GAMLÁRSKVÖLD: LÚKKIÐ

SHOP

English Version Below

Við fjölskyldan munum fagna áramótunum á Íslandi í þetta sinn. Handboltamaðurinn á heimilinu á að vísu leik annað kvöld og því mætum við ekki á klakann fyrr en korter í mat á Gamlársdag …. en við rétt náum ;)
Ég hef brennt mig á því árlega að vera sein þegar kemur að fatavali fyrir þetta mikla partýkvöld. Eru fleiri í þeirri stöðu? Ég fór yfir úrvalið í íslenskum verslunum og tók út nokkrar flíkur sem kölluðu á mig. Á Gamlárskvöld má stíga aðeins út fyrir rammann í fatavali og meira er leyfilegt. Samfestingar eru eitthvað sem ég tengi við þetta kvöld, samstæðudress, glimmer, pallíettur og aukahlutir. Eru þið sammála mér þar?
Hér fáið þið hugmyndir –

mossdagmarimg_0329

Systir mín mátaði þennan í gær og “seldi mér hann” þegar hún spurði mig um álit á tveimur flíkum. Ykkur líka? Ekki klæðast honum við ökklasokka eins og hún gerir á þessari mátunarklefamynd ;)
Fæst: Gallerí 17

einvera

Þessi toppur gengi pörfekt við “náttbuxurnar” sem ég sagði ykkur frá á dögunum. Hælar og dökkar varir.
Fæst: Einvera

einvera_

Pallíetta og opið bak.
Fæst: Einvera

 

fullsizerender

Þessi kjóll er íslensk hönnun frá Helicopter. Hann heitir “New Beginnings dress” og því mjög viðeigandi þegar tekið er á móti nýja árinu.
Fæst: Kiosk Laugavegi

lindex_

V hálsmál og víðar skálmar. Ég myndi klæðast mjög háum skóm og setja hárið í hnút.
Fæst: Lindex

 pall-malene-birger

Pallíettu pils(ið) fæst í Evu á Laugavegi – eða í Malene Birger fyrir ykkur sem eruð ekki á Íslandi. Fallegt …
Ég myndi klæðast því við einfaldann tshirt með víðu hálsmáli og stóra eyrnalokka.

 

samst

Glitrandi samstæða – verður ekki áramótalegra.
Frá Hildur Yeoman.
Fæst: Kiosk Laugavegi

veromoda

 

Síðerma samfestingur sem hægt er að poppa upp og niður. Gala á Gamlárskvöld en við sneakers seinna meir.
Fæst: Vero Moda

vila

Uppháar buxur og þessi hér.
Fæst: Vila

zara

Fallegi blúndu samfestingur frá Zöru

15781727_1255703247809725_6220541390300987007_n

Þessi Hildar Yeoman dásemd fer hávöxnum vel. I wish …
Fæst: Kiosk Laugavegi

ts17b35kblk_zoom_f_1Það er einhver ákveðinn stimpill yfir þessum fína kjól frá Topshop. Við hann myndi ég einungis klæðast þunnum svörtum sokkabuxum og fallegum skóm.

15541074_10154674675775520_4090762108122293322_o

Ef við viljum gera mjög góð kaup þá er þessi málið. Fallegur fínt og casual frá Andreu Boutiqe.
Fæst: AndreA Boutiqe Hafnafirði og Laugavegi

Happy shopping!

//

Only two days until New Year’s Eve. I am always pretty late to pick out the dress – do you have the same problem?
I was surfing today looking for good ideas and wanted to share it with you. All the items above are available in Icelandic stores

Which one is your favorite?

I will fly home to Iceland to celebrate and will be there right before dinner.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: NÁTTBUXUR

DRESSLÍFIÐ

English Version Below

Ég kemst ekki úr notalega jólagírnum sem hefur einkennt síðustu daga. Í dag er venjulegur vinnudagur og ég reyndi að setja mig í stellingar fyrir slíkt. Þegar kom að fatavalinu voru þægindin enn lykilatriði og því dró ég fram þessar ágætu (og einstaklega notalegu) buxur.
Ég birti Xmas stöðuna á mér á Instagram Story fyrr í dag og fékk spurningar hvaðan þessar buxur væru. Það er svolítið síðan þær urðu mínar og eru þær uppseldar hér úti hjá mér. Ég athugaði hins vegar málið heima og þær eru til á slánum (allavega í Smáralind) fyrir áhugasama. Eru einhverjar að leita að buxum við fallegan áramótatopp? Þá mæli ég með þessum.
Þessar hafa oft verið notaðar við hæla og varalit þó þær líti út eins og náttbuxur að þessu sinni, við inniskó og falið þreytt andlit ?
Náttfatalúkkið var samt einmitt það sem “seldi mér” þær á sínum tíma – silkiáferðin fína …

img_0281 img_0282

Frá: VILA
Toppur: H&M Trend

//

You might think i was wearing pyjamas? I picked the must conferrable pants this morning – Xmas feeling ..
From: VILA

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DESEMBER DAGAR

DRESSLÍFIÐ

English Version Below

Ég get ekki annað sagt en að dagarnir séu langir í desember. Það hefur verið krefjandi verkefni að finna stöðuleikann á milli vinnu og að vera með lítinn stubb á hliðarlínunni. Í gær leyfðum við okkur fjölskyldan ljúfa jólastund með sænskum vinum og þegar heim var komið tók alvaran við aftur. Þetta var útsýnið, en þarna hef ég klárað marga annasama desemberdaga.

img_0168

Sófi: Norr11, Bók: ANDLIT

img_0171

Peysa: BOB Reykjavík/Húrra Reykjavik, Buxur: Levis Vintage, Belti: Dark Mood/GK Reykjavik

Smá stöðuuppfærsla hjá mér á Þorláksmessu. Njótið síðasta dagsins fyrir jól. Vonandi eruð þið flest komin lengra í undirbúningnum heldur en ég. Listinn er ansi langur sem ég þarf að klára í dag en þeim verkefnum verður sinnt með bros á vör.

//

I’ve been having a long days in December. I do not complain … – soon we have Christmas and than I am gonna sit in this couch a lot – my favorite spot in my home. Here, after midnight, wearing Bob Reykjavik Sweater and Dark Mood accessory.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

AÐVENTUGJÖF #4

ÍSLENSK HÖNNUNSHOP

–  UPPFÆRT –

Váháhá!! Takk kærlega fyrir frábærar viðtökur við fjórðu aðventugjöfinni hér á blogginu. Með hjálp random.org fékk ég upp heppin lesanda til að gleðja rétt fyrir jólin.

Kæra Steiney Snorradóttir þú ert sú heppna að þessu sinni. Sendu mér línu á eg@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar.

Takk þið öll fyrir þáttökuna.

Hlýjar hátíðarkveðjur yfir hafið

____________

Ég trúi því ekki að það sé kominn fjórði í aðventu … tíminn flýgur!

Það er komið að síðustu Aðventu gjöfinni minni hér á blogginu og hún er sko ekki af verri endanum.
Mínir lesendur vita að 66°Norður er í miklum metum hjá mér enda birtast vörur frá þeim reglulega á blogginu. Fyrirtækið hefur tískuvæðst ótrúlega hratt síðustu árin og virðist alltaf vera með hlutina á hreinu heima á Íslandi en líka hérna megin við hafið. Á mjög stuttum tíma er til dæmis í mikilli tísku að klæðast 66°Norður í Kaupmannahöfn – ekki slæmt!
Er ekki við hæfi að við látum sjóklæðagerðina sjá um síðasta glaðninginn í desember? Mér finnst það ..

Ný yfirhöfn kom í sölu í vikunni og ég er hrifin! Heppinn lesandi mun hljóta þennan fallega anorakk – Suðureyri Anorak. Flíkin er nútíma útgáfa af hinum klassíska sjóstakk sem er ein af einkennis flíkum fyrirtækisins.

Ég fíla þetta lúkk í botn. Úlpan er í herrasniði, en ég vel mér oftast herraúlpur í minnstu stærðunum og hér að neðan sjáið þið bæði dömu og herra klæðast henni. Svona eiga úlpur að vera – stórar, hlýjar og fyrir vikið meira kósý.

Þessi myndaþáttur að neðan hittir líka í mark. Er kúl út í gegn, hrár og sýnir okkur krefjandi íslenskar aðstæður – SELT.

Leikreglurnar finnið þið neðst í póstinum … megi heppnin vera með ykkur.

66n-0021 66n-0083 66n-0511 66n-0531 66n-0614 66n-0056 66n-0068

Langar!!

LEIKREGLUR

  • Smellið á deila eða tweet hnappinn neðst til hægri í færslunni.
  • Skiljið eftir komment við færsluna með stærð sem þið óskið eftir  (XS-L)
  • Ég er @elgunnars á Instagram – follow me! (ekki skilyrði til að komast í pottinn)

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BOB ER MÆTTUR Í HÚRRA

English version below

Bob, besti vinur minn, er lentur á Íslandi og fer í sölu í Húrra Reykjavík seinna í dag – 16. desember. Fatamerki sem maðurinn minn, Gunnar Steinn Jónsson, vinnur að af ástríðu ásamt Róberti Gunnarssyni. Ég er svo heppin að fá að taka smá þátt frá upphafi til enda og get fullyrt að þetta er flottasta línan þeirra Bob bræðra hingað til. Þið hafið eflaust séð mikið af merkinu á samskiptamiðlum okkar hjúa uppá síðkastið?

b_ bob b bo
@elgunnars og @steinnjonsson á Instagram

Ég tók saman mínar uppáhalds flíkur úr línunni en restina getið þið séð á heimasíðu þeirra, þar sem einnig er hægt að panta vörurnar – bobreykjavik.com.

bob2016_p7a6448_web bob2016_p7a7104_web bob2016_p7a6876_web bob2016_p7a6675_web bob2016_p7a6599_web bob2016_p7a6353_web bob2016_p7a6231_web bob2016_p7a7170_web bob2016_p7a6717_web

Myndir: Baldur Kristjáns

 

Jólagjöfin fyrir HANN? Þá er það allavega 2fyrir1 þar sem að við konurnar græðum flík í leiðinni … ég tala af reynslu ;)

Bob er rosalega góður gæi því hann vinnur með UNICEF á Íslandi og með hverri seldri vöru fær barn í neyð hlýtt teppi sem er nauðsynlegt fyrir þau í flóttamannabúðum þar sem næturnar eru kaldar – fallegt. Því miður hafa það ekki allir jafn gott yfir hátíðarnar.

//

Check out the new collection from Bob Reykjavik, which just landed in Hurra Reykjavik and online on bobreykjavik.com.
Bob is a nice guy and with every sold product he donates a warm blanket to UNICEF. The blankets keep children warm in refugee camps – so sad that some people have to spend the holidays in that way :(

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

GÓÐAN DAGINN

INSPIRATIONMATUR

Góðan daginn !! … minn byrjaði sérstaklega vel þegar girnilegur pakki leyndist í póstkassanum. Gullhúðað konfekt í þessu fallega jólaboxi (fæst í Söstrene Grene), bakað hinu megin við hafið. Þetta kallar maður alvöru vinkonur  – takk Margrét!!
Ég get fullvissað ykkur um að þetta er jólakonfektið í ár.

Útsýnið í augnablikinu er einhvernvegin svona –

img_9805

 

Gyllt þema með desember útgáfu Glamour (sem þið getið eignast frítt hér í dag) og gylltum konfekt molum.

img_9806
Margrét er hinn mesti listamaður í bakstri og það er hrein unun að fylgjast með henni í eldhúsinu. Hún heldur úti vefsíðunni KakanMín.com þar sem hún deilir dásamlegum uppskriftum – margir þekkja nú þegar síðuna en þið hin ættuð endilega að bæta henni á bloggrúntinn: hér

15193657_1268727333179918_9032143129702316012_n

Eru einhverjir komnir með vatn í munninn?
Hér fáið þið uppskriftina af þessum molum …

250 g döðlur með lakkrísdufti
1 poki sterkar djúpur
1 poki Freyju Hrís (ca. 200 g)*
100 g smjör
100 g púðursykur
150 g súkkulaði (dökkt eða ljóst)**

… en aðferðina finnið þið: hér 

Verði mér og ykkur að góðu!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS

DRESS

English Version Below

Þetta var mómentið þegar ég uppgötvaði að klæðnaður dagsins var eins og herbergið sem ég heimsótti.
Það var óvart franskt þema – dökkar varir og parísar húfa á höfði. Passaði svona líka vel við umhverfið ;)

img_9599 img_9601img_9600img_9598

Buxurnar fékk ég sendar frá Oroblu á Íslandi og get mælt mjög mikið með þeim. Þetta eru í rauninni leggings en úr stífu efni og fóðraðar að innan – góðar á köldum dögum en á sama tíma skvísulegar með meiru.

Húfa: Ahléans
Peysa: H&M Trend (elska litinn)
Buxur: Oroblu
Skór: Nike Huarache
Varalitur: Daring Ruby – Maybelline

//

That moment when you are wearing the same color as the room you visit – pretty funny ;)
Wearing hat: Ahléans, Sweater: H&M Trend, Pants: Oroblu, Shoes: Nike Huarache

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

AÐVENTUGJÖF #3

SMÁFÓLKIÐ

UPPFÆRT

Enn á ný er ég þakklát fyrir random.org sem hjálpa mér að velja af handahófi lesendur til að gleðja hverju sinni. Þær lukkulegu að þessu sinni eru

Viktoria Kr Guðbjartsdóttir

 – FYRIR HANA
&Telma Björk Helgadótti – FYRIR HANN

vinsamlegast hafið samband á eg@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar.

________

Gleðilegan þriðja í aðventu kæru lesendur. Mikið líður tíminn hratt!! Aðventusunnudagar bjóða uppá nýjar aðventugjafir – í þetta sinn fyrir smáfólkið okkar.

adventuleikur3
Á hverju ári launcha vinir mínir hjá iglo+indi sérstakri Holiday línu og í ár var engin undantekning á þeirri hefð. Flíkurnar eru vinsælar og rjúka fljótt út hverju sinni en ég fékk að taka frá mínar uppáhalds til að deila með ykkur og í framhaldinu gefa tveimur heppnum mömmum – “fyrir hann” og “fyrir hana”.

Stelpudressið er galakjóll með pilsi sem gaman er að snúa sér í.
Strákadressið er í þæginlegri deildinni með þessar mjúku aðsniðnu buxur og “Emil” skyrtu við.

Hér að neðan eru mínir molar á leið á jólaball gærdagsins. Sá minni í fyrsta sinn í skyrtu (ég bilast úr krúttleika) og sú eldri montin með sig í pallíettu og tjulli eins og það gerist hátíðlegast.

 

img_9663img_9664

 

Ertu stráka eða stelpu mamma/pabbi/amma/afi/frænka/frændi/vinkona/vinur? … Eða hvað sem er?
Hvort viltu gleðja stúlku eða dreng?

LEIKREGLUR

1. Skrifaðu komment á þessa færslu: “Fyrir hann” eða “Fyrir hana” ?
2. Smelltu á Facebook “Deila” hnappinn hér niðri til hægri.
3. Líkar ekki öllum við Elisabetgunnars á Facebook? (ekki skilyrði til að vinna)

Ég dreg út 2 heppna vinningshafa á miðvikudagskvöld (14.12.16) –

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Transcendence hjá Hildi Yeoman

EDITORIALFASHIONÍSLENSK HÖNNUN

English Version Below

Fatalína Hildar Yeoman, Transcendence, nær í búðir fyrir jólin. JESS. Mest öll línan er nú þegar komin á slárnar í Kiosk á Laugavegi.
Ég held að ég hafi einmitt látið vita af sambærilegu fyrir jólin í fyrra – þið vitið öll að mér líkar vel við Hildi. Ég hef farið í ófáar heimsóknir í verslun og á vinnustofu þessa flotta listamanns og dugnaðarforks og birt hér á blogginu síðustu árin. Ég segi því stolt frá svona íslenskum tískufréttum.

Ég skrifaði (hér) um löngun mína í þennan dásamlega hatt! Nú er hann á leið í sölu og ég er ekki á landinu til að hlaupa og kaupa hann … æjæj. Þeir koma nefnilega aðeins örfáir í sölu, handgerðir á Íslandi.

Transcendence var í heild sinni vel heppnuð og höfðu margir orð á því að hún væri sú flottasta hingað til. Ég á erfitt með að gera upp á milli en vel er vandað til verka þar eins og í öllum fatalínum Hildar.

screen-shot-2016-12-02-at-12-32-25screen-shot-2016-12-02-at-12-32-51screen-shot-2016-12-03-at-13-29-58 screen-shot-2016-12-03-at-13-30-27 screen-shot-2016-12-03-at-13-30-43 screen-shot-2016-12-03-at-13-31-07 screen-shot-2016-12-03-at-13-31-20

Ég á eitt hálsmen frá Hildi sem er oft punkturinn yfir i-ið á dressum dagsins –

screen-shot-2016-12-03-at-13-31-32 screen-shot-2016-12-03-at-13-31-46

Ég veit að netabolurinn er á óskalista margra ..

screen-shot-2016-12-03-at-13-33-21 screen-shot-2016-12-03-at-13-42-51

Hönnun efnanna er einstök –

screen-shot-2016-12-03-at-13-43-35

Listaverk –

screen-shot-2016-12-03-at-13-44-06

Lookbookið fyrir línuna hefur ekki verið birt áður en hér getið þið flett í gegnum fleiri myndir, á heimasíðu Hildar.

Myndir: Eygló Gísladóttir
Módel: Kristín Lilja hjá Eskimo
Hár og förðun: Flóra Karítas

Áfram Ísland!

//

Hildur Yeoman new collection, Transcendence, is hitting the stores these days. I am a big fan of the designer and artist as my readers should already know.
You can see part of the new lookbook above – this hat needs to be mine! She will only have few of them and they are handmade in Iceland. The prints are like finest paintings as usual.
You will find the whole lookbook on hilduryeoman.com.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

AÐVENTUGJÖF #2

ÍSLENSK HÖNNUN

UPPFÆRT

Takk fyrir þáttökuna að þessu sinni … með hjálp random.org fékk ég fimm konur upp sem fá nýju MEMO línuna frá Reykjavik Letterpress.

Soffía Lára
Rut Rúnarsdóttir

Eydís Ögn

Erla Jónatansdóttir

Elsa Petra Björnsdóttir

________

img_0527img_0533img_0537

Þessar flottu konur hér að ofan tóku á móti mér þegar ég heimsótti vinnustofu úti á Granda á dögunum. Hildur Sigurðardóttur og Ólöf Birna Garðarsdóttir eru hönnuðirnir á bak við Reykjavík Letterpress. Fyrirtæki sem hefur gert mjög góða hluti hingað til, sem dæmi vinna þær reglulega með sænsku vinum mínum í IKEA (!)  – það verður ekki mikið stærra ;)

Aðal ástæðan fyrir heimsókn minni var að skoða nýjar vörur sem voru þá nýkomnar, heitar úr prentaranum – MEMO lína.
Um er að ræða þrjár ólíkar skipulags blokkir í fallegum litum. Ég fékk sýnishorn með mér heim og ég hef notað þær daglega síðan.

Um er að ræða blokk fyrir vikuna, daginn og svo basic “muna” listi. Mæli mjög mikið með!

Margir eru farnir að skrifa allt svona í símana sína en ég kann einhvern veginn betur við að skrifa þetta á gamla mátann, miklu meiri sjarmi í því og það hjálpar manni betur að muna.

Ég sá strax tækifæri í því að geta hjálpað til við að kynna nýju vörurnar. Mér finnst þetta nefnilega vera tilvalin hugmynd af vinkonugjöf um jólin. Ég er sjálf alltaf í vandræðum með slíkar gjafir þar sem það er yfirleitt eitthvað þak á verði og maður vill vera sniðugur að finna eitthvað sem gleður. Ég enda svo oft enda á þessum típisku stelpugjöfum – varalitur, flík eða kaffibolli hefur verið vinsælt hjá mér síðustu árin.

Þetta er daglegt útsýni hjá mér –

img_0601

Gunni, maðurinn minn, er lang ánægðustur með vikuna. Hér þarf að skipuleggja marga hluti og þessi blokk hefur hjálpað til við slíkt – bæði vinnulega og heimilislega. Ég hjálpa honum að skrifa inn á vikuna en er sjálf duglegust að nota hvern dag fyrir sig sem og “muna” blokkina.

Í samstarfi við Reykjavik Letterpress ætla ég að gleðja lesendur í aðventuleik númer 2 hér á blogginu. 5 vinkonur fá eitt sett af Memo línunni.

LEIKREGLUR

 

  • Smellið á deila eða tweet hnappinn neðst til hægri í færslunni.
  • Skiljið eftir komment við færsluna.
  • Ég er @elgunnars á instagram – follow me! (ekki skilyrði til að komast í pottinn)

 

Ætla fleiri en ég að vera skipulagðari á nýju ári?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR