fbpx

STÍLLINN Á INSTAGRAM: ÍNA MARÍA

STÍLLINN Á INSTAGRAM

Þið hafið kannski tekið eftir því að Dominos deild kvenna prýðir hjá okkur forsíðuna þessa vikuna. Af því tilefni fékk ég fyrirspurn hvort ekki væri hægt að gefa körfuboltastúlkunum sá athygli á blogginu sjálfu. Eftir smá umhugsun þá var besta lausnin að finna eina vel valda í Stílinn á Instagram. Ég fékk margar ábendingar og valið var ekki svo auðvelt. Ína María náði síðan athygli minni, sólríkur Instagram reikningur þar sem hún býr með annan fótinn í Miami.

Úti er óveður (er það ekki?) og því tilvalið að birta færsluna sem gefur hlýju í hjartað.
Körfuboltastelpa og körfuboltafrú frá Suðurnesjum, Ína María, á Stílinn á Instagram að þessu sinni.
Þið finnið hana undir @inamariia ..

Hver er Ína María Einarsdóttir?
23 ára körfuboltastelpa frá Suðurnesjum í sálfræðinámi, búsett í Miami með kærastanum mínum.

Tíska og íþróttir – einhver tenging?
Í dag er það svolítið þannig að mörg íþróttafyrirtæki eru farin að framleiða föt meira í hversdagslegum stíl og einnig tískufyrirtæki að hanna föt í meiri sporty stíl, svo það er mjög auðvelt að finna bæði sporty og trendy föt og blanda þessum tveimur stílum saman, t.d. kápur og strigaskór og íþróttabuxur eða boli/toppa við hælaskó.

Er hver dagur í lífi þínu útpældur þegar að kemur að klæðaburði?
Nei ég myndi nú ekki segja það, ég fer yfirleitt bara í það sem mig langar og er í stuði fyrir hverju sinni, hvort sem það séu íþróttaföt eða fín föt eða mix af því.

Uppáhalds flík í fataskápnum?
Held ég verð að segja leðurjakkinn minn. Maður er alltaf að leita af hinum fullkomna “leðurjakka”.

Skemmtilegast að kaupa?
Yfirhafnir eins og fallegar kápur og auðvitað skór.

Áttu þér styleicon – tískufyrirmynd?
Ég á mér ekki endilega eitthvað eitt icon, ég fæ innblástur frá mörgum flottum konum t.d. á instagram og auðvitað úr fjölmiðlum og reyni að aðlaga að mínum stíl. Ef skal nefna einhverja ákveðna manneskju þá finnst mér mjög gaman að fylgjast með Victoriu Beckham.

Framtíðarplön?
Ég stefni á Master nám og kærastinn minn stefnir á atvinnumennsku eftir háskólaboltann svo það á eftir að koma í ljós hvar við munum búa og gera í framtíðinni.

Að lokum … getur þú mælt með einhverjum leynistöðum í Miami fyrir íslenska ferðalanga?
Miami býður upp á nóg af afþreyingu hvort sem þú hefur áhuga á því að vera út í sólinni eða skoða skemmtilega staði, versla eða borða góðan mat. Það er órulega gaman að fara skoða Wynwood Walls, allskonar litrík listaverk á byggingum og veggjum og æðislegir veitingastaðir. Ég mæli einnig með eyjunni, Key largo sem er rétt fyrir utan Miami. Þar er t.d hægt að snorkla, fara á kayak, hjólabáta og fleira. Enda svo daginn þar á veitingastað á ströndinni og borða kvöldmáltíð á meðan maður horfir á sólsetrið.

 

Takk Ína María (@inamariia) – vegni þér vel í þínu!

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GLEÐILEGA PÁSKA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Anna María

    18. April 2017

    en skemmtilegt <3 áfram körfuboltastelpur!!