STÍLLINN Á INSTAGRAM: ÍNA MARÍA

STÍLLINN Á INSTAGRAM

Þið hafið kannski tekið eftir því að Dominos deild kvenna prýðir hjá okkur forsíðuna þessa vikuna. Af því tilefni fékk ég fyrirspurn hvort ekki væri hægt að gefa körfuboltastúlkunum sá athygli á blogginu sjálfu. Eftir smá umhugsun þá var besta lausnin að finna eina vel valda í Stílinn á Instagram. Ég fékk margar ábendingar og valið var ekki svo auðvelt. Ína María náði síðan athygli minni, sólríkur Instagram reikningur þar sem hún býr með annan fótinn í Miami.

Úti er óveður (er það ekki?) og því tilvalið að birta færsluna sem gefur hlýju í hjartað.
Körfuboltastelpa og körfuboltafrú frá Suðurnesjum, Ína María, á Stílinn á Instagram að þessu sinni.
Þið finnið hana undir @inamariia ..

Hver er Ína María Einarsdóttir?
23 ára körfuboltastelpa frá Suðurnesjum í sálfræðinámi, búsett í Miami með kærastanum mínum.

Tíska og íþróttir – einhver tenging?
Í dag er það svolítið þannig að mörg íþróttafyrirtæki eru farin að framleiða föt meira í hversdagslegum stíl og einnig tískufyrirtæki að hanna föt í meiri sporty stíl, svo það er mjög auðvelt að finna bæði sporty og trendy föt og blanda þessum tveimur stílum saman, t.d. kápur og strigaskór og íþróttabuxur eða boli/toppa við hælaskó.

Er hver dagur í lífi þínu útpældur þegar að kemur að klæðaburði?
Nei ég myndi nú ekki segja það, ég fer yfirleitt bara í það sem mig langar og er í stuði fyrir hverju sinni, hvort sem það séu íþróttaföt eða fín föt eða mix af því.

Uppáhalds flík í fataskápnum?
Held ég verð að segja leðurjakkinn minn. Maður er alltaf að leita af hinum fullkomna “leðurjakka”.

Skemmtilegast að kaupa?
Yfirhafnir eins og fallegar kápur og auðvitað skór.

Áttu þér styleicon – tískufyrirmynd?
Ég á mér ekki endilega eitthvað eitt icon, ég fæ innblástur frá mörgum flottum konum t.d. á instagram og auðvitað úr fjölmiðlum og reyni að aðlaga að mínum stíl. Ef skal nefna einhverja ákveðna manneskju þá finnst mér mjög gaman að fylgjast með Victoriu Beckham.

Framtíðarplön?
Ég stefni á Master nám og kærastinn minn stefnir á atvinnumennsku eftir háskólaboltann svo það á eftir að koma í ljós hvar við munum búa og gera í framtíðinni.

Að lokum … getur þú mælt með einhverjum leynistöðum í Miami fyrir íslenska ferðalanga?
Miami býður upp á nóg af afþreyingu hvort sem þú hefur áhuga á því að vera út í sólinni eða skoða skemmtilega staði, versla eða borða góðan mat. Það er órulega gaman að fara skoða Wynwood Walls, allskonar litrík listaverk á byggingum og veggjum og æðislegir veitingastaðir. Ég mæli einnig með eyjunni, Key largo sem er rétt fyrir utan Miami. Þar er t.d hægt að snorkla, fara á kayak, hjólabáta og fleira. Enda svo daginn þar á veitingastað á ströndinni og borða kvöldmáltíð á meðan maður horfir á sólsetrið.

 

Takk Ína María (@inamariia) – vegni þér vel í þínu!

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

STÍLLINN Á INSTAGRAM: @MELKORAÝRR

FÓLKSTÍLLINN Á INSTAGRAM

Ég datt inn á Instagram aðgang Melkorku Ýrar fyrir tilviljun á dögunum. Norðlenskan ungling sem einhvernveginn er bara meðetta á svo marga vegu. Kynnumst Melkorku – menntskæling og módel með bein í nefinu –

Hver er Melkorka Ýrr?
18 ára menntaskólanemi frá Akureyri, sem hefur áhuga á tísku, list og að ferðast, ætli ég sé ekki líka lítill stjórnmálaperri.

Afhverju Instagram?
Instagram er frábær og auðveldur samfélagsmiðill og einhversskonar mín visual diary sem er ekki einungis notuð til að deila myndum með öðrum – heldur líka til að geyma ákveðnar minningar í myndaformi.
Hefur þú alltaf spáð í tísku?
Ég ólst upp með eldri systur minni sem er og var algjör tískudrolla, svo ætli hún hafi ekki smitað mig frá ungum aldri, síðan var ég undir miklum áhrifum frá Britney Spears þegar ég var lítil… Það var frekar skrautlegt.

Er hver dagur í lífi þínu útpældur þegar að kemur að klæðaburði?
Þegar ég hef tíma þá finnst mér afar gaman að pæla outfit fram í tímann, en annars fer ég bara í það sem ég sé fyrst.

Áttu þér einhverja tískufyrirmynd?
Í rauninni ekki, en ég er dugleg að sækja innblástur frá konum á borð við Freju Wewer og Venedu Budny og þá í gegnum Instagram og bloggið hennar Freju.

Must have flík í þínum skáp?
Ekki beint flík en finnst afar mikilvægt að eiga flotta og góða sneakers.

Hvað er á döfinni?
Ég er búin að vera rosalega upptekin síðastliðinn mánuð svo ætli ég taki því ekki bara rólega næstu vikur, svo er systir mín að koma til Íslands í heimsókn svo ég mun eyða einhverjum tíma með henni.

 

Takk fyrir spjallið @melkorkayrr

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

STÍLLINN Á INSTAGRAM: @alexandrahelga

FÓLKSTÍLLINN Á INSTAGRAM

English Version Below

Ég hef áður sagt ykkur frá Alexöndru Helgu Ívardsóttur sem er skartgripahönnuður, fyrirmyndarkokkur og smekk-kona á mörgum sviðum. Alexandra er unnusta Gylfa Sigurðssonar landsliðsmanns í fótbolta og búa þau í strandbænum Swansea í Englandi. Áður fyrr bjuggu þau í London og því er hún líka á heimavelli í þeirri stórborg.

Fótboltafrúin og fegurðardrottningin tók ákvörðun um að hætta á Facebook fyrir nokkru síðan. Sá samskiptamiðill hentaði ekki en annað má segja um Instagram þar sem hún birtir reglulega myndir af lífi sínu. Ég er ein af þeim sem fylgi henni þar og læt mig dreyma um að hoppa inná myndirnar hennar öðru hverju ;) Alexandra er með fágaðan og dásamlegan stíl sem veitir mér innblástur á mörgum sviðum. Feldir, töskur, makeup, ferðalög og matur eru í aðalhlutverki á myndunum eftir Koby sem er hundurinn hennar og hin besta fyrirsæta.

Flettið í gegnum myndirnar og lesið létt spjall við Alexöndru hér að neðan –

Afhverju Instagram?
Mér hefur alltaf þótt instagram skemmtilegasti samfélagsmiðillinn og hef því valið að vera einungis á honum.

Hvað veitir þér innblástur?
Ætli það sé ekki bara misjafnt hverju sinni. Instagram er auðvitað fínt ef maður er að leita að tískuinnblæstri og ég rek augun oft í eitthvað þar sem mér þykir fallegt. Annars finnst mér mikilvægast að velja sér föt sem mannig líður vel í því það er oftast einmitt það sem klæðir mann best.

Er hver dagur í lífi þínu útpældur þegar kemur að klæðaburði?
Alls ekki.. Ég er mikið fyrir þægindi og er því hversdagslega klædd í afslöppuð þæginleg föt. Mér þykir hinsvegar gaman að klæða mig upp þegar eitthvað stendur til eða þegar ég er á ferðalögum.

Kobygram?
Já, Koby hundurinn okkar hefur fengið þetta hashtag á instagram, enda stór partur af mínu feedi og skemmtilegur karakter.

Hefur þú alltaf haft áhuga á tísku?
Já ég held það sé óhætt að segja það. Móðir mín á að minnsta kosti til ansi margar sögur af mér ungri sem tengjast fatavali.

.. en fótbolta? Nei það kom ekki fyrr en ég kynntist betri helmingnum..

Áttu leynistaði í London sem þú vilt deila með okkur? Hann er kannski ekkert svakalega mikið leyni þar sem ég hef oft sagt frá honum á femme.is en uppáhaldskaffihúsið mitt í London er Godiva chocolate café sem er að finna á 2.hæð í Harrods. Ég á mjög erfitt með að fara til London án þess að stoppa þar í crepes og kaffi. Þetta er eitthvað sem alvöru súkkulaðiunnendur verða að prófa allavega einu sinni.

___

Ég mæli með því að þið bætið henni við ykkar fylgjendur, hún er glamúrpía með fallegt hjarta og ég elska að fá að fylgjast með ferðum hennar, hér.

//

This is Alexandra – Footballers wife, jewelry designer and fashionista. I reccomend that you follow her on Instagram, here.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

STÍLLINN Á INSTAGRAM: RAKEL

FÓLKINSTAGRAMSTÍLLINN Á INSTAGRAM

unspecified

Rakel Tómasdóttir er ung kona á uppleið. Ég fylgi henni á Instagram þar sem hún deilir gjarnan sínum bullandi hæfileikum en hún er svakalega klár að teikna og ég á stundum ekki til orð yfir því sem hún skapar. Eftir að hafa fylgst með henni í nokkra mánuði á þessum ágæta samskiptamiðli þá gat ég ekki annað en fengið að forvitnast örlítið um stúlkuna. Pant eignast verk eftir þessa kláru konu einn daginn … þó þau séu nú reyndar ekki til sölu enn sem komið er. Ég held í vonina, þið sjáið hversvegna, hér að neðan –

Hver er Rakel Tómasdóttir?
Þangað til ég útskrifast kýs ég að kalla mig grafískan þræl, þar sem grafískur hönnuður er verndað starfheiti. Annars er ég
nemí í LHÍ,  hönnuður hjá tímaritinu Glamour, fyrrverandi fimleikastelpa, nörd, laumu goth, sem elskar kaffi og innbirðir óeðlilegt magn af súkkulaði

Hvað veitir þér innblástur?
Það getur verið mjög mismunandi, mér finnst mannslíkaminn mjög áhugavert viðfangsefni og hvernig fólk hreyfir sig og hagar sér, hvað það er sem gerir fólk berskjaldað. Annars reyni ég bara að lifa eftir ráðum Grace Coddington: “Always keep your eyes open. Keep watching. Becaus whatever you see can inspire you.”

A eða B manneskja?
A manneskja á sumrin og B manneskja á veturna, ég lifi mig voða mikið inní árstíðirnar.

Hvaða hlut gætir þú ekki verið án?
Ég og fartölvan mín erum mjög nánar … en fyrir utan hana þykir mér mjög vænt um kríu hálsmenið mitt, sem ég er næstum alltaf með.

unspecified-1

Uppáhalds verslun?
Monki

Afhverju Instagram?
All sem ég geri, og bara hvernig ég hugsa, er mjög myndrænt og instagram hentar mér því mjög vel. Svo er instagram líka mjög góður vetvangur til að koma sér á framfæri og skoða hluti sem aðrir eru að gera.

Hvað er á döfinni?
Ég útskrifast úr grafískri hönnun í vor og er á fullu að klára útskriftarverkefnið mitt núna, sem er að hanna letur. (@silktype á instagram) Svo erum við í Glamour auðvitað alltaf að vinna að næsta blaði. Ég held ég hafi aldrei lært jafn mikið á stuttum tíma eins og þetta ár sem ég er búin að vinna hjá Glamour og þá sérstaklega af snillingunum sem ég er að vinna með. Ég hlakka til að geta staðið enn betur þar eftir útskrift.
Annars finnst mér grafísk hönnun fyrir tísku mjög skemmtileg og það á mjög vel við mig svo mig langar að halda áfram á þeirri braut. Það er endalaust af möguleikum og tækifærum út um allt, maður þarf bara að taka eftir þeim.

Takk @rakeltomasd fyrir að leyfa okkur að kynnast þér örlítið betur.
Við eigum alveg örugglega eftir að sjá meira af þessu hæfileikabúnti í framtíðinni.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

STÍLLINN Á INSTAGRAM: BEGGA

FÓLKSMÁFÓLKIÐSTÍLLINN Á INSTAGRAM

Stíllinn á Instagram getur haft víðari merkingu en bara “fatastíll” eins og ég hef mest tekið fyrir í gegnum árin. Til dæmis er til fólk eins og ofurmamman Begga, hún er ein þeirra sem veitir mér innblástur á Instagram. Ung kona með sérstaklega fallegt auga sem fangar dásamlegustu mómentin. Begga er tveggja barna móðir búsett í Oslo, hún er ein þeirra sem kann að fanga augnablikin og búa þannig til eitthvað meira fyrir augað. Ég stoppa lengur við þegar ég fletti niður að hennar listaverkum á Instagram.

“Love the in-between moments in the everydaylife

Hversdagsleikinn fallegi –

Hver er Berglind Rögnvaldsdóttir?
Ég er uppalin í Reykjavík en hef alltaf haft þessa ævintýraþrá sem hefur fleygt mér um heiminn. Eins og er bý ég í Osló með eiginmanninum og tveim börnum. Ég elska að taka myndir, sérstaklega af börnunum mínum.  Ég er með fullkomnunaráráttu sem ég læt stundum stoppa mig af í lífinu, en ég er alltaf að æfa mig og bæta.

Hvað veitir þér innblástur?
Börnin mín Benjamín Úlfur og Móeiður Saga, náttúran, himininn, gamlar bíómyndir, litir, falleg birta, frönsk tónlist,  ævintýri og ljósmyndir. Svona svo fátt eitt sé nefnt.

Uppáhalds tími dagsins?
Eiginlega morgnarnir, þegar börnin eru bæði komin uppí og við kúrum aðeins,  tölum um drauma liðinnar nætur og daginn sem er framundan. Við fjölskyldan borðum lika alltaf saman hafragraut á morgnana sem við gerum í sameiningu. Grauturinn er ýmist með grænum eplum “Robin grautur” eða bönunum “Batman grautur”, þessi með bláberjunum er “tröllagrautur”og blandaður við cia fræ kallast hann “Pippi grautur”. Oftast fáum við okkur líka desert eftir morgungrautinn, mér finnst lífið vera of stutt til að það sé ekki alltaf desert. Við erum ekkert að drífa okkur út á morgnana enda vaxa börnin alltof hratt og mér þykir vænt um þessar morgunstundir

Musthave hlutur á heimilið?
Falleg blóm finnst mér gera ansi mikið. Einnig gæti ég ekki verið án Lavender blöndunnar minnar sem ég spreyja um heimilið, jafnvel aðeins of oft á dag. Svo finnst mér ansi mikilvægt að bros og hlátur séu viðhöfð inná heimilum.

Hvaða hlut gætir þú ekki verið án?
Dagdrauma og svo er ég orðin mjög vön því að sjá giftingarhringinn á hendinni.

Uppáhalds verslun?
Fyrir mig verð ég að segja útsalan í Zöru (ég er algjör útsölufíkill).  Sunnudagsmarkaðir og  & Other stories þegar ég er í sömu borg og sú fallega verslun.
Fyrir börnin þá er netverslunin Scandinavian minimall í miklu uppáhaldi þar eru flestöll uppáhalds barnafatamerkin mín á einum stað, ásamt Angulus uppáhalds skómerkinu mínu. Og þau eru oft með mjög góðar útsölur sem er e-ð sem mér finnst skipta miklu máli. Heimaprjónað er síðan í miklu uppáhaldi og þar kemur Litla Pjónabúðin sterk inn, áður en mamma mín prjónar svo eftir pöntun. Ég er svo heppin að hún hefur þolinmæði í mig, ég get verið svolítið smámunasöm og með sterkar skoðanir.

Af hverju Instagram?
Fyrst var það vegna þess að það var það nýjasta á þeim tíma, og þetta var svo spennandi heimur fyrir áhugaljósmyndara einsog mig.  Svo var það vegna þess að við bjuggum erlendis og vorum að eignast börn og svona fjarri öllum, þá vildi ég gefa fólki smá innsýn í okkar daglega líf. Í dag er það einfaldlega því ég elska Instagram, ég elska innblásturinn, ólíku stílana fólkið sem maður tengist og fallegu kommentin skemma svo ekkert fyrir.

Hvað er á döfinni?
Ég  reyni að bæta mig í þessu móðurhlutverki á hverjum degi. Ég er að plana framtíðina. Ég er með augun opin fyrir tækifærum. Ég er að skrifa sögur og stefni á að gera meira af því. Ég held alltaf uppá síðasta nammidaginn “á morgun” og geri það væntanlega áfram. Sumarið er framundan. Ég er að fara að mynda mitt fyrsta brúðkaup sem mér finnst frekar spennandi. Og svo fjölgar í fjölskyldunni í nóvember. Ég er líka vandræðalega spennt að mynda 3 börn í rúminu mínu í morgunkúrinu.
Ég er eiginlega bara mjög bjartsýn of spennt fyrir komandi tímum.

_

Tökum okkur Beggu til fyrirmyndar. Hún er ein af þeim sem kann að meta litlu hlutina í lífinu og deila þeim á svo ótrúlega sjarmerandi hátt.
Það er einhver sérstaklega mikil ást sem hún fangar í ramman.

Takk @begga003 

Móa og Úlfur eru heppin að eiga mömmu eins og þig!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

STÍLLINN Á INSTAGRAM: ELFA ARNAR

STÍLLINN Á INSTAGRAM

image-29

Ofurkonan Elfa Arnardóttir á Instagram stílinn að þessu sinni. Kona sem er töffari alveg inn að beini. Hún er einstaklingurinn sem þið sjáið á fullri ferð um bæinn: annaðhvort á hlaupum, rúllandi um á hjólabretti eða í vinnunni þar sem hún er ein af þeim duglegri.