#konurerukonumbestar

FÓLKINSTAGRAMÍSLENSK HÖNNUN

Nú er mánuður liðinn frá því að við settum í sölu góðgerðabolina fínu. Við fengum ótrúlegar viðtökur og bolirnir sem aðeins áttu að seljast í 100 eintökum seldust margfalt upp !!! Við erum allar í sama liði og ég er svo þakklát fyrir það.

Það hefur verið svo ánægjulegt að sjá ykkur deila myndum á samskiptamiðla og hjálpa þannig til við að dreifa boðskapnum – klappliðið stækkar hratt og örugglega. Við kunnum svo vel að meta allar góðu heimsóknirnar sem við fengum á Laugaveginn, símtölin, snöppin, story og myndirnar á Instagram merktar #konurerukonumbestar.

Verkefnið stendur fyrir jákvæðni og ástríðu fyrir því að vilja breyta neikvæðu hugafari í samfélaginu okkar. Við viljum að konur (og karlar) standi saman og haldi með hvort öðru þegar vel gengur. Áfram við öll! Verum fyrirmynd fyrir okkur sjálf og næstu kynslóð á eftir.

Ég fékk að “stela” þessum Instagram mómentum hér að neðan – TAKK!

Áfram gakk.

xx,-Elísabet Gunnars & AndreA.-

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

STÍLLINN Á INSTAGRAM: ÍNA MARÍA

STÍLLINN Á INSTAGRAM

Þið hafið kannski tekið eftir því að Dominos deild kvenna prýðir hjá okkur forsíðuna þessa vikuna. Af því tilefni fékk ég fyrirspurn hvort ekki væri hægt að gefa körfuboltastúlkunum sá athygli á blogginu sjálfu. Eftir smá umhugsun þá var besta lausnin að finna eina vel valda í Stílinn á Instagram. Ég fékk margar ábendingar og valið var ekki svo auðvelt. Ína María náði síðan athygli minni, sólríkur Instagram reikningur þar sem hún býr með annan fótinn í Miami.

Úti er óveður (er það ekki?) og því tilvalið að birta færsluna sem gefur hlýju í hjartað.
Körfuboltastelpa og körfuboltafrú frá Suðurnesjum, Ína María, á Stílinn á Instagram að þessu sinni.
Þið finnið hana undir @inamariia ..

Hver er Ína María Einarsdóttir?
23 ára körfuboltastelpa frá Suðurnesjum í sálfræðinámi, búsett í Miami með kærastanum mínum.

Tíska og íþróttir – einhver tenging?
Í dag er það svolítið þannig að mörg íþróttafyrirtæki eru farin að framleiða föt meira í hversdagslegum stíl og einnig tískufyrirtæki að hanna föt í meiri sporty stíl, svo það er mjög auðvelt að finna bæði sporty og trendy föt og blanda þessum tveimur stílum saman, t.d. kápur og strigaskór og íþróttabuxur eða boli/toppa við hælaskó.

Er hver dagur í lífi þínu útpældur þegar að kemur að klæðaburði?
Nei ég myndi nú ekki segja það, ég fer yfirleitt bara í það sem mig langar og er í stuði fyrir hverju sinni, hvort sem það séu íþróttaföt eða fín föt eða mix af því.

Uppáhalds flík í fataskápnum?
Held ég verð að segja leðurjakkinn minn. Maður er alltaf að leita af hinum fullkomna “leðurjakka”.

Skemmtilegast að kaupa?
Yfirhafnir eins og fallegar kápur og auðvitað skór.

Áttu þér styleicon – tískufyrirmynd?
Ég á mér ekki endilega eitthvað eitt icon, ég fæ innblástur frá mörgum flottum konum t.d. á instagram og auðvitað úr fjölmiðlum og reyni að aðlaga að mínum stíl. Ef skal nefna einhverja ákveðna manneskju þá finnst mér mjög gaman að fylgjast með Victoriu Beckham.

Framtíðarplön?
Ég stefni á Master nám og kærastinn minn stefnir á atvinnumennsku eftir háskólaboltann svo það á eftir að koma í ljós hvar við munum búa og gera í framtíðinni.

Að lokum … getur þú mælt með einhverjum leynistöðum í Miami fyrir íslenska ferðalanga?
Miami býður upp á nóg af afþreyingu hvort sem þú hefur áhuga á því að vera út í sólinni eða skoða skemmtilega staði, versla eða borða góðan mat. Það er órulega gaman að fara skoða Wynwood Walls, allskonar litrík listaverk á byggingum og veggjum og æðislegir veitingastaðir. Ég mæli einnig með eyjunni, Key largo sem er rétt fyrir utan Miami. Þar er t.d hægt að snorkla, fara á kayak, hjólabáta og fleira. Enda svo daginn þar á veitingastað á ströndinni og borða kvöldmáltíð á meðan maður horfir á sólsetrið.

 

Takk Ína María (@inamariia) – vegni þér vel í þínu!

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

STÍLLINN Á INSTAGRAM: @MELKORAÝRR

FÓLKSTÍLLINN Á INSTAGRAM

Ég datt inn á Instagram aðgang Melkorku Ýrar fyrir tilviljun á dögunum. Norðlenskan ungling sem einhvernveginn er bara meðetta á svo marga vegu. Kynnumst Melkorku – menntskæling og módel með bein í nefinu –

Hver er Melkorka Ýrr?
18 ára menntaskólanemi frá Akureyri, sem hefur áhuga á tísku, list og að ferðast, ætli ég sé ekki líka lítill stjórnmálaperri.

Afhverju Instagram?
Instagram er frábær og auðveldur samfélagsmiðill og einhversskonar mín visual diary sem er ekki einungis notuð til að deila myndum með öðrum – heldur líka til að geyma ákveðnar minningar í myndaformi.
Hefur þú alltaf spáð í tísku?
Ég ólst upp með eldri systur minni sem er og var algjör tískudrolla, svo ætli hún hafi ekki smitað mig frá ungum aldri, síðan var ég undir miklum áhrifum frá Britney Spears þegar ég var lítil… Það var frekar skrautlegt.

Er hver dagur í lífi þínu útpældur þegar að kemur að klæðaburði?
Þegar ég hef tíma þá finnst mér afar gaman að pæla outfit fram í tímann, en annars fer ég bara í það sem ég sé fyrst.

Áttu þér einhverja tískufyrirmynd?
Í rauninni ekki, en ég er dugleg að sækja innblástur frá konum á borð við Freju Wewer og Venedu Budny og þá í gegnum Instagram og bloggið hennar Freju.

Must have flík í þínum skáp?
Ekki beint flík en finnst afar mikilvægt að eiga flotta og góða sneakers.

Hvað er á döfinni?
Ég er búin að vera rosalega upptekin síðastliðinn mánuð svo ætli ég taki því ekki bara rólega næstu vikur, svo er systir mín að koma til Íslands í heimsókn svo ég mun eyða einhverjum tíma með henni.

 

Takk fyrir spjallið @melkorkayrr

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

STÍLLINN Á INSTAGRAM: @alexandrahelga

FÓLKSTÍLLINN Á INSTAGRAM

English Version Below

Ég hef áður sagt ykkur frá Alexöndru Helgu Ívardsóttur sem er skartgripahönnuður, fyrirmyndarkokkur og smekk-kona á mörgum sviðum. Alexandra er unnusta Gylfa Sigurðssonar landsliðsmanns í fótbolta og búa þau í strandbænum Swansea í Englandi. Áður fyrr bjuggu þau í London og því er hún líka á heimavelli í þeirri stórborg.

Fótboltafrúin og fegurðardrottningin tók ákvörðun um að hætta á Facebook fyrir nokkru síðan. Sá samskiptamiðill hentaði ekki en annað má segja um Instagram þar sem hún birtir reglulega myndir af lífi sínu. Ég er ein af þeim sem fylgi henni þar og læt mig dreyma um að hoppa inná myndirnar hennar öðru hverju ;) Alexandra er með fágaðan og dásamlegan stíl sem veitir mér innblástur á mörgum sviðum. Feldir, töskur, makeup, ferðalög og matur eru í aðalhlutverki á myndunum eftir Koby sem er hundurinn hennar og hin besta fyrirsæta.

Flettið í gegnum myndirnar og lesið létt spjall við Alexöndru hér að neðan –

Afhverju Instagram?
Mér hefur alltaf þótt instagram skemmtilegasti samfélagsmiðillinn og hef því valið að vera einungis á honum.

Hvað veitir þér innblástur?
Ætli það sé ekki bara misjafnt hverju sinni. Instagram er auðvitað fínt ef maður er að leita að tískuinnblæstri og ég rek augun oft í eitthvað þar sem mér þykir fallegt. Annars finnst mér mikilvægast að velja sér föt sem mannig líður vel í því það er oftast einmitt það sem klæðir mann best.

Er hver dagur í lífi þínu útpældur þegar kemur að klæðaburði?
Alls ekki.. Ég er mikið fyrir þægindi og er því hversdagslega klædd í afslöppuð þæginleg föt. Mér þykir hinsvegar gaman að klæða mig upp þegar eitthvað stendur til eða þegar ég er á ferðalögum.

Kobygram?
Já, Koby hundurinn okkar hefur fengið þetta hashtag á instagram, enda stór partur af mínu feedi og skemmtilegur karakter.

Hefur þú alltaf haft áhuga á tísku?
Já ég held það sé óhætt að segja það. Móðir mín á að minnsta kosti til ansi margar sögur af mér ungri sem tengjast fatavali.

.. en fótbolta? Nei það kom ekki fyrr en ég kynntist betri helmingnum..

Áttu leynistaði í London sem þú vilt deila með okkur? Hann er kannski ekkert svakalega mikið leyni þar sem ég hef oft sagt frá honum á femme.is en uppáhaldskaffihúsið mitt í London er Godiva chocolate café sem er að finna á 2.hæð í Harrods. Ég á mjög erfitt með að fara til London án þess að stoppa þar í crepes og kaffi. Þetta er eitthvað sem alvöru súkkulaðiunnendur verða að prófa allavega einu sinni.

___

Ég mæli með því að þið bætið henni við ykkar fylgjendur, hún er glamúrpía með fallegt hjarta og ég elska að fá að fylgjast með ferðum hennar, hér.

//

This is Alexandra – Footballers wife, jewelry designer and fashionista. I reccomend that you follow her on Instagram, here.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

STÍLLINN Á INSTAGRAM: MÓEIÐUR

FÓLKINSTAGRAM

English Version Below

Móeiður Lárusdóttir er ein af þeim sem veitir manni löngun til að hoppa inná myndirnar á Instagram.
Ég leyfi henni að eiga Stílinn á Instagram að þessu sinni. Að neðan sjáið þið hvers vegna  –

 

 

Hver er Móeiður? Ég er 23 ára, fædd og uppalin á Akranesi. Þessa dagana er ég að njóta lífsíns á Ítalíu með kærastanum mínum sem spilar fótbolta. Ég hef gaman að því að mynda hitt og þetta – eldamennsku, hreyfingu og tísku.

Afhverju Instagram?
Mér finnst rosa gaman að fylgjast með allskonar tísku skvísum. Þar skoða ég fallegar myndir sem veita mér innblástur. Instagram er auðveldur samfélagsmiðill sem hentar mér vel.

Venjulegur dagur í lífi þínu?  
Flestir dagar einkennast af góðum morgunverði, ég skottast svo í ræktina eða út að hlaupa. Eftir æfingu mæti ég í ítölsku tíma og sinni fjarnáminu, ég er að læra einkaþjálfun við Keili. 
Á kvöldin dunda ég mér í eldhúsinu þó við séum líka dugleg að fara út að borða, en það er ekki annað hægt þegar þú býrð á Ítalíu – ítalskur matur er algjört buonissimo.

Er hver dagur í lífi þínu útpældur þegar að kemur að klæðaburði?
Neii alls ekki. Ég er flesta daga í ræktarfötunum eða í kósýgallanum. Þegar ég er með skipulögð plön þá er maður alveg búin að velta fyrir sér dressi í kollinum.

Skemmtilegast að kaupa?  
Mér finnst afar skemmtilegt að kaupa falleg blóm, svo leiðist mér ekkert í mátunarklefanum í fataverslunum.

Uppáhalds flík í fataskápnum?
Það er alltaf biker leðurjakkinn minn.

Áttu þér styleicon – tískufyrirmynd?
Mér finnst Fanny Lyckman vera algjör töffari svo er Kylie Jenner mikill trendsetter og ég fíla hana vel.

Framtíðarplön?
Ég plana rosa lítið framtíðina þar sem það er erfitt vegan fótboltans hjá kærastanum. Maður veit lítið hvað er framundan. Það sem ég hef á planinu núna er að klára námið svo verður framhaldið bara að koma í ljós.

Að lokum … getur þú mælt með einhverjum leynistöðum á Ítalíu fyrir íslenska ferðalanga?
Ítalía hefur svo mikið uppá að bjóða að ég á sjálf eftir að skoða svo mikið! Þetta er kannski ekki leynistaður en Cinque Terre eru ótrúlega fallegir smábæir sem eru eins og málverk ég mæli hiklaust með heimsókn þangað ef fólk hefur kost á!

_

Ég þekki ekki Móeiði persónulega en jiiiminn hvað ég væri til í að mæta í morgunmat til hennar á svalirnar eða skella mér með henni í útihlaup, algjörlega fabulous á því. Útsýnið er auðvitað einstakt á elsku Ítalíu.

//

I am pretty in love with these photos that give me summer inspiration. This is Moeidur’s style on Instagram. She is living in beautiful Italy with her boyfriend who playes football. She loves taking photos, like we can see above. Can I please go out running with you, Moeidur? Or at leats take one cup of coffee on your balcony ? <3 Perfect everyday view.

Takk Móeiður

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

STÍLLINN Á INSTAGRAM: RAKEL

FÓLKINSTAGRAMSTÍLLINN Á INSTAGRAM

unspecified

Rakel Tómasdóttir er ung kona á uppleið. Ég fylgi henni á Instagram þar sem hún deilir gjarnan sínum bullandi hæfileikum en hún er svakalega klár að teikna og ég á stundum ekki til orð yfir því sem hún skapar. Eftir að hafa fylgst með henni í nokkra mánuði á þessum ágæta samskiptamiðli þá gat ég ekki annað en fengið að forvitnast örlítið um stúlkuna. Pant eignast verk eftir þessa kláru konu einn daginn … þó þau séu nú reyndar ekki til sölu enn sem komið er. Ég held í vonina, þið sjáið hversvegna, hér að neðan –

Hver er Rakel Tómasdóttir?
Þangað til ég útskrifast kýs ég að kalla mig grafískan þræl, þar sem grafískur hönnuður er verndað starfheiti. Annars er ég
nemí í LHÍ,  hönnuður hjá tímaritinu Glamour, fyrrverandi fimleikastelpa, nörd, laumu goth, sem elskar kaffi og innbirðir óeðlilegt magn af súkkulaði

Hvað veitir þér innblástur?
Það getur verið mjög mismunandi, mér finnst mannslíkaminn mjög áhugavert viðfangsefni og hvernig fólk hreyfir sig og hagar sér, hvað það er sem gerir fólk berskjaldað. Annars reyni ég bara að lifa eftir ráðum Grace Coddington: “Always keep your eyes open. Keep watching. Becaus whatever you see can inspire you.”

A eða B manneskja?
A manneskja á sumrin og B manneskja á veturna, ég lifi mig voða mikið inní árstíðirnar.

Hvaða hlut gætir þú ekki verið án?
Ég og fartölvan mín erum mjög nánar … en fyrir utan hana þykir mér mjög vænt um kríu hálsmenið mitt, sem ég er næstum alltaf með.

unspecified-1

Uppáhalds verslun?
Monki

Afhverju Instagram?
All sem ég geri, og bara hvernig ég hugsa, er mjög myndrænt og instagram hentar mér því mjög vel. Svo er instagram líka mjög góður vetvangur til að koma sér á framfæri og skoða hluti sem aðrir eru að gera.

Hvað er á döfinni?
Ég útskrifast úr grafískri hönnun í vor og er á fullu að klára útskriftarverkefnið mitt núna, sem er að hanna letur. (@silktype á instagram) Svo erum við í Glamour auðvitað alltaf að vinna að næsta blaði. Ég held ég hafi aldrei lært jafn mikið á stuttum tíma eins og þetta ár sem ég er búin að vinna hjá Glamour og þá sérstaklega af snillingunum sem ég er að vinna með. Ég hlakka til að geta staðið enn betur þar eftir útskrift.
Annars finnst mér grafísk hönnun fyrir tísku mjög skemmtileg og það á mjög vel við mig svo mig langar að halda áfram á þeirri braut. Það er endalaust af möguleikum og tækifærum út um allt, maður þarf bara að taka eftir þeim.

Takk @rakeltomasd fyrir að leyfa okkur að kynnast þér örlítið betur.
Við eigum alveg örugglega eftir að sjá meira af þessu hæfileikabúnti í framtíðinni.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

STÍLLINN Á INSTAGRAM: SVALA BJÖRGVINS

FÓLKINSPIRATIONINSTAGRAM

English below

Fyrsti “Stíllinn á Instagram” ársins er ekki af verri endanum. Söngkonan Svala Björgvinsdóttir situr fyrir svörum og gefur okkur innsýn í líf sitt ásamt því að deila góðum ráðum.
Svala er flestum kunnug enda verið þekkt andlit í þjóðfélaginu frá barnsaldri. Hún hefur lengi þótt bera af í klæðaburði þar sem hún fer sínar eigin leiðir og vekur þannig athygli fyrir sinn persónulega stíl sem hún hefur mótað í gegnum árin.

//

“The Instagram Style” is a regular category on my blog. My first guest this year is the Icelandic singer and fashionista – Svala Kali. She lives in LA where she works on different projects and plays with her band Steed Lord. You can easily say that Svala is one of Icelands best dressed woman. She has her personal style and is not afraid of trying something new, as you can see on her Instagram account. 
Below you can read her interesting answers to few of my questions. 

IMG_1081IMG_0987 IMG_1095

Hver er Svala Björgvins? // Who is Svala Björgvins?
Svala Björgvins er söngkona og lagahöfundur, eiginkona, dýravinur, fatahönnuður og afar skapandi persóna.

Singer and songwriter, wife, animal friend, fashion designer and very creative person.

Hversu mikilvægur er klæðaburður í þínu fagi? // How important is your style in your daily job?
Klæðaburður skiptir miklu máli í mínu fagi.  Ég nota föt sem aðra form af tjáningu og nota fatnað og búninga sem listform þegar ég kem fram á sviði, í tónlistarmyndböndum, myndatökum og fleira.

Clothing is very important in my profession. I use clothes as another form of expression and I use clothing and costumes as an art form when I perform, in music videos, shooting and more.

Áttu þér einhverja tískufyrirmynd? // Do you have some fashion icon?
Já ég held mikið uppá stílistann og fatahönnuðinn Catherine Baba og svo er mamma mín alltaf í miklu uppáhaldi.

Yes, I am a big fan of the stylist and fashion designer Catherine Baba and my mom is also always a favorite.

Must have flík í þínum skáp? // Must have in your closet?
Akkúrat núna eru það svartar útvíðar buxur.  Ég á nokkrar þannig í mismunandi efnum.  Hef verið að klæða mig í útvíðar buxur í 6 ár en hef verið hálfpartinn obsessed af útvíðum buxum síðastliðin tvö ár.  Ég er alltaf í rosalega háum hælum alla daga þannig að útvíðar buxur gera mann lengri og hávaxnari sem er gott mál fyrir mig því ég er bara 164 centimetrar.

Right now it is flared black pants. I have of those in different materials. I have been dressed in flared pants for 6 years but have almost been obsessed with them last two years. I’m always wearing really high most of the days, so the flared pants makes you longer and taller which is a good thing for me because I’m only 164 centimeters.

Hefur þú einhver tískutips fyrir ungar stúlkur? // Do you have some fashion advice for young girls?
Klæðið ykkur í föt sem þið fílið. Ekki fara eftir öllum tískubylgjum.  Mér finnst ekkert flottara en þegar maður sér ungar stelpur sem sinn eigin spes fatastíl.  Og svo er líka mikilvægt að hafa smá húmor fyrir sjálfum sér og hvernig maður klæðir sig.  Hafa gaman að því að klæða sig upp og leika sér smá.

Wear clothes that you like and feel good about yourself wearing. Do not follow the fashion trends. I think nothing is cooler than young girls that have their own special style. It is also important to have a little humor for yourself and how you get dressed. Have fun to dress up and play a little.

Hvað er á döfinni? // What’s up?
Ég er í stúdíóinu alla daga hérna í LA þar sem ég hef verið búsett í rúmlega 7 ár og er að semja og taka upp nýja tónlist fyrir glænýtt project sem kemur út seinna á árinu.  Rosalega spennandi tímar framundan og er að vinna með allskyns hæfileikaríku fólki alls staðar að úr heiminum og þar á meðal eiginmanninum mínum honum Einari sem var með mér í hljómsveitinni minni Steed Lord.

I’m in the studio every day here in LA where I have lived for over 7 years. I am writing and recording new music for a brand new project which will be released later this year. Really exciting times ahead and I am working with all kinds of talented people from all around the world, including my husband Einar which were member of my band Steed Lord.

Þetta er Svala á Instagram … Voila!