fbpx

HRINGRÁS: dansverk til heiðurs kvenlíkamans

LÍFIÐ

Góðan daginn og gleðilegan febrúar … þessi tími … hann flýgur!
Á þessum tíma árs heilsa ég ykkur alltaf frá tískuvikunni í Kaupmannahöfn en í fyrsta sinn í mörg ár er ég að missa af henni og fylgist bara með úr fjarlægð. Ég sit þó ekki auðum höndum því samhliða því að vera í mömmó með minnstu dúllunni minni þá er ég svo lánsöm að fá að taka þátt í HRINGRÁS sem er eitt fallegasta verkefni sem ég hef tekið þátt í.

Hringrás er dansverk sem samið til að heiðra kvenlíkamann og það er ekki hægt að segja annað en VÁ yfir allri fegurðinni sem fylgir verkinu. Það er margverðlaunaði dansarinn Þyri Huld Árnadóttir sem er bæði höfundur og dansari en hún hefur fagnað líkamanum í allskonar myndum þegar hún dansaði með barn í maga, aftur þegar hún var nýbúin að fæða og svo núna þegar hún er búin að endurheimta styrk líkamans. Líkami konunnar breytist á meðgöngu og ferlið er ótrúlegt og það má fagna hverju og einu tímabili.

Algjört kvenna power teymi kemur að verkinu en það er Saga Sigurðardóttur ljósmyndari og Anni Ólafsdóttirsem sjá um myndbandsinnsetningu, Urður Hákonardóttir sér um tónlist, og Júlíannna Steingríms um búninga- og leikmyndahönnun. Auk þeirra er leikstjórn & æfingastjórn í höndum Aðalheiðar Halldórsdóttur.

Að hafa fengið að fylgja verkefninu eftir í næstum tvö ár hafa verið mikil forréttindi og ég get ekki beðið eftir frumsýningu á föstudaginn.

Ég mæli með að allir tryggi sér miða HÉR – mjög takmarkaðir sýningardagar, svo hafið hraðar hendur ;)

Ég mæli sérstaklega með að óléttar konur og allar mömmur sjái þetta einstaka verk. 

LESTU LÍKA: UPPGÖTVAÐI LÍKAMANN SINN UPP Á NÝTT

Sjáumst í leikhúsinu!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

GERUM BETRI KAUP Á ÚTSÖLU

Skrifa Innlegg