fbpx

GÓÐAN DAGINN MEÐ OMNOM

HEIMSÓKNÍSLENSK HÖNNUNLÍFIÐ

Allar þessar vinnustundir í desember …… er einhver að tengja?
Ég geri vel við mig með góðgæti á hliðarlínunni þegar ég þarf að sitja lengi við tölvuskjáinn. Í þetta sinn er það íslenskt súkkulaði frá Omnom með kaffinu sem ég drekk úr 101 Copenhagen bolla.

Eins og mörg ykkar tókuð eftir þá fór ég í heimsókn út á Granda í höfuðstöðvar Omnom þegar ég var á Íslandi. Ég var í beinni á Trendnet story (@trendnetis). Mig hafði lengi langað að koma þar við og sjá hvernig framleiðslan fer fram en allar þeirra vörur eru búnar til á staðnum og það er magnað að sjá hversi vel þeim hefur gengið síðustu árin. Alþjóðleg verðlaun hlaðast í hús og ég varð montinn Íslendingur að sjá þau hangandi upp á vegg. Þarna er unnið með hjartanu og það skilar sér í góðri vöru.

Það kom mér mjög á óvart að súkkulaðinu er öllu handpakkað. Margar hendur á bakvið þessa gómsætu súkkulaði bita okkar.

Trendnet gaf sérstakar gjafaöskjur á Facebook í síðustu viku og það voru 10 heppnir lesendur sem hlutu þær – er það ekki ágæt hugmynd af jólagjöf fyrir sælkera. Mér finnst það og mun nýta það í gjafir fyrir erlenda vini – svo gaman að gefa íslenskt. Fæst: HÉR

 

Takk fyrir mig Omnom. Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

VILTU VINNA 100.000 KRÓNUR .. ?

Skrifa Innlegg