fbpx

TÖFRATRIX Á TÍSKUVIKU: EGF Eye Mask

BEAUTYSAMSTARF

Ef þið hafið ekki kynnst töfravörunni EGF Eye Mask frá Bio Effect þá gleður það mig mjög að vera sú sem segir ykkur betur frá. Augnmaskinn hefur verið mín musthave vara í mörg ár og ég dreg hana aðallega fram þegar ég er í vinnukeyrslu eða þegar ég er að fara eitthvað fínt. Frábær virkni sem birtir yfir augnsvæðinu.

– Það gleður mig að geta gefið fylgjendum 20% afslátt af allri vörulínu BioEffect dagana, 6 feb – 10 feb  – 

VERSLIÐ YKKAR UPPÁHALDS VÖRU HÉR

Berðu serum (fylgir með) á augnsvæðið áður en maskinn fer á baugasvæðið

10-15 mínútna bið með maskann á, hér nýti ég mínúturnar í vinnu en oftast greiði ég á mér hárið á meðan, tek úr uppþvottavélinni eða annað slíkt – í það minnsta alltaf fullnýttar 15 mínútur ..

Hydrating Cream áður en ég farða mig fyrir næsta fasjón dag, rútína sem klikkar ekki .. 

Aðrar uppáhalds vörur undirritaðrar frá íslenska húðvörumerkinu eru sem dæmi EGF andlitsmaski og að sjálfsögðu hið vinæsæla EGF Serum sem ég hef notað daglega frá því ég kynntist því fyrst. Eiginmaðurinn elskar EGF day serum sem hann hefur haft í handboltatöskunni í mörg ár.

Afhverju vel ég BioEffect inn í mína húðrútínu? Íslenskt já takk – en líka: dregur úr hrukkum og fínum línum svo um munar, eykur þéttleika og þykkt húðar og endurvekur æskuljóma hennar.

Fjölmargar rannsóknir hafa staðfest að notkun BIOEFFECT EGF í húðvörum fylgir margvíslegur árangur sem felst meðal annars í auknum raka og meiri teygjanleika húðarinnar. Rannsóknir sýna enn fremur að EGF úr byggi dregur úr ásýnd fínna lína, eflir náttúrulega kollagenframleiðslu húðarinnar og heldur henni sléttri og heilbrigðri.

BIO EFFECT RÚTÍNA Á INSTAGRAM REELS HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

Íslensk tíska tekur þátt á dönsku tískuvikunni

Skrifa Innlegg