fbpx

STELDU STÍLNUM: AIRWAVES

INSPIRATIONMUSICUncategorized

Það eru aðeins tveir dagar í hina árlegu og vinsælu íslensku tónslistarhátíð Iceland Airwaves. Ég hef aldrei verið svo heppin að vera hérlendis á þeim tíma og bíð því spennt eftir langri helgi. Spáin er líka góð svo það er enn meiri ástæða til að hlakka til.

Það getur verið erfitt að finna til outfit fyrir svona viðburð. Passið ykkur að “googla” ekki “music festival”. Þá fáið þið einungis upp léttklæðnað frá heitari slóðum. Klæðum okkur í takt við árstíma og verum hæfilega töff. Undirituð sér fyrir sér einfaldar flíkur paraðar saman með smá twisti.

Þykkir sokkar við hælaskóna! Spaghettí hlýrar yfir stuttermabolinn! Skyrtur í stærri stærðum eða klútur á háls! Allt eru þetta hugmyndir af einföldum leiðum til að setja punktinn yfir i-ið.

Átt þú Airwaves armband í ár? Hér deili ég nokkrum vel völdum dressum sem veita mér innblástur.
Stelum stílnum –

//
In only two days the Icelandic music festival, Iceland Airwaves, starts in the center of Reykjavik. For the first time I am at the right place in right time so I look forward to a long weekend with a lot of music… and of course street style.
I found some inspiration for the weekend look – basic with a small twist!

The most important – put on warm jacket. It’s never cool to be freezing!

 

 

Þetta eru auðvitað margir dagar og mögulega má gíra sig upp og niður eftir stemningu hverju sinni.
Svo er það bara hlý yfirhöfn og við erum good to go …
Sjáumst í stuði!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GÓÐAN DAGINN

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    1. November 2016

    Falleg look! xx