fbpx

LÍFIÐ: #HMBalmaination 


FASHIONH&MLÍFIÐ

Góða kvöldið! Margir hafa óskað eftir pósti frá mér í dag eftir að ég birti Instagram mynd frá verslunarferð gærdagsins. Um var að ræða heimsókn í H&M sem launchuðu samstarfi sínu með Balmain Paris. Fatalína sem margir hafa beðið eftir með eftirvæntingu og því mikill múgæsingur víða í verslunum sænsku keðjunnar þennan morguninn, þar á meðal hér í Köln.

 

Ég mætti bjartsýn um 11 leytið þar sem beið mín röð til að fá að skoða og kaupa flíkurnar úr línunni. Þegar ég hafði staðið þar í ca. 20 mínútur fékk ég að heyra að engum yrði hleypt að nema vera með ákveðin armbönd á hendinni, merkt í mismunandi litum. Við þessar fréttir urðu margir í kringum mig alveg öskureiðir og rökræddu ýmist við dyraverði eða fóru í fússi. Með reynslunni hef ég lært að það hefur ekkert uppá sig að pirra sig yfir svona hlutum og ég græddi á því hugafari í þetta sinn. Stuttu síðar losnaði auka pláss sem nokkrum “armbandslausum” var boðið að þiggja, þar á meðal mér.

Það var margt þegar orðið uppselt, t.d. perlujakkinn og merktu Balmain stutterma bolirnir en bæði var á mínum óskalista. Mér fannst alls ekkert allt í línunni vera musthave en var þó yfir mig ánægð með nokkrar flíkur sem einhverjar urðu mínar.

Um hálftíma eftir að ég fór inn var opnað fyrir almenning. Á leið minni útúr mátunarklefanum sá ég fólk streyma hröðum skrefum á slárnar. Þær tæmdust á stundinni og allt varð uppselt á engum tíma – ótrúlegt að upplifa! Maður sá greinilega að sumir hrifsuðu allt sem þeir komu hendi á og skipti litlu máli hvernig flíkurnar litu út eða hvort þær pössuðu. Svoleiðis finnst mér of mikið af hinu góða … og því má segja að svona launch falli oft undir ákveðna “geðveiki”.

 

photophoto 3photo 2 photo 1 imageimage_2

Með fullt í fangi …. þið sjáið að allar hillurnar fyrir aftan mig eru tómar. Þær tæmdust á sirka 2 mínútum eftir að það var opnað.

image_3Ég fór ekki tómhent heim en þær flíkur sem rötuðu í minn poka verða líklega áberandi í komandi dresspóstum hér á blogginu næstu daga.
Þó svo að ég hafi upplifað ákveðna “klikkun” í þessari ferð minni þá var það ekkert í líkingu við myndirnar sem dreifðust um netheima og Glamour birti meðal annars HÉR.

Góður gærdagur!

xx,-EG-.

 

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

 

 

NÚ ER VEÐUR FYRIR LEÐUR

Skrifa Innlegg