fbpx

Í OKKAR FANGI Í FIMM ÁR

LÍFIÐ

Elsku Gunnar Manuel, eða Super Manu eins og hann er kallaður þessa dagana, fagnar fimm ára afmæli sínu í dag. Mamman verður alltaf meir á afmælisdögum, aðrar mömmur hljóta að tengja. Að hugsa sér að íslenski GM hafi fæðst í Gummersbach í Þýskalandi eldsnemma morguns, flutt til Svíþjóðar nokkurra mánuða, búi núna í Danmörku en auðvitað alltaf með annan fótinn á Íslandi og þetta allt á sinni stuttu ævi. Líf atvinnumanna barna er einstakt, stundum erfitt en alltaf lærdómsríkt – við þekkjum ekkert annað og erum því alltaf bara jákvæð þegar við fylgjum pabbanum á milli staða. Pabba sem við söknuðum mikið fjarri góðu afmælis gamni.

SUPER MANU bauð örfáum vinum sínum með sér á singalong Skoppu og Skrítlu í Sambíóunum Álfabakka í gær. Vá hvað var gaman og vá hvað Skoppa og Skrítla, Zúmmi og allir hinir krakkarnir í partý bíó sýningunni eru miklir snillingar!

Ég skellti í þessa Mario köku bara á hálftíma um morguninn …. einmitt haha. Konan sem kann ekki (eða nennir ekki) að baka elskar Sætar Syndir alveg afskaplega. Takk fyrir þessa drauma köku sem sló í gegn.

GM: Mario hattur, As We Grow Skyrta, Levis buxur og Zöru skór
Mamma: Ganni blazer, H&M buxur

Ég fann Mario glösin í Hagkaup og diskana í Partýbúðinni þar sem að við keyptum líka 5 blöðrur.

Í dag, á afmælisdaginn, nutum við okkar með ömmum og öfum sem kíktu í afganga í hygge hellinn – dýrmætt með meiru. Sjáið þessa sætu langa afa með barna barna barnið sitt í stuði á milli sín.

Stebbi langi afi, Gunnar Manuel, Siggi langi afi

Takk allir sem fögnuðu með okkur í gær og í dag og takk allir fyrir kveðjurnar!
Til hamingju með afmælið elsku GM – við elskum þig mest.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars)

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

PEACE & QUIET

Skrifa Innlegg