fbpx

SMÁFÓLKIÐ: MATARLIST

ALMENNTSMÁFÓLKIÐ

Sölufélag garðyrkjumanna hafði samband við mig og bað mig um að taka þátt í átaki sem hófst í dag. Markmiðið er að fá börnin okkar til að borða meira grænmeti og ávexti með skemmtilegum leiðum – matarlist. Á því sviði má ég svo sannarlega vera duglegri og því var þetta spark í rassinn fyrir mig að gera betur sem móðir.

Ég átti skemmtilega stund á úlfatímanum í gær (einhverjir sáu það hjá mér á Instagram Story) þegar við mæðgur skárum út ólíkar tegundir og bjuggum til myndir sem gerðu matinn á einhvern hátt girnilegri fyrir smáfólkið mitt. Þar sem Alba skar sjálf út og mótaði listina á diskinn, þá varð hún fyrir vikið mun áhugasamari fyrir matnum þegar hann var borinn á borðið. Við stálumst reyndar smá og dífðum “snakkinu” í íslenska grænmetissósu því að hún var til í ísskápnum, þetta var hið mesta sælgæti.

IMG_7914

Litlir fingur gæða sér á grænmeti –

Samkvæmt ráðleggingum Lýðheilsustöðvar eigum við að borða 200 grömm af grænmeti og 200 grömm af ávöxtum daglega.
Hvetjum börnin okkar til þess að borða meira grænmeti og sýnum þeim að hægt að leika sér fallega að matnum. Búðu til góða fjölskyldustund og gefðu ímyndunaraflinu þínu og krakkanna lausan tauminn. Börnin verða hiklaust duglegri við að borða grænmetið og ávextina þegar það er sett skemmtilega fram.

Í dag hefst Instagram leikur þar sem Íslenskt Grænmeti hvetur almenning til að merkja myndirnar sínar #matarlist. Mín mynd fór í loftið rétt í þessu og ég er mjög montin af þátttökunni. Það er ekkert nema jákvætt á svo mörgum sviðum að taka þátt í svona framtaki. Einnig eru verðlaun í pottinum fyrir bestu myndirnar –  4 leikhúsmiðar á Bláa hnöttinn. Hádegismatur fyrir 4 í Friðheimum og Gisting á Hótel Flúðum fyrir 4. Ekki slæmt! Merkið ykkar myndir ef þið eruð áhugasömu eins og ég. Meira: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS

Skrifa Innlegg