fbpx

DÁSAMLEGUR KONUDAGSPAKKI

SAMSTARF

Konudagurinn nálgast og ætla ég í samstarfi við M BUTIK að gleðja eina heppna konu á Instagram með dásamlegum dekurpakka í fallegri öskju sem fæst hjá þeim. Þið getið tekið þátt hér:

Dekurpakkinn inniheldur fallega Boutique skyrtu frá M BUTIK, Libre ilmvatn frá Yves Saint Laurent, Marc Inbane hyaluronic brúnkusprey og bursta, ljúffeng súkkulaðihúðuð jarðaber og freyðivín í fallegri öskju.

Askjan og kortið frá M BUTIK er bæði falleg og persónuleg. Það gerir gjöfina svo persónulega að setja texta inn í boxið. Þið getið keypt svona fyrir konudaginn hér.Kortin setja punktin yfir i-ið. Þið getið skoðað betur hér.

Þessi skyrta er svo falleg. Hún er komin á óskalistann minn. Efnið í henni er bómull með smá teygju sem gerir hana mjög þægilega. Þið getið skoðað hana betur hér.  

Súkkulaðihúðuð jarðaber og freyðivín er svo gott combó sem klikkar ekki!

Jarðaberin frá MOON veitingum eru alveg ótrúlega góð og falleg. Þetta eru espresso martini jarðaber sem eru hjúpuð með rjómasúkkulaði frá Nóa Siríus en einnig er hægt fá jarðaber sem eru bara hjúpuð súkkulaði. Hægt er að panta jarðaberin fyrir konudaginn og fá þau send heim. Þið getið skoðað þau betur hér.

Libre ilmvatnið frá Yves Saint Laurent ilmar dásamlega og kemur í afar fallegri öskju. Getið skoðað betur hér.

Marc Inbane hyaluronic brúnkusprey og bursti. Brúnkuspreyið inniheldur þriðju kynslóðar hýalúronsýru sem hjálpar húðfrumunum að drekka í sig og viðhalda raka auk þess sem hún viðheldur þéttleika og teygjanleika og stuðlar að heilbrigði húðar. Niðurstaðan verður mjúk og ljómandi húð með náttúrulegum lit. Getið skoðað betur hér.

TAKIÐ ÞÁTT HÉR & NJÓTIÐ KONUDAGSINS! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

VALENTÍNUSARPIZZA

Skrifa Innlegg