MY WEEKEND IN PICS:

LÍFIÐ

Þessi helgi var algjör draumur en foreldrar mínir komu að heimsækja mig & Gumma hér í Kaupmannahöfn. Við gerðum fullt af skemmtilegu hlutum saman & áttum æðislega helgi saman. Hér er helgin mín í myndum!

English version – 
This weekend was a perfect as my parents came to visit Gummi & I here in Copenhagen. It was a great weekend, we had amazing time together. Here is my weekend in pictures!

xGeggjaður brunch á Café Flottenheimer/ Café Flottneheimer has the best brunch – Mæli með að fara á Danish Design Museum ef þú hefur áhuga á tísku & hönnun, virkilega áhugavert safn /Really recommend going to the Danish Design Museum it is really interesting if you are into fashion & art –   Balmain teikningar/ Balmain drawings –   Gamall Balmain kjóll/ An old Balmain dress –  Mother gerir bestu pizzurnar/ Mother have the best pizza –Ipsen & Co
 Jólalegt í Tivoli/ Christmas in Tivoli –  Fusion Kitchen

LEITIN AF ÁRAMÓTAKJÓLNUM Á ASOS:

TÍSKAUppáhaldsWANT
kjolll

//Drauma kjóllinn frá Balmain

Ég er lengi búin að vera leita mér af kjól til að vera í á áramótunum. Ég er mjög hrifin af kjólnum frá Balmain, þeir eru svo fallegir enda eru þeir mjög dýrir í verði! Þannig ég ákvað að kíkja frekar á Asos – og fann þar nokkra ‘Balmain-lega’ kjóla sem ég er ótrúlega hrifin af. Núna er bara tíminn til að velja flottasta kjólinn! Hver finnst þér flottastur?

x

img_8069.jpg img_8070.jpg img_8064.jpg img_8066.jpg img_8068.jpg img_8067.jpg img_8071.jpg

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

BACK TO 90S MEÐ BALMAIN

FASHIONFRÉTTIR

English version belowall

Ég biiilast (!) yfir nýrri herferð franska tískuhússins Balmain.  Þrjár drottningar tíunda áratugarins sitja fyrir og slá ungu kynslóðinni algjörlega við að mínu mati.

Balmain minnir okkur á hver hin raunverulegu súper módel eru með SS2016 herferð sinni. Þetta eru 90’s drottingar tískupallanna – þær Cindy Crawford, Naomi Campell og Claudia Schiffer. Myndirnar eru í svarthvítu og voru fyrst birtar á Instagram reikningi tískuhússins (@balmainparis) í morgun.

4  3 2 1

Það vekur sérstakan áhuga minn að tískuhúsið kýs að birta þessar “rándýru” myndir á Instagram reikningi sínum. Þau eru með 3,4 milljónir fylgjenda og ná til mun fleiri með þessari leið en að birta þetta í tískutímariti eða á heimasíðu. Er þetta það sem koma skal?

Verslanir fara kannski að birta sína tískuþætti og lookbook á Trendnet instagramminu á næstunni frekar en að setja þau í tímarit – hver veit?

Ég elska þetta … það býr eitthvað svo mikill þokki og glæsileiki yfir fyrirsætunum sem hefur kannski verið vöntun á síðustu árin.

Meira: HÉR

//

I loooove (!) the new SS16 campaign that Balmain launched today on they’re Instagram account. The catwalk queens of the ’90s – Cindy Crawford, Naomi Campbell and Claudia Schiffer haven’t forgot anything.

More: HERE

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

LAST MINUTE BALMAIN x H&M

New closet member

Fyrir u.þ.b. ári síðan tók ég þátt í Alexander Wang x H&M brjálæðinu og hef sjaldan upplifað aðra eins vitleysu og hugsaði með mér að það yrði sennilega mín síðasta þáttaka í þessu rugli. Ég var því hálffegin að komast ekki í H&M þegar BALMAIN línan kom í búðirnar með tilþrifum, get bara rétt ímyndað mér ástandið sem var sennilega margfalt verra en í fyrra þó vissulega voru nokkrar flíkur sem ég varð hrifin af úr línunni. Mér finnst þetta bara persónulega einum of yfirdrifið og almennt hef ég verið að minnka fatakaupin alverulega vegna ýmissa ástæða en það er ef til vill efni í sér bloggpóst.

En tveimur vikum eftir að línan mok seldist upp kíkti ég í H&M og rakst á eitt stk bakpoka og veski úr línunni sem ég ákvað svo að kaupa en ég hef verið í leit að bakpoka fyrir manninn minn í þó nokkurn tíma núna. Veskið kostaði 249,-dkk sem mér finnst mjög gott verð fyrir leðurveski, var einmitt að leita að veski í þessari stærð

BalmainBackpackIMG_1880IMG_1881BalmainxHMIMG_1877IMG_1875

Við höfum bæði náð að nota bakpokann nokkuð oft í þessa rúma viku sem við höfum átt hann.
Hann kemur sér nefnilega voðalega vel þegar við förum að versla í matinn og ég segi ”við” því að það er mjög hentugt að geta sjálf stolist í hann af og til.

..

After the Alexander Wang x H&M madness last year I thought to myself that I would never participate in that kind of ”nonesense” again. So this year I was kinda relieved that I couldn’t make it to the launch of Balmain x H&M which was probably 100 times worst than last year even though there were some items from the collection that I really liked. Two weeks after the launch I visited H&M and stumbled up on the backpack and wallet from the collection at the store here in Aarhus and since I’ve been searching for a backpack for my other half for a while now I decided to buy them. The bag has been used frequently for grocery shopping and it’s nice to be able to use it myself from time to time!

PATTRA

LÍFIÐ: #HMBalmaination 


FASHIONH&MLÍFIÐ

Góða kvöldið! Margir hafa óskað eftir pósti frá mér í dag eftir að ég birti Instagram mynd frá verslunarferð gærdagsins. Um var að ræða heimsókn í H&M sem launchuðu samstarfi sínu með Balmain Paris. Fatalína sem margir hafa beðið eftir með eftirvæntingu og því mikill múgæsingur víða í verslunum sænsku keðjunnar þennan morguninn, þar á meðal hér í Köln.

 

Ég mætti bjartsýn um 11 leytið þar sem beið mín röð til að fá að skoða og kaupa flíkurnar úr línunni. Þegar ég hafði staðið þar í ca. 20 mínútur fékk ég að heyra að engum yrði hleypt að nema vera með ákveðin armbönd á hendinni, merkt í mismunandi litum. Við þessar fréttir urðu margir í kringum mig alveg öskureiðir og rökræddu ýmist við dyraverði eða fóru í fússi. Með reynslunni hef ég lært að það hefur ekkert uppá sig að pirra sig yfir svona hlutum og ég græddi á því hugafari í þetta sinn. Stuttu síðar losnaði auka pláss sem nokkrum “armbandslausum” var boðið að þiggja, þar á meðal mér.

Það var margt þegar orðið uppselt, t.d. perlujakkinn og merktu Balmain stutterma bolirnir en bæði var á mínum óskalista. Mér fannst alls ekkert allt í línunni vera musthave en var þó yfir mig ánægð með nokkrar flíkur sem einhverjar urðu mínar.

Um hálftíma eftir að ég fór inn var opnað fyrir almenning. Á leið minni útúr mátunarklefanum sá ég fólk streyma hröðum skrefum á slárnar. Þær tæmdust á stundinni og allt varð uppselt á engum tíma – ótrúlegt að upplifa! Maður sá greinilega að sumir hrifsuðu allt sem þeir komu hendi á og skipti litlu máli hvernig flíkurnar litu út eða hvort þær pössuðu. Svoleiðis finnst mér of mikið af hinu góða … og því má segja að svona launch falli oft undir ákveðna “geðveiki”.

 

photophoto 3photo 2 photo 1 imageimage_2

Með fullt í fangi …. þið sjáið að allar hillurnar fyrir aftan mig eru tómar. Þær tæmdust á sirka 2 mínútum eftir að það var opnað.

image_3Ég fór ekki tómhent heim en þær flíkur sem rötuðu í minn poka verða líklega áberandi í komandi dresspóstum hér á blogginu næstu daga.
Þó svo að ég hafi upplifað ákveðna “klikkun” í þessari ferð minni þá var það ekkert í líkingu við myndirnar sem dreifðust um netheima og Glamour birti meðal annars HÉR.

Góður gærdagur!

xx,-EG-.

 

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

 

 

BALMAIN X H&M

FASHIONH&MLOOKBOOK

Hingað til hafa verið birtar ein og ein mynd af samstarfi H&M x Balmain til að “teasa” okkur viðskiptavinina. Það hefur virkað vel því netheimar hafa logað í hvert sinn sem við berum nýja flík augum. Nú styttist í að samstarfslínan mæti í búðir og því hefur lúkkbúkkið loksins verið sett í loftið. Hér að neðan tók ég saman dömulínuna eins og hún leggur sig –

Allt eru þetta flíkur sem aðdáendur hátískumerkisins verða þakklátir að sjá á hagstæðara verði –  90s glamúr tekinn á næsta level í boði Olivier Rousteing.

bxh19 bxh22 bxh17 bxh14 bxh12 bxh10 bxh11 bxh9 bxh7 bxh6 bxh5 bxh4 bxh3 bxh2 bxh1 bxh

Ég er spenntust fyrir perluflíkunum og tailor jökkunum sem eru mest í anda Balmain. Satin buxurnar og þessi tryllti leðurjakki á síðustu myndinni (!) mætti einnig verða mitt. Spurning hvort maður taki þátt í geðveikinni sem mun eiga sér stað  í verslunum H&M þann 5 nóvember þegar línan fer í sölu? Ætlar eitthver í það partý? Ég sé til …

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

BALMAIN X H&M – WOMEN’S FIRST LOOK

H&M

Loksins fáum við myndir af samstarfi Balmain og H&M! Líkt og Elísabet skrifaði um í maí er línan væntanleg í nóvember og inniheldur hún bæði fatnað og fylgihluti.

Helgi er nú þegar búinn að birta myndir af karlalínunni – og ég verð að segja að þrátt fyrir nokkur falleg piece í karlalínunni ég er mun hrifnari af kvennalínunni enn sem komið er.

11998399_10153252001547568_85732779_n 12007267_10153252001567568_770014782_n 11998355_10153252001602568_1786658659_n

Þrátt fyrir að ganga aldrei um í bleiku þá æpir þessi bleiki kjóll á mig! Gæti alveg klætt mig í hann fyrir gott tilefni með jafnvel bleikan varalit í stíl.

Hlakka til að sjá meira, svo sjáum við til hvort ég fari í biðröð fyrir utan H&M hérna í Rotterdam þegar línan kemur út. Ég efast um að ég leggi í það ævintýri!

xx

Andrea Röfn

BALMAIN X H&M

FÓLKFRÉTTIRH&M

Góðan daginn! Í fréttum er þetta helst.

bl11304441_10152918481722568_318780951_n

Í nótt fengum við það staðfest að næsti gestahönnuður H&M er franska tískuhús Balmain! Munar ekki um minna!Súpermódelin Kendall Jenner og Jourdan Dunn birtu báðar mynd á Instagram í gærkvöldi með yfirhönnuð tískuhússins, Olivier Rousteing, þar sem þær skrifuðu: “We have some big news”. Síðar um kvöldið gengur þær rauða dregilinn á Billboard Music Awards þar sem þær klæddust hönnun Balmain x H&M. Þannig sprungu fréttirnar út og ég sá ekkert annað á meðan ég fletti niður Instagram yfir morgunbollanum. Þið líka? Gleðilegt!

image-1 image-2 imagebBalmain1

Fatalínan mun innihalda fatnað og fylgihluti fyrir bæði kynin og kemur í búðir þann 5 nóvember. Nú bíðum við allar spenntar eftir haustinu !! Þetta verður eitthvað ….

xx,-EG-.

  Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

BALMAIN: ÉG SÉ RAUTT

FASHIONFASHION WEEKLANGAR

photo

Balmain nelgdi það á tískupöllunum í París í dag. Ég sá R A U T T og kem þeim flíkum ekki úr huganum.
Hér sjáið þið hversvegna (!)

_MON0858 _MON0802
SS15

Sexy samfestingar … og detailar to die for. 

Bara ef ég ætti …
fullt fullt af peningum.
Þá myndi ég kaupa þennan neðri. Án þess að hugsa mig tvisvar um.
Drauma.

Línuna í heild sinni sjáið þið: HÉR

xx,-EG-.

Nýjasta nýtt: Balmain neglur

Fashionmakeupneglur

Fyrr í vikunni var ný lína nalglalakka kynnt – línan er frá Blamain og samanstendur af nokkrum klassískum lituðum naglalökkum, svörtu, skarlatrauðu og nude/bleikum lit að auki er mattandi yfirlakk. Lökkin verða eingöngu fáanleg HÉR og því miður verður ekki hægt að fá þau send útfyrir Bretland.

Við litavalið á lökkunum er það svo sannarlega einfaldleikinn sem ræður ríkjum, rauði liturinn er klassískur og að mínu mati er það hinn fullkomni litur til að gera neglurnar fínar. Svarti liturinn er tískulitur sem er t.d. einn af mínum uppáhalds litum á naglalakki ég er persónulega ekki mikið fyrir rauð naglalökk. Nude/bleiki liturinn er svo fullkominn hvers dags litur þegar maður vill hvíla sig á áberandi litum en ekki vera án naglalakks. Matta topcoatið gerir svo það að verkum að í staðin fyrir að fá bara 3 lökk þá fáið þið eiginlega 6. Án matta lakksins gefa lökkin víst fallega, þétta og glansandi áferð.

Hér sjáið þið lökkin sem í boði verða…

Balmain-nails-2-Vogue-11Oct13-pr_b_426x639 Balmain-nails-1-Vogue-11Oct13-pr_b_426x639 Balmain-nails-6-Vogue-11Oct13-pr_b_426x639 Balmain-nails-5-Vogue-11Oct13-pr_b_426x639

Lökkin koma öll saman í fallegum kassa – ég finn nú litlar upplýsingar um stærð naglalakkanna en ég vona að þau séu vegleg þar sem þau kosta sitt. Ég væri reyndar alveg til í eitt svona sett – en ég veit ekki hvort ég myndi tíma að nota þau ég myndi helst bara vilja stilla þeim upp á skrifborðinu mínu. Umbúðinar utan um lökkin eru virkilega fallegar – minna mig helst á ilmvatnsglös.

EH