Snyrtibuddan: H MAGASIN

BEAUTYMAGAZINE

H Magasín forvitnaðist um þær vörur sem leynast í minni snyrtibuddu í pistli sem fór í loftið í gær. Eins og þið vitið er ég enginn sérfræðingur þegar kemur að snyrtivörum en sagði þó frá minni rútínu fyrir áhugasama. Aðeins ein spurning og svar fær að fylgja með mínum bloggpóst svo ef þið hafið áhuga á að lesa meira þá verðið þið að smella HÉR ;)

 

….

Takk fyrir mig H Magasín.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

NÁTTÚRULEGAR VARIR

BEAUTYSHOP

English Version Below

Eftir að ég birti eyrnalokka færslu hér á blogginu þá fékk ég margar fyrirspurnir um varalitina sem ég var með á myndunum. Í gær fékk ég síðan sömu spurningu á Instagram og ákvað því að koma þessu að hér á blogginu.

Báðir eru frá Burt’s Bees úr 100% nátturlegu efni og fara því vel með varirnar á mér. Ég elska nude litinn og hef notað hann töluvert meira uppá síðkastið. Eins og þið kannski vitið er ég algjör amature þegar kemur að snyrtivörum en hef uppá síðkastið haft meiri áhuga á að vita hvað býr að baki varanna sem ég kaupi mér eða fæ í gjafir.

 

Nafn:  SEDONA SANDS

 

 

Nafn: REDWOOD FOREST

xx,-EG-.

//

These days I am wearing two lipsticks most of the time – both from Burt´s Bees. All natural lip crayon and matt, of course.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

KARL LAGERFELD NOTAR ÍSLENSKA HÚÐVÖRU

BEAUTYFASHIONÍSLENSK HÖNNUN

English Version below

Að sjálfur Karl Lagerfeld noti íslenska húðvöru finnst mér teljast til stórtíðinda! En hann telur upp sínar snyrtivörur í franska Vogue í desember. Til hamingju með þessa stóru auglýsingu Bio Effect. Vörurnar hafa náð gífurlegum vinsældum og vissum kúl stimpil. Nú í franska Vouge og eru t.d. seldar í versluninni Colette í París, en það er ein svalasta og vinsælasta verslun tískuborgarinnar.

Maðurinn minn hefur áður talað um þetta krem þar sem hann heyrði að þetta væri vinsælt dagkrem hjá karlkyninu. Kalli selur enn frekar hugmyndina.

Hingað til hef ég verið mest fyrir Bláa Lóns vörurnar og kaupi því lítið annað.
Þetta gæti þó verið góð ný hugmynd með í jólapakkann hjá mínum manni í ár – ætli hann lesi nokkuð þennan bloggpóst?

15370099_1130607010371303_4995685138594095893_o

Annars elska ég þessa svarthvítu forsíðu sem hann deilir með Lily-Rose Depp – svo afslöppuð og kúl að mörgu leiti.
Sjáið þessa gullfallegu stjörnudóttur Johnny Depp og Vanessu Paradis –

The cover of the Vogue Paris December 2016/January 2017 issue lensed by Hedi Slimane.

The cover of the Vogue Paris December 2016/January 2017 issue lensed by Hedi Slimane.

//
Karl Lagerfeld is a fan of the Icelandic Bioeffect products. In the french Vouge he shared the products he uses and the drops from Bioeffect were one of them. A really big plus for the brand and this will definitely increase the popularity of the products which have been really successful.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

AÐVENTUGJÖF #1

BEAUTY

UPPFÆRT
Takk fyrir frábæra þáttöku hér að neðan …

Með hjálp random.org hef ég fengið upp þá fimm heppnu sem fá gjöf frá Maria Nila. Það var ánægjulegt að sjá eitt strákanafn meðal vinningshafa.
Vinsamlegast hafið samband á eg@trendnet.is með fullu nafni og heimilisfangi.

Elsa Petra

Guðrún Jónasdóttir
Ásthildur Emma Ástvaldsdóttir

Daníel Godsk Rögnvaldsson
Sigríður Margrét Einarsdóttir


Fylgist með um helgina þegar ég gef gjöf númer tvö –

__________

Góðan daginn kæru lesendur. Sunnudags-sjúka konan vaknaði sérstaklega hamingjusöm í morgun. Aðventan er runnin upp og ég tek þessum tíma fagnandi með því að kveikja á fyrsta kertinu, þrífa kotið og hækka í jólalögunum.
Eins og fyrri ár held ég í góða hefð hér á blogginu og mun gleðja mína lesendur vikulega fram að jólum. Þið eruð líklega ánægð að heyra þær fréttir? Ég hef allavega fengið góð viðbrögð hingað til. Gleðjum á aðventunni  <3

15218506_10154974414493287_378756526_n

Í haust var ég í algjörum vandræðum með hárið á mér og skrifaði póst um það á bloggið (hér). Ég fékk mörg góð tips frá ykkur um hvaða hárvörur væri bestar til að laga þetta vandamál en prufaði síðan sænskar náttúrulegar hárvörur sem eru meðal þeirra vinsælli hér í sænska landinu mínu – frá Maria Nila. 

Ef ég á að vera hreinskilin þá hefur hárið á mér sjaldan verið í betra ásigkomulagi, þó ég megi enn skammast mín fyrir þann litla tíma sem ég eyði í að greiða niður úr því. Það er svona þegar maður hefur mikið að gera með krefjandi barn og mikla vinnu á herðum sér – það finnst lítill tími í dekur fyrir sjálfa mig. Hárið á mér er þó í allt öðru standi og því er einfaldara að ráða við það þegar tími til gefst, eins og í dag. Þetta eru líklega hárvörur sem ég mun koma til með að nota í framtíðinni. Allt annað að sjá mig ;)

Hæ héðan –

 

img_9171img_9173img_9175

Ég var svo heppin að fá Maria Nila til að bjóða uppá fyrstu Aðventugjöfina. Ég hlakka mjög til að leyfa ykkur að prufa líka! Þið sem hafið áhuga megið endilega taka þátt í þessum lauflétta leik.

5 heppnir lesendur fá veglegar gjafaöskjur sem innihalda True Soft sjampó, True Soft næringu og Argan olíu – þær vörur sem ég er sjálf að nota.

Eigið góðan dag með ykkar fólki!

LEIKREGLUR

  1. Smellið á deila eða tweet hnappinn neðst til hægri í færslunni.
  2. Skiljið eftir komment við færsluna.Ég er @elgunnars á instagram – follow me! (ekki skilyrði til að komast í pottinn)

//

It’s time to light up the first candle. One of my favourite time of the year!
It has been a tradition to give my readers some gift on the advent. The first one will be from Maria Nila – the natural hair products from Sweden. I have been using them for a while now and I really can see some difference on my hair. Some weeks ago my hair was a disaster and it’s on the right track now. To have a chance to win the products you need to share this post and leave a comment on it.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HEILBRIGT HÁR

BEAUTYINSPIRATION

Hér talaði ég um að ætla ekki að leika eftir dreddana sem Marc Jacobs bauð uppá í tískusýningu sinni fyrir næsta sumar. Ég er þó á góðri leið með það ómeðvitað.

Hárið á mér hefur aldrei verið eins flókið og það er nú. Ástæðan er sú að ég hef ekki gefið mér tíma né haft tök á að hugsa nógu vel um það síðustu vikurnar, mánuðina. Það er voða þægilegt að greiða það bara uppí snúð eða tagl og láta þar við sitja. Ég fékk þó aldeilis að kenna á því núna þegar ég loksins teygði mig eftir hárbustanum því ég hef eytt síðustu tveimur klukkustundum að greiða úr flækjunni. Og það gengur ekki vel …

Hér sit ég og skoða heilbrigð hár á Pinterest. Innblástur minn fyrir helgina.

Mér datt í hug að nota bloggið til að spyrjast fyrir um hvaða hárvörur þið notið eða mælið með? Verkefni helgarinnar er að kaupa mér góða næringu og  minna mig svo á að þetta megi ekki koma fyrir aftur.

//

What hair product do you use – could you give me a tip? I have not been treating my hair last weeks, months and it is chaos. I haven’t brushed it for a while and I always take the easy way and put it up in the morning. Now I am close to getting some dreadlocks which is impossible to brush.
My inspiration for the weekend are some pictures of healthy hair –

 

 

Góða helgi.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

AÐVENTUGJÖF #4

BEAUTY

UPPFÆRT:

Takk fyrir góð viðbrögð við síðustu aðventugjöf þessa árs. Með hjálp random.org dró ég út 5 heppna lesendur til að gleðja með gjafaöskjum frá Bláa Lóninu. Vinsamlegast hafið samband á eg@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar. Gleðilega hátíð.

1.
Hrefna Björg Tryggvadóttir
Mig dauðlangar sko að prufa svona dekurpakka <3

2.
Alfheidur Bjarnadottir:
Ohh ja takk! dekurpakki er vel theginn eftir fædingu frumburdsins

3.
Guðrún Tara Birnudóttir

Það væri alls ekki leiðinlegt að vinna þessa maska, þeir eru klárlega á óskalistanum =)

4.
Helga Jóhanns

Vá hvað þetta væri vel þegið! hef átt silica mud mask og váááá hvað hann bjargaði húðinni minni – væri geggjað að eignast þannig aftur :)

5.
Matthildur Lárusdóttir

ÓÓÓÓhhhhh hvað það yrði dásamlegt að vinna þennan pakka og koma svo endurnærður í vinnunna með fallega húð :* <3

_____

IMG_0214 IMG_0216

Þið fáið mynd í beinni af aðventugjöf dagsins. Ég ákvað að bíða með að setja hana í loftið þar til ég gæfi mér tíma í desemberdekrið sem hefur verið á “to-do” listanum síðustu vikur. Loksins lét ég verða að því þetta kvöldið og því vel við hæfi að ég geti boðið ykkur uppá slíkt hið sama.

FullSizeRender FullSizeRender-1

Ef það er einhvern tíma viðeigandi að slaka á og dekra við sig, þá er það í (oft á tíðum) stressandi desembermánuði. Segi ég og skrifa með uppáhalds maskann minn í andlitinu –  Silica Mud Mask frá Bláa Lóninu.

Mér barst gafaaskja frá íslenska merkinu sem inniheldur þrjá mismunandi maska. Ég þekki tvo þeirra vel þar sem ég hef notað þá við góð tækifæri síðustu árin en þann þriðja þekki ég ekki en hlakka til að prufa.

image1image3image2

Gifts of nature inniheldur:

Lava Scrub: Dökkur kornaskrúbbur unnin úr hrauni, leysir innri krafta húðarinnar úr læðingi.

Silica Mud Mask: Hvíti kísilmaskinn, sem er náttúrulegur og auðkennandi fyrir Bláa Lónið, djúphreinsar, styrkir og jafnar áferð húðarinnar.

Algae Mask: Náttúrulegur þörungamaski sem inniheldur einstaka þörunga Bláa Lónsins. Maskinn endurnærir og eykur ljóma húðarinnar á augabragði og dregur úr sýnileika á fínum línum og hrukkum.

 

Aðventugjöf dagsins er því ekki af verri endanum. Fimm gjafaöskjur af Gifts of Nature fyrir jafn marga lesendur. Gjöf sem gefur dásemdar dekur fyrir þann sem hana hlýtur.

Leikreglur:

1. Skrifa komment á þessa færslu
2. Smelltu á Facebook “Deila” hnappinn hér niðri til hægri.
3. Líkar ekki öllum við Elisabetgunnars á Facebook? (ekki skilyrði til að vinna)

Ég dreg út vinningshafa á þriðjudagskvöld (22.12.15) –

Aðventukveðjur!

xx,-EG-

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

PERSÓNULEG GJÖF FRÁ YSL

BEAUTY

Takk kærlega fyrir mig Yves Saint Laurent! Mikið líður mér merkilegri að taka á móti svona fallegri gjöf.
Þessi persónulegi varalitur verður aldeilis notaður í botn yfir jólahátíðirnar. Ég varð að koma honum að hér á blogginu til að gefa lesendum kost á að eignast svona líka.

Ég hefði nú kannski makað honum eitthvað á mig til að gefa ykkur betra myndefni en ég er á síðasta séns að láta ykkur vita og fannst ekki henta að bera sterkan varalit við náttslopp og ógreitt uppsett hárið .. kannski er það vitleysa í mér? ;)

Processed with VSCOcam with c1 preset
Minn litur er númer 01 og heitir Le Rouge

Processed with VSCOcam with c1 preset Processed with VSCOcam with c1 preset

Erna Hrund á Reykjavik Fashion Journal skrifaði um það um daginn þegar fyrirtækið bauð uppá áritun sem þessa í Kringlunni. Upphaflega hugmyndin var nefnilega sú að gera þessa þjónustu að árlegum viðburði hjá merkinu. Vegna fjölda eftirspurna var ekki annað hægt en að endurtaka leikinn einu sinni enn fyrir jólin og það verður í dag (!) á sérstökum konudegi í versluninni Bjargi á Akranesi. Fyrir þá sem ekki sjá sér fært að komast á staðinn er einnig boðið uppá að hringja í verslun og greiða með símgreiðslu. Varalitirnir verða á 15% afslætti út daginn þar sem áletrun fylgir með sem kaupauki. Áhugasamir geta kynnt sér málið betur: HÉR
Afþví að ég er svo glöð með mína gjöf þá held ég að þetta sé gjöf sem eigi eftir að hitta í mark annarsstaðar.


xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

ÍSLENSKT Á ANDLITIÐ

BEAUTY

Ég hef oft fengið fyrirspurnir um hvaða snyrtivörur eða húðvörur ég nota en hef ekki verið voðalega dugleg að deila því með ykkur hér á blogginu. Ég er algjör amature þegar kemur að snyrtivörum en veit þó hvað hentar mér og því kannski í lagi að segja ykkur frá víst áhugi er fyrir slíku.

Ég nota afar fáar snyrtivörur og er nú bara stolt af því. Ég veit ekki hvort það sé áhugaleysi, tímaleysi eða leti í þessum efnum sem er orsökin. Ég aðhyllist allavega náttúrulegt útlit dagsdaglega og þykir bara nokkuð vænt um þær hrukkur sem bætast við frá ári til árs.
Það sem ég nota þó daglega er dagkrem. Ég á það til að festast í sömu vörum til lengri tíma. Til dæmis notaði ég sama andlitskremið frá því að ég var 16 ára og þangað til fyrir rúmu ári síðan þegar ég skipti yfir í andlitskrem frá Bláa Lóninu, íslenskt já takk! Ég er svo glöð að ég skipti því Bláa Lóns vörurnar eru allar unnar úr náttúrulegum efnum og ég fann strax frá upphafi að ég var að gera húðinni gott.
Hér sjáið þið fyrstu tómu krukkuna og svo krukku númer tvö (!) ég er alveg hooked!

DSCF7830
Rich nourishing cream 

Hefði ég skrifað þennan póst fyrir ári síðan þá hefði ég líklega sagt ykkur að eini gallinn væri sá að kremið væri örlítið of dýrt. Í dag hef ég skipt um skoðun því að dollann entist mér svo lengi og því verðið ekki eins hátt sé miðað við það. Það gleður mig því að deila minni reynslu. Ég ber kremið á mig einu sinni á dag.

Það er eins og með hönnun þá er ég ekki síður stolt af því að nota þessa íslensku vöru og segi útlendingum það gjarnan. Ég nota líka maskann frá sama merki og á meðan þessi færsla er skrifuð fannst mér við hæfi að draga hann fram. Ég mætti nefnilega vera miklu duglegri að bera hann á mig. Er ekki ágætt að ég minni aðra lesendur á að gera slíkt hið sama? Örugglega aldrei betra en einmitt í kvöld – eftir ferðahelgina miklu. Svo nærandi!

photo 1 photo 2

Hér er ég nýkomin úr sturtu á leið í bælið. Það er kannski í fyrra lagi þetta kvöldið en þið munið að ég er 2 tímar+, pís! Sweet dreams yfir hafið bláa xx
Eitt enn. Sumir segja að maður megi sofa með maskann en ég læt það vera.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

 

THE FACE

BEAUTYFÓLK

T MAGAZINE tók saman ellefu ólíkar konur sem gefa okkur rétta tóninn um hvað sé fallegt í dag. Konurnar eru á öllum aldri eða frá 16 ára, sú yngsta og til 44 ára, sú elsta. Þær koma allstaðar að úr heiminum og eru með ólíkan uppruna sem þær koma inná hér að neðan. Allskonar fólk og fegurð í allskonar myndum – eitthvað fyrir mig!

Það er eitthvað sérstakt sem grípur mann þegar maður flettir í gegn.

k

Aya Jones
21, France Halló fallegu Marni eyrnalokkar !

j

Julia Bergshoeff
17, Holland

Eyrnalokkar: Céline
.. ennþá á mínum óskalista!

i

Amber Valletta
41, Bandaríkin

“It’s essential to feel beautiful to oneself. Not in an egotistical way, but in a self-loving way. To look in the mirror and say, ‘you’re beautiful, I love who you are, because you are me.’ I know that sounds so esoteric and weird, but it’s true. I walk with me every day.”

h

Fei Fei Sun
26, KínaEyrnalokkar: J. W. Anderson 


g

Estella Boersma
16, HollandEyrnalokkar: Jesús Rafael Soto

f

Stella Tennant
44, SkotlandEyrnalokkar: Alina Alamorean fyrir IBU Gallery


e

Andreja Pejic
23, Bosnia og Herzegovina“All women have a complicated relationship to beauty, but as a transgender woman it’s a bit more complicated. There’s a lot of pressure to appear feminine. When I was younger, I was most insecure about my size, my angular features, my feet, my hands. . . . At the end of the day, it’s about being comfortable in your own skin, and being able to walk down the street and not have people question your gender — and, for me, being perceived as a woman.”

d

Liya Kebede
37, EthiopiaEyrnalokkar: Louis Vuitton


c

Mica Arganaraz
23, Argentína

b
Edie Campbell
24, England

a

Amilna Estevao
16, Angola“Where I’m from, beauty is not that important. We place a higher value on other things, like education. We focus more on that and moral values. . . and that’s it. It’s more important to be intelligent and educated.”

 

Ljósmyndari: Craig McDean
Stílisering: Joe McKenna
Meira: HÉR

 

Eyrnalokkarnir að ofan eru áberandi í annars látlausri stíliseringu. Hér talaði ég um einn eyrnalokk sem trend en sá póstur fór í loftið í lok síðasta árs. Skoðið endilega og náið ykkur í innblástur.

Öll erum við ólík og mikið fagna ég þeirri staðreynd …

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

Dekur-díll

BEAUTY

UPPFÆRT

Með hjálp random.org fékk ég upp happatölu dagsins = 36

Það komment sem situr í því sæti er frá lesandanum Unni Erlendsdóttir.

Njóttu vel og mikið Lava Shell meðferðarinnar. 

Vinsamlegast hafðu samband á eg@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar. 

Takk allir sem tóku þátt. Munið eftir 30% afslættinum til og með 15 ágúst. 

_

Ég byrja helgina á því að bjóða lesendum uppá dásamlegan dekur-díl.

11717173_10153118257432568_811737027_n
Ég heimsótti Snyrtistofu Ágústu á dögunum þar sem mér var boðið í smá dekur. Ég vissi lítið um meðferðina en kynnti mér hana vel áður en ég samþykkti að koma í heimsókn. Um er að ræða Lava Shell nudd, sem hefur verið vinsæl meðferð á helstu lúxus hótelum úti í heimi undanfarið og er nú nýlega komin til Íslands.
Nudd er ekkert endilega alltaf fyrir mig en þetta var eitthvað nýtt – heitar skeljar sem ná djúpt að vöðvunum en þó með notalegum hætti. Ég var endurnærð á eftir sem er ástæða þess að ég sit hér og skrifa nokkrar línur. Þetta þurfa fleiri að fá að upplifa.

lava-shell-massage-york

 

Frá og með í dag og fram að 15 ágúst gefst lesendum bloggsins 30% afsláttur af þessari dásemdar nýjung.

Klukkutíma meðferð kostar 12.900 ISK
Okkar verð: 9.030 ISK !!

Það sem betra er þá ætla ég einnig að gleðja heppinn lesanda með gjafabréfi í Hafnarstrætið þar sem Lava Shell nuddmeðferðin fer fram. Merkið nafnið ykkar í komment á þennan póst eða nafn þeirra sem þið teljið að eigi slíkt dekur skilið.  Látið orðið berast um helgina með deila hnappinum neðst til hægri og fylgist með á mánudag þegar ég dreg út heppinn einstakling.

Eigið gleðilega sólríka helgi með góðri kveðju yfir hafið.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR