JÓLASVÖR Á SMARTLANDI

LÍFIÐMAGAZINE

English Version Below

Ég sit fyrir svörum hjá Mörtu Maríu á Smartlandi í dag þar sem ég fer yfir jólatrendin í ár ásamt því að koma inn á mínar jólagjafaóskir og hátíðarhefðir sem við fjölskyldan höfum skapað saman síðustu árin. Ég fékk leyfi til að birta smá brot af viðtalinu hér á blogginu –

 

„Jóla­tísk­an er meira spenn­andi að því leit­inu að maður leyf­ir sér að fara út fyr­ir boxið í vali á klæðnaði. Yfir hátíðirn­ar dreg ég fram pallí­ett­ur og nota þær óspart og hvet les­end­ur mína til að gera slíkt hið sama. Pallí­ett­ur passa líka svo vel við aðrar jóla­skreyt­ing­ar.

Á jól­un­um eru þó þæg­ind­in stór þátt­ur þar sem manni vill líða vel í hátíðargírn­um á meðan ára­mót­in eru aðeins ýkt­ari í klæðavali. Þegar maður sest með tás­urn­ar upp í loft eft­ir ljúf­fenga máltíð þá verður maður þakk­lát­ur fyr­ir þæg­inda­valið.

Tísk­an í dag hent­ar þar ein­stak­lega vel – bundn­ir kjól­ar (kimon­ar) eru til dæm­is vin­sæl­ir og þá má nota sem jóla­kjól og losa svo um mittið eft­ir mat­inn. Þá virka sam­fest­ing­ar alltaf vel ef sniðið er rétt. Mæli til dæm­is með ein­um góðum frá AndreA Bout­iqe sem er virki­lega vel heppnaður,“ seg­ir Elísa­bet.

„Jóla­lit­ur­inn, rauður, hef­ur aldrei verið vin­sælli en ein­mitt núna og ég tek þátt í því að klæðast hon­um óspart. Þetta verða því lík­lega rauðustu jól­in í lang­an tíma hvað klæðaburð varðar en ég óska eft­ir hvít­um snjó á göt­urn­ar á sama tíma.“

Ertu þessi týpa sem ert glans­andi fín á jól­un­um? 

„Ég fer milli­leiðina, klæði mig og börn­in mín upp í jóla­dress (fínni klæði) en tím­inn er naum­ur þegar huga þarf að mat og börn­um. Ég enda því oft­ast á að setja hárið í snúð í flýti og læt mér nægja að fela baug­ana og setja rautt á var­irn­ar. Við fjöl­skyld­an erum bara fjög­ur í sænska kot­inu okk­ar og því er stemn­ing­in eft­ir því – við erum fljót að skipta yfir í nátt­föt­in þegar þau hafa verið opnuð úr ein­hverj­um af jólapökk­un­um.“

Ef þú mætt­ir velja einn fylgi­hlut sem ger­ir krafta­verk, hvað mynd­ir þú velja?

„Eyrna­lokk­ar hafa verið sá fylgi­hlut­ur sem hjálp­ar mér við að gera ein­falt dress meira næs – set­ur punkt­inn yfir i-ið. Þó eru sólgler­augu lík­lega minn besti fylgi­hlut­ur – þau hafa bjargað mér ansi oft og það er mis­skilng­ur að þau séu ein­göngu ætluð sum­ar­tím­an­um. Ég óska mér þeirra oft í jóla­gjöf sem sum­um finnst skrít­in ósk í des­em­ber.“
Takk fyrir mig Smartland. Lesið viðtalið í heild sinni: HÉR
//

The Icelandic newspaper MBL interviewed me about the Christmas trends and my kind of Christmas. I don’t have the time to translate so you have use the help of Google Translate to understand more.

 

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HEIMA: IKEA NÝJUNGAR

HOME

English Version Below

Þið sem fylgið mér á Instgram fenguð óvenjulega hlið af mér í vikunni þegar ég sýndi mikið frá heimili mínu. Um er að ræða IKEA ferð fyrri daginn þar sem ég ákvað á staðnum að taka út mínar uppáhalds vörur í versluninni. Daginn eftir hélt ég áfram þar sem ég sýndi tvær af þeim vörum sem fóru með mér heim. Í kjölfarið fékk ég svakaleg viðbrögð, þau mestu síðan að ég byrjaði á Instagram story sem er kannski vísbending um að ég eigi að breyta mínu bloggi yfir í heimilisblogg – watch out Svana ;) Ég vaknaði allavega á miðvikudegi með fjöldan allan af fyrirspurnum frá allskonar fólki, sem er auðvitað bara frábært, ykkur er alltaf velkomið að senda mér línu.

Eins og oft þá ætlaði ég ekki að kaupa neitt sérstakt í þessari IKEA ferð heldur aðallega að komast aðeins frá tölvunni og í smá jólaskap með fjölskyldunni og bragða á kjötbollunum frægu. Planið fór út um gluggann því ég keypti auðvitað slatta af hlutum (nokkra eftir íslenska hönnuði) og tvær stærri, fyrirfram jólagjafir – eitthvað sem er búið að vera á “to buy” listanum í lengri tíma. Bæði mjög góð kaup sem ég ætla að segja ykkur betur frá.

Þetta er mitt heima .. orðið voða kósý –

1. TEPPI –

Teppið er því miður ekki til á Íslandi .. svo það komi strax fram. Þið eruð samt mörg sem búið erlendis sem lesið bloggið mitt svo ég vona að það verði ekki allir leiðir. Þetta tiltekna teppi heitir IBSKER og mun mögulega koma í sölu á Íslandi næsta sumar ef allt gengur eftir (upplýsingar sem ég fékk hjá IKEA á Íslandi). Ég er voða glöð með það í mína stofu, nú er hún mun betur innrömmuð en áður. Teppi búa til svo hlýlegt yfirbragð og þetta er sérstaklega notalegt, úr 100% ull og á því að hreinsa sig sjálft að einhverju leiti.
Einhverjir eiga þó eftir að fussa yfir því að ég sé að kaupa mér hvítt teppi með tvö börn á heimilinu (annað undir 2 ára) eeeen maður verður að lifa svolítið á brúninni ekki satt?

2. Borðstofuborð

Við Gunni erum búin að láta okkur dreyma um nýtt borð í lengri tíma. Við höfum setið við sama borðið síðan að við fluttum til Svíþjóðar fyrir 8 og hálfu ári síðan og fannst kominn tími til að endurnýja. Svo það fylgi sögunni þá var gamla borðið af loppemarkaði og kostaði um 2000kr. Ekki að það sé neitt slæmt en það átti samt að vera bráðabirgða kaup .. fyrir löngu síðan.

Draumaborðið er frá Norr11 en fjárhagurinn sagði okkur alltaf að bíða örlítið með þau kaup. Við erum vissulega ekki í framtíðarhúsinu og því verður að vanda valið þegar kemur að stærri kaupum fyrir heimilið. Við höfðum augastað á IKEA borði þegar samtarf milli sænsku snillana og dönsku HAY fór í sölu fyrr í haust. Við létum þó ekki verða af því að að fara í verslunina að skoða borðið heldur dáðumst bara af því á myndum. Í þessari IKEA ferð mundum við eftir því aftur en það var hvergi sjáanlegt enda kláraðist þessi lína hratt á sínum tíma. Allt kom fyrir ekki en borðið beið okkar svo í niðurlækkuðu deildinni við kassana þar sem sýningareintakið (í toppstandi!) var komið á sölu á 40% afslætti. Við því ekki lengi að slá til! Borðstofuborð fyrir 15.000 krónur fór með okkur heim og mér finnst það gullfallegt!

___

Þetta eru aðrar vörur sem heilluðu – inná bað, í barnaherbergið, sniðugar gjafir, falleg ljós og svo framvegis og auðvitað allt á ótrúlegu verði.

Bergþóra hjá Farmers Market á heiðurinn af þessum púðum –

Teppið góða –

Ég keypti tvö svona box – annað þeirra fyllti ég strax af tímaritum sem áður voru á gólfinu.

Íslenskt jólaskraut eftir Jón Helga vöruhönnuð –

 

 

Ég þarf greinilega að vera duglegri að birta myndir frá heimili mínu þar sem þið virðist mörg hafa áhuga á slíku. Áramótaheit fyrir 2018 … og það styttist heldur betur í það árið.

Vonandi héldu einhverjir út og lásu þennan langa bloggpóst alla leið. Skál fyrir ykkur!

//

My very long blog about my Ikea trip this week. To make a long story short we made some surprise purchase – dining table and a light rug for the living room. We are so happy with both of them! I also tried to show you some good ideas that you can find for good price.

God bless IKEA – most of the time at least, sometimes the trips becomes disaster.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ÍSLENSKT Á VEGGJUM

HOMEÍSLENSK HÖNNUN

Það eru tvö íslensk verk (posterar) á mínum veggjum sem ég á til með að sýna ykkur núna þegar margir eru að leita að sniðugum jólagjöfum.  Annað þeirra fékk ég fyrir ári síðan frá NOSTR (orð eru álög) og hitt barst inn um lúguna núna í nóvember frá KRAKK. Hingað til hefur HAMINGJAN verið á veggnum í svefnherberginu okkar en núna er ég að hugsa um að færa hana úr stað sem er ástæðan fyrir því að hún situr í sófanum hjá mér í dag. ;)
Mér finnst alveg frábært að hafa fundið stafrófið á íslensku til að hengja inn í herbergi sonar míns hér í Svíþjóð.

Heima hjá mér:

Pink vibes –

Það er þær Kolbrún Pálína og Þóra Tómasdóttir sem eru hugarnir á bakvið Nostr.is.


Íslenska starfrófið í sænska kotinu –

Karítas Pálsdóttir er hönnuðurinn á bakvið Krakk.co. Við höfum hingað til klætt börnin okkar í teikningar hennar því hún vann lengi hjá i+i og á heiðurinn af fallegum karekterum sem prýða þá íslensku hönnun.

 

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GEYSIR GJÖF

DRESSHEIMSÓKNINSTAGRAMÍSLENSK HÖNNUNSHOP

Vikurnar fljúga áfram þegar mikið er að gera. Fyrr í dag birti ég Aðventugjöf númer 2 á Instagram (elgunnars) aðgangi mínum og þátttakan er strax mikil. Ég var búin að gleyma hvað mér finnst þessi hefð yndisleg í desember  – sælla er að gefa en þiggja á svo vel við.

Ég fór í heimsókn í Geysi á Skólavörðustíg með Trendnet story (@trendnetis) þar sem ég mátaði mínar uppáhalds flíkur frá toppi til táar. Ég passaði mig að velja frá mismunandi merkjum en þau eru mörg gæðaklæðin sem þar hanga. Í aðventuinnlegginu setti ég inn þrjú af þessum dressum fyrir fylgjendur að velja úr.

Hér fáiði speglamyndir með upplýsingum um hvaðan flíkurnar eru –

       1. Æ þessi kjóll frá Geysi!! Var það fyrsta sem ég var spennt að máta. Litirnir og mynstrið (íslensk áhrif?) svo fullkomin blanda að mínu mati – 

2. Drauma samstæðudress frá dönsku Stine Goya –

3. Ég þarf þennan samfesting frá GANNI. Þægindin í fyrirrúmi og auðvelt að klæða upp og niður eftir tilefnum –

4. Íslensk ullarkápa sem allir ættu að óska sér í jólagjöf. Hún er á mínum óskalista.

5. Geysir ullarbuxur sem eru hannaðar í stíl við ullarkjól. Ég ákvað að para þær saman við dásamlegan bol í þetta sinn –

6. GANNI biker leðurjakki, HOPE skyrta og Ganni silkibuxur –

 

Hvert er ykkar uppáhalds dress? Ég ætla að gefa heppnum lesanda dress á Instagram þar sem ég hvet ykkur til að freysta gæfunnar HÉR.

Verslunin á Skólavörðustíg er líka bara svo dásamleg og hvet ég ykkur til að gera ykkur ferð og skoða og máta áður en þið skrifið bréfið – Kæri Jóli…

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

NÝR AUKAHLUTUR

DAGSINSLÍFIÐ

English Version Below

Ég er söm við mig … sitjandi í mínu ágæta vinnuhorni á hverfiskaffihúsinu sem fer að verða mitt annað heimili, svo mikið læt ég sjá mig hér. Í desember er sérstaklega mikið að gera og ég er að vinna verkefni í kappi við tímann eins og örugglega margir. Í dag sit ég aðeins lengur við skjáinn þar sem mín bíður 3 daga frí í fyrsta sinn í margar margar margar vikur. Fríið er ekki þannig séð heillandi en ástæðan er aðgerð sem ég þarf að fara í snemma í fyrramálið og læknirinn er búinn að banna mér að vinna í tölvunni á meðan ég jafna mig. Ég dey ekki ráðalaus og er að sjálfsögðu með tímastillta pósta og efni á meðan fjarveru stendur. Ég verð samt ekki jafn dugleg að svara póstum og vona að þið fyrirgefið mér það.

Rautt er litur hátíðarinnar en líka trend litur vetrarins samkvæmt hátískunni. Blússan mín er frá Lindex.

Annars er ég svo glöð með nýju heyrnatólin mín sem ég fékk að gjöf frá Nýherja á dögunum. Ég passa að taka þau með mér hvert sem ég fer svo betri helmingurinn ræni þeim ekki af mér. Hann væri líklegur til þess þó hann eigi sjálfur Bose heyrnatól sem við keyptum fyrir ca. 2 árum í Þýskalandi. Mín eru bara aðeins betri (Bose QC35 II) af því þau eru þráðlaus, segir expertinn (Gunni) ;) Meira: HÉR

Ég mæli sérstaklega með heyrnatólunum fyrir þá sem fljúga mikið, ferðast í rútu (strætó) eða annað slíkt. Svo sannarlega allt annað líf á ferðalaginu, heyrnatólin blokka alveg burt þessi leiðinlegu aukahljóð sem eru oft mikið áreiti.

//

You are probably getting used to seeing me in this corner at my office (the Café close to my home). I have to work hard today before my 3 days off – I am having a surgery tomorrow and have promised myself to take it easy. Today I had my new headphones from Bose, I have to take them with me everywhere I go so that my husband won’t steal them from me.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

EGF SERUM

BEAUTY

 

Ég varð ein hamingjusprengja þegar ég eignaðist mínar fyrstu Bio Effect vörur á dögunum. Vörurnar hafa farið sigurför um heiminn og eru titlaðar þær bestu af virtustu tímaritum, vefsíðum og fólki. Þegar ég segi tímarit og fólk þá á ég við VOGUE (ekki bara einu sinni, heldur oft) og Karl Lagerfeld (ég bloggaði um það HÉR fyrir ári síðan), sem dæmi … það eru ansi stór nöfn (!) í bransanum.

Ég opnaði kassa með nokkrum mismunandi vörum frá merkinu og byrjaði strax að nota dropana og augn serumið sem ég hef notað daglega í 8 daga þegar þetta er skrifað. Serumið ber ég á mig á morgnanna og í hvert sinn þá man ég það í margar klukkustundir þar sem góða tilfinningin helst í lengri tíma – þú finnur að eitthvað rétt er að gerast í húðinni. Mér finnst ég líka vera ferskari útlitslega og vona að það sé bara rétt!
Augnsvæðið er það svæði sem ég hef þurft að hugsa sem best um síðustu daga í mikilli vinnukeyrslu. Ég gat því ekki valið betri viku til að prufa þessa íslensku snilld sem ég er svo stolt af. Vissulega þarf ég þó lengri reynslutíma áður en ég get mælt enn frekar með vörunni hvað varðar langtíma notkun. Mér finnst áhugavert að finna hversu vel ég kann að meta einmitt þessa vöru (eye serum-ið) úr þeirra vörulínu því hingað til hef ég heyrt lang mest talað um dropana sem ég persónulega þarf að kynnast betur.
Bio Effect vörurnar eru taldar tímamótameðferð sem á að halda húðinni unglegri … ég held að það sé alveg rétt.

Svona lítur mín uppáhalds vara út. EGF eye serum-ið :

Trendnet gaf fyrr í haust veglega gjöf til lesenda á Trendnet Instagram og seinna í desember mun Bio Effect gefa aðra gjöf á Trendnet Facebook síðunni okkar. Ég mæli með að þið fylgist með því ef ykkur langar að prufa líka?

Íslenskt, já takk.
Faglegri upplýsingar og ráð: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

INIKA GJÖF

BEAUTYINSTAGRAMLÍFIÐ

Aðventan er einn af mínum uppáhalds tímum og eru líklega margir á sama máli. Síðustu árin hef ég gefið gjafir til lesenda alla sunnudaga aðventunnnar og þetta árið er engin undantekning á því. Þó ætla ég aðeins að breyta útaf vananum og gefa gjafir í gegnum Instagram aðgang minn (@elgunnars) þó ég segi alltaf frá hér á blogginu líka.
Í gær fór fyrsta gjöfin í loftið sem er vegleg gjöf frá INIKA snyrtivörum. INIKA eru ástralskar náttúrulegar snyrtivörur sem nýlega fóru í sölu á Íslandi. Ég hef notað púðrið og sólarpúðrið frá þeim í ca 2 mánuði og kann mjög vel að meta þær. Guðrún Sortveit málaði mig svo fínt fyrir Sjöstrand viðburðinn fyrir helgi og notaði eingöngu INIKA snyrtivörur í verkið. Ég var svo upptekin að ég náði ekki að mynda förðunina fyrr en í lok dags en hún hélst þó vel á sem kannski er bara skemmtilegra að sýna ykkur.

//

I have had a tradition to give away presents to my readers on the Advent. Yesterday was the first Sunday and I have a give-away on my Instagram account (@elgunnars) with INIKA Organics. On the pictures above I try to show you the make-up by Guðrún Sortveit, all with INIKA products.

 

 

Fylgið mér á Insgtagram: HÉR og merkið vinkonu til að gleðja yfir hátíðina. Ég vel tvo heppna seinna í vikunni með mjööög veglegum gjafapoka.

Innihald // The giveaway:
Inika Organic Pure Primer  – Brow Pencil – Nude Pink Vegan Lipstick – Loose Mineral Eye Shadow, Coco Motion – Loose Mineral Eye Shadow, Peach Fetish – Eye shadow Duo, Gold Oyster  – Blush Puff Pot Loose Mineral Blush – Peachy Keen Mineral Mattifying Powder – Lip and cheek cream – Baked Mineral Foundation – BB cream – Baked Mineral Iluminisor – Lip pencil, Nude Delight – Lip Gloss, Watermelon Brush roll set – Long Lash Vegan Maskara

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

DRESS: SUNDAYS

DRESS

Gleðilegan fyrsta sunnudag í aðventu kæru lesendur! Eru allir jafn hamingjusamir með daginn og ég? Það má fylgja sögunni að Rósa (ljósmyndari þessa móments) var vissulega með brandara af bestu gerð þegar smellt var af.
Ég eyddi þessum ljúfa morgni með þremur góðum vinkonum með kertaljós í myrkrinu á Kaffihúsi Vesturbæjar – dýrmætt þegar maður býr í útlöndum og er oftast í vinnukeyrslu í Íslands stoppum.

Það eru margir búnir að spyrja mig út í sloppinn sem ég klæðist í dag. Hann er fjársjóður sem ég fann í undirfatadeild Lindex fyrir helgi. Mæli með.

//

Early morning with good (and funny) friends at Kaffihús Versturbæjar.
Wearing kimono from the lingerie department in Lindex.

Njótið dagsins!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

1987

SHOP

Fylgdust þið með mér á Trendnet story í gær(@trendnetis á Instagram) ?
Ég var með þéttbókaða dagskrá og ákvað að taka ykkur með mér á flakk. Ég byrjaði í heimsókn hjá Vero Moda þar sem ég mátaði stuttermaboli úr afmælislínu verslunarinnar sem stofnuð var árið 1987 og því merkingar eftir því. Ég er auðvitað svakalega ánægð með þessi print enda er ég sjálf fædd það herrans ár. Ég tók þá frá og ætla að reyna að koma þarna við aftur um helgina og kaupa mér annan þeirra. GIRL POWER verður held ég fyrir valinu … eða hvað finnst ykkur?

//

 

Vero Moda is celebrating their 30 year old birthday this year, like me. They made an anniversary collection, 1987 is a good year and I need to get one of the t-shirts below – which one?

 

Bolur: Vero Moda

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SJÖSTRAND TIL ÍSLANDS

Þið sem fylgið mér á samskiptamiðlum hafið kannski tekið eftir því að ég er komin með þessa gullfallegu kaffivél í eldhúsið heima í Svíþjóð. Vélin er frá Sjöstrand, vörumerki sem við hjónin kynntumst fyrir nokkrum mánuðum síðan. Fyrir utan þessa fallegu hönnun þá hefur Sjöstrand þá sérstöðu að hylkin frá þeim eru einstaklega umhverfisvæn. Þau eru gerð úr plöntutrefjum og brotna niður í náttúrunni með lífrænum úrgangi. Semsagt – umhverfisvænn kostur fyrir kaffiunnendur sem velja þessa hylkja leið sem er svo þægileg.

Ég er nú ekki að lofa Sjöstrand alveg að ástæðulausu. Við hjónin vorum svo hrifin að maðurinn minn setti sig í samband við þetta litla fjölskyldufyrirtæki í Stokkhólmi og núna nokkrum mánuðum síðar er merkið mætt á klakann og Gunni minn (ásamt kaffibróður sínum, Viktori Bjarka) með umboðið fyrir vörunum. Ég styð síðan auðvitað við bakið á mínum manni eins og vanalega.

Conceptið er kynnt til leiks á morgun (1.des) þegar við bjóðum uppá “KAFFI OG MEÐÐÍ” í verslun Norr11 klukkan 12. Það verður að sjálfsögðu Sjöstrand kaffi í boði og Brauð og Co. ásamt Omnom sjá til þess að við fáum eitthvað sætt með bollanum. Goodie pokar verða í boði fyrir þá sem mæta tímanlega og bestu fréttirnar eru líklega þær að fyrstu 30 sem koma fá að taka bollan sjálfan með sér heim, en það verða espresso bollar úr nýju 101 Copenhagen línunni (sjá mynd að ofan) sem kemur í Norr11 fyrir jólin.

Ég vona að ég sjái ykkur sem flest á morgun – ræðum málin yfir einum bolla!

Meira: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR