FIMM FRÁBÆR ÁR

LÍFIÐTRENDNET

English Verison Below

Fyrir fimm árum gerðist þetta:

Með þessum snillingum:

Til hamingju Trendnet með árin öll. Í dag, 9 ágúst, er vefsíðan fimm (!) ára og ég spring úr gleði og stolti yfir velgengni síðunnar og hversu margir fylgjast með. Trendnet byrjaði sem hugmynd í kollinum á mér þegar ég horfði á sænskar sambærilegar síður vaxa og dafna. Mér fannst gaman að koma þar við, lesa góðar og jákvæðar fréttir og fá innblástur frá áhugaverðum einstaklingum sem unnu að spennandi hlutum. Síðan hefur haldið góðu róli og vaxið og dafnað þessi 5 ár, sem er ekki sjálfsagt fyrir vefsíður á Íslandi sem koma og fara. Í dag hefur Trendnet að geyma 13 ólíka bloggara undir eina og sama hattinum. Við erum hvert og eitt með okkar sérsvið og deilum vinnu, fréttum og lífstíl með tryggum lesendum, ykkur. TAKK fyrir að koma stundum hingað inn og taka þátt í stuðinu.

Ég er stödd í Kaupmannahöfn í dag þar sem tískuvikan stendur sem hæst. Planið er að kíkja á nokkrar sýningar ásamt því að fanga fasjón fólk á götum borgarinnar. Fylgist með HÉR í beinni. Ég mæli líka með því að þið kíkið á Facebook síðu Trendet í dag en þar erum við að gefa virkilega veglega afmælisgjöf til lesenda –

Flugmiði fyrir tvo til einhverra af áfangastöðum Icelandair í Evrópu (!) Meira: HÉR

Jæja … danska tískan bíður mín.

//

Trendnet is five years old today !!!  HIP HIP HURRAY!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GÓÐAN DAGINN

LÍFIÐTRENDNET

English Version Below

Í dag tók ég einn af þessum morgnum – þar sem ég tek tölvuna með mér út úr húsi og svara tölvupóstum á notalegu kaffihúsi. Það gerir mikið fyrir mig að skipta reglulega um vinnu umhverfi. Ég réttlæti kaffikaupin þar sem þau eru ódýr leiga á skrifstofu húsnæði ;) Ekki slæmt sænska hornið mitt í dag …

image1

Toppur: Vero Moda, Bolli: Tvöfaldur cappuccino
… Jahérna hvað ég þarf að þrífa tölvuna!!

 

Ég er með Trendnet snappið í dag. Eru ekki allir að fylgja okkur undir nafninu @trendnetis ? Eyðum deginum saman þar. Sjáumst!

//

Hallo from here …
You can follow me on the Trendnet Snapchat today – please add @trendnetis.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

FJÖGUR ÁR AF FUN

LÍFIÐTRENDNET

Góða kvöldið .. í seinna lagi þennan daginn, 9 ágúst.
Þessi póstur er búinn að vera í bígerð síðan snemma í morgun en á nýjum stað í nýju landi stendur ýmislegt á og tíminn flýgur. Ég hef ekki komist í skrifin fyrr en núna rétt fyrir miðnætti. Svona eru sumir dagar …

Morguninn byrjaði á pallinum með tölvuna við hönd en þannig byrja ég alla daga. Þó ekki á þessum palli en alltaf með tölvuna fyrir framan mig sama hvar ég er í heiminum þá stundina. Mér finnst það frábært að fá að vinna við það sem mér finnst skemmtilegt og að Trendnet hafi vaxið og dafnað svo vel. Síðan er í dag orðin 4 ára sem er ótrúlegt.

Við fjölskyldan lifum einskonar sirkuslífi vegna atvinnu mannsins míns og við fjölskyldan fylgjum með þar sem hann treður upp það árið. Ég tel það forréttindi að ég geti flakkað með lítinn léttan kassa með mér hingað og þangað um heiminn og samt komist upp með að vera með verkefni og vinnu á degi hverjum – takk fyrir það Trendnet.

13988691_10153950639147568_580554884_nlif

Ég held að haustið og næsti vetur verði með betri tímabilum á þessari ágætu síðu og hlakka til að fylgja eftir nýjum frábærum pennum og takast á við samstörf úr ólíkum áttum. Fylgist með !

Síðan hefur eignast trygga lesendur og sem veita bloggurunum orku til að halda uppi vandaðri síðu. Það er nefnilega vanmetið hversu mikil vinna það er að halda uppi faglegu og lifandi bloggi. Trendnet er líka sérstök síða að því leitinu til að það taka aðeins jákvæðir póstar eða fréttir á móti lesendum og því ættu allir að ganga glaðir frá borði.

TAKK þið sem fylgið okkur – bæði gamlir lesendur sem nýjir!  Það virðist alltaf sem nýjir séu enn að bætast í okkar ágæta hóp lesenda.

Látum ár númer 5 byrja á þessum orðum. Tökum þau til okkar – hver á sínu sviði.

df57db38bda61cd19ad396b7b54b52a4 865d69be89440cb9014ed2eeaf5b6042

Áfram Trendnet og áfram við öll!!

//

Today is a BIG day because Trendnet just turned four – 4 years of fun !
The site have developed a lot in these years and I am thankful for waking up every day, no matter where I am in the world, with a job and projects that make me happy.
Trendnet is different and you can sure that only positive posts and news are waiting for you.

Happy Birthday and the biggest thanks to all the readers that keep us going.
I am taking the words above into the new year and I hope you can also use them.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

100.000 KRÓNA JÓLAGJÖF

TRENDNET

!UPPFÆRT!

Trendnet hefur valið þann heppna sem hlýtur 100.000 kr gjafabréfið. Það er ekki ónýtt að fá “SMÁ” aukapakka á jóladag.

Til hamingju:

Anna Lísa Ríkharðsdóttir

Við þökkum fyrir frábæra þátttöku og óskum ykkur frábæru lesendum gleðilegrar hátíðar!

TRENDKVEÐJUR FRÁ BLOGGURUM SÍÐUNNAR!
——
Mundu allir eftir því að setja skóinn út í glugga í gærkvöldi? Trendnet hættir aldrei að trúa á jólasveininn þrátt fyrir leiðinlegar sögusagnir um að hann sé uppspuni. Það hefur skapast hefð fyrir því að jólasveinarnir gefi heppnum lesendum síðunnar í skóinn og verður ekki breyting á þetta árið.
Á hverjum degi fram að jólum munum við gefa lesendum veglegar gjafir á okkar samfélagsmiðlum, það getur því borgað sig að fylgja Trendnet á Facebook og Instagram.

Kertasníkir er þekktur fyrir að gefa veglegustu gjafirnar og höfum við fengið staðfestingu á hans framlagi í ár –

100.000 KR. GJAFABRÉF FRÁ 66°NORÐUR !!!

 663 662 661

Gjöfin er við hæfi miðað við hvað Trendnetarar eru hrifnir af íslenska útivistarmerkinu. Það hefur sýnt sig í bloggfærslum síðustu árin. Myndirnar hér að neðan eru aðeins brot af því besta –

  03SMALL-620x930toolbelst-620x466hilphoto-11photo-31 Processed with VSCOcam with g3 preset 11027987_851646454921821_6008041459683441938_n-620x620 06-620x413 Screen-Shot-2015-11-28-at-9.04.23-PM Screen-Shot-2015-11-28-at-9.00.11-PMDSCF1478-620x933IMG_9245IMG_4343-620x4132-620x826

Svona kemst þú í pottinn:
1. Smelltu á Facebook “deila” hnappinn niðri til hægri í færslunni.
2. Skyldu eftir komment með þínu nafni.
3. Láttu þér líka við Trendnet á Facebook HÉR

Þú vinnur aldrei nema þú takir þátt! Vinningshafann drögum við út á aðfangadag.

Jólakveðjur frá bloggurum Trendnets.

Three Is A Magic Number

LÍFIÐTRENDNETWORK

Three Is A Magic Number !!! Til hamingju Trendnet með að hafa náð þeirri tölu. Trendnet fagnar í dag þriggja ára afmælisaldri – tíminn flýgur hratt …
Ég finn á mér að fjórða árið verði það besta hingað til. Margt er nefnilega í uppsiglingu sem gaman verður að segja frá á næstunni.

Hér býð ég ykkur í heimsókn á svalirnar í tilefni dagsins … mér finnst það vel við hæfi á sunnudegi því þá leyfi ég mér notalegri stundir við tölvuna eins og þið þekkið orðið flest. Í þetta sinn færði ég vinnuna (og kaffibollann) út. Skál í boðinu xxx

photo 1 photo 2 photo 3
Kjóll: &OtherStories, Hálsmen: Hildur Hafstein , Bolli: Design Letters/Hrím

Ég mæli með að þið fylgist með á Trendnet þessa ágætu afmælisviku. Í tilefni áranna verða lesendur gladdir með fjöldanum öllum af glæsilegum afmælisgjöfum. En þeir sem að hjálpa okkur að gefa gjafirnar eru eftirfarandi:

Bláa Lónið
Nike
LINDEX
Joe & The Juice
VILA
ESSIE
I Love body baðsápur
BOB Reykjavik
GLAMOUR
JÖR by Guðmundur Jörundsson

.. og fleiri. 

Ekki missa af !!!

Nýtt ár, ný tækifæri –
TAKK og aftur TAKK
kæru lesendur – án ykkar væri þetta ekki hægt.

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

 

HVER VERÐA TRENDIN 2015?

TRENDTRENDNET
786967

mbl.is/Á​rni Sæ­berg

786964

mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hver verða trendin á nýju ári? …

… var heiti fyrirlestradags Ímark sem fram fór í Arion banka fyrir helgi. Fólk úr mismunandi geirum fékk orðið og deildi sinni sýn með gestum dagsins. Allir fyrirlesararnir voru áhugaverðir en þó fangaði Daniel Levine mest af athygli minni. Daniel er virt nafn í þessum bransa og einn helsti sérfræðingur heims í að greina trend á mörkuðum. Í fyrirtæki sínu, Avant Guide, hjálpar hann öðrum fyrirtækjum að sjá fyrir hvaða trend verða ráðandi á mörkuðum hverju sinni. Markmið hans er að hjálpa þannig til vði að næla í viðskiptavini og auka sölu.

Hann semsagt fylgist með trendum í öllum brönsum (t.d. markaðssetningu, ferðamálum, fasteignum, tækni, hönnun og tísku o.s.frv.) og reynir að fanga það mikilvægasta. Hægt er að fylgjast með honum á Twitter undir @avantguide.

10928150_10152676732647568_2116766550_n10921923_10152676839387568_1322593053_n

“Það eru ekki þeir stærstu og sterkustu sem lifa af, heldur þeir sem eru fljótastir að aðlagast”
– Charles Darwin

Darwin vissi hvað hann söng og enn eru það þeir hæfustu sem lifa af. Við höfum séð mörg dæmi um stórfyrirtæki sem orðið hafa undir í baráttunni þegar þau hafa ekki verið á tánum.

Árið 2015 munu fyrirtæki keppast um heilli viðskiptavina samkvæmt Daniel. Þjónusta mun skipta sköpum og meira en áður. Daniel nefndi Apple sem gott dæmi um mjög góða þjónustu í dag en þeir bjóða uppá “customer service” sem er til fyrirmyndar. Bæði í verslunum og á neti.

Hann talaði um mörg skemmtileg dæmi og má þar nefna selfie stöngina. Hann vildi meina að hún væri “fad” en ekki “trend”. En það þýðir að vara sé mjög vinsæl yfir tímabil og muni vinsældirnar dvína hratt.

 

Dæmi hver fyrir sig ? Mig langar samt sem áður ennþá í vöruna. Markaðsstjóri Nova, Guðmundur Arnar Guðmundsson, var ekki par ánægður með þau orð en hann var fundarstjóri dagsins.

Áhugasamir geta lesið meira um herra Levine hér. 

10899311_415634868601401_1358661626_n

Takk fyrir mig Ímark  – það væri gaman ef maður hefði tök á að mæta oftar.

xx,-EG-.

TRENDNET ÁRSFÖGNUÐUR

MATURTRENDNET

Við fjölskyldan lentum með hraði hér á klakanum daginn fyrir gamlárs. Fyrsta mál á dagskrá var að mæta í hitting með dásamlegum meðbloggurum á veitingastað í Austurstrætinu. Apotekið hefur þar vaknað til lífsins flottara sem aldrei fyrr. Ég fangaði mómentin á filmu. Passið ykkur að renna ekki í gegnum póstinn mjög svöng – það gæti orðið hættulegt.

 DSCF5878DSCF5893
Sætar Sveinsdætur mættu í fordrykk –

DSCF5896

Andrea Elísabet Gunnars – Irena

DSCF5883 DSCF5885
Við fengum valkvíða á forréttamatseðlinum og pöntuðum því sitt lítið af hverju til að deila – það var góð hugmynd.

DSCF5881DSCF5879
Ég er enn með vatn í munninum eftir gómsætan humar sem borinn var fram með einhverskonar “Crème brûlée” –

DSCF5876
Ljósin í loftinu fönguðu augun, sem og önnur falleg hönnun sem prýðir staðinn.
Glerljósin heita: Never Ending Glory og kúluljósin eru héðan samkvæmt Svönu snilla á Svart á Hvítu

DSCF5902DSCF5907

Gulur rauður grænn eða blár?
Smá sætt í lok kvölds –

DSCF5927

Það vill oft verða smá stífleiki þegar farið er á fína veitingarstaði. Apotekið leyfir casual klæðnað í flottu umhverfi sínu og býður upp á létt andrúmsloft. Ég mætti í sneakers en leið samt ekkert underdressed. Einnig voru þjónarnir léttir í lund og með bros á vör. Maður fann að þeim finnst gaman í vinnunni – mikilvægt.

Við söknuðum Helga, Ernu Hrundar, Karenar Lindar, Pöttru og Ásu Regins. Þið komið með næst!

Takk fyrir ljúfa stund Trendnetarar og takk fyrir mig Apotek Restaurant – ég kem pottþétt aftur.

xx,-EG-.

TOPP20 ÁRIÐ 2014

LÍFIÐTRENDNET

10893847_10152633162912568_1683487987_n

Á öllum áramótum er mikilvægt að gera upp árið og þakka fyrir það sem á undan er gengið. Ég ákvað að taka saman mínar mest lesnu færslur árið 2014 en það gerði ég líka í fyrra.

Það er gaman að skoða bloggárið og sjá hversu jafnar mínar færslur eru lesnar. Það þykja mér góð tíðindi og benda til þess að ég sé að gera eitthvað rétt fyrir minn lesendarhóp.
Ég tók saman 20 færslur með ágripi og einni mynd – smellið á þær sem vekja áhuga ykkar til að vita meira.

20. DV: HVAÐ ER Í TÍSKU Í HAUST?

“Veglegar ullarpeysur hlýja”

tiska-620x450

19. “ON THE RUN” ENDAÐI SVONA (!)

“Af því að ég er búin að horfa á þetta myndband sirka 100x (á meðan ég á að vera að gera eitthvað allt annað og mikilvægara!) þá get ég ekki annað en deilt því hér líka. Þið getið þá kannski tekið við af mér í áhorfinu.”

18. LÍFIÐ: JÓLAKLIPPING

“Þvílíkur léttir … ég fór í langþráða jólaklippingu fyrir helgi, en hárið var búið að vaxa extra hratt núna í haust. Þegar maður loksins þorir að klippa vel af því einu sinni þá verður ekki aftur snúið. Það er allavega þannig í mínu tilviki en þið munið eflaust einhver eftir því hversu sítt hárið á mér var í mörg ár. Mjög mörg ár. Í dag er raunin önnur.”

10846598_10152566252832568_1985852304_n

17. TÝNDAR STÚLKUR

“Takk fyrir mig Krabbameinsfélag Íslands og þið vinalega starfsfólk sem þar tók á móti mér. Mikið er ég glöð að þið funduð mig.”

10721032_10152441991292568_48787130_n

16. XO: SAMFESTINGUR

“Ég sé hann fyrir mér fínt til að byrja með en í framhaldinu við sandala eða sneakers.
Nei eða já? Af eða á?”

photo 1

15. LAUGARDAGSLÚKKIÐ

Skyrta: WoodWood
Buxur: Zara
Sokkar: Oroblu
Skór: Zara

DSCF2796

14. NÝTT UPPHAF

“Við fjölskyldan ferðuðumst til Þýskalands á dögunum en þar hoppuðum við á milli húsnæða í von um að finna nýtt heimili. Ástæðan fyrir ferðalaginu eru nefnilega væntanlegir flutningar til Þýskalands seinna í sumar þar sem Gunnar Steinn hefur skrifað undir samning við Gummersbach, það fornfræga handboltalið.”

image-13

photo 2

13. EINS OG AÐ GANGA Á SKÝI

“Ég get svo svarið það að þessi sneakers tíska er það besta sem gat komið fyrir. Örugglega margir sammála mér þar.”

image_4

12. DRESS: COPY/PASTE

Hattur: Lindex, Peysa: H&M, Buxur: Mango, Kaffi: Franskt

Rag&Bone: 395 $ = 47.000 ISK
VS
H&M: 29.90 Evrur = 4.400 ISK

Elisabet1

11. STÍLLINN Á INSTAGRAM: FANNEY INGVARS

Hver er Fanney Ingvarsdóttir?
Ég er 22 (bráðum 23) ára Garðabæjarmær. Ég er flugfreyja hjá WOW air og nýnemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hef áhuga á öllu sem tengist íþróttum, tísku, ferðalögum, mat, hreyfingu og því góða sem lífið hefur upp á að bjóða.

10. LÍFIÐ: JPG X LINDEX

Að opna hurðina á verslun Lindex í gær var eitthvað sem verður minnistætt lengi.”

DSCF4754

9.  FRÁ TOPPI TIL TÁAR

“Back to school …..”

10613796_10152337963577568_1864702503_n

8. HEAVY MASKARI INNÍ HAUSTIÐ

“Það er eitthvað við þetta lúkk sem hefur verið að heilla mig uppá síðkastið. Að leyfa sér meiri þykkingu á augnhárin þannig að maskarinn sé sýnilegur – 70s style.”

10566439_10152357225077568_1322354020_n

7. STÍLLINN Á INSTAGRAM: ELFA ARNAR

Hver er Elfa Arnardóttir?
Ég er 27 ára gömul og uppalin í 103 RVK. Ég er það lánsöm að fá að starfa hjá Icepharma sem markaðsstjóri fyrir Nike á Íslandi og er með gráðu í verkfræði frá HR. Í hjarta mínu hef ég alltaf verið óttalegur sígauni en ég lifi fyrir að flakka um heiminn eins mikið og starfið mitt leyfir. Að því sögðu á ég á mjög erfitt með að tolla á sama staðnum í einsleitum verkefnum til lengri tíma. Ég tel mig lifa nokkuð heilbrigðum lífstíl og hef áhuga á fjölbreyttri hreyfingu, ferðaflakki og fólkinu í kring um mig.

6. ALLIR ÆTTU AÐ LÁTA DRAUMA SÍNA RÆTAST

“Ég birti grein í Nýju Lífi á dögunum fferðalagi mínu til Parísar fyrr í sumar og viðtal við hátískuhönnuðinn Jean Paul Gaultier.  Ferðalag sem gleymist seint – vel heppnað í alla staði.”

photo 3-1

6. LANGAR: Y.A.S.

“Morguninn byrjaði ansi vel með vel völdu fólki á Nauthól þar sem fram fór kynning á vörulínunni Y.A.S sem seld er í Vero Moda. Ég heillaðist af þessum fallega gula sem er víst nú þegar til sölu í verslunum.”

DSCF3829

5. B4

“Það fylgir Íslands heimsóknum að hafa ávallt nóg fyrir stafni. Ég vinn mikið og svo þarf að hitta allt fólkið sitt. Það sem bættist ofan á álagið í þessari heimsókn er ný íbúð sem við fjölskyldan fjárfestum í.”

photo 4

4. NÝ HERFERÐ 66°NORÐUR

“Þetta er ástæða þess hvað ég elska landið mitt mikið. Á sólríku dögunum sýnir náttúran sína fegurstu mynd en í rigningu og roki birtist einhverskonar orka yfir landið sem er erfitt að lýsa – drauma.”

_H9B9537

3. KLÆÐUMST CONE BRA

Tvífarar dagsins? ; )

photo

2. DRESS

Bolur: Lindex Homewear
Buxur: Vintage Levis
Skór: GS skór
Brjóstarhaldari í hönd: Orðinn minn.

Hvaða miskilningur er það að bolurinn flokkist undir heimaföt? Þennan má nýta í allavega tilefni.

DSCF4586

1. TREND: LOW BUNS

“Áður fyrr tók ég hárið alltaf upp á höfuðið en uppá síðkastið hef ég reynt að breyta til og held honum lægra – í einskonar low bun.”

photo 3

46118bd309322efef39258a2f051556e

Takk fyrir að fylgjast með á nýliðnu ári.

Gleðilegt nýtt bloggár!

xx,-EG-.

JÓLAGJÖFIN ER 66°NORÐUR

TRENDNET
UPPFÆRT:

Kæru lesendur, við þökkum frábær viðbrögð við póstinum. Kertasníkir kom til byggða með þrettándu gjöfina sem vakti lukku enda ekki af verri endanum. Sveinki átti erfitt val fyrir höndum en hann notaði forrit á netinu sem valdi töluna 31. Við á Trendnet hjálpuðum síðan við að telja niður listann.

Sandra Finnsdóttir er sú heppna þetta árið. Við hlökkum til að gleðja hana í tilefni jólanna. Sælla er að gefa en þyggja.
Gjöfin er eins og áður sagði: 66.000 krónur frá verslunum 66°Norður.
Þú mátt gjarnan senda póst á trendnet@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar.

Megið þið öll eiga gleðileg jól og nýár með ykkar fólki.

TAKK FYRIR AÐ LESA TRENDNET.

Hafið þið fylgst með gjafmildu jólasveinunum á Facebook hjá Trendnet? Þar hafa þeir gefið fallegar gjafir á hverjum degi. Kertasníkir er vanur að vera sá gjafmildasti og það er engin undantekning á því hjá Trendnet.
Þetta árið kemur hann til byggða með 66.000 kr. gjafabréf í 66°norður !!!
Helsti eiginleiki 66°norður er að þeir ná að sameina notagildi og íslenska hönnun í fallegri flík. Hvað er hægt að biðja um meira?

66°norður leynist án efa í mörgum jólapökkum í ár, en hvað er hægt að versla fyrir RISA gjafabréf í versluninni !?
Draumurinn er nýi Jökla Parka sem mun endast alla ævi – hann er unisex og virkar á bæði kynin:_h9b1152_h9b1834
Þessi er frekar svalur og flottur fulltrúi merkisins á erlendri grundu:
66north_phaseone10888366north_phaseone108962
Hér koma nokkrar fleiri hugmyndir:
_h9b0065 _h9b9528 _h9b0720 _h9b0491 _h9b1029
Til að komast í pottinn og eiga möguleika á 66.000 kr. gjafabréfi frá 66°norður:

1. Láta þér “líka” við Trendnet á Facebook – HÉR
2. Smella á “deila” hnappinn á færslunni hér niðri til hægri.
3. Skrifa “Gleðileg jól” eða jólakveðju í athugasemd við færsluna.
Við drögum að handahófi vinningshafann annan í jólum, 26. des klukkan 12:00.

Hver verður svo heppin/nn að hljóta þessa frábæru jólagjöf frá Trendnet?

xx,-EG-.

Viltu vinna 50.000 kr. gjafabréf í Lindex?

INSTAGRAMSHOPTRENDNET

10815957_10152534790212568_1322005292_n

Vissuð þið að slagorð Lindex er “FASHION IS FUN”. Í minni vinnu fyrir fyrirtækið hef ég séð að það er einmitt raunin innan veggjanna.

2013-09-26-18.25.16-620x425 photo-11-620x620  DSCF4522-620x933 photo-14-620x620 DSCF4586-620x933 DSCF47291-620x411 DSCF4803-620x411 DSCF9825-620x411 photo-copy-2-620x620-1

“Segðu SÍS” á laugardaginn í Lindex og merktu þitt trendmóment.

Í tilefni af opnun Lindex í Kringlunni á morgun (laugardag) keyrum við af stað skemmtilegan Instagram leik með versluninni.

Merktu þitt trendmóment #TRENDNET #LINDEXICELAND og þú átt tækifæri á að vinna veglega inneign.

Við drögum út
50.000 krónur &
5 x 10.000 krónur
næstu daga.

Verslunin opnar klukkan 12:00 í Kringlunni þann 15. nóvember og fá fyrstu 100 viðskiptavinirnir veglegan “gúddí” bag.

Sjáumst á morgun!

xx,-EG-.