SMÁFÓLKIÐ: MATARLIST

ALMENNTSMÁFÓLKIÐ

Sölufélag garðyrkjumanna hafði samband við mig og bað mig um að taka þátt í átaki sem hófst í dag. Markmiðið er að fá börnin okkar til að borða meira grænmeti og ávexti með skemmtilegum leiðum – matarlist. Á því sviði má ég svo sannarlega vera duglegri og því var þetta spark í rassinn fyrir mig að gera betur sem móðir.

Ég átti skemmtilega stund á úlfatímanum í gær (einhverjir sáu það hjá mér á Instagram Story) þegar við mæðgur skárum út ólíkar tegundir og bjuggum til myndir sem gerðu matinn á einhvern hátt girnilegri fyrir smáfólkið mitt. Þar sem Alba skar sjálf út og mótaði listina á diskinn, þá varð hún fyrir vikið mun áhugasamari fyrir matnum þegar hann var borinn á borðið. Við stálumst reyndar smá og dífðum “snakkinu” í íslenska grænmetissósu því að hún var til í ísskápnum, þetta var hið mesta sælgæti.

IMG_7914

Litlir fingur gæða sér á grænmeti –

Samkvæmt ráðleggingum Lýðheilsustöðvar eigum við að borða 200 grömm af grænmeti og 200 grömm af ávöxtum daglega.
Hvetjum börnin okkar til þess að borða meira grænmeti og sýnum þeim að hægt að leika sér fallega að matnum. Búðu til góða fjölskyldustund og gefðu ímyndunaraflinu þínu og krakkanna lausan tauminn. Börnin verða hiklaust duglegri við að borða grænmetið og ávextina þegar það er sett skemmtilega fram.

Í dag hefst Instagram leikur þar sem Íslenskt Grænmeti hvetur almenning til að merkja myndirnar sínar #matarlist. Mín mynd fór í loftið rétt í þessu og ég er mjög montin af þátttökunni. Það er ekkert nema jákvætt á svo mörgum sviðum að taka þátt í svona framtaki. Einnig eru verðlaun í pottinum fyrir bestu myndirnar –  4 leikhúsmiðar á Bláa hnöttinn. Hádegismatur fyrir 4 í Friðheimum og Gisting á Hótel Flúðum fyrir 4. Ekki slæmt! Merkið ykkar myndir ef þið eruð áhugasömu eins og ég. Meira: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BLEIKA SLAUFAN #FYRIRMÖMMU

ALMENNTINSPIRATIONLÍFIÐ

14528214_10154086668257568_441973830_n14509303_10154086668382568_838305014_n

 

White on white eða red on red … það er greinilegt að sumir voru með þetta in the 80s. ; )

 

Október er að ganga í garð og þá byrjar hið árlega átak Krabbameinsfélags Íslands. Í ár verður áherslan lögð á að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Sérstök áhersla verður lögð á fræðslu og forvarnir fyrir konur á aldrinum 40–69 ára, sem eru stærsti áhættuhópur brjóstakrabbameins. Allur ágóði af sölu slaufunnar fara í kaup á nýjum tækjum til brjóstamyndatöku.

Þrátt fyrir að brjóstakrabbamein sé almennt kvennasjúkdómur þá snertir hann okkur öll og allir þekkja konur sem eru þeim kærar. Þá er mamma okkar yfirleitt nærtækt dæmi því að öll eigum við jú, eða höfum átt, mömmu. Herferðin í ár snýr að því að sýna mömmum þakklæti fyrir allt sem þær hafa gert fyrir okkur og að styðja þær, og allar konur, í baráttunni við brjóstakrabbamein.

Mömmur eru bestar. Ég er svo heppin að hafa alla tíð átt tvær, stundum finnst mér eins og að ég eigi fleiri með allar þessar góðu konur í kringum mig. Þið þekkið kannski tilfinninguna.

Nú erum við hvött til að minna á söluna á bleiku slaufunni með því að merkja gamlar myndir með merkingunni #fyrirmömmu á samskiptamiðlum. Þetta er mitt innlegg í að vekja athygli á málefninu.
Ég ætla að kaupa bleiku slaufuna í ár, #FYRIRMÖMMU. Ég hvet ykkur til að gera slíkt hið sama.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

FOKK OFBELDI

ALMENNTFÓLKINSPIRATION

Er ekki komið nóg af ofbeldi? FOKK OFBELDI herferðin frá UN Woman er eitthvað sem allir geta staðið á bakvið og tengt við.

fokkofbeldi_3

Málefnið er alvarlegt og sérstaklega á þessum tíma mikils flótta í Evrópu.

Það sem kannski er mest sláandi er að ein af hverjum þremur konum verða fyrir ofbeldi á lífsleiðinni !!

Ég er viss um að það sé hægt að laga þessa tölfræði til hins betra með samstöðu.

Nú á dögum eru konur á flótta kannski sá hópur sem á við hvað sárast að binda. Konur á flótta þurfa vernd og öryggi.

•    Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimstyrjaldar
•    Um 500 þúsund konur og börn flýja nú heimalönd sín og leggja leið sína til Evrópu
•    Talið er að 12% kvenna sem ferðast yfir Miðjarðarhafið séu barnshafandi
•    Gríðarleg aukning hefur orðið á mæðradauða síðan flóttamannastraumurinn hófst
•    Konur og stúlkur á flótta eiga í stöðugri hættu á að vera beittar ofbeldi, kynferðislegri misnotkun eða mansali

Þessar hetjur eru á flótta og leggja líf sitt að veði í leit af öruggara lífi fyrir börnin sín. Það minnsta sem við getum gert er að versla okkur eina (eða fleiri) húfu. Þannig látum við okkur málefnið varða og minnum aðra á það á sama tíma þegar við berum húfuna. Ekki skemmir fyrir að húfan er bara nokkuð nett.

Húfan er til sölu í Eymundsson í takörkuðu upplagi dagana 11.-25. febrúar og kostar bara 3.900 kr. – semsagt nánast ekki neitt ! (fyrir ykkur sem ekki komist í Eymundsson þá fæst hún HÉR).

Saga Sig tók myndir af allskonar fólki. Ég kann að meta það enda er þetta málefni sem varðar alla á einhvern hátt.

fokkofbeldi__53
DJ Margeir og synirnir – geggjaðir feðgar

fokkofbeldi__9  fokkofbeldi_9 (1)

Falleg mæðgin

fokkofbeldi__66fokkofbeldi_39
Þessar fjölskyldumyndir bræða mig

fokkofbeldi_71 fokkofbeldi_63
Ég skora á ykkur að kaupa húfu – ég er búinn að panta mína og hún er á leiðinni í pósti. Ég hendi í Instagram mynd þegar húfan lendir í þýska.

//

I love the new campaign from UN Woman in Iceland. The slogan is FUCK VIOLENCE (FOKK OFBELDI). They are supporting suffering women in the world – which is maybe more important now then ever, with all the woman fleeing from their homes with their children.
Shocking numbers – one of every three women suffers violence in their life! These are numbers we can easily make better if we stick together.
To show your support you can buy the cool hat on the pictures above – you could buy it online HERE or in the Eymundsson shops in Iceland.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

SNEAKERBALL RVK

ALMENNT

Uppfært:

Ég dró út nöfn með hjálp random.org og þau birtast hér að neðan. 6 miðar fara til ykkar þriggja sem komuð uppúr hattinum.

Guðný Ljósbrá
 + 1
Jóna María Ólafsdóttir + 1

Hafdís Betty + 1

Vinsamlegast staðfestið komu á eg@trendnet.is og þið fáið sendar frekari upplýsingar.

Góða skemmtun í kvöld !

_

Góðan daginn! Ég er með glaðning fyrir ykkur í dag.

Ég birti mynd á Instagram í gærkvöldi þar sem ég sagði frá því að ég ætti nokkra miða milli handanna í partý helgarinnar. Nike á Íslandi hefur undirbúið Sneakerball sem haldið verður í Gamla Bíó á föstudagskvöld.

Þar verða listamenn að húðflúra og teikna á skó, klipparar að klippa og raka, skate-erar að renna sér á römpum og ég veit ekki hvað og hvað …

Partýið er eingöngu fyrir þá sem eiga miða og það er dresscode – Nike sneakers.

Ég á nokkra miða og þeir geta orðið þínir!

11420070_10153034140032568_494169911_n 11425269_10153034140042568_1406047618_nViltu kíkja í partý?

1. Skildu eftir nafnið þitt í komment við færsluna
2. Smelltu á Facebook “Deila” hnappinn hér niðri til hægri
3. Líkar ekki öllum við Elisabetgunnars á Facebook? (ekki skilyrði fyrir þátttöku)

Ég gef og gleð í hádeginu á morgun (föstudag) …

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

NETRÚNTURINN

ALMENNTFÓLK

Þó ég hafi setið ansi mikið við tölvuna síðustu daga þá hefur tíminn að mestu farið í vinnu. Ég leyfði mér því smá netrúnt í þetta skiptið en það skilar sér í allskonar bloggefni. Ég sauð saman smá blöndu.

* Elska það að uppáhalds ilmurinn minn sem ég hef hingað til keypt sem bodyspray sé nú fáanlegur í ilmvatnsformi. Fallegar og eigulegar umbúðir frá &OtherStories. *

TH-14-44-MI-18_5_3011010236833004_5_100013

* Rakst á þessa tískumynd sem var eitthvað svo óvenjuleg – Garage Girls #mycalvins *

* Þessi mynd! Ég á engin orð .. hræðilegt. En ég hef aldrei verið aðdáandi. Forsíða PAPER sem hefur líklega ekki farið framhjá fólki?  Kim Kardashian og hennar frægi afturendi. Internetið fór á yfirsnúning *

kim-kardashian-bares-it-all-for-paper-magazine-2

* Þó það sé vetur þá get ég ekki hætt að hugsa um þessa (Isabel Marant) *

ISAB-WZ141_V1

* En ætli ég láti ekki þessa nægja (Adidas Stan Smith) *

468285_in_pp

* Ný Wood Wood sending í GK – þeir eru alltaf kúl *

wood-wood-fallwinter-2014-heroes-lookbook-06-300x450 wood-wood-fallwinter-2014-heroes-lookbook-03-300x450

* Leonardo Dicaprio varð fertugur í fyrradag og steig nokkur spor í tilefni dagsins *

dans2

* Meira að segja Björk fílar hann *
bjork

Þetta var það helsta í rúntinum í dag, þangað til næst.

xx, -EG-.

Ice Bucket Challenge: FASHIONISTUR

ALMENNTFÓLK

Hin geysivinsæla Ice Bucket Challenge hefur heldur betur virkað vel síðustu vikurnar. Ótrúlegasta fólk hefur tekið þátt með því að ausa ís­vatni úr fötu yfir haus­inn á sér og birta af því myndbönd á veraldarvefnum. Hér sjáið þið nokkur dæmi um erlendar fashionistur sem tekið hafa þátt. Ritstýra Vogue, Anna Wintour og sjálf Victoria Becham eru þar dæmi um stór nöfn í þessum heimi.

Frábær svipbrigði og ólík viðbrögð milli manna.

Sarah Jessica ParkerVictoria Beckham

Anna Wintour

Donatella Versace

Jean Paul Gaultier

Tom Ford

Kate Moss

Stella McCartney (með Chris Martin)

Áskorunin var sett af stað með það að markmiði að vekja at­hygli á sjúk­dómn­um ALS eða MND sem er tauga­hrörn­un­ar­sjúk­dóm­ur. Ég rakst á frétt á Mbl fyrir helgi þar sem rætt var við ungan strák frá Ísafirði sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar MND samtökunum á Íslandi HÉR. Það var virkilega ánægjulegt að sjá hversu vel hann náði markmiði sínu. Síðustu daga hefur áskorunin fært sig til Íslands og því vonandi að meiri upphæð safnist í samtökin hérlendis.

Flott framtak sem mikilvægt er að muna fyrir hvað það stendur.

xx,-EG-.

ÍSLAND – BEST Í HEIMI!

ALMENNTFRÉTTIR

Untitled 3 Untitled 4 Untitled 5 Untitled00 Untitled 6

Eins og sönnum Íslending sæmir þá fylltist ég stolti er ég horfði á nýjustu auglýsingu tæknirisans Apple, en þar leikur landið okkar fagra stórt hlutverk.
Ferðabókahöfundinum Chérie King er fylgt eftir um heiminn með Ipadinn við hönd þar sem hún fangar sín móment og deilir þeim á samskiptamiðlunum.
Í einni klippunni skrifar hún status á Facebook með orðunum: „Iceland was great“ en það er ekki hægt að biðja um betri auglýsingu (!)

Klikkið á PLAY ef þið eruð forvitin og stollt eins og ég :

Ísland – Best í heimi!

xx,-EG-.

Á VIT

ALMENNTFÓLKMUSIC

UPPFÆRT 9 juli 2015:

Hópurinn endurtekur leikinn og bíður uppá fleiri sýningar í Hörpu. HÉR er hægt að kaupa miða á þær þrjár sýningar sem í boði eru.

10258578_1478928215657674_8688876889718923799_n
Munið þið eftir því þegar ég deildi með ykkur tískutöku frá Rússlandi? Hér. Þáttakendur í þeirri töku voru hljómsveitameðlimir GusGus ásamt Reykjavik dance production sem brugðu sér í óvanalegt hlutverk þegar þeir sýndu verk sitt, Á VIT, þar í landi.

Á VIT var samið af Reykjavik dance production og Gus Gus og er blanda af danssýningu og tónleikum sem erfitt er að greina á milli.
Verkið hefur ferðast víðs vegar um heiminn þar sem þeim hefur verið tekið fagnandi.
Fyrir tæpum tveimur árum síðan var Á VIT sýnt á klakanum en nú munu þau endurtaka leikinn dagana 8. og 9. maí í Hörpu.
Þið sem ekki vissuð af því getið tryggt ykkur miða: HÉR

Góða helgi og góða skemmtun!

xx,-EG-.

Hönnunarkeppnin – síðasti séns

ALMENNTFASHION WEEKTRENDNET

Nú fer hver að verða síðastur að senda inn sitt fullunna dress í Hönnunakeppni Coke Light í samstarfi við Trendnet og RFF. Á sunnudaginn, 16. mars, rennur fresturinn út og þá eiga þátttakendur að vera búnir að senda sitt framlag á trendlight@vifilfell.is. Dómnefnd mun fara yfir umsóknir og velja þrjá aðila sem keppa til úrslita í netkosningu þar sem vegleg verðlaun eru í boði.

Þetta er því síðasta peppið okkar – látið þetta tækifæri ekki framhjá ykkur fara.

Í sambandi við keppnina fengum við að kynnast þremur keppendum RFF í ár og gáfu þau einnig sína sýn á keppni sem þessa.

Magnea Einarsdóttir:

Þóra Ragnarsdóttir / Cintamani:

Rebekka Jónsdóttir / REY:

Að neðan hafið þið síðan nánari lýsingu á keppninni – ég hlakka til að sjá framlögin frá Íslendingum sem eru uppfullir af hæfileikum.

Áfram Ísland!

xx, -EG-

CokeLight_trendnet_RFF-620x877

NÝ TÍSKUMYND FRÁ NARVA: BEAT STREET

ALMENNTFÓLKFRÉTTIRMUSIC

Untitled 4

Leikstjóraparið Ellen Lofts og Þorbjörn Ingason frumsýndu tískumyndina Beat Street í samstarfi við Bast Magazine í gær. Þau eru bæði búsett í Kaupmannahöfn þar sem að myndin var tekin upp.  Eitt stærsta karlamódel í Danmörku fer með aðalhlutverkið, Zakaria, sem að hefur gert það gott í ýmsum stórum verkefnum.
Í myndinni klæðist hann fatnaði frá H&MWoodWood, Weekday, Nike ásamt fleiru. Ellen Lofts sá um stíliseringu.
Gísli Galdur sá um tónlistina.

Tískumyndir eru alltaf skemmtilegar. Narvi er með þetta og þessi mynd sannar það!

M E G A

xx,-EG-.