fbpx

Íslensk tíska tekur þátt á dönsku tískuvikunni

ÍSLENSK HÖNNUN

Við létum okkur ekki vanta á eina íslenska viðburðinn hér á dönsku tískuvikunni. Ég hef auðvitað sagt það oft áður hvað ég fyllist miklu stolti yfir velgengni Sjóklæðagerðarinnar á erlendri grundu en það er svo sannarlega staðan hér í Danmörku þar sem 66°Norður er orðið vel þekkt vörumerki með virðingu sem flestir í bransanum sækjast eftir.

Verslunin á Sværtegade hélt tónleika í tilefni tískuvikunnar og bara bravó fyrir því – svo vel heppnaður viðburður þó undirrituð þurfi vissulega að venjast margmenni án grímuskyldu. Smá skrítið að fá frelsið aftur fyrir slíku stuði en mikið gladdi það hjartað að horfa á öll glöðu andlitin dilla sér við dásamlega tóna Freju Kirk.

 

Takk fyrir okkur.

Kríu peysan fékk athygli frá fylgjendum mínum á Instagram en hún er væntanleg til Íslands miðað við þær heimildir sem ég fékk. Þið sem eruð búsett í Kaupmannahöfn getið keypt hana á Sværtegade 12, vúhú.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LÍFIÐ: Grímulaus á danskri tískuviku

Skrifa Innlegg