fbpx

FJÓRÐI Í AÐVENTU – SOFUM VEL UM JÓLIN

ÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARF

Úti á landi orkan er góð, en heima er alltaf best, og í augnablikinu er þetta uppáhalds herbergið mitt í húsinu. Og á myndinni sjáið þið fegurðina sem ég hlakka svo svo til að gefa heppnum fygjanda. Leikurinn fer eins og áður fram á Instagram.

Ég elska elska að fá að gefa ykkur síðustu aðventugjöfina sem er alls ekkert slor og svo sannarlega í anda jólanna. Um er að ræða fyrstu vörurnar í heimilislínu Rammagerðarinnar, þrílit sængurver í einfaldri stærð og hjónastærð. Sængurfötin eru algjört vá fyrir augað en eru líka mesta gæðavara, gerð úr satín bómull sem gerir þau mun mýkri en önnur venjulega bómullarver. Ég gef líka íslenska draumasæng og bæti svo við hinu vinsæla Rammagerðar kerti með i pakkann  – vegleg og dásamleg gjöf sem ég held að geti glatt alla, jafnt konur sem karla.
Sjón er sögu ríkari –

LESTU LÍKA: RAMMAGERÐIN HEFUR OPNAÐ Í KRINGLUNNI


Þrílit sængurver í einfaldri stærð og hjónastærð ..

Ég gef ekki bara sængurverin fallegu heldur líka sængina + hin vinsælu kerti fyrir bæði vinningshafan og þann vin sem hann merkir ..

Ég gef sængurver, sæng og kerti – verðmæt jólagjöf

LESIÐ LÍKA: UMVAFIN ÍSLENSKRI DRAUMASÆNG

Megi heppnin vera með þér, taktu þátt hér að neðan –

Íslensk hönnun í jólagjöf.
Rammagerðin er með verslun á Skólavörðustíg, Kringlu og í Hörpu.

Sofum vel um jólin, taktu þátt í leiknum HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LÍFIÐ: ÚTI Á LANDI ORKAN

Skrifa Innlegg