DAGSINS

H&MSHOP

English version below

Góðan og blessaðan daginn. Hver skellir sér ekki á búðaráp komin 4 daga framyfir settan dag ? .. algjör vitleysa en lífið stoppar víst ekki þó beðið sé eftir barni.

IMG_1307IMG_1306
Myndirnar eru teknar fyrr í dag í mátunarklefa H&M en peysan sem ég er að prufa minnir mig svo mikið á Isabel Marant flík. Eru einhverjir sammála mér þar? Litirnir, efnið og áferðin … Fallegt.

Langar.

//

Today I am four days over my set birth date. What are people doing at this time .. in my case: go shopping. ;)
I am trying on Isabel Marant lookalike here in H&M – I like it a lot.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ: #HMBalmaination 


FASHIONH&MLÍFIÐ

Góða kvöldið! Margir hafa óskað eftir pósti frá mér í dag eftir að ég birti Instagram mynd frá verslunarferð gærdagsins. Um var að ræða heimsókn í H&M sem launchuðu samstarfi sínu með Balmain Paris. Fatalína sem margir hafa beðið eftir með eftirvæntingu og því mikill múgæsingur víða í verslunum sænsku keðjunnar þennan morguninn, þar á meðal hér í Köln.

 

Ég er ein af vitleysingunum sem voguðu sér í H&M í dag / One of the crazy ones who went to H&M today 💃💳

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars) on

Ég mætti bjartsýn um 11 leytið þar sem beið mín röð til að fá að skoða og kaupa flíkurnar úr línunni. Þegar ég hafði staðið þar í ca. 20 mínútur fékk ég að heyra að engum yrði hleypt að nema vera með ákveðin armbönd á hendinni, merkt í mismunandi litum. Við þessar fréttir urðu margir í kringum mig alveg öskureiðir og rökræddu ýmist við dyraverði eða fóru í fússi. Með reynslunni hef ég lært að það hefur ekkert uppá sig að pirra sig yfir svona hlutum og ég græddi á því hugafari í þetta sinn. Stuttu síðar losnaði auka pláss sem nokkrum “armbandslausum” var boðið að þiggja, þar á meðal mér.

Það var margt þegar orðið uppselt, t.d. perlujakkinn og merktu Balmain stutterma bolirnir en bæði var á mínum óskalista. Mér fannst alls ekkert allt í línunni vera musthave en var þó yfir mig ánægð með nokkrar flíkur sem einhverjar urðu mínar.

Um hálftíma eftir að ég fór inn var opnað fyrir almenning. Á leið minni útúr mátunarklefanum sá ég fólk streyma hröðum skrefum á slárnar. Þær tæmdust á stundinni og allt varð uppselt á engum tíma – ótrúlegt að upplifa! Maður sá greinilega að sumir hrifsuðu allt sem þeir komu hendi á og skipti litlu máli hvernig flíkurnar litu út eða hvort þær pössuðu. Svoleiðis finnst mér of mikið af hinu góða … og því má segja að svona launch falli oft undir ákveðna “geðveiki”.

 

photophoto 3photo 2 photo 1 imageimage_2

Með fullt í fangi …. þið sjáið að allar hillurnar fyrir aftan mig eru tómar. Þær tæmdust á sirka 2 mínútum eftir að það var opnað.

image_3Ég fór ekki tómhent heim en þær flíkur sem rötuðu í minn poka verða líklega áberandi í komandi dresspóstum hér á blogginu næstu daga.
Þó svo að ég hafi upplifað ákveðna “klikkun” í þessari ferð minni þá var það ekkert í líkingu við myndirnar sem dreifðust um netheima og Glamour birti meðal annars HÉR.

Góður gærdagur!

xx,-EG-.

 

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

 

 

BALMAIN X H&M

FASHIONH&MLOOKBOOK

Hingað til hafa verið birtar ein og ein mynd af samstarfi H&M x Balmain til að “teasa” okkur viðskiptavinina. Það hefur virkað vel því netheimar hafa logað í hvert sinn sem við berum nýja flík augum. Nú styttist í að samstarfslínan mæti í búðir og því hefur lúkkbúkkið loksins verið sett í loftið. Hér að neðan tók ég saman dömulínuna eins og hún leggur sig –

Allt eru þetta flíkur sem aðdáendur hátískumerkisins verða þakklátir að sjá á hagstæðara verði –  90s glamúr tekinn á næsta level í boði Olivier Rousteing.

bxh19 bxh22 bxh17 bxh14 bxh12 bxh10 bxh11 bxh9 bxh7 bxh6 bxh5 bxh4 bxh3 bxh2 bxh1 bxh

Ég er spenntust fyrir perluflíkunum og tailor jökkunum sem eru mest í anda Balmain. Satin buxurnar og þessi tryllti leðurjakki á síðustu myndinni (!) mætti einnig verða mitt. Spurning hvort maður taki þátt í geðveikinni sem mun eiga sér stað  í verslunum H&M þann 5 nóvember þegar línan fer í sölu? Ætlar eitthver í það partý? Ég sé til …

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

BALMAIN X H&M

FÓLKFRÉTTIRH&M

Góðan daginn! Í fréttum er þetta helst.

bl11304441_10152918481722568_318780951_n

Í nótt fengum við það staðfest að næsti gestahönnuður H&M er franska tískuhús Balmain! Munar ekki um minna!Súpermódelin Kendall Jenner og Jourdan Dunn birtu báðar mynd á Instagram í gærkvöldi með yfirhönnuð tískuhússins, Olivier Rousteing, þar sem þær skrifuðu: “We have some big news”. Síðar um kvöldið gengur þær rauða dregilinn á Billboard Music Awards þar sem þær klæddust hönnun Balmain x H&M. Þannig sprungu fréttirnar út og ég sá ekkert annað á meðan ég fletti niður Instagram yfir morgunbollanum. Þið líka? Gleðilegt!

image-1 image-2 imagebBalmain1

Fatalínan mun innihalda fatnað og fylgihluti fyrir bæði kynin og kemur í búðir þann 5 nóvember. Nú bíðum við allar spenntar eftir haustinu !! Þetta verður eitthvað ….

xx,-EG-.

  Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

H&M STUDIO LOFAR GÓÐU

FASHION WEEKH&M

Tískusýning H&M Studio fór fram í Parísarborg í gærkvöldi. Sýningin er sýnd í beinni online og hef ég tileinkað mér að fylgjast með henni síðustu árin og deila broti með ykkur. H&M Studio er undirlína hjá fyrirtækinu sem stílar inn á meiri gæði og glamúr – meira fashion. Vegna þessa er hún örlítið dýrari en gengur og gerist hjá versluninni og fæst einungis í völdum verslunum. Haustið lofar góðu, ég tók saman mín uppáhalds dress.

“Geimfarar” gengu pallanna –

MARC0022

Þessi fer líklega ekki í framleiðslu, en hver veit –

MARC0073

Kendell Jenner var meðal þekktustu nafnanna ..
Ég er þó ekki hrifin af hennar outfitti –

Gigi Hadid

.. Gigi Hadid –

MARC0102MARC0153 MARC0534 MARC0487

Skíðabuxnalúkkið er eitthvað sem ég vil sjá meira af –

MARC0299 MARC0276

White on white ennþá save samkvæmt þessu –

MARC0241 MARC0185 MARC0172

Bronze í boðinu –

MARC0164 MARC0136
Heilgallarnir heilluðu mig mest –

MARC0320

Þetta er bara brot af því besta en HÉR sjáið þið sýninguna í heild sinni.
Það hlýtur að teljast viðurkenning fyrir brandið að STYLE.COM birti myndir frá pöllunum. Það hafa þeir ekki gert áður.

Hér var stuð –

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SHOP: SAMSTÆÐUR

H&MSHOP

Ég kemst víst ekki hjá því að segja frá nýjum fatakaupum sem ég gerði um helgina. Við vinkonurnar, öllu heldur þýsku “tvíburasysturnar”, keyptum okkur samstæðudress í stíl og ég birti mynd frá mátunarklefanum á Instagram. Ég fékk fjölda fyrirspurna í kjölfarið hvaðan samstæðudressið væri?

10841312_10152587055617568_659763061_n 10850941_10152587055422568_1458111944_n
Það kemur kannski einhverjum á óvart, en fötin eru frá sænsku snillunum í H&M og því auðvitað á spottprís.
Ég er glöð með kaupin, fötin minna minna mig mikið á frönsku Sandro. Gætu verið þaðan ef maður vissi ekki betur.

Peysa: 14.90 Evrur
Buxur: 14.90 Evrur
Saman = 4.600ISK

Mér finnst ég auðvitað vera að “græða” – gjöf en ekki gjald.

xx,-EG-.

Fylgstu endilega með:
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SWEET DREAMS

H&MHOMESHOP

10253418_10152414273057568_1806131416_n

Sunnudagur til tiltektar var tilfellið á þessum bænum í dag. Vikudagur sem er ágætur til slíks.
Þið þekkið góðu(bestu) tilfinninguna sem fylgir því að sofna með hreint á rúminu?  Í kvöld var tilfinningin enn betri þegar ég setti þessi fínu rúmföt á sængina í hreina herberginu mínu. Rúmfötin eru ný kaup sem hafa lengi verið á óskalista frá H&M Home. Keypt í vikunni í elsku Amsterdam.

10707871_10152414272827568_450025640_n 10685167_10152414273217568_1797448800_n
Með kaupunum verð ég í stíl við draumaprins Svönuson – þann smekkmann!
_

Það er ágætt að vera tveimur tímum á undan í tímabeltinu þegar ég skrifa þetta rétt fyrir svefninn. Verður kannski innblástur fyrir aðra að sofna með hreint á rúminu í kvöld?  – ég get lofað ykkur betri svefn inn í vikuna fyrir vikið.

 Ah .. nú legg ég frá mér tölvuna.
Góð kaup, það er ég alveg viss um.

Sweet dreams.

xx,-EG-.

RIHANNA: H&M X AW

FASHIONFÓLKH&M

Þessa dagana stendur tískuvikan yfir í New York. Tískuvikum fylgir tískufólk og lét Rihanna sig ekki vanta á sýningar helgarinnar.

aq_resizer

Söngkonan náðist á mynd í gærdag  þegar hún klæddist afslöppuðu lúkki á götum borgarinnar. Um er að ræða fatnað úr línu H&M x Alexander Wang sem brátt kemur í verslanir en enginn hefur séð áður. Lofar góðu?  Í það minnsta ber hún fatnaðinn mjög vel með Gucci veski á öxlinni og gyllt body chain á berum maganum.photo

Logo all over again ….. Ég held að við getum þakkað Calvin Klein fyrir það start.

xx,-EG-.

LANGAR: FRÁ DIVEDED

H&MLANGARSHOP

Ég rakst á þessa á fyrsta búðarápi í gær … sjáið þið hvað eru margir á borðinu? Svona var þetta allan hringinn. Hversu típiskt er þá sú staðreynd að þeir voru hvergi til í minni stærð – 36.
Ákvað því að deila þeim frekar með ykkur … verðið eflaust heppnari!

10572804_10152303168367568_1461760879_n 10566363_10152303168307568_556420708_n 1291891_10152303168357568_193955897_n

Myndirnar gera þeim kannski ekki endilega greiða, en mér finnst þeir æðislegir (!)  Í fallegu sniði með smá hæl sem hefði hentað mér vel.
Kannski verður heppnin með mér síðar í sumar – vonandi.

Verð: Litlar 39 Evrur – enda frá elsku H&M.

xx,-EG-.