fbpx

RAMMAGERÐIN HEFUR OPNAÐ Í KRINGLUNNI

ÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARF

Nú hefur Rammagerðin opnað í Kringlunni, JESS! Ég heimsótti nýju verslunina og elska vöruúrvalið, þarna finnum við eitthvað fyrir alla – íslenskar eðalvörur.

LESIÐ LÍKA: GLEÐILEG JÓL Í RAMMAGERÐINNI

Margir muna eflaust eftir því þegar ég heimsótti Rammagerðina á Skólavörðustíg fyrir síðustu jól en þá var verslunin nýbúin að fríska upp á útlit sitt með frábærum hætti. Rammagerðin var stofnuð árið 1940 og hefur áratugum saman verslað með ullarvarning og fatnað úr íslensku ullinni. Enn þann dag í dag er megináhersla lögð á að selja hönnun og handverk frá hundruðum aðila um allt land og að mínu mati er sérstaklega vel vandað til innkaupa og áherslurnar fallegar. Þarna finnum við íslenska hönnun í hæsta gæðaflokki frá okkar hæfileikaríka hönnunar og handverksfólki. Jólagjafaverslun upp á 10 og nú er bara að velja á  milli. Hér að neðan er brot af úrvalinu sem tók á móti mér í Kringlunni –

Mjög heillandi nýjung frá Rammagerðinni eru þessir taupokar sem fanga vel íslenska andann, afhverju erum við alltaf að afsaka okkur? Sísí Ingólfsdóttir/Afsakið er nafnið á bakvið verkið. Við megum eiga von á sambærilegum servíettum í sölu fljótlega.

Stúdíó Flétta hefur slegið í gegn með kertastjakana fínu .. þessi jólakerti kalla á mig

Óvá!

Rokk í Reykjavík

Hef lengi mælt með vörunum frá TAKK .. gaman að sjá þær í góðu úrvali hér

Sokkar fást HÉR eftir Hugleik Dagsson

Minnum okkur á?

Þetta er alltaf jafn ágæt spurning og ég sjálf tengi vel við hana á þessum tíma árs ..

Kaffi eða te?

Sængurnar frá Lopi Draumur fást hér

Draumaljós og teppi

Magneu húfur

URÐ: Vörurnar eru innblásnar af íslenskri náttúru og innihalda íslensk hráefni, kynnið ykkur endilega

Íslensk Tarot kerti
Þessari nýjung er ég sjálf mjög spennt fyrir !!

Í bleikri BAHNS peysu ..


.. sem fæst í fleiri litum

Elska veggplattana ..

Ertu gull eða silfur? Hlín Reykdal gaf nýverið út skartgripalínuna Young – ó svo fallegt.

Bækur fyrir börn ..
Vigdís, bók um okkar mestu kvenfyrirmynd – dásamlegar teikningar eftir Rán Flygenring

Bækur fyrir fullorðna ..

Nú fæst As We Grow í Kringlunni, verðið ekki svikin ..

Ú elska að blanda AWG kraga við þykka peysu ..

Þegar lagt er á borð ..

BÁL: Ég er húkt á þessari lykt ..

Handklæði fyrir hann? Fyrir hana? Fyrir smáfólkið?

Fegurð fyrir heimilið hvert sem augað leiðir þig ..
Lampi: Ragnheiður Ingunn

Skál í boðinu ..

Hér selur Feldur jólahúfuna  – svört brún eða hvít eins og ég er með á höfði hér? Ég mátaði þó alla litina á story HÉR

Meira frá Feld,  hér fyrir smáfólkið okkar ..

Kormákur og Skjöldur

Fischer heimurinn er HÉR

Til hamingju með gullfallega nýja verslun í Kringlu kæra Rammagerð.
Ég mæli hiklaust með heimsókn.

Eitt að lokum, sjáið þennan æðislega jólakött, mjjáVÁ

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

DRESS: WINTER WONDERLAND

Skrifa Innlegg