STELDU STÍLNUM: AIRWAVES

INSPIRATIONMUSICUncategorized

Það eru aðeins tveir dagar í hina árlegu og vinsælu íslensku tónslistarhátíð Iceland Airwaves. Ég hef aldrei verið svo heppin að vera hérlendis á þeim tíma og bíð því spennt eftir langri helgi. Spáin er líka góð svo það er enn meiri ástæða til að hlakka til.

Það getur verið erfitt að finna til outfit fyrir svona viðburð. Passið ykkur að “googla” ekki “music festival”. Þá fáið þið einungis upp léttklæðnað frá heitari slóðum. Klæðum okkur í takt við árstíma og verum hæfilega töff. Undirituð sér fyrir sér einfaldar flíkur paraðar saman með smá twisti.

Þykkir sokkar við hælaskóna! Spaghettí hlýrar yfir stuttermabolinn! Skyrtur í stærri stærðum eða klútur á háls! Allt eru þetta hugmyndir af einföldum leiðum til að setja punktinn yfir i-ið.

Átt þú Airwaves armband í ár? Hér deili ég nokkrum vel völdum dressum sem veita mér innblástur.
Stelum stílnum –

//
In only two days the Icelandic music festival, Iceland Airwaves, starts in the center of Reykjavik. For the first time I am at the right place in right time so I look forward to a long weekend with a lot of music… and of course street style.
I found some inspiration for the weekend look – basic with a small twist!

The most important – put on warm jacket. It’s never cool to be freezing!

 

 

Þetta eru auðvitað margir dagar og mögulega má gíra sig upp og niður eftir stemningu hverju sinni.
Svo er það bara hlý yfirhöfn og við erum good to go …
Sjáumst í stuði!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GONE

EDITORIALINSPIRATIONMUSIC

 

English Version Below13020525_10153357217211213_860829210_n.png

Er þetta laugardagslagið?

Það er mikið tísku vibe yfir nýju myndbandi söngkonunnar Sylvíu. Ljósmyndarinn Saga Sig tók upp tónlistar myndbandið en það er hennar fyrsta hingað til. Ég elska þegar fólk leggur metnað og ástríðu í sína vinnu og ég hlakka til að fylgjast með þessari efnilegu söngkonu í framtíðinni. Hún á örugglega eftir að gera miklu meira enda aðeins 20 ára gömul.

Meðfylgjandi myndir voru teknar “á setti” og þær seldu mér hugmyndina að það gæti verið gaman að deila myndbandinu með ykkur á blogginu.

Fallegt fasjón ..

13054819_10153357217001213_1158012301_o.pngunspecified-2 13046138_10153357216956213_2019719087_n.png 13023598_10153357216966213_1275858725_n.png

Íslensk Beyonce? ;)

Myndir & Myndband: Saga Sig
Stílisering: Erna Bergmann & Anna Maggý
Makeup: Fríða María
Dans: Stella Rósenkranz

//

Check out the new music video from the young and promising Sylvia. The video is made by the talented photographer Saga Sig, her first music video.

I love the “behind the scenes” photos !

Will Sylvia be the first pop-star from Iceland?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Laugardagslagið

INSPIRATIONMUSIC

Ég rakst á þetta lag á Twitter hjá leikkonunni Sögu Garðarsdóttur, fyrr í mánuðinum – @harmsaga.
Ég mæli með því að þið pressið á play og horfið á myndbandið hér að neðan – það er frábært fashion inspiration frá sjöunda áratugnum.

It’s the time of the season for loving .. !

 

Ertu að fara út í kvöld? Þetta er laugardagslagið sem kemur þér í gírinn!

Þessi tími árs …

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

RIP BOWIE

FÓLKMUSIC

David Bowie lést í gær, 69 ára gamall, eftir að hafa barist við krabbamein í 18 mánuði.

Það þekkja allir Bowie og þó ég hafi ekkert verið hans helsti aðdáandi þá fannst mér ég þurfa að setja saman færslu til heiðurs þessum mikla áhrifavaldi.

Hann er algjört pop-icon og ekki síður tísku-icon. Hann fór sínar eigin leiðir með mikla sköpunargáfu og er líklega einn af stærstu áhrifavöldum síðustu áratuga.

Það er ótrúlegt að hann gaf út sína nýjustu plötu á 69 ára afmælisdaginn sinn, þann 8. janúar, aðeins tveim dögum fyrir dauða sinn.

Bowie á mörg tímabil. Stundum er hann eitur svalur og stundum minna svalur – en hann var alltaf með’etta á hverju tímabili fyrir sig.

DAVID BOWIE 1947-2016

Ég mæli með því að þið smellið á PLAY fyrst og skrollið síðan hægt niður færsluna.
Live Aid 85′ – dressin og stemningin í samræmi við það

Bowie var hetja og við getum öll orðið hetjur!

David Bowie

Svalur

bowie-pose

a4cca7df3cd26fcd0d320b2e16c4faf0

Bowie og Iggy Pop

bowie-eyes

Augnskuggi sumarsins
6c2acdb13b2bd5793facf86312f0275950e16965e64d8e824cae03d15010f123b983dc3608b891e1c5fb6502a8fe9097 e12866ebcace35c4659192fdb7bc2a09 3e36724963511816cc56d33778227181

Love1691d7424e4698d6dfed3049a3b30cede7fafcb5f1f14749ddc035706af0afb55b22f8303599dcbb5c5dc4274000e772

Tímabilin voru misjöfn – allur skalinndd2dd1f3ae2b76404b0b990f1af4a0b7dadd0880c163aed56ad5936df14effd1

0d4657ba6ef4011d2fc790c8f40d4d2ab94f37cd79788c1841875bd9be9bdadb
aa1c93cd3d3d55c66623bbbeaeb26197

3040870-inline-i-1-facebowie

Bowie í áranna rás (smellið á myndin að ofan til að sjá hvernig hann breyttist ár frá ári) –

38c10b5b08e990ff1a5f2ba38aa9d749

RIP BOWIE

1a608c94b2fa88511f3b65fcaedaa546

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

LAUGARDAGSLAGIÐ

MUSIC

Þetta lag hefur hljómað hér í þýska síðustu vikurnar. Er þetta í útvarpinu á klakanum?

Það er einhver fílingur í þessu sem fær mann til að dilla sér. Datt því í hug að deila þessu með ykkur, svona á síðasta séns áður en við verðum einungis með jólalög í eyrunum.

Pressið á Play!

 

Njótið kvöldsins!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

LAUGARDAGSLAGIÐ

FÓLKMUSIC

b7969a6aee6b0ffcd3f6b9fac4828247

Björk Guðmundsdóttir, er afmælisbarn dagsins en hún fagnar 50 árum þó ótrúlegt megi virðast. Leyfum henni að eiga laugardagslagið þetta kvöldið með einu gömlu og góðu .. og örugglega hennar klassískasta.

Björk er líklega þekktasti Íslendingur fyrr og síðar og passar ímynd hennar svo vel við okkar einstaka land.
Björk er ekki bara okkar allra ástsælasta söngkona heldur er hún líka mikið “fashion icon”, frumkvöðull og fyrirmynd. Hún vekur athygli hvar sem hún kemur.

Dillum okkur við þetta inn í kvöldið.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

Solstice trendin

MAGAZINEMUSIC

Ég var ein af þeim sem fékk spurninguna “Hver verða heitustu trendin á Secret Solstige?”  frá Fréttablaðinu á dögunum. Íslenskri tónlistarhátíð sem heillar mig hvað mest af þeim sem í boði eru.

Það væri frábært ef þessi hátíð myndi festa sig í sessi næstu árin og draga að ferðamenn og stærri tónlistarmenn úr öllum áttum – mér sýnist á öllu að þetta sé á réttri leið. 

“Ef ég á að nefna eina flík þá dettur mér fyrst í hug fína sjóarahattinn sem er að ná hæstu hæðum á Íslandi þessa dagana. Annars afslappað basic lúkk yfir það heila og útvíðar buxur fyrir þær sem þora?
Þó að ég notist mikið við orðatiltækið “less is more” þá eru hátíðir eins og þessar undantekning og þar má leika sér meira með klæðaburðinn.”

image001

Tónlistarhátíðir inní borg eru svo heillandi, en veðrið verður þó alltaf stór áhætta og þá sérstaklega á okkar blessaða landi. Mikilvægast er því að klæða sig eftir veðri svo við getum mætt á fleiri en einn dag.

Sjáumst í stuði seinna í mánuðinum! Ég hlakka til að mæta og skoða gesti og gangandi – það er ekki síður skemmtilegt eins og að hlusta á vel valda tóna. Ég reyni kannski að henda í einhverskonar innblásturs póst þegar nær dregur ef áhugi er fyrir því?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

Take Me To Church

INSPIRATIONMUSIC

Ballet-467 rs_560x415-150211144748-1024.sergei-dance-take-me-to-church2
VÁ!
Ég á engin orð yfir dansara sem varð á vegi mínum á andlitsbókinni í kvöld. Tónlistarmyndband sem hefur farið eins og eldur í sinu um internetið þar sem helstu erlendu miðlarnir spara ekki lofin á flutninginn. Ég er þar sama sinnis. Þetta eru hæfileikar.

Pressið á Play

 Sergei Polunin er rússneskur ballet dansari sem passar ekki beint inní staðal ímynd balletheimsins. Fyrir vikið verður hann enn áhugaverðari að mínu mati. Bad boy ballet flokksins með tattú, klæddur í nude og dansandi við þetta frábæra lag Hozier. Myndbandinu er leikstýrt af ljósmyndaranum David LaChapelle.

Hvernig getur hann dregið sig svona áfram á ristinni? Þetta þurfum við að æfa!

 Leyfum okkur að njóta í þessum draumaheimi sem okkur er boðið í hér að ofan …  svona rétt fyrir svefninn.

xx, EG

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

On The Run endaði svona (!)

FÓLKMUSIC

beyonce-on-the-run-givenchy-1

Afþví að ég er búin að horfa á þetta myndband sirka 100x (á meðan ég á að vera að gera eitthvað allt annað og mikilvægara!) þá get ég ekki annað en deilt því hér líka. Þið getið þá kannski tekið við af mér í áhorfinu.

Tónlistarferðalag Beyoncé og Jay-Z endaði á persónulegu nótunum(vægast sagt) í París á síðustu tónleikum “On The Run” tónleikahaldsins . Myndir og myndbönd sem aldrei hafa sést áður voru birtar á skjá fyrir aftan sviðið þegar þau sungu saman síðasta lagið – Forever Young/Halo.

Pressið á “play”.

1411467650_Beyonce_JayZ_BlueIvy_-IVK3A beyonce--jay-z-1411378123-article-0 ByB0FSvIIAAmZJr Jay-Z-Beyonce-On-The-Run-Tour-Home-Video

Fjölskyldumyndböndin gerast örugglega ekki meira fabolous.

Mér hefur hingað til þótt flott hversu hæfilega persónuleg Beyonce hefur náð að vera. Uppá síðkastið hefur það breyst mikið og með þessu myndbandi var allt það nánasta sett í sviðsljósið.

Sitt sýnist hverjum … en fallegt er það … lífið þeirra í myndum.

xx,-EG-.

JT: “ICELAND YOU’RE BEAUTIFUL”

FÓLKFRÉTTIRMUSIC

GÓÐA SKEMMTUN elsku Íslendingar sem eruð á leiðinni eða nú þegar stödd í Kórnum í Kópavogi á tónleikum ársins.
Það er sannarlega heiður fyrir Ísland að fá eins stórt nafn og Justin Timberlake til landsins. Heiðursgesturinn virðist vera að njóta vel en Justin þakkar fyrir sig á Twitter síðu sinni með orðunum  „Iceland, you’re beautiful“ og þessari samansettu mynd – ekki amaleg landkynning það!

 JTISJT

HÉR er hægt að horfa beint á tónleikahaldið fyrir þá sem ekki eru á staðnum.

Og þessi fyrir neðan er semsagt JT fyrir þá sem ekki vita ….. jahérna hér. Myndarlegur er hann (!)

justin-timberlake-t-magazine-04 justin-timberlake-t-magazine-01 justin-timberlake-t-magazine-03

Gleðilegt sunnudagskvöld!

xx,-EG-.