur sem prýða heimilið. Ath. Snúran ólíkt hinum verslununum gefur 20.000 kr. gjafabréf fyrir Bitz leirstelli sem ég hef áður dásamað og dreymir sjálfri um að eignast.

// Snúran er á Facebook, Instagram og á Snapchat @snuran.is

 

Þá eru það mikilvægu atriðin:

Til að skrá sig í pottinn þarf að,

1. Skilja eftir athugasemd hér að neðan með fullu nafni (það þarf að skrolla mjög langt niður).

2. Fylgja Svart á hvítu á facebook.

3. Líka við og deila þessari færslu (stilla færsluna á public til að ég sjái að þú hafir deilt).

Á næstu dögum mun ég kíkja í heimsókn í verslanirnar og sýna góðar jólagjafahugmyndir  á Snapchat ásamt því að hver veit nema þar verði hægt að næla sér í aukavinninga – ég mæli því með að fylgjast vel með.

svartahvitu-snapp2

Ég dreg út einn heppinn vinningshafa mánudaginn 19. desember.

Ég vil þakka ykkur fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða og óska ykkur gleðilegra jóla.

x Svana

AÐVENTUGJÖF #2

ÍSLENSK HÖNNUN

UPPFÆRT

Takk fyrir þáttökuna að þessu sinni … með hjálp random.org fékk ég fimm konur upp sem fá nýju MEMO línuna frá Reykjavik Letterpress.

Soffía Lára
Rut Rúnarsdóttir

Eydís Ögn

Erla Jónatansdóttir

Elsa Petra Björnsdóttir

________

img_0527img_0533img_0537

Þessar flottu konur hér að ofan tóku á móti mér þegar ég heimsótti vinnustofu úti á Granda á dögunum. Hildur Sigurðardóttur og Ólöf Birna Garðarsdóttir eru hönnuðirnir á bak við Reykjavík Letterpress. Fyrirtæki sem hefur gert mjög góða hluti hingað til, sem dæmi vinna þær reglulega með sænsku vinum mínum í IKEA (!)  – það verður ekki mikið stærra ;)

Aðal ástæðan fyrir heimsókn minni var að skoða nýjar vörur sem voru þá nýkomnar, heitar úr prentaranum – MEMO lína.
Um er að ræða þrjár ólíkar skipulags blokkir í fallegum litum. Ég fékk sýnishorn með mér heim og ég hef notað þær daglega síðan.

Um er að ræða blokk fyrir vikuna, daginn og svo basic “muna” listi. Mæli mjög mikið með!

Margir eru farnir að skrifa allt svona í símana sína en ég kann einhvern veginn betur við að skrifa þetta á gamla mátann, miklu meiri sjarmi í því og það hjálpar manni betur að muna.

Ég sá strax tækifæri í því að geta hjálpað til við að kynna nýju vörurnar. Mér finnst þetta nefnilega vera tilvalin hugmynd af vinkonugjöf um jólin. Ég er sjálf alltaf í vandræðum með slíkar gjafir þar sem það er yfirleitt eitthvað þak á verði og maður vill vera sniðugur að finna eitthvað sem gleður. Ég enda svo oft enda á þessum típisku stelpugjöfum – varalitur, flík eða kaffibolli hefur verið vinsælt hjá mér síðustu árin.

Þetta er daglegt útsýni hjá mér –

img_0601

Gunni, maðurinn minn, er lang ánægðustur með vikuna. Hér þarf að skipuleggja marga hluti og þessi blokk hefur hjálpað til við slíkt – bæði vinnulega og heimilislega. Ég hjálpa honum að skrifa inn á vikuna en er sjálf duglegust að nota hvern dag fyrir sig sem og “muna” blokkina.

Í samstarfi við Reykjavik Letterpress ætla ég að gleðja lesendur í aðventuleik númer 2 hér á blogginu. 5 vinkonur fá eitt sett af Memo línunni.

LEIKREGLUR

 

  • Smellið á deila eða tweet hnappinn neðst til hægri í færslunni.
  • Skiljið eftir komment við færsluna.
  • Ég er @elgunnars á instagram – follow me! (ekki skilyrði til að komast í pottinn)

 

Ætla fleiri en ég að vera skipulagðari á nýju ári?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

AÐVENTUGJÖF #1

BEAUTY

UPPFÆRT
Takk fyrir frábæra þáttöku hér að neðan …

Með hjálp random.org hef ég fengið upp þá fimm heppnu sem fá gjöf frá Maria Nila. Það var ánægjulegt að sjá eitt strákanafn meðal vinningshafa.
Vinsamlegast hafið samband á eg@trendnet.is með fullu nafni og heimilisfangi.

Elsa Petra

Guðrún Jónasdóttir
Ásthildur Emma Ástvaldsdóttir

Daníel Godsk Rögnvaldsson
Sigríður Margrét Einarsdóttir


Fylgist með um helgina þegar ég gef gjöf númer tvö –

__________

Góðan daginn kæru lesendur. Sunnudags-sjúka konan vaknaði sérstaklega hamingjusöm í morgun. Aðventan er runnin upp og ég tek þessum tíma fagnandi með því að kveikja á fyrsta kertinu, þrífa kotið og hækka í jólalögunum.
Eins og fyrri ár held ég í góða hefð hér á blogginu og mun gleðja mína lesendur vikulega fram að jólum. Þið eruð líklega ánægð að heyra þær fréttir? Ég hef allavega fengið góð viðbrögð hingað til. Gleðjum á aðventunni  <3

15218506_10154974414493287_378756526_n

Í haust var ég í algjörum vandræðum með hárið á mér og skrifaði póst um það á bloggið (hér). Ég fékk mörg góð tips frá ykkur um hvaða hárvörur væri bestar til að laga þetta vandamál en prufaði síðan sænskar náttúrulegar hárvörur sem eru meðal þeirra vinsælli hér í sænska landinu mínu – frá Maria Nila. 

Ef ég á að vera hreinskilin þá hefur hárið á mér sjaldan verið í betra ásigkomulagi, þó ég megi enn skammast mín fyrir þann litla tíma sem ég eyði í að greiða niður úr því. Það er svona þegar maður hefur mikið að gera með krefjandi barn og mikla vinnu á herðum sér – það finnst lítill tími í dekur fyrir sjálfa mig. Hárið á mér er þó í allt öðru standi og því er einfaldara að ráða við það þegar tími til gefst, eins og í dag. Þetta eru líklega hárvörur sem ég mun koma til með að nota í framtíðinni. Allt annað að sjá mig ;)

Hæ héðan –

 

img_9171img_9173img_9175

Ég var svo heppin að fá Maria Nila til að bjóða uppá fyrstu Aðventugjöfina. Ég hlakka mjög til að leyfa ykkur að prufa líka! Þið sem hafið áhuga megið endilega taka þátt í þessum lauflétta leik.

5 heppnir lesendur fá veglegar gjafaöskjur sem innihalda True Soft sjampó, True Soft næringu og Argan olíu – þær vörur sem ég er sjálf að nota.

Eigið góðan dag með ykkar fólki!

LEIKREGLUR

  1. Smellið á deila eða tweet hnappinn neðst til hægri í færslunni.
  2. Skiljið eftir komment við færsluna.Ég er @elgunnars á instagram – follow me! (ekki skilyrði til að komast í pottinn)

//

It’s time to light up the first candle. One of my favourite time of the year!
It has been a tradition to give my readers some gift on the advent. The first one will be from Maria Nila – the natural hair products from Sweden. I have been using them for a while now and I really can see some difference on my hair. Some weeks ago my hair was a disaster and it’s on the right track now. To have a chance to win the products you need to share this post and leave a comment on it.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ERTU Á LEIÐ Í BRÚÐKAUP?

HOMESHOP

 

UPPFÆRT

Nú hef ég valið brúðargjöf fyrir tvo lesendur í samstarfi við Hrím.

Nr.3 – Bomedo plakat og Nr. 5 –  Chasseur pottur  eru þær vörur sem dregnar voru út af handahófi …

Með hjálp random.org fékk ég upp nöfnin:

Heiðrún Arnsteinsdóttir

 sem nú má byrja að elda með útsýni á fallegan drauma pott
&
Ragnheiður Braga Geirsdóttir sem fær kampavínsflösku á vegginn hjá sér – hið vinsæla Bomedo plakat

Takk allir sem tóku þátt. Frekari upplýsingar má nálgast á eg@trendnet.is –

 

13695101_10153885809517568_1896905712_n-1

Auðvitað finnur maður alltaf eitthvað fyrir sjálfan sig í gjafarleiðangri – fallegar brillur í orange lit.

13689655_10153885809482568_595746030_n-1

Ég kíkti í heimsókn í verslun Hrím í Kringlunni og leitaði þar eftir gjöf fyrir brúðkaup sem ég er boðin í um helgina. Ég átti mjög bágt með að velja og fór reyndar tómhent út í þetta skiptið. Nú sit ég með morgunbollann og skoða netverslunina og reyni að taka ákvörðun um hvaða vörur henta best að þessu sinni. Það er nefnilega erfitt að kaupa brúðargjafir, það fer eftir brúðhjónum hverju sinni og þessi á laugardaginn láta mig finna fyrir því …

Mér datt í hug að fleiri séu í sömu hugleiðingum? Brúðkaup framundan? Í samstarfi við Hrím fékk ég að velja nokkrar kauphugmyndir sem mér finnst henta í pakkann. Hugmyndirnar eru ólíkar en hver og ein einstök á sinn hátt. Það sem er skemmtilegast er að ég má gefa tveimu heppnum sitthvora gjöfina bara fyrir það eitt að þið nefnið ykkar helstu óskir.

Hvað óskar þú þér í brúðargjöf? Þó þú sért mögulega ekkert á leiðinni upp að altarinu alveg strax… Hjálpið mér að finna hina einu réttu gjöf með því að smella ykkar óskum í kommentakerfið (í fleirtölu fyrir meiri möguleika á að vera dregin út) –

2

 

1. Arne Jakobsen Vatnskarafla
2. Íslenskur svartur krummi
3. Bomedo plakat – kampavíns flaska
4. Stelton kaffikanna í koparlit
5. Chasseur Casserole pottur
6. Diskamotta – korkur með hvítu mynstri 
7. Ferm Living brass salatáhöld

1

8.  Ratzer ullarteppi
9.  Arne Jacobsen espressobollar
10. Bloomingville eldhúsvog
11. Baumalu kopar panna
12. Hybrid Isaura diskur
13. SMEG brauðrist
14. Viskastykki

Það sem þið þurfið að gera til að eiga kost á að fá “brúðargjöf” –

1. Skrifa komment á þessa færslu með þeim númerum sem heilla ykkur hér að ofan
2. Smelltu á Facebook “Deila” hnappinn hér niðri til hægri.
3. Líkar ekki öllum við Elisabetgunnars á Facebook? (ekki skylda til að taka þátt)

Ég dreg út vinningshafa á miðvikudag (20.07.16)

xx,-EG-.

AFMÆLISGJAFALEIKUR KOKKU ♡

Klassík

***UPPFÆRT*** Búið er að draga út vinningshafa og sú sem hafði heppnina með sér heitir Margrét Ragna Jónasardóttir. 

Í samstarfi við Kokku þá ætlum við að bjóða ykkur að taka þátt í einum glæsilegasta gjafaleik sem hefur verið haldinn hér á Svart á hvítu. Kokka fagnar nefnilega 15 ára afmæli sínu um þessar mundir og þá er sko tilefni til að fagna. Ég trúi því varla sjálf hvað vinningurinn er veglegur en andvirði hans eru 96.800 krónur! Já þið lásuð rétt, og ég lofa ykkur því að þið viljið lesa þessa færslu til enda:) Í Kokku búa nefnilega mörg af mínum uppáhalds vörumerkjum og eru margar vörur þarna sem lenda líklega á óskalista allra brúðhjóna, þar má nefna Vipp tunnur og Pappelina motturnar frægu, og ein nýjasta viðbótin (sem er þó frá árinu 1922) eru Korbo vírakörfurnar sem hafa slegið í gegn. Og viti menn allar þessar vörur er hægt að vinna í þessum æðislega gjafaleik sem fer einnig fram á Instagram síðu Kokku!

leikur_logo 2

Ég græt það að mega ekki taka þátt sjálf enda alveg bálskotin í þessum vörum ♡

e3ccbf5e15571e4aac7c297966b476dc

Byrjum á að skoða vöruna sem þið öll þekkið, jú það er Vipp tunnan sjálf sem var upphaflega hönnuð árið 1939 og er orðin ómissandi að margra mati fyrir eldhúsið og baðherbergið. Vipp tunnan sem var þó upphaflega hönnuð fyrir hárgreiðslustofu eiginkonu hönnuðarins hefur þó sýnt það og sannað að hún er hið mesta heimilisprýði. Í vinningnum verður þessi fína Vipp 15 tunna í hvítu (14 lítra) að verðmæti 46.400 kr.-

Vipp15-white01

Korbo

Næst er það Korbo karfan, en körfurnar hafa verið handunnar frá árinu 1922 í heimalandi sínu, Svíþjóð. Körfurnar þóttu ómissandi fyrir bændur og sjómenn þar sem þær þola vel álag, veður og vind. Ástæðan fyrir þessum gæðum er að þær eru handhnýttar úr einum og sama vírnum. Þær eru hvergi soðnar saman og þannig eru engin samskeyti sem geta veikst eða brotnað. Körfurnar einfaldlega geta ekki farið í sundur!

Í dag eru Korbo körfur ekki síður stofustáss en verkfæri, sökum þess hversu fallegar þær eru. Minni körfurnar henta vel undir ýmislegt smálegt og eru vinsælar til dæmis í forstofuna. Stærsta karfan er tilvalin óhreinatauskarfa eða til að geyma púða og stærri hluti. Sjá meira hér á bloggsíðu Kokku.

Í vinningnum verður glæsileg Korbo karfa (galvaníseruð 80 lítra) að verðmæti 25.900 kr.-

Classic 80 & Bucket 20, laundry bag - Bathroom 2 Classic-80-Wood-1500x1125

Og síðast en alls ekki síst er það Pappelina mottan fræga sem ég veit að þið kannist mörg við! Pappelina eru litríkar, slitsterkar og fallegar mottur sem eru framleiddar í Svíþjóð. Motturnar eru ofnar úr PVC-plasti í pólýester – en hvort tveggja er sænsk framleiðsla – í hefðbundnum vefstólum. Þessi aðferð er þekkt og rótgróin í Svíþjóð þar sem er rík vefnaðarhefð. Motturnar henta því vel þar sem er mikið álag, til dæmis í anddyrið, eldhúsið, baðherbergið eða á ganginn, enda er gott að þrífa þær og þær tapa ekki lit eða lögun. Það er þó ekkert grín hvað það er mikið úrval til af mottunum og í allskyns litum og mynstrum, mottan sem leynist í vinningnum er Rex gólfmotta frá Pappelina (stærð 70×160 cm) að verðmæti 24.500 kr.- Það ætti ekki að koma á óvart að mottan sem leynist í vinningnum er fölbleik og falleg. Það sem ég gæfi fyrir eina slíka í mitt eldhús ♡

pappelina_rex_re7724 2 pappelina

// Gjafaleikurinn er í samstarfi við verslunina Kokku sem gefur vinninginn. 
 

Til þess að eiga möguleika á því að vinna þennan æðislega vinning sem er að verðmæti 96.800 kr.- þá þarft þú að,

1. Skilja eftir skemmtilega athugasemd með fullu nafni.

2. Deila færslunni. 

3. Líka við Kokku á facebook & Instagram. -Hægt er að auka möguleika sína með því að taka einnig þátt á Instagramsíðu Kokku og fara öll nöfnin í sama pott. Munið að Instagramsíðan ykkar þarf þá að vera opin á meðan leiknum stendur.

// Einn heppinn vinningshafi verður dreginn út í afmælisvikunni sjálfri, miðvikudaginn 27.apríl.

 

***UPPFÆRT*** Búið er að draga út vinningshafa og sú sem hafði heppnina með sér heitir Margrét Ragna Jónasardóttir. 

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

AND THE WINNER IS …

INSTAGRAM

Það verður seint sagt að það hafi verið auðvelt að velja þessa einu heppnu sem mun hljóta þessa gullfallegu YSL tösku.

Það var gríðarlega góð þátttaka í þessum skemmtilega Instagram leik sem Trendnet hélt með Elnett á Íslandi. Ef leikurinn fór framhjá einhverjum þá snérist hann um að sýna það sem er ómissandi í handtöskunni og merkja myndina með #trendnet og #elnett. Takk allir sem tóku þátt.

Nú er komið að því að tilkynna vinningshafann sem hlýtur YSL Monogramme Envelope handtösku (að verðmæti 130.000 kr.) ásamt gjafapakka frá L’Oreal.

651233_in_xl
Eftir fundarhöld bloggara Trendnets komumst við að nokkuð einróma niðurstöðu.

AND THE WINNER IS …
12501845_831019673708512_1187169428_n-620x620

Innilega til hamingju Rósa Þórunn Hannesdóttir (@rosathoha) !!!

Rósa sýndi okkur sýnar nauðsynjar í veskinu á fallegan og fágaðan hátt. Mér sýnist líka á öllu að henni vanti einmitt veski undir þessa ómissandi hluti.

Við þökkum fyrir frábæra þátttöku og sem sárabót þá gefum við þrjá aukavinning til viðbótar.

AUKAVINNING HLJÓTA …

FullSizeRender 5
@undrahundur

FullSizeRender 2

@martakristinjons

FullSizeRender 6

@eddathorgeirs

Þær þrjár heppnu hljóta gjafapakka frá L’Oreal á Íslandi. Engan smá gjafapakka, en hann inniheldur eftirfarandi: Elnett Volume Excess hárlakk og Elnett Argan Oil hárlakk, Million Lashes maskara, tvo fallega Color Riche varaliti, þrjú Color Riche L’Huile naglalökk og Color Riche Le Palette Nude augnskuggapallettu í litnum Nude.

Trendnet óskar öllum vinningshöfum innilega til hamingju og þakkar Elnett fyrir skemmtilegt Instagram samstarf. Vinsamlegast sendið póst á trendnet@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar.

xx,-EG-.