fbpx

LÍFIÐ: Grímulaus á danskri tískuviku

DRESSLÍFIÐ

Hæ Kaupmannahöfn, enn á ný …
Það eru ekki nema nokkrar vikur frá því ég kvaddi síðast en að þessu sinni er ég mætt að vinna og tíska smá yfir mig í dönsku höfuðborginni sem mun iða af mannlífi næstu daga.


Við AndreA ferðumst saman og ferðadressið okkar var óvart í stíl – joggari, hvítir strigaskór og stórar kápur. Æ eiginlega alveg fullkomið í flug.

Joggarinn er hönnun Andreu en ég kann svo vel við sniðið, cropped peysan er sérstaklega næs að mínu mati. 

Tvær úr tungunum sem sváfu nánast ekkert fyrir flug og fá kannski að finna fyrir því seinna í dag. Sjáum til hversu lengi við höldum út –

Annars tekur Danmörk vel á móti okkur því Mette (forsætisráðherra Dana) hefur gefið það út að frá og með í dag, 1.febrúar, fær fólk frelsið sitt aftur þegar allar Covid takmarkanir falla úr gildi. Ég verð að viðurkenna að tilfinningin er sérstök þegar maður hefur vanist öðru í allan þennan tíma. Man það ennþá svo vel þegar Mette gaf út yfirlýsinguna og Danadrottning mætti á skjáinn hjá okkur á Stormgade vegna upphafs Covid19. Margt hefur runnið til sjávar síðan þá …

Lífið hefur verið svo furðulegt lengi og allt í einu er furðulegt nýtt norm? Ég ætla að halda áfram að passa mig á ferðinni þrátt fyrir að búið sé að afnema takmarkanir. Held að þetta snúist að mestu leiti um það og ég tel að við búum öll að sóttvarnarreynslu út lífið.

Ég verð virk næstu daga á Instagram HÉR ef þið viljið fylgjast með.

Þangað til næst, 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

 

HEITT SÚKKULAÐI MEÐ RJÓMA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1