fbpx

HEITT SÚKKULAÐI MEÐ RJÓMA

LÍFIÐMATURSAMSTARF

Jæja janúar og allar þínar lægðir. Heitt kakó er ágætt plan fyrir þessa köldu vetrardaga. Í samstarfi við Örnu ætla ég að fá að mæla með einfaldasta og besta heita súkkulaði fyrir ykkur að prufa. Ég nota okkar eina sanna Sjöstrand mjólkurflóara í verkið. Á þessu heimili veljum við alltaf mjólkurvörur án laktósa frá Örnu, þær eru framleiddar úr próteinbættri íslenskri kúamjólk – ferskar og heilnæmar, upprunnar í hreinni íslenskri náttúru. Henta öllum og sérstaklega þeim sem hafa mjólkursykursóþol eða kjósa mataræði án laktósa.

Svona eru skrefin að heitu og góðu súkkulaði úr Nýmjólk, með rjóma  –

Mjólk, rjómi, súkkulaðiplötur

Svo ósköp einfalt með þessum ágæta flóara. Það þarf þó að skipta um þeytara og nota þann einfalda.

Mjólk – magnið fer eftir því hversu margir vilja bolla

Bætið súkkulaðinu ofan í og kveikið á græjunni

Voila!

Ég bætti þeyttum rjóma og sykurpúðum ofan í fyrir ískalt mæðgnadeit í garðinum með Ölbu

Þetta snýst aðallega um að njóta.

Einfaldara verður það ekki.

Uppskriftina finnið þið einnig á Instagram í myndformi hér.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

NÝTT ÁR, NÝTT HÁR

Skrifa Innlegg