fbpx

UMVAFIN ÍSLENSKRI DRAUMASÆNG

HOMESAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við Ístex/Lopidraumur

Það hefur verið dýrmætt að fá að kynnast merkinu Lopidraumur síðustu vikurnar, íslenskt merki sem er einmitt mjög vinsælt hér í Danmörku líka .. og Danir kunna sko gott að meta, það vitum við öll.

Um er að ræða ullar kodda og sængur sem koma í tveimur þykktum en sú sem ég þekki vel og langar að kynna ykkur fyrir heitir EMBLA og er heilsárssæng – “draumur” er viðeigandi orð að nota fyrir þessa ágætu vöru.

Kosturinn við ullarsængur fremur en aðrar sængur er að manni er yfirleitt mátulega hlýtt og aldrei of heitt. Til að mynda svitnar maður töluvert minna undan ullarsæng heldur en öðrum sængum, ég get staðfest það eftir mína notkun. Ullin í sængunum er kembd þannig að meira loftrými myndast milli þráðanna sem gefur einstaka einangrun. Ullin býr einnig yfir þeim eiginleikum að geta dregið í sig raka, allt að 30% af eigin þyngd. Ullin flytur því hita og raka til og frá líkamanum og viðheldur réttu og þægilegu hitastigi.

 

Ullarkoddinn MOSI er fylltur með fíngerðum og sérgerðum ullarhnoðrum úr íslenskri ull. Hliðar rennilás á innri koddanum gerir það auðvelt að fjarlægja eða bæta við ullarhnoðrum í koddann til að finna réttu þykkt og aðlaga koddann eftir sínu höfði. Ytra ver koddans sem er fóðrað með ull, er með renndu leynihólfi þar sem hægt er að setja hita- eða kælipoka eða stuðning fyrir hálsinn til þæginda.

Vörurnar, sem eru úr 100% íslenskri ull, eru mjög umhverfisvænar og með lágt kolefnisspor þar sem framleiðandinn kaupir ullina beint frá bændum og er hún þvegin í þvottastöð Ístex á Blönduósi. Við getum ekki annað en elskað slíkt!

Sundays ..

Merkið fór nýlega í sölu í Epal fyrir ykkur sem viljið koma við og prufa sængurnar, það var mjög mikilvægt fyrir mig áður en ég ákvað að vinna með merkinu. Á þó kannski síður við nú í því ástandi sem ríkir.

Rúsínan í pylsuendanum:
Þið eigið möguleika á að vinna sæng fyrir ykkur og vin á Instagram hjá mér – vonandi verður heppnin með ykkur. Ég hvet alla til að taka þátt – HÉR.

Áfram Ísland.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

COSTA DEL SAFAMÝRI KOMIN Á SÖLU

Skrifa Innlegg