fbpx

STÍLLINN Á INSTAGRAM: IRENA SVEINS

FÓLKSTÍLLINN Á INSTAGRAM

Mér finnst algjört must að birta Stílinn á Instagram á þessum tíma árs. Þessi liður er sá sem veitir mér og mörgum innblástur hvað varðar klæðaburð og ekki veitir okkur af fyrir partý tímann sem framundan er.


Irena Sveins veit hvað hún syngur þegar kemur að tísku. Margir lesendur Trendnet þekkja hana frá því að þær Sveinssystur blogguðu hjá okkur á Trendnet en í dag stendur hún vaktina í Húrra Reykjavík á Hverfisgötu í hlutverki verslunarstjóra og innkaupamanns. Ég fylgi henni að sjálfsögðu á Instagram þar sem hún er virk að deila sínu persónulega lífi með fylgjendum sínum. Hér að neðan leyfir hún okkur að sjá brot af því besta. Eins og áður lagði ég líka fyrir hana nokkrar spurningar sem mér lágu á hjarta og eins gefur hún okkur góðar gjafahugmyndir,

Hver er Irena Sveins? 
Verslunarstjóri og buyer hjá Húrra Reykjavík. 23 ára kona úr Reykjavík. Bloggaði áður hér á Trendnet með systur minni Karin.

Hefur þú alltaf spáð í tísku?
Mamma segir að þetta hafi byrjað snemma en ég man bara eftir mér í ÍR gallanum þangað til ég var svona 12-13 ára.

Er hver dagur í lífi þínu útpældur þegar kemur að klæðaburði? Nei alls ekki, er oftast óklædd 5 mín fyrir brottför sem getur verið vesen haha.

Afhverju INSTAGRAM?
Fyrir mér er Instagram eins og moodboard. Sumir nota það til þess að koma vinnunni sinni eða list á framfæri. Það er gaman að surfa í gegnum þetta haf af myndum, rekast á áhugaverða profile-a og setja inn þína sýn.

Uppáhalds flíkin þín?
Svört Norse Projects kápa sem ég fékk mér í sumar. Er búin að nota hana mjög mikið og er alltaf að komast meira að því hvað Norse vörurnar eru tímalausar og endingargóðar.

En fylgihlutur?
Gullplata á keðju sem systir mín gaf mér, er nánast alltaf með hana um hálsinn.

Áttu þér tískufyrirmynd? Nei í rauninni ekki.

Hvað er á döfinni (hjá þér sjálfri og Húrra Reykjavík)?
Ég er að fara í fjölskylduferð til Marrakesh yfir jól og áramót. Svo tekur 2018 við, það er margt spennandi að gerast hjá okkur í Húrra Reykjavík í byrjun næsta árs. Við erum meðal annars að taka inn nýtt merki – Blanche sem ég er mjög spennt fyrir.

Og svo að lokum .. afþví að senn koma jólin –
Hvað er heitasta jólatrend ársins? Og hvað vilja íslenskar tískuskvísur í jólagjöf?
Maria Black skartgripi – mattir gulleyrnalokkar eru mitt uppáhald frá merkinu.

 

Takk @irenasveins og gleðileg sólrík jól til þín!!
Húrra Reykjavík: HÉR

 

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GÓÐAN DAGINN MEÐ OMNOM

Skrifa Innlegg