fbpx

9 ÁRA TRENDNET

LÍFIÐTRENDNET

Tölvan sem fer með mér út um allt, er í dag komin með mér á klakann þar sem við fögnum 9 árum af Trendnet tíma.

Það eru 9 ár síðan að við hóuðum saman bloggara landsins undir sama hattinn til að vera frekar samferða í skrifum hér á Trendnet.is. Síðan þá hefur vefsíðan haldið lífi með litríkum pennum sem falla undir alla flokka sem skilgreina lífsstílsvefinn okkar góða. Sumir pennar eru virkari en aðrir, nokkrir hafa hætt á leiðinni, nýjir hafa hoppað á vagninn og svo erum við örfá sem enn skrifum frá fyrsta degi. Allir, gamlir sem nýjir, eru hluti af Trendnet FAM.

Ég hef sjálf bloggað frá árinu 2009, fyrst á mína persónulegu síðu og svo áfram hér á Trendnet þegar við sameinuðumst öll. Ég horfi á bloggið sem einskonar nútíma dagbók sem fer með mér í gegnum lífið. Á meðan ég hef gaman af því að sameina myndir og minningar í ákveðnu jafnvægi hér og á Instagram þá held ég dampi. En um leið og mér mun byrja að leiðast, þá hætti ég.

Takk þið sem kíkið stundum við. Þakklát fyrir það.

Til hamingju með afmælið Trendnet.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

HIMNARÍKI MARKAÐUR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. sigridurr

  9. August 2021

  TIL HAMINGJU TRENDNET! og VELKOMIN HEIM elísabet og fjölskylda!!!! <33333

  • Elísabet Gunnars

   9. August 2021

   TAKK OG SÖMULEIÐIS elsku S <3