fbpx

GAMLÁRSKVÖLD: LÚKKIÐ

SHOP

English Version Below

Við fjölskyldan munum fagna áramótunum á Íslandi í þetta sinn. Handboltamaðurinn á heimilinu á að vísu leik annað kvöld og því mætum við ekki á klakann fyrr en korter í mat á Gamlársdag …. en við rétt náum ;)
Ég hef brennt mig á því árlega að vera sein þegar kemur að fatavali fyrir þetta mikla partýkvöld. Eru fleiri í þeirri stöðu? Ég fór yfir úrvalið í íslenskum verslunum og tók út nokkrar flíkur sem kölluðu á mig. Á Gamlárskvöld má stíga aðeins út fyrir rammann í fatavali og meira er leyfilegt. Samfestingar eru eitthvað sem ég tengi við þetta kvöld, samstæðudress, glimmer, pallíettur og aukahlutir. Eru þið sammála mér þar?
Hér fáið þið hugmyndir –

mossdagmarimg_0329

Systir mín mátaði þennan í gær og “seldi mér hann” þegar hún spurði mig um álit á tveimur flíkum. Ykkur líka? Ekki klæðast honum við ökklasokka eins og hún gerir á þessari mátunarklefamynd ;)
Fæst: Gallerí 17

einvera

Þessi toppur gengi pörfekt við “náttbuxurnar” sem ég sagði ykkur frá á dögunum. Hælar og dökkar varir.
Fæst: Einvera

einvera_

Pallíetta og opið bak.
Fæst: Einvera

 

fullsizerender

Þessi kjóll er íslensk hönnun frá Helicopter. Hann heitir “New Beginnings dress” og því mjög viðeigandi þegar tekið er á móti nýja árinu.
Fæst: Kiosk Laugavegi

lindex_

V hálsmál og víðar skálmar. Ég myndi klæðast mjög háum skóm og setja hárið í hnút.
Fæst: Lindex

 pall-malene-birger

Pallíettu pils(ið) fæst í Evu á Laugavegi – eða í Malene Birger fyrir ykkur sem eruð ekki á Íslandi. Fallegt …
Ég myndi klæðast því við einfaldann tshirt með víðu hálsmáli og stóra eyrnalokka.

 

samst

Glitrandi samstæða – verður ekki áramótalegra.
Frá Hildur Yeoman.
Fæst: Kiosk Laugavegi

veromoda

 

Síðerma samfestingur sem hægt er að poppa upp og niður. Gala á Gamlárskvöld en við sneakers seinna meir.
Fæst: Vero Moda

vila

Uppháar buxur og þessi hér.
Fæst: Vila

zara

Fallegi blúndu samfestingur frá Zöru

15781727_1255703247809725_6220541390300987007_n

Þessi Hildar Yeoman dásemd fer hávöxnum vel. I wish …
Fæst: Kiosk Laugavegi

ts17b35kblk_zoom_f_1Það er einhver ákveðinn stimpill yfir þessum fína kjól frá Topshop. Við hann myndi ég einungis klæðast þunnum svörtum sokkabuxum og fallegum skóm.

15541074_10154674675775520_4090762108122293322_o

Ef við viljum gera mjög góð kaup þá er þessi málið. Fallegur fínt og casual frá Andreu Boutiqe.
Fæst: AndreA Boutiqe Hafnafirði og Laugavegi

Happy shopping!

//

Only two days until New Year’s Eve. I am always pretty late to pick out the dress – do you have the same problem?
I was surfing today looking for good ideas and wanted to share it with you. All the items above are available in Icelandic stores

Which one is your favorite?

I will fly home to Iceland to celebrate and will be there right before dinner.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: NÁTTBUXUR

Skrifa Innlegg