GLEÐILEGA PÁSKA

ALBALÍFIÐSMÁFÓLKIÐ

Gleðilega páska kæru lesendur.
Ég er búin að eiga þá ósköp ljúfa með tærnar upp í loft þegar þannig liggur undir. Í dag klæddum við Alba okkur í stíl – páskasokkarnir í ár.
HÉR gaf ég gular kauphugmyndir þar sem ég leyfði sokkunum sætu að koma við sögu. Frá iglo+indi.

//

My and my daughter Alba are sock-sisters today, wearing these long ones from the Icelandic children brand iglo+indi. 
Happy Easter to all of you!

 

Vonandi hafið þið átt góðar stundir með ykkar fólki. Páskasunnudagur er betri en aðrir sunnudagar, það sannaðist hér í dag <3

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

TOPP15 hjá i+i

ALBASMÁFÓLKIÐ

Vinir mínir hjá iglo+indi báðu mig að velja mínar uppáhalds flíkur úr sumarlínu merkisins. Ég get með sönnu sagt að það var ekki auðvelt verk því það var um margt að velja. Við erum nokkuð tengd þessari línu eins og lesendur mínir vita en Alba okkar er ein af módelunum, sjá: HÉR

Topp 15 listinn inniheldur þær flíkur sem ég vil klæða mín börn í sumar. Allar eru þær frá SS17 línu merkisins. Þegar ég pæli í því þá er iglo+indi eina íslenska tískumerkið sem hannar vörulínur tímabilum – er það ekki rétt hjá mér? Þá meina ég vetur sumar vor og haust. Til fyrirmyndar á svo mörgum sviðum enda virkilega duglegar konur þar innanborðs.

//

One of my favorite brands in Iceland, iglo+indi, ask me to pick out my favorites. It was not a easy job but I decided to pick out the summer dress for my kids, 1 year old Manuel and 8 years old Alba. Hope you like it!

Finnið allar “mínar” vörur: HÉR

img_4158

 

xx,-EG-.

 

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ALBA FYRIR i+i

LOOKBOOKSMÁFÓLKIÐ

English Version Below

Mömmuhjartað bráðnaði niður í gólf þegar ég fékk sendar þessar myndir af Ölbunni – yndislegar með meiru.
Alba elskaði þennan dag og var orðin stórvinkona ljósmyndarans, Søs Uldall-Ekman, og stílistans, Ernu Bergmann.

Ég var auðvitað búin að tala heilan helling um þessa töku en afþví að SS17 vörurnar voru að koma í verslanir þá finnst mér tilvalið að deila þessum “nýju” myndum hér á bloggið.

iiss17-lupins-1 iiss17-lupins-2 iiss17-lupins-3 iiss17-lupins-4 iiss17-lupins-5 iiss17-lupins-6 iiss17-lupins-7 iiss17-lupins-8

CAT crew fæst: HÉR

iiss17-lupins-9 iiss17-lupins-10 iiss17-lupins-11 iiss17-lupins-12 iiss17-lupins-13 iiss17-lupins-14

 

CAT pants fást: HÉR

iiss17-lupins-15 iiss17-lupins-16 iiss17-yellowdoor-1 iiss17-yellowdoor-2

SPOTS pullover fæst: HÉR

iiss17-yellowdoor-5 iiss17-yellowdoor-6 iiss17-yellowdoor-8 iiss17-yellowdoor-12

 

iglo+indi SS17

Fæst: HÉR

//

I just got these beautiful photos on my mail this morning, from i+i photoshoot last summer. Alba had a great time in front of the camera as you can see – the crew was her new best friends after this day. They had a great atmosphere on the set – kids get to be kids.
The clothes just hit the stores in Iceland and online: HERE i+i SS17

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

i+i lífið

INSTAGRAMLÍFIÐSMÁFÓLKIÐ

English Version Below

Ég tók yfir Instagram reikninginn hjá iglo+indi um helgina. Voru einhverjir sem fylgdust með mér? Smáfólkið mitt klæddist íslenskum uppáhalds fötum alla dagana og mamman var með vélina á lofti til að fanga augnablikin. Mér fannst henta að hafa þemað þannig að fylgjendur fengju að vera fluga á vegg í okkar lífi – passaði best mínum persónulega stíl og bloggi. Við skreyttum jólatréð (Alba skreytti jólatréð), kíktum á listasafn, á handboltaleik og fórum í okkar fínasta púss. Að gamni deili ég myndunum með ykkur hér að neðan – annars getið þið fylgt i+i: HÉR

Nú er tími barnanna og þessi jólin á ég tvö! Ég er enn að átta mig á þeirri staðreynd, 11 mánuðum síðar.

img_9918 img_9933 img_9954

Þessi jólaskyrta er ekki bara ætluð strákum. Alba elskar sína! Fæst: HÉR

img_9960 img_9958 img_9948
Puffin lover og stóra systir í slá frá síðustu jólum – sú kom aftur í sölu þessi jólin.

img_9987 img_9994 img_9997
Sundays ..

img_0014 img_0019 img_0032

Jólabörn ..

//

I had a takeover on the iglo+indi instagram this weekend. My plan was to show the followers a little piece of my life. Of course my children chose i+i clothes for this occasion :)

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

KÆRI JÓLASVEINN

HOMELANGARSHOPSMÁFÓLKIÐ

English Version Belowimage1

Ég verð að byrja þennan póst á að hrósa eiginmönnum og kærustum lesenda minna. Það hafa nokkrir sent mér skilaboð og beðið um jólagjafahugmyndir fyrir konurnar sínar og ég kann að meta að þeir biðji mig um ráð – vei (!)

Hér að neðan hef ég tekið saman nokkra ólíka lista – “fyrir hana” , “fyrir hann” , “fyrir smáfólkið” og “fyrir heimilið”. Eitthvað fyrir alla! Vonandi kemur þetta að góðum notum síðustu vikuna fyrir jólin. Tíminn flýgur … það er í alvöru aðeins ein vika til jóla. Dásamlegt…

Kæri jólasveinn! Þetta er á óskalista fyrir mig og mín. Allt vörur frá íslenskum verslunum.

jol

Sloppur: F&F, Peysa: WoodWood/Húrra Reykjavik, Nærföt: Lindex, Skór: Bianco, Blússa: Stine Goya/Geysir, Ullasokkar: 66°Norður, Hanskar: Gallerí 17

 

alba

Náttkjóll: Name it, Húfa: 66°Norður, Bók: Rúnar Góði/Hagkaup, Pils: iglo+indi, Spegill: Snúran, Mús í boxi/Petit.is, Bakpoki: Fjällravän/Mount Hekla, Heyrnaskjól: Lindex

gm__

Platkat: Playtype/Norr11, Náttföt: Mini A Ture/BiumBium Store, Úlpa: 66°Norður, Baukur: Tulipop/Hrím, M ljósaskyldi: Petit.is, Púðar: OYOY/Snúran.is, Peysa. iglo+indi, Peysa: As We Grow, Buxur: Lindex

hanngj

Myndavél: Canon G7X/Nýherji, Bolli: Revol/Rekstrarvörur, Úlpa: 66°Norður, Leðurveski: WoodWood/Húrra Reykjavik, Bolur: Bob Reykjavik/Húrra Reykjavik, Rakspíri: Calvin Klein/Hagkaup, Skór: Nike/Húrra Reykjavik, Peysa: Bahns

 

 

heima

 

Diskur: Royal Copenhagen/Líf og List, Vasi: Norr11, Saltskrúbbur: Angan/Heilsuhúsið, Rúmföt: SemiBasic/Snúran.is, Kollur: Fuzzy/Epal, Kaffikanna: Chemex/Te&Kaffi, Kerti: Völuspá/MAIA, Leðurpúði: AndreA Boutiqe, Rúmteppi: Takk Home/Snúran

//

Dear Santa – this is what I want for Christmas…

I made some wishlist to help my readers out with the last minute Christmas shopping. All the products are from Icelandic shops.


Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

AÐVENTUGJÖF #3

SMÁFÓLKIÐ

UPPFÆRT

Enn á ný er ég þakklát fyrir random.org sem hjálpa mér að velja af handahófi lesendur til að gleðja hverju sinni. Þær lukkulegu að þessu sinni eru

Viktoria Kr Guðbjartsdóttir

 – FYRIR HANA
&Telma Björk Helgadótti – FYRIR HANN

vinsamlegast hafið samband á eg@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar.

________

Gleðilegan þriðja í aðventu kæru lesendur. Mikið líður tíminn hratt!! Aðventusunnudagar bjóða uppá nýjar aðventugjafir – í þetta sinn fyrir smáfólkið okkar.

adventuleikur3
Á hverju ári launcha vinir mínir hjá iglo+indi sérstakri Holiday línu og í ár var engin undantekning á þeirri hefð. Flíkurnar eru vinsælar og rjúka fljótt út hverju sinni en ég fékk að taka frá mínar uppáhalds til að deila með ykkur og í framhaldinu gefa tveimur heppnum mömmum – “fyrir hann” og “fyrir hana”.

Stelpudressið er galakjóll með pilsi sem gaman er að snúa sér í.
Strákadressið er í þæginlegri deildinni með þessar mjúku aðsniðnu buxur og “Emil” skyrtu við.

Hér að neðan eru mínir molar á leið á jólaball gærdagsins. Sá minni í fyrsta sinn í skyrtu (ég bilast úr krúttleika) og sú eldri montin með sig í pallíettu og tjulli eins og það gerist hátíðlegast.

 

img_9663img_9664

 

Ertu stráka eða stelpu mamma/pabbi/amma/afi/frænka/frændi/vinkona/vinur? … Eða hvað sem er?
Hvort viltu gleðja stúlku eða dreng?

LEIKREGLUR

1. Skrifaðu komment á þessa færslu: “Fyrir hann” eða “Fyrir hana” ?
2. Smelltu á Facebook “Deila” hnappinn hér niðri til hægri.
3. Líkar ekki öllum við Elisabetgunnars á Facebook? (ekki skilyrði til að vinna)

Ég dreg út 2 heppna vinningshafa á miðvikudagskvöld (14.12.16) –

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

FRÁ TOPPI TIL TÁAR

SHOPSMÁFÓLKIÐ

Ég er að hendast út um dyrnar hér heima þegar þetta er skrifað. Tilefnið er búðarferð með börnin og vitið til, það er ekki alltaf einfalt verkefni að eiga við. Fyrir ykkur mæður sem eruð að fara að gera slíkt hið sama í dag, þá hef ég sett saman kauptips sem gætu flýtt fyrir verkinu.

Að þessu sinni er það ég og minnsti kall sem þurfum að bæta aðeins í haust-skápinn. Hér fáið þið því að njóta góðs af því þar sem ég hef tekið saman “Frá toppi til táar” fyrir mig og minn litla mann. Allt fatnaður sem fæst í íslenskum verslunum og verður því ekki endilega í mínum sænsku verslunarpokum að þessu sinni, en kannski í ykkar?

//

On my way out to add something new to the autumn closet. This time it’s me and my little man that need some refreshment.
Like you mother know out there the shopping trips are not the same with two kids. I try to help by making a post the I hope will make your trip easier- “from top to toe” for me and Manu”.
All the products are from shops in Iceland.

Fyrir mig

ttt

Bolur: Norse Project/Húrra Reykjavík, Peysa: Lindex (bleika línan), Buxur: Zara, Húfa: Vila, Skór: Bianco, Úlpa: 66°Norður

Fyrir Manuel

babyboy

Húfa: MY ALPACA/Baldursbrá, Peysa: MY ALPACA/Baldursbrá, Trefill: Oeuf/Petit.is, Kanína: iglo+indi, Samfella: iglo+indi, Buxur: Mini A Ture/BíumBíum, Kuldarskór: MiniRodini/Petit.is

Um helgina er síðasti séns til að nýta sér það að gera fallegri kaup til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Ég fjárfesti sjálf í bleiku kanínunni fyrir börnin mín en ágóðinn af henni fer til félagsins í október. Þið sáuð hvað ég var glöð yfir kaupunum á Instagram Stories í gær?
Einnig er bleika peysan frá Lindex fallegri kaup þar sem 10% af þeirri fatalínu fer til sama félags. Margt smátt gerir eitt stórt og það er fallegt að horfa uppá þá hugsun sem er í gangi í íslenskum fyrirtækjum – gerum betur í október.
Þeir sem eiga eftir að kaupa bleiku slaufuna drífið í því: HÉR

Happy shopping! … og ekki gleyma að kjósa!
Njótið dagsins.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SMÁFÓLKIÐ: MATARLIST

ALMENNTSMÁFÓLKIÐ

Sölufélag garðyrkjumanna hafði samband við mig og bað mig um að taka þátt í átaki sem hófst í dag. Markmiðið er að fá börnin okkar til að borða meira grænmeti og ávexti með skemmtilegum leiðum – matarlist. Á því sviði má ég svo sannarlega vera duglegri og því var þetta spark í rassinn fyrir mig að gera betur sem móðir.

Ég átti skemmtilega stund á úlfatímanum í gær (einhverjir sáu það hjá mér á Instagram Story) þegar við mæðgur skárum út ólíkar tegundir og bjuggum til myndir sem gerðu matinn á einhvern hátt girnilegri fyrir smáfólkið mitt. Þar sem Alba skar sjálf út og mótaði listina á diskinn, þá varð hún fyrir vikið mun áhugasamari fyrir matnum þegar hann var borinn á borðið. Við stálumst reyndar smá og dífðum “snakkinu” í íslenska grænmetissósu því að hún var til í ísskápnum, þetta var hið mesta sælgæti.

IMG_7914

Litlir fingur gæða sér á grænmeti –

Samkvæmt ráðleggingum Lýðheilsustöðvar eigum við að borða 200 grömm af grænmeti og 200 grömm af ávöxtum daglega.
Hvetjum börnin okkar til þess að borða meira grænmeti og sýnum þeim að hægt að leika sér fallega að matnum. Búðu til góða fjölskyldustund og gefðu ímyndunaraflinu þínu og krakkanna lausan tauminn. Börnin verða hiklaust duglegri við að borða grænmetið og ávextina þegar það er sett skemmtilega fram.

Í dag hefst Instagram leikur þar sem Íslenskt Grænmeti hvetur almenning til að merkja myndirnar sínar #matarlist. Mín mynd fór í loftið rétt í þessu og ég er mjög montin af þátttökunni. Það er ekkert nema jákvætt á svo mörgum sviðum að taka þátt í svona framtaki. Einnig eru verðlaun í pottinum fyrir bestu myndirnar –  4 leikhúsmiðar á Bláa hnöttinn. Hádegismatur fyrir 4 í Friðheimum og Gisting á Hótel Flúðum fyrir 4. Ekki slæmt! Merkið ykkar myndir ef þið eruð áhugasömu eins og ég. Meira: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

FRANKEY’S PLAYGROUND

SMÁFÓLKIÐ

English Version Below

Það er algjör synd hvað fáar íslenskar mæður virðast vita af hollenska barnafatamerkinu Frankey´s. Ég er að fylgja þeim á Instagram þar sem þau eru virk við að birta myndir frá litlu sætu versluninni sinni í Hague sem og af börnum í þeirra klæðum. Hollenskt sem heillar en merki sem fæst einnig á Íslandi: HÉR –

Ullarkápan er á mínum óskalista núna þegar haustið sýnir sig loksins hér í sænska. Annars eru þetta allt flíkur sem mættu eiga heima í fataskápum barnanna á þessu heimili.

//

FRNKY’S is a international children label from Netherlands. I am following them on Instagram where they post inspirastion photos. I want this coat for Alba but many other things at well … Simple but beautiful.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

The World

HOMESHOPSMÁFÓLKIÐ

English Version Below

Ég hef sjaldan fengið jafn mikið af fyrirspurnum úr ólíkum áttum eftir að ég birti þessa mynd á Instagram í gærmorgun. Fólk (mömmur) virðast hrífast af þessari ágætu heims-mottu og er ég þar sammála, hún er æðisleg. Ég ætlaði ekki endilega að blogga um hana en kemst nú eiginlega ekki upp með annað.

Mottan er frá danska merkinu OYOY og mér finnst hún henta vel á okkar heimili þar sem við fjölskyldan lifum þessu flökkulífi hér og þar um heiminn.

Ég las að landakortið er unnið í samvinnu við WWF samtökin og þvi rennur hluti af hverri seldri mottu til að bjarga ísbjörnum. Það var nú ekkert sem hjálpaði til við að sannfæra mig, en gaman að segja frá því.

01 14445772_10154076032087568_848628299_n14463763_10154076032152568_1356008488_n

Svona eru allir mínir morgnar þessa dagana. Kaffibollinn tekinn á stofugólfinu með lítinn mola fyrir framan mig. Við búum á tveimur hæðum og ég leyfi mottunni að vera á gólfinu niðri í stofu þó planið hafi verið í upphafi að hafa hana inni hjá Manuel. Hér finnst mér hún búa til fallegra leikrými og hentar því vel til að afmarka hans rými á neðri hæðinni.

Frá OYOY.
Á Íslandi fæst það í Snúrunni.

//

Many of you have asked for this World-carpet that I posted on Instagram yesterday. It is from the danish label OYOY and we love it in our home here in Sweeden.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR